Léttvægt meinsæri?

Meinsæri þekkist einna best í harðasta kjarna glæpamennskunnar. Fíkniefnasölu, mannsali eða manndrápum. Harðasta gengið hefur misst allt siðferðismat og kemur sér saman um að koma sökinni á  einn. Samræmir málflutning sinn, þannig að fyrir dómi að aðeins einn er dæmdur, stundum alsaklaus.

Nú kemur ásökun um meinsæri á allt öðrum vettvangi. Vettvangi bæjarmála. Sigrún Bragadóttir fyrrum framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs segir í viðtali í Vikunni nýlega að Þórður Þórðarson lögmaður Kópavogs hafi hringt í sig og sagt sér að haga málfluningi sínum þannig að hún skelli allri skuld á Gunnar Birgisson fyrrum bæjarstjóra Kópavogs. Hjá honum voru tveir starfmenn Kópaogskaupstaðar Sigrún Guðmundsdóttir bókari hjá Kópavogsbæ og Jón Júlíusson íþróttafulltrúi og fyrrum bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og að þau væru þessari aðferð samþykk. 

Í meinsærismálum er sönnunargeta erfið , en Sigrún sagðist vera með upptökur af símtali sínu við bæjarlögmanninn. Auðvitað eru slíkar upptökur ólöglegar. Í Morgunblaðinu nýlega er fjallað um þessa upptöku eftir að blaðamaður hafði sjálfur hlustað á meint viðtal bæjarlögmannsins og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins. Þar með er málið komið í nýjan farveg. Bæjarlögmaður getur ekki setið í starfi sínu með meint meinsæri á bakinu, ekki frekar en að vera grunaður um kynferðisafbrot. Hann hefur ekki trúnað lengur. Það sem gerir málið enn verra er að bæjarlögmaðurinn fær sér lögmenn og gerir samkomulag um að hinar ólöglegu upptökur verði ekki frekar birtar opinberlega. Ef bæjarlögmaðurinn hefði ætlað sér að sitja áfram hefði hann átt að krefjast þess að upptökurnar væur birtar, en að þagga málið gerir stöðu hans vonlausa. 

Í meinsærismálum eru oftast höfuðpaurar sem eru bak við tjöldin, stórlaxarnir. Það er eðlilegt að spyrja hverjir eru höfðupaurarnir í þessu máli. Eru það stjórnarmenn í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs, eru það bæjarfulltrúar eða eru það jafnvel hærra settir aðilar. Næsta skref getur ekki verið annað en að segja bæjarlögmanninum upp starfi, en jafnframt að fara fram á rannsókn á málinu. Ég á ekki von á öðru en allir bæjarfulltrúar í Kópavogi muni krefjast afsagnar bæjarlögmannsins og rannsókn á því hvort hann einn hafi komið að hinu meinta meinsæri. 

Lengra niður geta íslensk stjórnmál varla sokkið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband