Hvað er Gunnar að meina?

Gunnar Tómason sagði í viðtali í Kastljósi í kvöld að gömlu bankarnir ættu að leiðrétta myntkörfulánin áður en uppgjör verður við nýju bankana. Um þetta bloggaði ég nýlega.

http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/entry/943240/ 

Hagsmunasamtök heimilanna verða að taka þetta mál upp áður en uppgjör fer fram. Gengislánin eru að öllum líkindum ólögleg og leiðrétting verður að fara fram. Gunnar er einn af okkar virtustu hagfræðingum, og hefur mikla alþjóðlega reynslu. Hann leggur einnig til að gengishöftin verði strax afnumin og að verðtryggingin verði tekin úr sambandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Sæll Siggi.

Er ekki orðið mun erfiðara að leiðrétta lánin þegar erlendir kröfuhafar eiga orðið stóra hluti í bönkunum?

Er ekki öllu stjórnað hér í þrot.

Árelíus Örn Þórðarson, 8.9.2009 kl. 21:48

2 identicon

í raunini eru gengislánin ólögleg og því á erlendi kröfuhafinn enga kröfu á íslendinga hvernig sem fer.

Ég myndi meta það þannig að kröfuhafarnir hefðu lánaða fé óvarlega og ekki gætt þess að því væri varið á lögmætan hátt og þeir ættu því að bera einhverja ábyrgð á eigin gjörðum.

Við sem lántakendur eigum skilið miskabætur.  Fólk sem hefur ólöglega misst heimili sín í krumlurnar á bönkunum á skilið heimili sín aftur og háar miskabætur fyrir að þurfa að leigja flytja og það sálartjón sem þeir hafa orðið fyrir.

Íslendingar verða að ganga fyrir í þessum kröfum.  Ef almenningur veitir ekki stjórnvöldum og bönkunum þetta aðhald og krefst þessa þá gerir það enginn.  Þessi ríkisstjórn hefur fyrir löngu sannað það að hún er vita gagnslaus.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 22:07

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Alli það er verið að benda stjórnvöldum á að erlendu lánin eru að öllum líkindum ólögleg. Með ólíkindum að ekki hafi verið hlustað. Ef dómur fellur á þann veg sem ég tel líklegan að erlend lán hér standist ekki lögin, þá er eins gott að ekki sé búið að ganga frá eignaraðild á nýju bönkunum. Ég óttast að þú hafir rétt fyrir þér að stjórnunin enn sem komið er sé sé ekki ásættanleg.

Arnar er mjög sammála þér, þú tekur á kjarna málsins.

Sigurður Þorsteinsson, 8.9.2009 kl. 22:49

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Lifandi bankaríkislíkin hirtu eignirnar úr hræjunum en skildu skuldirnar eftir. Það var bara vandamál sem hægt væri að sópa undir teppið þangað til lygaskjóðan væri orðin yfirfull og þá væri bara fundin einhver vitleysa til að hjakka á til að kaupa tíma þangað til draslið færi óhjákvæmilega og opinberlega á hausinn. Maður hélt að fólk væri farið að læra að taka opinbert spinn sem gagnvísa.

Baldur Fjölnisson, 8.9.2009 kl. 23:32

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Baldur, þú hefur mjög skemmtilegan ritstíl. Annars held ég að lykillinn sé fólginn í gagnrýnni hugsun og hafna hugsun skriðdýrsins.

Sigurður Þorsteinsson, 8.9.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband