Ekkert einkamál Sjálfstæðisflokksins!

Nú þegar Landsdómur hefur fellt sinn dóm er full ástæða til þess að draga af honum lærdóm. Geir er sýknaður í öllum þáttum málsin, nema því að hafa ekki nægjanlega oft Kallað ríkisstjónina saman til þess að fjalla um alvarleg mál og síðan samráðsvinnubrögð. Landsdómur hefur að þessu leiti vísað í Stjórnarskrána. Þessi vinnubrögð hafa verið ástunduð í áratugi, en það réttlætir lítið.Dómurinn er krafa um formlegri og faglegri vinnubrögð.

Eftir stendur glæpur Samfylkingarinnar að koma í veg fyrir að sitt fólk færi fyrir dóminn, auk fjármálaráðherrans. Það sýnir lákúrulegra vinnubragða Samfylkingarinnar og siðferðisbresti.

Hitt er að frá hruninu hafa komið upp mál sem verða að fara fyrir Landsdóm. Það ber hæst Icesave málið. Til þess að taka á því máli verður að skipa rannsóknarnefnd sem fer faglega yfir málið og í framhaldi að kæra í málinu. Steingrímur Sigfússon hefur lýst því yfir að ef menn telji að rangt hafi verið að málum staðið þá ætti að rannsaka Icesave.

Sú rannsókn hefur ekkert með hefnd að gera. Hún hefur með uppgjör þjóðarinnar að gera.


mbl.is Landsdómi ekki beitt í hefndarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Sammála þer full ástæða til að rannsaka verk Samfylkingar og Vg á þessu kjörtímabili og stefna viðkomandi ráðamönnum fyrir dómstóla í framhaldinu sinni einkavæðing bankana og icesave og fara líka vel yfir hverjir það voru nákvæmlega sem voru á móti reglum um dreifðari eignaraðild að bönkunum við fyrri einkavæðingu en það munu hafa verið Samfylkingin Vinstri Grænir og Framsóknarflokkur

Örn Ægir Reynisson, 24.4.2012 kl. 23:04

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég held að meirihluti þjóðarinnar vilji fá rannsókn á Icesave.

Rannsókn vegna þess að kosningarloforð þessara manna var að það væri ekki okkar þjóðarinnar að borga svona óreiðuskuldir eins og Icesave og í dag þá veit Þjóðinn að á sama tíma og þessi Ríkisstjórn galaði og gólaði sín kosningarloforð um að þetta Icesave væri ekki okkar var verið að ganga frá því á bakvið borðið að við borguðum bara og það meira að segja miklu miklu meira en skuldin sjálf var er....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.4.2012 kl. 07:31

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Örn einkavæðing bankanna hin fyrri var ámælisverð, en sú síðari er glæpur gagnvart þjóðinni.

Er sammála ykkur Ingibjörgu að meirihluti þjóðarinnar vill örugglega láta rannsaka Icesave og ef tilefni gefur til draga menn til ábyrgðar. 

Sigurður Þorsteinsson, 25.4.2012 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband