Mun Svandís sprengja ríkisstjórnina?

Talsverð umræða hefur farið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að Katrín Jakobsdóttir yfirgaf ríkisstjórnina til þess að fara í forsetaframboð, hvort Svandís Svavarsdóttir myndi sprengja ríkisstjórnina. Greinarar fóru fljótt í það að finna út hverjir stæðu á bak við þessa tilgátu. Jú, þeir sem í alllangan tíma hafa gert aðför að Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Aðförin kemur fyrst og fremst úr Samfylkingu og það sem kemur mörgum á óvart, og úr Viðreisn.Það þarf ekki mikla spekinga til þess að átta sig á að ríkisstjórnin hefur fyrst og fremst byggst á persónulegu trausti Katrínar og Bjarna. Þegar Katrín fer, leiðir Svandís Svarsdóttir VG hver sem svo er varaformaður VG. Við þessar breytingar í ríkisstjórn, var talsvert fylgi innan Sjálfstæðisflokksins að skipta út VG og fá Viðreisn í stjórnina. Bjarni Benediktsson var því alfarið mótfallinn og taldi samstarf við VG farsælasta kostinn. Þetta kemur mörgum á óvart því að Svandís Svafarsdóttir gerði alvarleg mistök í hvalveiðimálinu, en framgagna Guðmundar Inga Guðbrandssonar var oft á tíðaum afar umdeild. Niðurstaða Bjarna byggði fyrst og fremst á virðingu hans fyrir hæfileikum Svandísar Svavarsdóttur og henni sem manneskju og heilindum hennar. Val hans á milli Svandísar og Þorgerðar Katrínar Gunnardóttur var tiltölulega auðvelt og þekkir hann jú báðar mjög vel. Síðast þegar stjórnarlokkur sprengi ríkisstjórn, var þegar Björt framtíð sprengdi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Fáir muna Bjarta framtíð og enn síður fyrir hvað þau stóðu. Samkvæmt skoðanakönnunum er VG í erfiðri stöðu, en Svandís Svavarsdóttir tekur við því ráðuneyti sem hvað veikast hefur verið í ríkisstjórninni. Málefni húsnæðismála og samgöngumála. Svandís á alla möguleika á að gera góða hluti næsta eina og hálfa árið og rífa upp fylgi VG. Líklegt er að VG muni taka fylgi frá Samfylkingu, Flokki fólksins, Pirötum og Viðreisn. Þeir sem efast um styrk Svandísar ættu að hlusta á dóttur hennar Unu Torfadóttur. Hæfileikabúnt. Eplið fellur oft ekki langt  frá eikinni! UNA TORFA : Fyrrverandi (youtube.com) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband