Viðreisn og Samfylking sameinast um að hafna stefnu ESB

Það kom einhverjum á óvart, ekki síst þeim sem voru í innsta kjarna Samfylkingarinnar að innganga í ESB yrði ekki lengur á forgangslista Samfylkingarinnar. Nýi formaðurinn hafði talað og tilkynnti flokksmönnum þessa nýju ákvörðun sína. Formaðurinn hafði talað. Lengi hafði verið ákveðnar efasemdir innan Samfylkingarinnar hvort stefnan væri rétt og þegar Uffe Elleman Jenssen aðal stuðningsmaður Norðurlanda fyrir inngöngu Íslendinga í ESB, sagði ESB stuðningsmenn á Íslandi væru eintómir rugludallar, og þeir vissu ekkert um hvað þeir væru að tala um, fengu margir eldri flokksmenn Samfylkingarinnar kaldar fætur. Það var auðvelt fyrir Katrínu Frostadóttur að sannfæra Þorgerði Katrínu að koma uppí vagninn og hafna ESB. Ef Viðreisn lifði af næstu kosningar myndi Kristrún bjóða Viðreisn í viðræður um samstarf. Þorgerður var alveg til. Þegar ESB sameinaðist í afstöðu Kanadamanna í málefnum Ísraels og Hamas og sitja hjá við seinni afgreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum, til þess að mótmæla framgöngu nokkurra múslimaríkja. Ákváðu  þær Kristrún og Þorgerður að nota málið til að sparka í Bjarna Benediktsson. Stefna ESB skipti þær engu.  Kristrún er sigri hrósandi, hún veit að Viðreisn er á siglingu niður, og mun að öllum líkindum ekki ná manni á þingi í næstu kosningum. Eina mál Viðreisnar, innganga í ESB er farin og þá er ekkert eftir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hæ! Ziggi þú ert fjári góður stjórnmálarýnir og met ég það af hversu líklegt mér finnst að þetta gangi eftir hjá þér.Kristrún er geðþekk samt vona ég sem styð Miðflokkiinn að þeir tveir skörpu þar verði með í næstu ríkisstjórn,svo efirminnilega  

Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2024 kl. 23:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já gróf Sigmundur upp fé þegar hann réði einhverju síðast þegar hann var í stjórn. 

Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2024 kl. 23:57

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Takk fyrir Helga. Það er sannarlega fengur fyrir íslensk stjórnmál að fá hina hæfileikaríku  Kristrúnu Frostadóttur inn í pólitíkina, og þá sérstaklega Samfylkinguna sem ekki hafur lengi átt svo efnilegan forystumann. Kristrún er ung og á efir að sjóast, hún gerir sín mistök. Það reikna flestir með að fylgið eigi eftir að dala þegar líður að kosningum og hún á eftir að fá meiri mótstöðu. Varðandi Miðflokkinn þá byggir hið mikla fylgi hans fyrst og fremst af framgöngu Sigmundar Davíðs. Nei Sigmundur Davíð gróf enga peninga upp, hann sýndi hins vegar það snjallræði að skattleggja þrotabú bankanna sem ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mátti ekki heyra minnst á. Það styggði hins vegar erlenda vogunarsjóði og getur verið að þeir hafði hjólað í Sigmund? Aðför RÚV að Sigmundi er mjög umhugsunarverð og spurning hvort það sé hlutverk RÚV að ,,taka menn niður" í flokkspólitískum tilgagni? Það er mitt mat að Miðflokkurinn og Framsókn muni sameinast með tímanum og þá líta margir til að Willum Þórsson Kópavogsbúi muni leiða þá sameiningu. Willum er að standa sig aburða vel. 

Sigurður Þorsteinsson, 10.5.2024 kl. 09:20

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afstaða þeirra sem vilja inngöngu í ESB hefur því miður oftar en ekki byggst á miskkilningi, jafnvel ranghugmyndum um hvað slík aðild feli í sér. Algengur misskilningur er að vextir standi á peningaseðlum eða liturinn og myndskreytingarnar á þeim skipti máli eða Ísland geti sjálfkrafa orðið Þýskaland jafn auðveldlega og einstaklingur sem breytir kyni sínu með tilkynningu til þjóðskrár. Með þessu er ég alls ekki að gagnrýna þá sem þetta vilja af einhverjum (gildum) ástæðum en það er bara leiðinlegt þegar þær ástæður eru falskar.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.5.2024 kl. 19:30

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

 Guðmundur þetta er alveg rétt á þér. Sá nýlega haft eftir stjórnmálamanni að vextir á húsnæðislánum myndu verða þeir sömu og í Evrópu ef við gengjum í ESB. Staðreyndin er sú að lífeyrissjóirnir hérlendis eru stórtækastir í að lána í húsnæðiskaup, annað hvort beint eða til Íbúðalánasjóðs og annarra lánastofnana. Þeir munu gera það áfram þó við gengjum í ESB. Það er gerð ákveðin ávöxtunarkrafa til lífeyrissjóðanna, og það mun ekkert breytast með inngöngu i ESB. Þeir sem þekkja til húsnæðismarkaða í Evrópu vita að það eru lánastofnanir á svæðinu sem lána til húsnæðismála. Þegar formaður Viðreisnar var spurð um erfiðleika Grindvíkinga, fór hún í að ræða upptöku Evrunnar, slíkt er í besta falli populismi. Hún gæti alveg eins haldið því fram að Evran gagnaðist við gyllinæð. 

Sigurður Þorsteinsson, 11.5.2024 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband