Þeir lægst launuðu og við hin!

Í nokkurn tíma hafa félagar í Eflingu fengið mestu launahækkanirnar. Þau hafa notað Stefán Ólafsson en hann reiknar bara ekki rétt! Það eru ekki Eflingarfélagar sem eru þeir lægst launuðu það eru sauðfjárbændur og síðan margir innan listgeirans, Prófessorinn má ekki bara berjast fyrir þau sem setja peninga í veskið hans! Við getum slegið tvær flugur í einu í þessum samningum ef vilji er til að ná sátt. Í samningunum þarf að taka á húsnæðismálunum fyrst og fremst. Hækkun húsnæðis hefur magnað verðbólguna og hér þarf að taka til hendinni Ólafur Margeirsson hefur komið með afar góðar  hugmyndir hvernig lífeyrissjóðirnir geti stuðlað að hagkvæmari húsnæðiskjörum fyrir alla. Því miður tekur hann aðeins leiguhúsnæði inn í sitt dæmi, en þessa hugmynd er líka hægt að nýta til  að fjármagna uppbyggingu þeirra sem vilja koma sér upp eigin húsnæði. Líka unga fólkið okkar! Hér getur launþegasamtökin og atvinnurekendur tekið sig saman og breytt áherslum í lífeyriskerfinu. Þetta mun lækka verðbólguna umtalsvert og það er er ekki síst mikilvægt þegar útvega þarf Grindvíkingum húsnæði. Í þessu fælist mesta kjarabótin. Gleymum bara ekki þeim lægst launuðu, þ.e. sauðfjárbændum og unga listafólkinu okkar! 


Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Jan. 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband