Skítlegur populismi

Eiríkur Bergmann hefur talsvert skrifað um populismann, en síðan sjálfur stundum tekið upp takta sem draga úr virðingu fyrir honum sem fræðimanni. Því miður virðast sumir halda að Eiríkur hafi  skrifað kennsluefni um hvernig nota eigi populismann til að nota í  stjórnmálabaráttunni. Í Evrópu er varað við populismanum sem einni mestu ógn við lýðræðið jafnvel meiri ógn en alræðishyggjuformin, nasismi og kommúnismi. Sameiginlegt einkenni er mjög oft hatrið og þá oftar en ekki hamrað á hvað mótherjarnir séu spilltir.  Við getum verið ósammála  eða ósammála einhverjum í pólitík, í einhverju máli, en á sama tíma getum við  virt viðkomandi  sem persónu og einnig virt margt sem viðkomandi gerir og hefur gert. Úr heimagarði Eiríks Bergmanns, Samfylkingunni er nú farið á stað með undirskriftarsöfnun til þess að níða pólitískan andstæðing. Með þeim flykkjast svo margt fólk lengst til vinstri.   Hugsum okkur að þessi aðferð yrði notuð til þess að níða einhverja af þeim sem eru að bjóða sig fram til forseta, eða jafnvel biskups. Nei svona gerum við einfaldlega ekki. Hvern á næst að taka niður. Kristrúnu Frostadóttur, Dag B. Eggertsson? Nei ströndum saman um að hafna svona vinnubrögðum. Neðar verður varla farið. Öflugasta andsvar við öfgum til hægri og vinstri, svo og populisma er lýðræðisleg umræða. Ein leið til þess að drepa  lýðræðislegra umræðu er þöggunin.  Þöggun hefur því miður verið mikið  notuð hérlendis t.d. í umræðunni  um innflytjendamál. Þar  popoulistanrnir oft fram grímulausir. 


Endurreisn fjórflokksins

Það kom mörgum á óvart að eitt fyrsta verk Kristrúnar Frostadóttur sem formaður Samfylkingarinnar varð að ýta Helgu Völu Helgadóttur út. Kristrún var sannfærð farið væri aftur í kjarnann, en hvaða kjarna. Þegar Samfylkingin var stofnuð átti ég nána vinkonu sem var í innsta kjarna Kvennalistans sem síðar gekk inn í Samfylkinguna. Þá kynntist maður að þessi sameining var að mörgul leiti ógeðsblanda. Gamli Alþýðuflokkskjarninn hafði ekkert umburðarlyndi fyrir hugmyndum Kvennalistans og þær fengu vel að finna fyrir því. Voru oft kallaðar kérlingarnar eða helvítis kerlíngarnar. Það sama átti með gamla Alþýðubandalagið. Það lið var kallað kommarnir og jafn lítil virðing borin fyrir þeim. Þessi blanda virkaði bara ekki og 2016 og lægst fór Samfylkingin niður þegar það munaði örfáfum atkvæðum að flokkurinn þurrkaðist út. Fylgið sem vonast var að fá lengst til vinstri kom ekki og jarðvegur varð til fyrir Flokk fólksins og Sósíalistaflokkinn. Strax í byrjun vildi hluti af gamla Alþýðubandalaginu ekki dansa með og stofnaði VG. Nú með tilkomu Kristrúnar á Samfylkingin að verða það sem Alþýðuflokkurinn vildi, verða Jafnaðarmannaflokkur Íslands. Þar er ekkert pláss fyrir þá sem eru lengst til vinstri. Alþýðuflokksarmurinn vildi aldri Helgu Völu. Ef hún færi í VG er þar komið mjög gott formannsefni, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir færi líklega með hanni og ásamt fjölda annarra. Í framsókn er Sigurður Ingi Jóhannsson orðinn mjög veikur í formannsstóli á sama tíma er Framsókn með tvo öfluga stjórnmálamenn Lilju Alfreðsdóttur og Willum Þórsson, með brotthvarfi Sigurðar er kominn möguleikinn á að sameinast Miðflokknum. Þau umbrot og breytingar sem eru í Sjálfstæðisflokknum færir hann nær þeim flokki sem kallaður var stétt með stétt flokkur. Á teikniborðinu lítur þessi fjórflokkur bara skrambi vel út.  


Komandi lýðræðisveisla?

Nú þegar fólk er að klára að bjóða sig fram til forseta, er strax farið að spyrja okkur hvern við ætlum kjósa. Bíðum nú aðeins við? Ættum við ekki fyrst að fá þá fram sem ætla að bjóða sig fram og hlusta vel eftir því sem frambjóðendur hafa fram að færa og síðan taka ákvörðun? Er það ekki faglegri skoðanamyndun. Sífellt fleiri flæða á milli flokka, og þá hlýtur fylgi í forsetakosningum líka að flæða a milli frambjóðenda á tímanum fram til kosninga. Minnist þess  þegar Kristján Eldjárn ákvað að stíga til hliðar og við fengum forsetakosningar með fjórum frambjóðendum. Vigdís Finnbogadóttir, Guðlaugur Þorvaldsson, Albert Guðmundsson og Pétur J. Thorsteinsson. fjölmiðlaumfjöllun var allt of grunn, svona eftirálitið. Þekkti vel til Vigdísar og Guðlaugs sem höfðu verið kennarar mínir,  Alberts Guðmundssonar sem ég hafði kynnst m.a. úr íþróttunum og síðan Pétur J. Thorsteinsson sem kom úr Utanríkisþjónustunni. Pétur fékk ekki neina þá kynningu í fjölmiðlun að eiga nokkurn séns að vinna. Þótt mér þótti afar vænt um Albert og bar mikla virðingu fyrir honum, ekki bara sem afburða knattspyrnumanni uppfyllti hann ekki þau skilyrði sem ég hafði í huganum hvað ég vildi sjá í forsetanum. Þetta var því val á milli Guðlaugs og Vigdísar. Það var ekki mikið reynt að hafa áhrif á hvað ég myndi kjósa. Ekki mikill áróður nema að hún amma mín spurði mig afar varfærnislega hvort ég hefði myndað mér skoðun hvern ég myndi velja. Ég sagði valið stæði á milli kennara minna. Guðlaugs og Vigdísar. Amma mín Elín Grímsdóttir  sem þá var 87 ára gömul, var mikill stuðningsmaður Vigdísar. Fór þá inn í skáp hjá sér og náði í eitt staup af  sherry. Hún sagði: ,,Ég hef aldrei reynt að hafa áhrif á þig í kosningum, en ef þú ert ekki ennþá búinn að gera upp hug þinn í kjörklefanum máttu minnast baráttu okkar kvenna í gegnum tíðina". Þetta hafði nú ekki afgerandi áhrif, ég var búinn að ákveða að kjósa Vigdísi allnokkru  áður en í kjörklefann kom. Síðar fór ég að gera kröfum um fleiri þætti hjá forsetaframbjóðendum og með auknum kröfum hefði valið verið enn auðveldara. Er því svo þakklátur að fá að kynnast frambjóðendum nú í allri þessari nýju fjölmiðlum. Á ekki von á að RÚV taki verulega þátt í að upplýsa þjóðina. Þeir hafa frekar sínum eigin hnöppum að neppa, eða kynna ,,sína" frambjóðendur með áróðri.  RÚV er ekki lengur með í  því sem skiptir máli og verður RÚV vonandi lagt niður fyrr en seinna. Með punktunum hennar Vigdísar Bjarnadóttur verður valið auðveldara og markvissara. Var að hlusta á Höllu Tómasdóttur og hún kom afar vel út. Hlakka til að hlusta og horfa á fleiri frambjóðendur.  


Undan ísbjarnarfeldinum.

Nú þykir ekki fínt að koma út úr skápnum. Nú kemur fólk undan ísbjarnarfeldinum. Jón Gnarr lofaði  ísbjörn í Húsdýragarðinn, en hann lifði ekki leiðindin af og dó. Undan feldinum kemur nú hver óáran eftir aðra. Jón Gnarr sjálfur, hálfskaddaður, Felix forsetaefnisfrú, Steinunn Ólína með allt sit hatur og öfga, lengi skal telja. Þetta virðist vera ein ormagryfja einstaklinga með athyglissýki. Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir fer fram og hún fer ekki ísbjarnarleiðina, heldur ekki Hella Tómasdóttir, Halla Hrund Logadóttur orkumálastjóri,  Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, Baldur Þórhallsson prófessor og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður. Þó Jón Gnarr  hafi farið þessa leið á hann möguleika. Nú hefst kosningabaraáttan og ekki verður séð að fleiri frambærilegir aðilar komi fram. Vonandi verður þetta áhugaverð kosningabarátta. Það er mitt mat að Vigdís Bjarnadóttir fyrrum  deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands í nær 40 ár hafi hjálpað umræðunni mikið. Hvaða þætti þarf að hafa í huga við val á Forseta Íslands. Björn Bjarnason tók þessa þætti saman úr viðtalinu: 

1. Vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur, sem kemur vel fyrir.

2. Hafa brennandi áhuga á landi, þjóð og sögu.

3. Þekkja samfélagið, innviði þess og samsetningu afar vel.

4. Hafa góða þekkingu á íslenskri pólitík og vera vel að sér í alþjóðapólitík.

5. Tala lýtalausa ensku og eitt Norðurlandamál, fleiri lýtalaus tungumál eru kostur.

6. Geta rætt um menn og málefni á akademískum grunni og samið og flutt ræður og fyrirlestra bæði á íslensku og ensku.

7. Geta flutt óundirbúnar ræður fyrirvaralaust á ensku um alls konar málefni.

8. Hafa gott og sterkt bakland, það blæs oft á Bessastöðum.

9. Hafa kjark til að taka mikilvægar og vel ígrundaðar ákvarðanir, jafnvel þótt þær séu ekki vinsælar.

10. Hafa tengsl inn í stjórnmálaflokkana, vita alltaf hvernig vindurinn blæs.

11. Vera í góðu sambandi við og þekkja fólk sem hann kallar til skrafs og ráðagerða, þegar hann undirbýr ræður og ávörp, einnig þegar hann undirbýr opinberar heimsóknir til annarra landa eða heimsóknir innan lands.

12. Þekkja samskipti við aðrar þjóðir, bæði í pólitík, viðskiptum, bókmenntum og listum og á akademískum grunni.

13. Vera góður stjórnandi.

14 Kunna/læra prótokollinn.

15. Vera kurteis í samskiptum við fólk og geta talað við alla.

16. Hafa vit á mat og vínum.

17. Hafa staðgóða þekkingu á öðrum menningarsamfélögum.

18. Klæða sig af vandvirkni og vera óaðfinnanlegur.

19. Vekja stolt þjóðarinnar.

20. Góður maki er mikill kostur.

 

Þegar þessir áhugaverðu punktar eru lesnir, þrengist hópurinn sem kemur til greina sem næsti Forseti Íslands. 


Steinunn Ólína styður Katrínu!

Það er virkilega áhugavert að lesa það sem Vigdís Bjarnadóttir fyrrum deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir um það sem skipti mestu máli hvað varðar forseta. Þekking, víðsýni, greind og hæfileiki í að umgagnast mismunandi fólk. Allt það sem freki karlinn og freka kerlingin hafa ekki til að bera. Það er heldur enginn styrkleiki að hafa slíkt fólk  í sínu liði þegar fólk stefnir á forsetann. Það var því mikill hvatning fyrir Katrínu Jakobsdóttur þegar ein af freku kerlingunum úr Samfylkingunni  Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hóti forsætisráðherra því að ef Katrín bjóði sig fram muni bjóða sig líka fram. Steinunn Ólína hefði alveg eins hótað að hlaupa nakin niður Laugarveginn eða trufla störf Alþingis með því að jóðla á þingpöllunum. Þessi hótun er auðvitað hluti af þöggunaraðferðum góða fólksins. (Freku karlarnir og freku kerlingarnar eru til í öllum flokkum) Steinunn Ólína hefði líka getað öskrað á Katrínu að hún sé rasisti eða jafnvel eitthvað enn verra. Hótunin hjálpar því væntanlegu framboði Katrínu Jakobsdóttur.  Það er önnur hlið á þessu máli og það er hverjir myndu kjósa  Steinunni Ólínu ? Auðvitað engir úr VG en sennilega einhverjir úr Samfylkingunni og listageiranum. Steinunn Ólína reytir mest fylgið af Baldri og Felix ef hún fer fram.   Þetta myndi því enn frekar styðja kjör Katrínu Jakobsdóttur. 


Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband