6.7.2014 | 12:30
Ættfræði og íþróttalýsingar
Fyrir nokkrum árum kynntist ég braselíubúa (braselíana). Hann bjó hérlendis í nokkur ár. Knattspyrnan var í blóðinu hjá honum rétt eins og tangóinn, og sambatónlistin. Fljótlega eftir að hann kom ákváðu einhverjir stríðnir að líkja eftir knattspyrnulýsingum þeirra frá Suður Ameríku. Goool var spangólað með mikilli ástríðu. Hann glotti og sagði sallarólegur að hvert land hefði sína sérstöðu. Hjá þeim væri það spangólið, en hér væri það ættfræðin. Þessu var nú ekki sérlega vel tekið af landanum og hann spurður hvort hann gerði virkileg athugasemdir við Bjarna Fel og aðra íþróttafréttamenn. Hann svaraði í miðri knattspyrnulýsingu, hlustið:
Við heyrðum, þulinn telja upp nöfn þeirra sem fengu boltann hverju sinni, og hvort boltinn færi í horn, innkast eða dæmt var fríspark, rétt eins og við sæjum það ekki sjálfir.
Við sem höfum dvalið langtímum erlendis, þekkjum annars konar íþróttalýsingu eins og í Bretlandi eða Þýskalandi. Þá hefur íþróttafréttamaðurinn faglega þekkingu á íþróttinni, sem er afskaplega gagnlegt rétt eins og að það gagnast fréttamanni sem fjallar um efnahagsmál að vita eitthvað um efnahagsmál sjálfur.
Við erum enn sem komið er ekki efni á að koma okkur upp slíkum þulum t.d. í knattspyrnu. Það er vissulega áhugavert að hlusta á menn eins og Heimi Hallgrímsson, Gunnleif Gunnleifsson og Guðna Bergsson í hálfleik eða eftir leik og þá koma oft á tíðum góðir og gagnlegir punktar.
Þangað til verðum við að sætta okkur við að við eigum nokkuð í land að ná okkur eftir hrunið og þeir sem vilja meira en það sem boðið er uppá, geta horft á erlendar stöðvar.
Krul: Sagði þeim að ég vissi hvar þeir myndu skjóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Sammála þér með þassa þrjá sem þú nefndir,en þegar menn eins og Ríkarður Daðason þarf að opinbera sína- sýn á hver ætti að vera besti knattspyrnumaður heims,er mér nóg boðið.Hann þurfti svo að klikkja út með að Ronaldo væri komin til Brasilíu “kosinn” sá besti,en gæti svo ekki skorað mark,þrátt fyrir margar tilraunir.Portugal var með afspyrnulélegt lið,auk þess að spila 10 gegn 11,móti stórgóðu liði Þýskalands. Markmennirnir hafa vakið mikla athygli og sýnt ótrúleg tilþrif,einn þeirra varði frá Messi í dauðafæri. Ég vona að Heimir, Guðni og Gunnleifur,skipi umfjöllunarráð í HM.stofu framvegis.
Helga Kristjánsdóttir, 6.7.2014 kl. 15:25
Sæll félagi Sigurður, ég vil fyrir alla muni tala vel um þá félaga í HM stofunni. Heimir er þarna ný stjarna, talar af mikilli þekkingu finnst mér. Ríkarður Daðason er einnig mjög góður. Uppsetning RUV býður ekki upp á miklar greiningar ef t.d. er borið saman við SKY. Á RUV er þetta kapphlaup við auglýsingar og ef mikið er af þeim, er ekki tími fyrir annað. Mér finnst allir þessir menn standa sig vel, enda hef ég sjálfur ekki úr háum söðli að detta !!
Jón Atli Kristjánsson, 6.7.2014 kl. 21:06
Við þurfum að þróa nýja menningu í lýsingu á knattspyrnuleikjum, það á bæði við um þulina sjálfa og þá sem fjalla um leikina eins og í HM stofunni. Mér líkar oftast mjög vel frammistaða Ríkharðs Daðasonar og var ekki að skjóta á hann með þessarri upptalningu. Hins vegar finnst mér gjarnan að þulurinn fjalli um leikinn á örlítið faglegri hátt. Á sínum tíma man ég eftir að leitað var t.d. til dómara eins og Gylfa Orrasonar og fannst það til fyrirmyndar. Toppmaður. Þetta er stefnumótunarverkefni fyrir íþróttadeildina.
Sigurður Þorsteinsson, 7.7.2014 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.