19.8.2014 | 07:10
Brynjar Nielsson sem dómsmálaráðherra!
Vonandi er tími fagmennsku gengin í garð. Þar sem þeir bestu eru valdir í störf í stað annarra sjónarmiða. Nýlega var Már Guðmundsson ráðinn sem Seðlabankastjóri. Held að fáir dragi fagmennsku hans í efa, þó kusk hafi fallið á hvítflibbann, þegar hann þáði styrk til þess að greiða dómskostnað sinn úr sjóðum Seðlabankans. Samþykkt lá ekki fyrir í bankastjórn Seðlabankans um það mál. Í síðustu ríkisstjórn var valin sú leið til þess að velja sem hæfustu ráðherranna að fá utanþingsfólk að hluta sem ráðherra. Ragna Árnadóttir varð dómsmálaráðherra og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Bæði voru vinsæl sem ráðherrar og farsæl, þrátt fyrir að Gylfi setti nokkuð niður þegar kom að Icesavesamningum. Í þingliði síðustu var þó afburðafólki haldið frá ráðherrastólunum, þar sem þingmennirnir hefðu skyggt á formenn stjórnarflokkana, þingmenn eins og Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir. Þekking þeirra, reynsla og hæfni hefði á nokkurs efa getað skilað okkur betri niðurstöðu en síðasta ríkisstjórn skilaði.
Það er hárrétt ákvörðun hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að óska eftir því að dómsmálahluti innanríkisráðuneytisins verði færður öðrum, a.m.k. á meðan mál er í gangi gegn fyrrum aðstoðarmanni hennar. Auðvitað getur Bjarni Benediktsson tekið það að sér og myndi skila því verki með sóma. Hins vegar er hann með það stór og mikilvæg verkefni að óráðlegt er að bæta dómsmálaráðuneytinu við þau verkefni. Í þingliði stjórnarflokkanna er toppmaður til þess að fara með málaflokkinn.
Brynjar Níelsson hefur mikla reynslu og þekkingu á málaflokknum og myndi skila þess hlutverki með einstakri prýði. Hann hefur kjark og getu til þess að stuðla að breytingum til þess að gera gott samfélag enn betra.
Sigmundur fellst á beiðni Hönnu Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Já mikið er ég sammála.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.8.2014 kl. 07:26
Af hverju skiptir Hanna Birna ekki um ráðherrastól við einhvern fyrst hún vill vera ráðherra áfram?
Eiga duttlungar og vanhæfi hennar að snúa öllu við í skipulagi Stjórnarráðsins?
Guðjón Sigþór Jensson, 19.8.2014 kl. 07:34
Guðjón Ingi hver var tilgangurinn með stofnun Innanríkisráðuneytsins veistu það...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.8.2014 kl. 07:40
Brynjar Níelsson hefur mikla reynslu og þekkingu á málaflokknum...
Hahahahahahahahahahahahahahahahahahaha
...hahahahahahahahahahahahahahahahahaha
...hahahahahahahahahahahahahahahahahaha.
Þessi hérna hefur líka "mikla reynslu og hæfileika" á söngsviðinu:
Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2014 kl. 08:10
Hagsmunasamtök heimilanna er ekki sterkari en raun ber vitni vegna þess að þar í forsvari hafa verið menn sem nota málfutnig á plani Guðmundar Ásgeirssonar. Hef bæði lesið og hlustað á Guðmund og Brynjar og það er himinn og hafa á milli þessarra manna. Þannig að ég met það að innlegg Guðmudar safti af vanmáttarkennd.
Sigurður Þorsteinsson, 19.8.2014 kl. 09:17
Sigurður minn þú getur ekki verið að meina þetta af fullri alvöru, Brynjar sem bersýnilega getur ekki hamið sínar sterku tilfinningar til ýmissa mála, þá er nú betra að hafa Hönnu Birnu áfram. En er það ekki framsóknarmanneskja sem bíður næst í röðinni? Sennilega Vigdís Hauksdóttir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.8.2014 kl. 11:06
Ásthildur er með þetta. Er ekki líklegt að Már hætti störfum áður en ráðningatíma hans líkur.Að minnsta kosti miðað við yfirlýsingu hans,auk þeirrar að hann sæktist ekkert eftir starfinu af áfergju/man ekki hvernig hann orðaði það.
Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2014 kl. 11:37
Brynjar er fínn og myndi örugglega standa sig vel sem dómsmálaráðherra, en hann gæti talist vanhæfur að vinna að endurskipulagningu dómstóla vegna eiginkonunnar. Hún er dómari. Það mætti hins vegar íhuga Unni Brá í þessa stöðu. Hún er löglærð hefur starfað sem sýslumaður og fulltrúi sýslumanns og þekkir því umhverfi dómstóla na.
Ragnhildur Kolka, 19.8.2014 kl. 12:22
Ásthildur, ég kann mjög vel við fólk sem þorir að hafa skoðanir. Er ekki allaf sammála Brynjari og ekki alltaf sammála áherslum hans, en það skiptir mig ekki nokkru máli. Það sama á við um Atla Gísla, og svo þorir þú nú alveg að hafa skoðanir Ásthildur mín, og ert bara flottari fyrir vikið :)
Sigurður Þorsteinsson, 19.8.2014 kl. 12:27
Já Sigurður minn, þess vegna getum við rætt svo vel saman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.8.2014 kl. 13:13
Ég veit ekki af hverju mér datt það í hug en er ekki bara best að setja Kolbein kaptein í brúnna.
Jósef Smári Ásmundsson, 19.8.2014 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.