Framboð til formanns?

Hanna Birna Kristjánsdóttir kom fram í Kastljósi í kvöld. Hún var ákveðinn eins og við gátum átt von á og stóð sig að mörgu leiti vel. Hún er mjög öflug í Borginni og er líkleg til að verða næsti borgarstjóri í Reykjavík ef fram vindur sem horfir. Hún skautaði vel í gegnum orrahríð Sigmars Guðmundssonar. Sum svör hennar voru afar góð, önnur þess eðlis að erfitt væri að spyrja aftur, en vafasöm. Þegar hún svarði um undirbúning kosningabaráttu hennar fór hún rangt með. Þeta var eitthvað stutt og nánast óvænt. Það vita allir sem til þekkja að það er rangt.

Búið er að gera tvær skoðanakannanir sem hafa komið mjög á óvart. Þær eru eignaðar Ásdísi Höllu Bragadóttur. Til var ætlast að Bjarni Benediktsson dragi sig í hlé. Á þessum skoðanakönnunum tóku menn takmarkað mark. Stöðumat í dag er að Hanna Birna gæti fengið 30-40%. Í kvöldfréttum sagði Ólafur Þ. Harðarson að Hanna Birna hefði engu að tapa. Það er mitt mat að það sé rangt. Í tvígang hefur komið fram mótframboð, fyrst Kristján Júlíusson, þá Pétur Blöndal. Ef einhverjum þykir þau framboð hafa styrkt þá Kristján og Pétur, þá hefur það hugsanlega verið í byrjun. Ef Hanna Birna hefði boðið sig fram í júlí eða ágúst, hefði hún komið sterk út úr þeirri kosningabaráttu, en að fara fram tveimur vikum fyrir Landsfund, eftir misheppnaðar fléttur mun það veikja hana á landsvísu til framtíðar. Mín spá er að framboð hennar með aðdraganda þess, muni þýða að hún muni ekki vinna nú, og heldur ekki í framíðinni. 


mbl.is Björn gefur ekki upp afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Ég á erfitt með að treysta Hönnu Birnu. Hef það sterklega á tilfinningunni að hún víli ekki fyrir sér undirferli ef hún sér sér persónulega hag í því.

Landfari, 4.11.2011 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband