6.12.2009 | 23:35
Athyglisvert sjónarhorn
Sunnudagurinn liðinn og í 6 sunnudaginn í röð horfði ég ekki á Silfur Egils í beinni, reyndar eyddi deginum í þarfari hluti og mundi ekki eftir þættinum. Fékk heimsókn og var sagt frá Roger Boyes og fór á netið til þess að sjá þetta ,,merkilega viðtal". Fyrir mér var það fyrst og fremst merkilegt fyrir það að sjónarhornið sem Roger Boyes sá Ísland úr var úr hlandkoppnum hennar Hildar Helgu Sigurðardóttur. Nú veit ég ekki hversu oft hún hefur sest á koppinn á meðan mannvesalingurinn dvaldi á Íslandi. Hvað eftir annað afsakaði Roger Boyes sig með því að þekking hans á íslenskum að stæðum væri lítil en á sama tíma, nógu mikil þó að hans mati til þess að fella stórudóma.
Til fóta hans lá Egill Helgason eins og slefandi rakki, eða grúppía. Egill sleppti því að þessu sinni að bjóða útlendingnum vinnu fyrir ríkisstjórnina, en sjálfsagt er kvóti hans búinn á árinu.
Auðvitað endaði Roger Boyes á því að við ættum að ganga í ESB, enda hefur það sjálfsagt verið innihaldið á síðustu bununni sem hann fékk ofan í koppinn til sín hjá frú Hildi Helgu.
Boyes: Of mikil áhersla á ál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Hvaða voða reiði og biturð er þetta.. Maðurinn rökstuddi afskaplega vel sín sjónarmið.
hilmar jónsson, 6.12.2009 kl. 23:45
Hilmar, ég þykist vita að hænsfuglunum þykir þetta bitastætt.
Sigurður Þorsteinsson, 6.12.2009 kl. 23:53
Löngu hætt að nenna að horfa á Silfur Egils. Einu sinni sagði Egill að menn í hans stöðu ættu alltaf að vera í stjórnarandstöðu með þætti sína. Eitthvað fer lítið fyrir því nú orðið. Þar með er þátturinn orðinn einsleitur og fyrirsjáanlegur og ég og flestir sem ég þekki hafa misst áhugann á að horfa á hann.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.12.2009 kl. 07:45
Man eftir þessu viðhorfi hjá Agli fyrir hrun, það hefur sennilega hrunið eins og margt annað.
Sigurður Þorsteinsson, 7.12.2009 kl. 11:02
Þú hefur þá séð þáttin frá sama sjónarhorni og ég Sigurður er þér alveg samála og finst í raun að SIlfrið sé búið að lifa sitt fegursta
Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.12.2009 kl. 11:13
Æ, já, er þessi þáttur enn til ? ég hélt að þegar féll á silfrið og hætti að glitta á það hafi RÚV skrúfað fyrir dýrðina sem fölnaði og varð að ljótri járnhrúgu.
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.12.2009 kl. 12:53
P.s. er löngu hættur að fylgjast með Agli.
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.12.2009 kl. 12:54
Merkileg skoðun þín á þættinum. í honum kom ekkert nýtt fram en öll þau varnaðar orð sem margir fluttu löngu fyrir hrun en við daufum eyrum.
Söguskoðun hans er sennilega ein sú heilbrigðasta sem fram hefur komið, enda fyrir lögnu kominn tími til að menn taki hlandkoppinn af hausnum og líti raunsæjum augum í kringum sig.
En sumir vilja enn vera eins og Emil með koppinn á hausnum og hvorki heyra né sjá
Kristján Logason, 7.12.2009 kl. 13:33
Sá ekki betur en að stóra myndin hjá Boyes væri rétt: ríkisvaldið var eyðilagt með kunningaráðningum og ónýtt eftirlit. Er þetta ekki nokkurn veginn það sem var að ?? Að viða mikillar spillingar ?
Einar Guðjónsson, 7.12.2009 kl. 19:26
Það kæmi mér verulega á óvart ef Davíð Oddson og Geir Haarde fengju ekki gagnrýni í væntanlegri rannsóknarskýrslu Alþingis. Líklegt er þó að útrásarvíkingarnir fái hörðustu útreiðina. Fengu útrásarvíkingarnir ekki stuðning einhvers staðar í baráttu sinni við stjórnvöld? Þenslan var vandamálið, því er eðlilegt að spyrja hvort Samfylkingin t.d. jók þá þenslu þann tíma sem hún var í ríkisstjórn? Hvað með fjölmiðlana?
Þegar útlendingur sem ekki talar málið fjallar um jafn flókið mál, þá þarf hann mötun úr samfélaginu til þess að búa til mynd af ástandinu. Sú mynd mótast af þeim upplýsingum sem hann hefur fengið. Kristján Logason segir hér að ofan að ,, í honum (þættinum) kom ekkert nýtt fram", sem er alveg hárrétt, gamlar tuggur sem ákveðinn trúarhópur þylur upp í sífellu eins og möndrur, haldandi að einn góðan veðurdag muni hann a.m.k. trúa einhverju af því sjálfur. Þegar Roger Boyes fer með þessa rullu, er það aðeins afkáralegt. Hvíslarin hætti að stíga fram í dagsljósið og biðjast afsökunar.
Sigurður Þorsteinsson, 7.12.2009 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.