Er samþykkt Icesave, leið Samfylkingarinnar inn í ESB?

Það hefur vakið nokkra athygli að allir þingmenn Samfylkingarinnar hafa alltaf verið einhuga í að samþykkja samning um Icesave. Fyrst settu þeir þrýsting í ríkisstjórn Geirs Haarde um að slíkur samningur yrði gerður. Því var gefin út yfirlýsing um að Ísendingar stefndu að samningi við Breta og Hollendinga með Brussel viðmiði. Þessi yfirlýsing er síðan notuð sem ein helsta ástæðan fyrir því að við ættum að samþykkja misheppnaða Icesamninga.

 Svavar Gestsson fór út með sitt gengi. Þá vildi Samfylkingin samþykkja samninginn óséðan. Við nánari skoðun runnu grímur á suma þingmenn Samfylkingarinnar þó út á við hafi þeir allaf vilja samþykkja. Alþingi samþykkir samninginn með fyrirvörum og aftur er fari út til samningagerðar, og nú er Svavar haldið víðsfjarri. Aftur er komið heim með samning þar sem fyrirvörunum sem settir voru er mörgum ýtt út. Aftur vill allur þingflokkur Samfylkingarinnar samþykkja.

Það kemur því ekkí á óvart að spyrja hvað gengur Samfylkingunni til? Jú, ef Icesavesamninguinn er samþykktur mun það setja svo mikinn þrýsting á íslensku krónuna að eina leiðin út úr þeim erfiðleikum er að gagna í ESB og taka upp Evru. Meira að segja þingmenn VG munu þá samþykkja samhljóða að gagna í ESB. Það verðu því fullnaðarsigur Samfylkingarinnar.

Með inngöngu í ESB tryggir Samfylkingin sér varanlegt forystuhlutverk á vinstri vægnum, það virðist vera flokksmönnum var afar mikilvægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Flokkurinn er stórhættulegur og þarf að fara frá völdum fyrir fullt og allt.  Og ég ætla að ganga svo langt að segja, Sigurður, að stefna þeirra er ómennsk.   Það hefur alltaf verið ætlun þeirra að gangast undir Icesave-nauðungina. 

Elle_, 14.12.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll nafni, því miður virðist þessi tilgáta rétt.

 Þjóðin vill ekki sjálfviljug inn í ESB og þá er bara að skuldsetja hana inn.

Sigurður Þórðarson, 14.12.2009 kl. 00:19

3 Smámynd: Vestarr Lúðvíksson

Sæll Sigurður, því miður lýktar ansi mikið af þessari staðreynd, Samfylkingin vill inn í Evrópusambandið, sama hvað það kostar þjóðina. Ég þekki ekki það tilboð sem þeim stendur til boða, því miður, en maður skildi ætla að þarna eru nokkrir feitir bitar handa þeim og þeirra fylgifiskum.

Vestarr Lúðvíksson, 14.12.2009 kl. 04:45

4 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Samfylkingin er tilbúin að gefa allt til að komast inn í ESB, þ.m.t. auðlindirnar okkar!

Birgir Viðar Halldórsson, 14.12.2009 kl. 09:29

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Birgir, líka koma nakin fram?

Sigurður Þorsteinsson, 14.12.2009 kl. 13:10

6 identicon

Lengi hefur verið rætt um á kaffistofum landsins um hvað ríkisstjórninni gangi til með hinni þögulli samþykkt á IceSave. Jóhanna hefur þagað þunnu hljóði nánast frá kosningu Samfylkingunnar því hún augljóslega veit að þessi umræða er of viðkvæm og brothætt, og vill hún sem minnst raska "hugarró" skattborgaranna í ljósi þess að það eru þeir sem þurfa að borga "inngönumiðann" í ESB seinna meir... án þess að þeir hvorki vilji né geti borgað hann...

Viskan (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 14:10

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég held að Jóhanna hafi stofnað ESB á bak við tjöldin..... Hún sagði ekkert í fjöldamörg ár svo rauf hún þögnina og sagði Minn tími mun koma. og þá meinti hún ESB......Síðan hannaði hún eitt stykki útrás og lét síðan hrynja af því að Davíð var í Seðlabankanum að vara alla við.... og sagði við Gordon Brown þú verður að senda okkur aðgöngumiðann strax einsog ég bað þig um þú manst...og við fengum Icesafe... og þetta er satt og ekki neitt rugl frekar en svo margt annað ....sem hér er sagt og skrifað

Gísli Ingvarsson, 14.12.2009 kl. 14:52

8 identicon

Jóhönnu mesta metnaðarmál þegar hún komst til valda var að reka Davíð úr Seðalbankanum, þrátt fyrir að hún hefði ekki vald til þess, enda þurfti hún að senda "öllum" seðlabankastjórunum "hvatningarbréf" um að hætta....

Viskan (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 15:12

9 Smámynd: Elle_

Já, Gísli, ruglið er allt Jóhönnu megin, ekki fólksins að ofanverðu.  Og óeðlilegan vilja Jóhönnu Sig. og co. fyrir að koma Icesave sem við skuldum ekki yfir á okkur, verður að rannsaka.    

Elle_, 14.12.2009 kl. 16:28

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar voru skiptar skoðanir um næstu skref varðandi Icesave eftir að Bretland hafði sett á okkur hryðjuverkalög. Margir Sjálfstæðismenn m.a. Davíð Oddson sögðu: ,, Við borgum ekki skuldir óreiðumanna". Samfylkingin taldi lausnina fólgna í ESB, og því væri mikilvægt að ná góðu samstarfi við Evrópu varðandi Icesave. Málamiðlun var fólgin í yfirlýsingu sem sagði að leitað yrði að pólitískri lausn þar sem tillit yrði tekið til viðmið frá Brüssel, vegna erfiðra aðstæðna okkar. Þetta hefur ranglega verið túlkað sem svo að ganga yrði frá samningum með hvaða afarkostum sem er. Svo er það ekki Samfylkingin lengur sem kom með þessa tillögu heldur ríkisstjórn Geirs Haarde án Samfylkingarinnar.

Klúðri þessi ríkisstjórn flestum málum, eins og margt bendir til, þá verður söguskýringin Samfylkingarinnar sú að ríkisstjórn Steingríms Sigfússonar hafi verið vonlaus vegna vanhæfni VG, og sundurlindis innan þeirra.

Sigurður Þorsteinsson, 14.12.2009 kl. 17:00

11 identicon

hæ siggi.....

hver er email adressan þín?

kv

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 17:30

12 Smámynd: Offari

Mér finnst einhvernvegin að þessi ríkistjórn sé vísvitandi að tefja úrbætur til að geta neytt okkur í Esb.

Offari, 14.12.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband