Frétt, ábending eða hótun?

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Baugsmiðlarnir gera nú atlögu að Bjarna Benediktssyni. Margar tilgátur eru um ástæður þess. Helst eru þær taldar að þeir Baugsfélagar séu ósáttir við að Sjálfstæðismenn á Alþingi hafi gert alvarlegar athugasemdir við að eigendur Haga fengju að kaupa félagið. Slíkt hafi ekki viðgengist í öðrum félögum og Baugsfélagar eigi að sitja við sama borð og aðrir eigendur stórfyrirtækja á Íslandi. Aðrar tilgátur er um veika stöðu ríksistjórnarinnar.

 Á föstudaginn s.l. birtist frétt á visi.is og síðan á dv.is

Hús Steingríms Wernerssonar atað málningu

Rauðri málningu var skvett á hús Steingríms Wernerssonar í nótt og var meðfylgjandi mynd send fréttastofunni. Í pósti sem fylgdi myndinni segir: „Í nótt var hús Steingríms W. skreytt með lakki, vegna bilunar í tæknibúnaði tókst ekki að skreyta hús Karls bróður hans og Bjarna Ben viðskiptafélaga þeirra, en stefnt er að því að ljúka við þau mikið fyrr en síðar."

Þetta er um margt mjög óvenjuleg frétt, en skilaboðin um bilaða ,,tækjabúnaðinn" vekur sérstaka athygli, og að til standi að ,,skreyta" hús Karls Wernerssonar og Bjarna Benediktssonar. Hótun er sem sagt komið vel til skila. Hefði hótunin líka verið birt ef í henni hefði staðið að til stæði að ganga í skrokk á þeim félögum. Geta óyndismenn átt vísan stað í fjölmiðlum Baugs, þar sem þeir geta komið hótunum sínum á framfæri.

Fjölmiðlamenn þekkja það svo, að það er oft stutt á milli fréttar, ábendingar eða hótunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Bjarni Benediktsson er í verulega vondum málum og ég las pistil Hildar Helgu Sigurðardóttur sem taldi einsýnt að ef David Cameron hefði flækt sig í sambærileg mál þá hefði hann orðið að segja af sér sem foringi breska Íhaldsflokksins. Hinsvegar eru margir svo blindir pólitískt að þeir eru tilbúir til að loka augunum fyrir öllu sem aflaga fer hjá "sumum" aðeins ef þeir eru þeirra megin í pólitík.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eða Steingrímur J. Sigfússon fjármálráðherra hefðu gerst sig sek um sambærilegt brask og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins þá hefðir þú Sigurður krafist afsagnar þeirra.

Það hefði ég svo sannarlega einnig gert.

Það hlýtur að vera þung byrði sem þið Davíðsmenn berið að vera svo helteknir að "Baugs heilkenninu" að láta sér detta í hug að það fyrirtæki (ef það er þá lengur) né nokkur fjölmiðill standi á bak við skrílinn sem læðist um í náttmyrkri og eys málningu og enn hættulegri efnum á hús og bíla.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 14.12.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nafni, það vill svo til að ég hef hvorki lesið né kynnt mér þau mál sem DV hefur verið að fjalla um, ástæðan er mjög einföld, ég les ekki sorpblöð hvorki hérlendis né erlendis. Þann 13.12 s.l. bloggaði ég og kallaði það niðurtökuna. Þar rek ég eitt dæmi af vinnubrögðunum og bara þetta eina atvik sagði mér meira en nóg um vinnubrögðin.

Ég verð nú seint talinn í einhverjum aðdáendaklúbbi Davíðs, og því síður Hildar Helgu Sigurðardóttur, hún notar siðferðissamanburðinn þegar henni finnst það henta sér, en lokar síðan fyrir augu, eyru og skilning.

 Ef þér finnst rétt að birta svona hótanir í fjölmiðlum frá misindismönnum, þá verður þú bara að hafa þá skoðun. Þú getur velt því fyrir þér hvort þér findist t.d. viðeigandi að börnin þín eða barabörn fengju slíkar hótanir í gegnum fjölmiðla. Ég á hins vegar ekki von á að frú Hildur Helga fari neitt að fjalla um svona fréttaflutning í samanburði við það sem þætti tilhlýðilegt í Bretlandi.

Sigurður Þorsteinsson, 14.12.2009 kl. 23:48

3 identicon

Sigurður Grétar, það er ekkert óeðlilegt að fólk sem hefur verið í frammi í viðskiptalífinu séu í pólítík.  Það er yfirleitt framtaksamt og klárt fólk sem hefur haldbæra reynslu af stjórnun og verðmæta sköpun.  Sem er einmitt það fólk sem er að mínu mati ákjósanlegast til þess að stjórna landinu.

Á meðan það fólk getur sinnt sínum störfum án þess að skara eld að eigin köku þá hef ég ekkert út á slíkkt að setja og get ekki sagt að ég myndi krefjast þess að Jóhanna eða Steingrímur myndu segja af sér.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 09:28

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ef við eigum að dæma fólk eftir því sem stendur í sorpblöðum,þá er um við illa komin.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.12.2009 kl. 10:24

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er að sjálfsögður ekki sama Bjarni og Bjarni Ben. Ég man ekki betur en Lúðvík Bergvinsson (S) hafi hrökklast af þingi vegna svipaðra tengsla og minni að vöxtum en Bjarni litli hefur á bakinu. Þetta mun ekki ríða baggamuninn fyrir Bjarna litla enda hefur hann ekkert traust að sækja til forystu fyrir þjóðina þó öfgasinnaðir sjálfstæðismenn hafi troðið honum fram til að forða flokknum frá norðanpiltinum Kristjáni. Bjarni var valinn til þessa embættis vegna þess að hann er einstök lyðra ( tegund hryggleysingja) og auðvelt að stjórna frá baktjöldum.

Gísli Ingvarsson, 15.12.2009 kl. 10:48

6 identicon

Gísli hefur þú eitthvað sem stutt getur þitt mál að ertu bara að tala útum rassgatið á þér útfrá einhverri beiskju.

Þú gerir þér kannski grein fyrir því að rógburður sem þessi varðar við lög og ég myndi passa mig á fullyrðingum sem þessum ef ég væri í þínum sporum.

Þetta er meira að segja farið að vera barnalegt og þreytandi hvernig kratar flytja mál sitt og byggja allt á röklausu hatri á sjálfstæðisflokknum og setja síðan upp sína Geisla Bauga og reyna að fela tengslin við Baug.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 11:21

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég myndi stoltur fara fyrir rétt og reifa þessi mál þar. Sennilega yrði Stormsker í dómarsætinu og þá er ég nokkuð seif. En ég tek það til baka ef rangt er að lyðrur eru ekki tegun hryggleysingja. Svo er ég sjálfstæður maður en hvorki Sjálfstæðis né Samfylkingarmaður. Ég leyfi mér þó að nota öll op til að ræða við þig með ef þú ert með einhverja fýlu fyrir hönd annara en sjálfs þín. Nefndu mér einn mun á máli Bjarna og Lúðvíks svona til að þú getir látið ljós þitt skína annað en Bjarni er Ben og Lúðvík er undan einhverju öðru..

Gísli Ingvarsson, 15.12.2009 kl. 11:46

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gísli nú þekki ég ekki viðskiptatengslamál Bjarna eða Lúðvíks og ætla mér því ekki að leggja mat á þau. Finnst hins vegar missir af Lúðvík af þingi, fannst hann öflugur. Ég er hins vegar að fjalla um hvort eðlilegt sé að birta hótanir í fjölmiðlum eins og visir.is og DV.is hefur hér gert, það gildir einu í hvaða flokki menn nú eru eða hvaða skoðanir menn hafa.

Sigurður Þorsteinsson, 15.12.2009 kl. 12:18

9 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sigurður. Ég er enginn aktívisti en mér finnst "Bjarni kasta steinum úr glerhúsi" þó hann búi náttúrulega í steinhúsi. Flokkspólitík er ekki minn bykar að súpá en ég hef skoðanir á forystufólki vegna þess að það kemur mér beint við sem borgara því miður. Ég er t.d. hlynntari því að Þorgerður með bein í nefinu Katrín taki við forystunni einsog vera ber ef ekki hefði verið tekið á málum bak við tjöldin á síðasta flokksþingi.

Gísli Ingvarsson, 15.12.2009 kl. 13:09

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gísli ég sé á myndinni sem fylgir blogginu þínu að það hefur hefur verið skipt um höfuð hjá þér. Farðu til doksa og segðu honum að hann hefur gleymt smáhlut, sem sér um skýra hugsun.

Sigurður Þorsteinsson, 15.12.2009 kl. 14:02

11 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Nei nú skaustu sjálfan þig í hausinn heldur betur Gísli,  og opinberar vitleysuna í þér. 

Þú vilt frekar að Þorgerður Katrín stýri skútunni í XD - er hún ekki gift þeim sem tók þátt í hrunadansinum í Kaupþingi gamla og er að reyna að fá hundurðir milljóna afskrifaðar ??

Ekki varstu lengi að opinbera fákunnáttuna !!!

Sigurður Sigurðsson, 15.12.2009 kl. 14:39

12 identicon

Rétt er það Sigurður, við þurfum samt ekki að hafa miklar áhyggjur af skotum í höfuðið á honum Gísla, það getur ekki skaðast mikið.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 15:06

13 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Sæll Sigurður og takk fyrir ágæta ábendingu.  Það er merkilegt hvað erfitt er að ræða megin innihald þessa upphaflega pósts frá þér. 

Ég ætla þó að reyna það og vera skýrmæltur.  Já, það er verulega óeðlilegt að birta hótanir sem þessar, nema í samráði við fórnarlambið og lögreglu.  Ég veit ekki hvað siðareglur blaðamanna segja um þetta, en ef þær taka ekki á svona málum á einhvern hátt, má velta því fyrir sér hvort þeim sé eitthvað ábótavant.

Lifið heil!

Helgi Kr. Sigmundsson, 15.12.2009 kl. 15:26

14 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Helgi, tregðan skýrist sennilega af því sem Páll Skúlason hefur fjallað um skort á þekkingu á rökræðu. Ég undraðist mjög viðbrögðin við því þegar einhverjir aðilar tóku upp á því að mála hús fólks sem þeim líkaði ekki. Margir bloggarar sýndu þessu óvenju mikið umburðarlyndi og skilning. Þetta athæfi virtist ekki raska ró ráðamanna mikið, fyrr en hús dómsmálaráðherra var málað. Þá þótti það alvarlegt.

Það að birta hótanir eins og dv.is og visir.is verður hins vegar að taka alvarlega annars vegar þar sem ekki hefur tíðkast hérlendis að koma hótunum brotamanna á framfæri og hins vegar í ljósi þess að eigendur þessara miðla eru að biðja um gott veður frá stjórnvöldum og að betra væri að stjórnarandstaðan hafi hægt um sig. Viðbrögð Hreins Loftssonar benda til þess að mikil heift sé í málinu. Sá sem kemur ógn á framfæri er ekki síður brotlegur en sá sem skrifaði skilaboðin.  

Sigurður Þorsteinsson, 15.12.2009 kl. 15:52

15 Smámynd: Finnur Bárðarson

"ég hef hvorki lesið né kynnt mér þau mál sem DV hefur verið að fjalla um" dálítið sérkennilegt að tjá sig um mál sem maður hefur ekki kynnt sér.

Finnur Bárðarson, 15.12.2009 kl. 16:30

16 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hluti  fólki sem telur sig vinstrasinnað og ég hef kynnst í gegnum tíðina hefur verið mjög upptekið af lýðræðinu og mikilvægi þess að fá að tjá sig án þess að þurfa óttast um sinn hag. Ég hef tekið heilhugar undir slík sjónarmið. Það bregður hins vegar allt of oft við að vinstri sinnar halda þessum sjónarmiðum fram þegar það hentar þeim, annars ekki.

Ríkistjórnarflokkarnir börðust þannig fyrir auknum rétti fólks til þess að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú þegar tækifærið kemur að bjóða þjóðinni upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave eða hvort sækja um aðild að ESB er það algjör óþarfi að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu. Lýðræðisviljinn hefur skroppið saman.

Það er algjörlega óásættanlegt að fjölmiðlar eins og visir.is og dv.is birta hótanir um skemmdir á eigum annarra eða líkamsmeiðingar, og það skiptir þá engu hvort það er birt í nafni einhverra annarra, fjölmiðlanna sjálfra eða eigenda þeirra.

Finnur þér finnst sérkennilegt að menn tjái sig um mál sem þeir hafa ekki kynnt sér. Er þér sammála. Ég hef ekki lesið DV og get því ekki tjáð mig um innihald þeirra skrifa. Af fyrri kynnum mínum af ritstjórunum hefur vegur þeirra og sannleikans ekki oft legið saman. Ég hef lesið þessar fréttir, eða hótanir sem ég tel réttara að kalla það í dv.is og visir.is og finnast þær aumkunarverðar. Þær eru ritstjórnunum hins vegar ekki til minnkunar, því minni geta þeir ekki orðið.   

Sigurður Þorsteinsson, 15.12.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband