Ég skammast mín líka herra Gorbachev!

Mikhail Gorbachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, segist skammast sín fyrir Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands, vegna viðbragða þess síðarnefnda við mótmælendum sem krefjast úrbóta hjá rússneskum stjórnvöldum.

Ég skammast mín líka fyrir að Jóhanna Sigurðardóttir skuli ekki taka skýr skilaboð þjóðarinnar til greina og segja af sér. Hún rétt eins og Pútín tók að sér verkefni sem hún réð ekki við. Þau höfðu ofurtrú á sinni getu. Nú er öllum ljóst að ballið er búið. Vonandi verður báðum það ljóst og að brottför þeirra verði friðsöm. 

Þeirra verður minnst sem afar lítilla leiðtoga og fólks með lítilla persónutöfra. Tveir einkennilega brosmildir frostpinnar. 

putin.jpgjohanna.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Vel mælt og orð að sönnu Sigurður. Það er því miður of mikið af óhæfu fólki við stjórnvölinn í heiminum í dag. Herðum baráttuna á nýju ári.

Björn Emilsson, 25.12.2011 kl. 22:16

2 identicon

Sæll Sigurður jafnan; sem og aðrir gestir, þínir !

Rússnesk stjórnmál; eru margslungnari en svo, að afgreidd verði, með örfáum setningum, Sigurður.

Við þurfum; að fara aftur á 15. - 16. aldir, til þess að glöggva okkur á stöðu mála, þar eystra.

Við fall Miklagarðsríkis (Austurrómverska ríkisins) 29. Maí 1453; tóku Moskvu Hersar (Vojvodar), upp merki Keisaranna í Konstantínópel - hinn Tvíhöfða Örn, sem varði, allt; til ársins 1917, eins og við munum.

Það er ofætlan; að reikna með einhverjum kraftaverkum, af hálfu þeirra Pútíns, á einum til tveim áratugum, eftir liðlega 70 ára Kommúnista stjórn - þeir Pútín; þurfa mun  lengri tíma, til einhverra frekari lagfæringa, svo betur megi fara.

Hér; heimafyrir, mættir þú alveg, minnast frumkvöðla þess, sem varð, þeirra : Davíðs Oddssonar - Jón Baldvins Hannibalssonar og Halldórs Ásgrímssonar, þó svo ég muni ekki, í neinu, fegra ósvinnu Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, eins og þér - sem öðrum er margkunnugt, af mínum fyrri skrifum, ágæti Kópavogsbúi.

Með beztu kveðjum; sem áður - og fyrri, úr Árnesþingi /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.12.2011 kl. 23:39

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er spurning,  hvort leiðtogi er réttnefni við fólk sem niðurlægir umbjóðendur sína og verslar á bakvið, með völd sem það hefur kmist yfir með prettum. 

Þeir Medvedev  og Putin voru búnir að semja um niður stöðuna löngu fyrir kjördag. 

Jóhanna og Steingrímur voru búin að semja um Evrópusambands umsókn fyrir kosningar á bak við þjóðinna og sumt af sínu fólki líka.

Þessi samningur á milli æðst ráðandi í þessum tveimur flokkum, hefur stýrt öllu ferli þeirra og athöfnum og athafna leysi síðan.   

Hrólfur Þ Hraundal, 26.12.2011 kl. 11:00

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Björn, óhæfuverk gerast oft þegar gott fólk aðhæfist ekkert.

Óskar Helgi úr Árnesþingi. Allir leiðtogar eru gallaðir. Ég myndi flokka þá Jón Baldvin og Davíð Oddson til leiðtoga, svo og Ingibjörgu Sólrúnu. Halldór Ásgrímsson náði aldrei flugi og Jóhanna Sigurðardóttir hafur afar lítil, ef nokkur leiðtogagen. Við þurfum að  veita því fólki aðhald sem tekur að sér forystuhlutverk hvar í flokki sem það er. Í því fellst m.a. lýðræðið. Jóhanna og Pútin virðast vilja fara með þjóðir sínar inn í verstu afkima kommúnismanns, fyrir þá ósvinnu á að sparka þeim báðum. Því fyrr, því betra. 

Hrólfur þú hefur hárrétt fyrir þér þau vinnubrögð sem einkenna Pútin og Jóhönnu eru sláandi lík. Ég flokka Pútin sem gegnum óheiarlegan, en Jóhanna er meira og meira að sína sína verstu hlið, lygin og ómerkileg.

Hárrétt hjá þér. Ég sagði litlir leiðtogar, þau myndi ég bæði flokka sem foringja og það afar slaka.  

Sigurður Þorsteinsson, 26.12.2011 kl. 13:19

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Sigurður !

Enn; skal ég minna á, hversu mikilvægt er, að skoða allan bakgrunn, í sögu þjóða og ríkja, almennt. 

Rússland; og Ísland, eiga fátt - og raunar ekkert sameiginlegt þar, nema ef vera skyldu samskiptin á Miðöldum - svo og vöruskiptin, á tíma Sovétríkjanna, sem voru næsta áþekk ýmsum viðskipta, við hinn Kapítalízka heim,við nánari eftirgrennzlan, jafnvel.

Þannig að; við skulum sjá betur, hverju fram vindur, hér heima fyrir, áður en farið er að gagnrýna stjórnarhætti Pútíns eitthvað frekar, þar eystra - og horfa til þeirra skugga legu viðfangsefna, sem við stöndum sjálf frammi fyrir.

Verandi; með siðlausa og gegnumrotna 4  flokka innanborðs, sem enn þann dag í dag, eru að grafa undan landi og lýð og fénaði öllum, svo senn megi fara að líkja þjóðar hag, við hinn versta, sem fyrirfinnst, um veröldu víða.

Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 14:18

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Óskar Helgi. Sagan er okkur afar mikilvæg eins og öðrum, þeir sem ekki læra af sögunni, gera sömu mistökin aftur. Ég hef starfað í tveimur löndum í allnorkka tíð. Í Þýskalandi, bæði austan megin og vestan megin. Þau mistök sem voru gerð í Austur Þýskalandi eru mjög sambærileg og við erum að gera nú. Jóhanna, Svavar og Steingrímur elska fyrrum Austur Þýskaland eða þá hugmyndafræði sem þar ríkti. Ég hef séð afleiðingarnar. Bæði þar og einnig þær sem nú eru að skella á okkur.

Sagan segir okkur að við þurfum að nýir flokkar lifa í skamman tíma, og breytingana verðum við að vinna innan flokkana. Það er hægt. 

Framsóknarflokkurin er allt annar flokkur en áður. Nýr formaður kom með nýja hugmyndafræði. Hann treysti Jóhönnu og Steingrími. Það mun hann aldrei gera aftur. Hvorki þeim né forystumönnum þeirra flokka nú er treytsndi. 

Sjálfstæðisflokur hefur gengið í gengn um ákveðnar breytingar, en meiri hreinsana er þörf. 

Samfylingin hefur ekki tekið á ábyrgð sinni í hruninu. Mín spá er að flokkurinn lifi ekki næstu kosnigna. Kvennalisti, Alýðulfokkur, Alþýðubandalag og Þjóvaki eiga lítið sem ekkert sameiginlegt og berjast nú banaspjótum. Sennilega lifir Samfylingin ekki næstu kosningar. 

VG er nú skipt upp í fjálslynda VG og harlínukommúnista. Frjálsyndir eu flokkaðir sem ,,kettir" og eru annað hvort komnir út úr VG eða á leiðinni þar út. 

 Aðrir flokkar eins og

Hreyfingin er á útleið, og skilaði litlu sem engu. 

Gumsið, flokkur Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar hefur enga hugmyndafræði og engan grunn. 

Sástu leiðina sé ég að gera breytingar innan flokkana. Ef nógu margir taka sig saman þá er hægt að hafa veruleg áhrif. 

Það sem skiptir máli er að sjá það samfélag sem flestir Íslendingar vilja sjá og til þess þarf breytingar. 

Sigurður Þorsteinsson, 26.12.2011 kl. 20:38

7 identicon

Heilir á ný; Sigurður síðuhafi, Björn - og Hrólfur vélfræðingur !

Sigurður !

Þakka þér fyrir; mjög vandaða útlistun, þinna sjónarmiða, þó ekki sé ég sammála niðurstöðu þinni, með framvindu íslenzkra stjórnmála.

Meintar HREINSANIR; innan sumra flokkanna, eru svo lítilvægar, að vart sjást staðar - og munu forkólfar þeirra uppskera, skv. því, nema alkunnugt ''Gullfiskaminni'' landsmanna, sé svo á undanhaldi, að flokkar þeir fái þá ráðningu, sem þeir verðskulda - ekki síður, en þeir óhreinsuðu, ágæti drengur.

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband