Íslenska skjaldborgin komin upp í Brussel.

Allnokkrir íslendingar eru víst meðal flóttamanna í miðborg Brussel. Tjaldbúðir Íslendinganna bera víst af. Þeir eru komnir til Brussel til þess að flýja skattaánauð í heimalandinu, og tóku þetta líka glæsilegar tjaldbúðir með sér. Aðspurðir sögðu þeir þetta vera skjaldborgina sem átti að slá um heimilin í landinu. Tvisvar á dag er bænatími, þá krjúpa menn á kné og með afturendann að höfuðstöðvum ESB og fara með ESB bænir.
mbl.is Tjaldbúðir fyrir flóttamenn í miðborg Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefuru ekki heyrt esb lagið, hljómarnir eru Eís og B.  Það hlýtur að vera sönglað þarna allan liðlangan daginn.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Var að fá upphringingu, þar sem fram kemur að meðal þeirra sem dvelja í skjaldborginni í Brussel, sé íslenska sendinefndin sem er í samningaviðræðum við ESB. Þeir tóku skjaldborgina út til þess að spara peninga fyrir galtóman ríkissjóð. Þá mótmæla þeir eindregið að afturendi þeirra snúi að höfuðstöðvunum á bænarstundum. Það hafi bara gerst fyrstu dagana því þeir hafi ekki vitað hvar húfustöðvarnar voru.
Arnar ert þú að reina að vera fyndinn. Þetta er grafalvarlegt mál.

Sigurður Þorsteinsson, 19.11.2009 kl. 17:12

3 identicon

Já auðvitað er þetta grafalvarlegt mál.  ESB rugla tónfræðinni alveg saman það vita það allir sem þekkja til að E# er í raun F.

Hvernig ætli fólkið hafi það annars þarna, ætli þeim sé ekkert kallt að sofa svona utandyra.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég spurðist fyrir hvaða lag þeir væru að raula þarna úti og fékk að það væru lög eins og: Ég kúri hérna í kulda og trekki.

Hins vegar eru þeir bara ánægðir með sig, fengu ullarvettlinga og sokka frá Mæðrastyrksnefnd, þannig að þeir halda þetta út. Þeir segjast standa vaktina fyrir land og þjóð. Það þó að meginþorri þjóðarinnar vilji ekkert með ESB gera.

Sigurður Þorsteinsson, 19.11.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband