Lækkar matvælaverð á Íslandi ef við göngum í ESB?

Morgunblaðið fjallað nýlega mjög ítarlega um  Evrópusambandið og Ísland. Þessi umfjöllun kom í nokkrum blöðum og var mjög ítarleg og vönduð. Nýlega tók Ríkissjónvarpið að taka fyrir í fréttatímum Ríkissjónvarpsins hvaða áhrif innganga í ESB hefði á hag okkar. Góð hugmynd en framkvæmdin virðist vera verulega ábótavant.

Í kvöld 21 júní er fjallað um matarverð og íbúðalán. Þar var talað við Evu Heiðu Önnudóttur sem titluð var sérfræðingur við Háskólann á Bifröst. Hún sagði: ,,Það var talað að allmennt mundi vöruverð lækka um 10-15% og matvara lækka sem því nemur og jafnvel meira. Ég vil samt taka fram þegar verið er að tala um verðlækkun á matvöru og á húsnæðislánum, þá er ekki víst að það komi fram í því að vöruverð lækki eingöngu heldur að það dragi saman á vöruveði á Íslandi og Meginlandi Evrópu. Þannig að það dregur úr verðhækkunum, það er reynslan hjá Finnum og Svíum."

 

Ef tollar á kjöti, ostum og fleiri landbúnaðrafurðum  eru nú 30% má reikna með að slík verðlækkun kæmi mjög hratt fram í verði innanlands. Jafnframt hlýtur það að hafa áhrif á störf í landbúnaði og þeim sem vinna við vinnslu þessara afurða. Í sumum tilfellum þyrfti að hækka tolla t.d. á hráefni í iðnaði eins og súráli. Eva vildi þó gera lítið úr því að tollar gætu hækkað nema á einstaka vörum eins og sykri gætu ,, mögulega hækkað" Í fréttinni er þó bætt við að Bændasamtökin hefðu bent á að tollar á kornvörum og ýmsum ávöxtum gætu hækkað. Í fréttinni er bent á að ekki þyrfti að gana í ESB til þess að lækka þessar vörutegundir, heldur gætu stjórnvöld ákveðið að lækka tolla á þessum afurðum, þannig hefðu tollar verið lagðir niður af fjölmörgum afurðum milli Íslands og ESB landanna. Bændasamtökin hefðu bent á að þannig hefðu tollar verið feldir niður af langflestum matvörum og myndu því ekki lækka við aðild að ESB.

 

Síðar í viðtalinu segir hún að reynsla þeirra sem hafa ákveðið að taka upp Evru, þá lækki vextir af húsnæðislánum, þó Evran hafi ekki verið tekin upp... og verðtryggingin yrði úr sögunni!!!! Síðan er borin saman útreikningur íbúðalána á Íslandi og í Frakklandi.

 Þessi umfjöllun Ríkissjónvarpsins er afar grunn, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Til þess að fjalla um þróun matarverðs þarf að skoða málið miklu nánar. Í ljósi þeirrar kreppu sem við höfum nú gengið í gegnum, er mjög líklegt að verð á innlendri matvöru hafi hækkað minna en erlendrar. Auk þess sem skoða þyrfti mjög vel öryggi varðandi matvælaframleiðslu. Þá þarf að skoða matvælaframleiðslu í ljósi minnkandi jarðnæðis um allan heim.

Umfjöllun Evu um vexti orka mjög tvímælis og hvað varðar vertrygginguna er hún beinlínis röng. Mjög ólíklegt má telja að lán fáist til Íslands til íbúðalána á allra næstu árum, og því verði slík lán fjármögnuð innanlands t.d. af lífeyrissjóðunum. Lánakjör á þeim munu væntanlega miðast við framboð og eftirspurn eftir lánum. Vertrygging mun væntanlega haldast nema að stjórnvöld grípi inní þau mál eða samningar verði gerðir um fyrirkomulag slíkra lána. Það hefur ekkert með inngöngu i ESB að gera.

Það er mjög æskilegt að Ríkissjónvarpið fjalli um kosti og galla aðildar að ESB. Það er líka æskilegt að það verði gert á einfaldan og auðskilinn hátt. Þessi umfjöllun stenst illa skoðun og hjálpar fólki ekki að taka ákvarðanir á rökrænan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Umfjöllun RUV er ótrúlega grunn. Við erum nú þegar í tollabandalagi með ESB í gegn um EES þannig að almenna reglan er að það eru engir tollar á vörur frá ESB. Varðandi sumar landbúnaðarvörur þá eru takmarkanir í formi kvóta og heilbrigðisreglna.

Hvernig getur RUV haldið því fram að vöruverð lækki? Þvert á móti mun vöruverð hækka vegna þess að tolla- og fríverslunarsamningar okkar t.d. við Asíulönd munu falla úr gildi.  ESB aðild mun líka hækka tolla á fiski frá okkur t.d. til Kína og Kóreu.

Sigurður Þórðarson, 22.6.2009 kl. 10:03

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er fráleitt að miða við "meðalverð í ESB, sem oft er talað um, heldur ætti miklu fremur að miða hér við meðalverð í Norðvestur-Evrópu, þar sem kauplag og verðlag á ýmissi þjónustu hefur verið miklu líkara okkar en kauplag og verðlag í Suður- Mið- og Austur-Evrópu.

Það fólk, sem heldur því fram, að matarverð myndi almennt lækka –– jafnvel um 10–15%!!! – á að setja upp við vegg og láta það rökstyðja þessa fullyrðingu sína. Ætlar það að lækka flutningskostnað til landsins? Ætlar það að lækka kaup verzlunarfólks? Hvernig bætir það okkur upp smæð markaðarins og fjarlægð hans frá meginlandinu? Þó að sumar matvörur yrðu ódýrari (en aðrar alls ekki), þá yrði það í 1. lagi með þeim tjónakostnaði, að það yrði högg fyrir okkar landbúnað og ylli auknu atvinnuleysi, en í 2. lagi er þetta svo takmarkaður hluti matarkörfunnar (sem er sjálf í heild um 16% af útgjöldum meðalfjölskyldu), að það hefði ekki áhrif nema á sáralítinn hluta heildarútgjalda hverrar fjölskyldu. Til frádráttar kæmu svo meiri skattbyrðar vegna atvinnulausra.

Takið þessa fröken Evu Heiðu Önnudóttur á beinið, fjölmiðlamenn, og krefjið hana um svör við því, hvernig hún ætlar að lækka matvælaútgjöld um 10–15%! (sem myndi þýða lækkun heildarútgjalda fjölskyldu um ca. 1,7–2,5%, EF SATT VÆRI, sem það er EKKI!).

En jafnvel þótt þetta VÆRI satt (sem síðan ætti þó eftir að draga frá áðurnefndan tjónskostnað), myndi það (spyr ég) vera þess virði að missa löggjafarvald okkar og yfirráð yfir auðlindunum þess vegna?!

Jón Valur Jensson, 22.6.2009 kl. 12:24

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurður það kom alls ekki fram hvaða vörur myndu lækka í þessari frétt, um hvað mikið og hvers vegna. Heldur ekki hvaða áhrif það hefði á starfsemi innanlands. Það kom ekki heldur fram hvaða áhrif þetta hefði á aðra samninga sem við höfum gert, hvaða vörur myndu hækka eða önnur áhrif.

Jón Valur við þurfum rökræðu um áhrifin með inngöngu í ESB. Rökstuðningurinn í þessari frétt varðandi matarverð var afar grunnur. Þegar kom að vaxtamálum í húsnæðiskerfinu voru fullyrðingar Evu Heiðu Önnudóttur órökstuddar og mjög ótrúðverðugar.

Sigurður Þorsteinsson, 22.6.2009 kl. 17:21

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurður:

Sammála - óvönduð umræða og eftir því sem ég best veit röng! Ég sé ekki betur en þetta sé allt kolrangt hjá sjónvarpinu, nema að tollskráin hjá mér sé farin að ryðga. Bæði magn- og verðtollar á kjöt frá ESB voru lækkaðir um 40% í samkomulagi milli Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur, sem mig minnir að hafi verið gert árið 2007. Í samkomulaginu var einnig heimild til innflutnings á vissu magni af kjöti án tolla, sem réðst af uppboði á innflutningskvótum. Landbúnaðarráðherra var einmitt að tilkynna fyrir skömmu að vegna óhagstæðs gengis krónunnar sé ekki ástæða til að bjóða þessa innflutningskvóta út.

Ef ég man rétt lækkuðu magntollarnir úr 30% í 18% og magntollurinn, sem ekki var minnst á í sjónvarpinu, lækkaði á kjúklingum úr 900 kr per kg í 540 kr, á nautalundir er tollurinn einnig 18% og 877 kr magntollur á hvert kíló, á svínalundir líka 18% og 717 kr og að lokum á svínakjöt 18% og 306 kr. á kíló.

Kannski hefur þetta ekki breyst, en þá hefur það farið fram hjá mér!

Segja má að mesta verndin fyrir landbúnað - líkt og fyrir allan annan innlendan iðnað - sé í dag óhagstætt gengið íslensku krónunnar!
 
 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.6.2009 kl. 20:30

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Góður og þarfur pistill hjá þér Sigurður. Í besta falli hefur RÚV ekki vandað nægilega til þáttarins og í versta falli er hann hluti af ESB áróðrinum, þar sem allt er fundið sem er jákvætt við inngöngu og allir gallarnir eru settir í vafasamt ljós með væntingum og vonum.

Það hefur komið í ljós að vöruverð lækkar EKKI við inngöngu og meira segja helsti talsmaður ESB innan Samfylkingarinnar - Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra - viðurkenndi það á opnum fundi um ESB og landbúnað á Hvolsvelli fyrr á þessu ári að hann teldi óíklegt að matvælaverð lækkaði nokkuð! Hann bæri ekki ábyrgð á áróðursbæklingi Samfylkingarinnar um ESB þar sem sagði að matvælaverð myndi lækka um 25%. Þetta var talan sem ,,sérfræðingurinn" frá Bifröstu var látin bakka upp í frétt RÚV.

Það var síðan ánægjulegt að lesa athugasemd Guðbjörns sem tekur undir með þér Sigurður að RÚV þátturinn hafi verið óvandaður. Það sýnir að Guðbjörn er ekki í ESB trúarsöfnuðinum og metur þetta mál út frá rökum. Ég óttast ekki að eiga vandaða rökræðu við sjálfstæðismanninn Guðbjörn um ESB á forsendum rökræðu og upplýstrar umræðu því ég ber mikla virðingu fyrir skoðunum hans.  

Jón Baldur Lorange, 22.6.2009 kl. 21:53

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðbjörn ég hef ástæðu til þess að trúa þínum tölum, og hefði talið að umfjöllunin um matvælainnflutninginn hefði tekið mið af þeirri stöðu sem er í dag og einnig ef litið er til lengri tíma litið

Jón Baldur ég minnist þess að Uffe Elleman Jensen fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur varaði við að við myndum sækja um aðild að ESB vegna þess að við fengjum af því fjárhagslegna ávinning. Ástæðan fyrir inngöngu væri frekar á pólitíksum ástæðum. Sú umræða hefur ekki farið í gang, en ég tel afar ólíklegt að sú umræða höfðaði til Íslendinga.

Málflutningur Evu Heiðu Önnudóttur sérfræðings í Evrópumálum veldur miklum vonbrigðum, en það gerir umfjöllun RÚV líka.

Sigurður Þorsteinsson, 23.6.2009 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband