Lýðræðið

Stjórnmálamenn þurfa að hlusta á kjósendur, og nú þegar erfiðleikar blasa við þurfa þeir að hafa stefnu til að fylgja. Þrátt fyrir þessa skoðunarkönnun finnst mér Samfylkingin hafa komið vel út í byrjun þessa ríkisstjórnarsamstarfs. Jóhanna stendur sig vel eins og von var frá henni, en ég hef sérstakt dálæti á Björgvin Sigurðssyni sem ég bind miklar vonir við sem ráðherra. Ég vil heyra meira frá Össuri. Hann byrjaði vel með því að taka á fáránlegu skrifræði, þar sem athugasemdir voru gerðar við að veitingarmenn settu borð út á stétt. Vil heyra meira frá honum.

Atvinnulífið kallar á myntbreytingu. Það að taka ekki þá umræðu skaðar þessa ríkisstjórn. Ef ríkisstjórnin telur að atvinnurekendur séu fífl, sem ekkert vit hafa á efnahagsmálum er ríkisstjórnin á rangri leið. Þessi umræða  hefur ekki farið fram og ríkisstjórnin þarf að taka á málinu. Þeim mun lengir tími sem líður, þeim mun meira mun fylgi ríkisstjórnarinnar dala. Þjóðarsátt um nýja mynt væri flott skref. Verst er að gera ekki neitt.


mbl.is Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband