Viljum halda í þingsætið eins lengi og mögulegt er!

Það hefur lengi legið fyrir að Jóhanna hefur verið með spil upp í erminni varðandi Hreyfinguna, sem tryggir stuðning Hreyfingarinnar við ríkisstjórnina ef með þarf að halda. Hreyfingin sýndi af sér afar mikið dómgreindarleysi í svokölluðu ,,hlerunarmáli" sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ásta Ragneiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis tóku inn á sitt borð og héldu því þar. Sú ákvörðun hefði þýtt í öllum siðuðum vestrænum ríkjum að bæði forseti Alþingis og forsætisráðherra hefðu þurft að segja af sér, en af því að við búum á Íslandi og fjölmiðlamenn okkar eru meira og minna á könnu einhverra í stað þess að veita gagnrýnið aðhald, þá sjá menn ekkert, heyra ekkert og skilja ekkert.

Jóhanna vissi að Hreyfingin var í vondum málu, og það ætlaði hún sér að nýta sér til hins ýtrasta, og komst upp með það. Hún veit að fjölmiðlarnir á Íslandi spyrja ekki spurninga. Birgitta er eins og hengd upp á þráð og gerir allt sem beðið er um. Margrét var tekin í bólinu á sínum tíma og hefur ekkert fréttst til hennar síðan. Þór Sari hefur vakið fyrst og fremst athygli fyrir að vera fjörugasti fyrinn á Alþingi og vill eins og stelpurnar tvær vera sem lengst á þingi. Þau gera engar kröfur um ráðherraembætti. Þeim er ljóst að þau fara aldrei aftur á þing. Þau vilja bara drekka síðustu dreggjarnar, áður en partýið er búið. 

Þetta er nú hálf ömurlegt hlutskipti fulltrúa þjóðarinnar, sem þau kölluðu sig eftir að þau voru kosin á Alþingi. Þau Jóhanna og Steingrímur hafa áður gert svona samninga. Það var t.d. við Framsóknarflokkinn, Samningurinn stóð þann tíma tók að undirrita hann, síðan ekki söuna meir. Ekki frekar en aðrir samningar sem ríkisstjórnin gerir t.d. við ASÍ og Samtök atvinnulífsins. Mottóið er samningar eru ekki til þess að standa við þá, heldur gera þá. 

 


mbl.is Eiga samleið með stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þaggað eins og annað,hefur nokkur komist að hver,átti apparatið,eða hvað var heyranlegt í því.

Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2011 kl. 04:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband