Að brenna börnin sín!

 

Þegar Reykjavíkurborg ákvað einisleita þéttingarstefnu, kom strax upp sú gagnrýni að slík einsleit stefna myndi þýða að húsnæðisverð myndi hækka. Þrengt yrði að ungu fólki og þeim sem minna mega sín. Þessu var svarað af hroka, að málið snérist um umhverfismál. Nú erum við flest umhverfissinnar en við getum verið það án þess að veitast að ungu fólki og þeim sem erfiðara hafa það t.d. öldruðum og öryrkjum. Jú, þetta hefur gengið eftir, og nú er svo komið að ungt fólk getur varla komið sér upp húsnæði nema að eiga ríka foreldra. Viljum við svona samfélag? Þá er ég sannfærður um að þessi þéttingarstefna er ekkert góð fyrir umhverfið. 

Við þetta bætist svo að sömu flokkar og vilja þrengja að þeim sem minna mega sín, auka enn á erfiðleikana með því að beita sér fyrir því að fá inn sem flesta flóttamenn. Þetta þýðir að leiguverð verður enn hærra. Reyndar hika stjórnvöld ekki við að búa til sérúrræði fyrir flóttamennina, en senda unga fólkið út á gaddinn. 

Unga fólkið leitar því í úrræði eins og iðnaðarhúsnæðið í Hafnarfirði. Það var bara heppni að þar brann ekki fólk inni. Hefðu umhverfissinnarnir sagt réttlætt það með því að við þyrftum að setja umhverfismálin í fyrsta sæti umfram hag ungs fólks og þeirra sem minna mega sín.  

Viljum við sjá ungt fólk búa í lélegu iðnaðarhúsnæði, eða jafnvel koma okkur upp kofum fyrir það eins og við sjáum í vanþróuðum ríkjum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband