Undan ísbjarnarfeldinum.

Nú þykir ekki fínt að koma út úr skápnum. Nú kemur fólk undan ísbjarnarfeldinum. Jón Gnarr lofaði  ísbjörn í Húsdýragarðinn, en hann lifði ekki leiðindin af og dó. Undan feldinum kemur nú hver óáran eftir aðra. Jón Gnarr sjálfur, hálfskaddaður, Felix forsetaefnisfrú, Steinunn Ólína með allt sit hatur og öfga, lengi skal telja. Þetta virðist vera ein ormagryfja einstaklinga með athyglissýki. Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir fer fram og hún fer ekki ísbjarnarleiðina, heldur ekki Hella Tómasdóttir, Halla Hrund Logadóttur orkumálastjóri,  Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, Baldur Þórhallsson prófessor og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður. Þó Jón Gnarr  hafi farið þessa leið á hann möguleika. Nú hefst kosningabaraáttan og ekki verður séð að fleiri frambærilegir aðilar komi fram. Vonandi verður þetta áhugaverð kosningabarátta. Það er mitt mat að Vigdís Bjarnadóttir fyrrum  deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands í nær 40 ár hafi hjálpað umræðunni mikið. Hvaða þætti þarf að hafa í huga við val á Forseta Íslands. Björn Bjarnason tók þessa þætti saman úr viðtalinu: 

1. Vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur, sem kemur vel fyrir.

2. Hafa brennandi áhuga á landi, þjóð og sögu.

3. Þekkja samfélagið, innviði þess og samsetningu afar vel.

4. Hafa góða þekkingu á íslenskri pólitík og vera vel að sér í alþjóðapólitík.

5. Tala lýtalausa ensku og eitt Norðurlandamál, fleiri lýtalaus tungumál eru kostur.

6. Geta rætt um menn og málefni á akademískum grunni og samið og flutt ræður og fyrirlestra bæði á íslensku og ensku.

7. Geta flutt óundirbúnar ræður fyrirvaralaust á ensku um alls konar málefni.

8. Hafa gott og sterkt bakland, það blæs oft á Bessastöðum.

9. Hafa kjark til að taka mikilvægar og vel ígrundaðar ákvarðanir, jafnvel þótt þær séu ekki vinsælar.

10. Hafa tengsl inn í stjórnmálaflokkana, vita alltaf hvernig vindurinn blæs.

11. Vera í góðu sambandi við og þekkja fólk sem hann kallar til skrafs og ráðagerða, þegar hann undirbýr ræður og ávörp, einnig þegar hann undirbýr opinberar heimsóknir til annarra landa eða heimsóknir innan lands.

12. Þekkja samskipti við aðrar þjóðir, bæði í pólitík, viðskiptum, bókmenntum og listum og á akademískum grunni.

13. Vera góður stjórnandi.

14 Kunna/læra prótokollinn.

15. Vera kurteis í samskiptum við fólk og geta talað við alla.

16. Hafa vit á mat og vínum.

17. Hafa staðgóða þekkingu á öðrum menningarsamfélögum.

18. Klæða sig af vandvirkni og vera óaðfinnanlegur.

19. Vekja stolt þjóðarinnar.

20. Góður maki er mikill kostur.

 

Þegar þessir áhugaverðu punktar eru lesnir, þrengist hópurinn sem kemur til greina sem næsti Forseti Íslands. 


Bloggfærslur 4. apríl 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband