29.10.2009 | 09:24
Hraðlýðræði
Umræðan um ESB hefur verið lengi á dagskrá. Lengi vel var meirihluti fyrir því meðal þjóðarinnar fara í viðræður, a.m.k. til þess að fá fram hvað okkur stæði í boði við inngöngu. Aðrir töldu það ljóst hvað væri í pottinum og töldu það tíma og peningaeyðslu að fara þetta ferli. Mörgum var brugðið þegar Alþingi samþykkti aðildarumsókn að ESB, og hafði ekki verið ljóst að aðildarviðræður fari aðeins fram með aðildarumsókn.
Í öllu ferlinu var lagt áhersla á vandaða lýðræðislega vinnu, þar sem mikið samráð yrði haft við hagsmunaaðila. Lítið bólar á þessari lýðræðislegu umræðu og samráði og okkur sagt að nú sé aðeins verið að fara yfir 2500 spurningar sem hingað hafa verið sendar. Þá kemur fram í fréttum haft eftir Össuri Skarphéðinssyni að við getum verið á hraðbraut inn í ESB og samráðið og lýðræðislega vinnan ekki hafin enn. Í mínum huga er helsti galli lýðræðisins að það getur tekið mikinn tíma. Ef við eru e.t.v. nú þegar komin að inngöngudyrum ESB, hvenær á þá lýðræðisstarfið og samráðið að hefjast? Hugsanlega er hér fram komið áður óþekkt lýðræði, það verður spennandi að sjá hverning vinnan í því fer fram.
![]() |
Á methraða inn í ESB? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2009 | 23:49
Flestir hafa trú á Davíð Oddssyni
Á fréttavef RÚV í kvöld var þessi frétt:
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi Seðlabankastjóri var oftast nefndur þegar spurt var hver ætti að leiða Íslendinga út úr efnahagskreppunni.
Þetta kemur fram í nýrri könnun sem birtist í Viðskiptablaðinu á morgun. Fjórðungur þeirra sem svöruðu nefndu Davíð, 23,2% nefndu Steingrím J. Sigfússon, 20,6% Jóhönnu Sigurðardóttur, 11,5% Bjarna Benediktsson og 4,6% Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Fyrirtækið Markaðs- og miðlarannsóknir gerði könnuna, hún var gerð gegnum netið, 968 manns svöruðu en þeir voru valdir úr hópi tæplega 12 þúsund álitsgjafa fyrirtækisins.
Þessi frétt hlýtur að kalla fram margar spurningar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2009 | 17:41
Fyrstir með yfirlýsinguna
![]() |
Segja bæjarstjórnina hafa gefist upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2009 | 23:37
Af Norðurlandaþingi.
Jóhanna hélt mergjaða ræðu á Norðurlandaþinginu í dag. Þar lagði hún áherslu á samstarf Íslands við smáríki innan ESB. Þingfulltrúar litu forviða á hvern annan. Hvað á hún við? Færeyingar og Grænlendingar hafa hafnað aðild að ESB, við hvern var þá átt? Jú, ekki stóð á svarinu t.d. Bretum. Þingfulltrúarnir misstu andlitið, jú og Grímseyingum og Hríseyingum, bætti hún við. Ljóst var að þingfulltrúarnir höfðu aldrei heyrt um Grímsey eða Hrísey, en þá bættist Surtsey í hópinn og margir Norðurlandabúanna höfðu heyrt um Surtsey, en vissu ekki að hún væri í byggð.
Strax á fyrsta degi er öllum á Norðurlandaþingi orðið ljóst að enginn styður aðild að ESB á Íslandi, nema Samfylkingin og því var Jóhanna spurð um skoðun Steingríms Sigfússonar á aðild ESB, stóð ekki á svarinu. Það tekur enginn mark á Steingrími, auk þess sem að í minni ríkisstjórn hafa allri sömu skoðun, þ.e. mína skoðun, aðrir verða að segja af sér. Þjóðin ræður og ég er þjóðin.
Forsætisráðherra Noregs heyrðist tauta. ,,Nú skiljið þið vonandi af hverju við viljum ekkert með Ísland hafa að gera". Þau fá aldrei norsku krónuna, aldrei!
![]() |
Aukið samstarf smærri aðildarríkja mikilvægt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.10.2009 | 23:12
Metro þrælgott nafn.
![]() |
McDonald's hættir - Metro tekur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.10.2009 | 21:58
Fellur á Silfrið
Það hafa oft komið góðir punktar í Silfri Egils. Hann kom með ný vinnubrögð inn í íslenska fjölmiðlun. Það voru ekki bara viðhorf stjórnvalda sem réðu för, heldur máttu mismunandi sjónarmið koma fram. Þar með var Silfur Egils gott aðhald að stjórnarherrunum. Því verður ekki neitað að mér fannst Egill oft vera frekar slakur á síðasta vetri, sérstakalega þegar hann taldi það hlutverk sitt að sína fram á að hann hafi jú bent á hætturnar á hruninu, og stjórnvöld hefðu átt að hlusta á hann. Þá gerði ég mér grein fyrir að Egill var fallinn í sömu gildru og margir sem hafa verið við stjórnvöldin of lengi.
Í haust hef ég oft valið að lesa eitthvað skemmtilegt fremur en að horfa á Silfur Egils. Valdi þó að hlusta á vettvang dagsins í dag með Merði Árnasyni, Þór Saari, Unni Brá Konráðsdóttur og Baldri Kristjánssyni. Egill Helgason hefur oft verið talinn vera hallur undir Samfylkinguna hefur legið undir ámæli fyrir að velja jábræður sína í þáttinn. Hafi hann ætlað sér að ögra þeim sem hafa haft þessa gagnrýni, tókst honum það afar vel. Mörður, Þór, Baldur og Egill voru eins og á sellufundi í Samfylkingunni. Áhugaverðasta innleggið var frá Baldri Kristjánssyni, sem sagði stjórnmálaflokkana óhæfa til þess að taka á verkefnum líðandi stundar, en undanskyldi Samfylkinguna. Taldi það helsta veikleika stjórnmálaflokkana að innan þeirra hefðu fólk mismunandi skoðanir. Með fjölbreyttri skoðanaflóru líktust stjórnmálaflokkarnir trúflokkum. Undir þetta tók Egill!!!!
Ég legg til að Egill Helgason fari með aðdáanda sínum Baldri Kristjánssyni, á byrjendanámskeið um lýðræði. Dýrkunin á SKOÐUNINNI, einu sönnu er aðal inntak alræðisflokka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.10.2009 | 21:44
Ólafur á beininu hjá Sölva
Ólafur Ragnar var í viðtali hjá Sölva á Skjá 1 nú í kvöld. Ólafur hefur legið undir ámæli frá stjórum hluta þjóðarinnar vegna framgöngu sinnar með útrásarvíkingunum. Þegar litið er til baka verður afstaða Ólafs til fjölmiðlafrumvarpsins sennilega það sem verða að teljast mestu mistök Ólafs. Hann tók þá afstöðu með útrásarvíkingunum gegn stjórnvöldum, og aðhald fjölmiðla minnkaði. Auðvitað átti að setja fjölmiðlalög sem takmörkuðu eignarhald.
Margt af því sem Ólafur hefur hins vegar gert, hefur hann gert vel. Á það benti hann einnig í viðtalinu við Sölva. Það mátti hann líka gera. Ólafur hefur verið gangrýndur og það að hluta til með réttu. Davíð Oddsson hefur líka verið gagnrýndur og líka að hluta með réttu. Lífið er hins vegar ekki bara svart eða hvítt, og þegar öfgarnar taka völdin, er sanngirnin hvergi nærri.
Viðtalið við Ólaf var gott. Það er kominn tími til þess að taka snörurnar niður og hefja uppbyggingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.10.2009 | 16:11
Er meirihluti nóg?
Það er alveg skiljanlegt að þegar meirihluti var á Alþingi fyrir vinstristjórn að vilji væri til þess að mynda slíka. Mjög margir vildu að Sjálfstæðisflokkurinn tæki frí þar sem flokkurinn var bæði búinn að vera lengi í stjórn, sem engum er hollt, og einnig þótti mörgum flokksforystan hafa sofnað á verðinum.
Vandamálið er bara flóknara, því verkefnið er svo stórt að mjög erfitt eða jafnvel ógerlegt er fyrir vinstri flokkana tvo að taka á þeim verkefnum sem taka þarf á. Því var þjóðstjórn eða utanþingstjórn æskilegasta leiðin fyrir þjóðina, það var hins vegar flestum ljóst að sú leið yrði ekki farin.
Með því að samþykkja það sem nú er í spilunum með Icesave, gerir það að verkum að ríkisstjórnin mun hanga enn. Vandræðin eru hins vegar rétt að byrja. Þegar líða tekur á árið um undiraldan vaxa. Þá mun ríkisstjórnin upplifa rétt eins og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að meirihluti er ekki alltaf nóg.
![]() |
Telur meirihluta fyrir Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.10.2009 | 14:05
Von á glæsilegri niðurstöðu - taka tvö
Fjármálaráðherra sagði okkur að honum hefði verið treyst til þess að gera samninga við Hollendinga og Breta. Hann hefði tekið verkefnið að sér og myndi ljúka því með reisn. Boðuð var glæsileg niðurstaða, sem síðan var frestað að sýna þjóðinni þar til eftir kosningar og síðan lengur. Allt þetta var síðan mikið leyndarmál og pukur, og virtist með ólíkindum hvað erfitt var að fá samninginn allan ásamt gögnum upp á borðið. Niðurstaðan ógeðsdrykkur sem enginn vildi snerta nema Samfylkingin og síðan örfáir Vinstri Grænir, sem hefðu samþykkt hvað sem er.
Nú er boðuð taka númer tvö, og það er eins og enginn bíði herlegheitanna með eftirvæntingu, heldur nagandi kvíða. Það skiptir í raun engum máli fyrir ríkisstjórnarflokkanna hvort þeir samþykki eitthvað eða ekki. Ríkisstjórnarsamstarfið er farið. Næst er að éta allan niðurskurð ofan í sig. Fyrir sterka stjórnarflokka yrði það mjög erfitt að taka á þeim verkefnum sem taka þar á. Fyrir þessa flokka er það ógerlegt. Það er erfitt haust framundan.
![]() |
Viðbrögð á báða vegu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 10:22
Er Svavar með í för?
Það var áhugavert viðtal þeirra Péturs Blöndal og Atla Gíslasonar í þættinum Í bítið, í morgun. Eins og gengur að skilja kom Icesave samningurinn til tals. Atli sem er yfirleitt skeleggur átti nú í miklum erfiðleikum. Hann var spurður hver leiddi samningaviðræður við Breta og Hollendinga. Atli svaraði því til að viðræður væru helst undir stjórn Indriða Þorlákssonar. Hvað með Svavar? Jú, svaraði Atli, hann er líka með. Atli virtist ekki viss. Sjáum við ekki fyrir okkur að þegar þeir félagar koma til London þá taka hinir strákarnir á móti þeim með blöðrur, flögg og rauða kúlu á nefinu. Fagnaðarlætin við komu Íslendinganna byrja strax í flugstöðinni. Niðurstaðan er miklu verri en 14-2 tapið á móti Dönum. Það má vel vera að einhver niðurstaða komi úr samningaviðræðum. Niðurlægingin er þegar raunveruleikinn og skömmin verður eina mögulega útkoman. Er það ljóst að Svavar hafi verið sendur til London? Sama hver niðurstaðan verður, er líklegt að þinglið VG mun vera neytt til þess að fylgja þessu máli. Ríkisstjórnin er hins vegar fallin. Trúverðugleikinn farinn. Ef til vill var útspil Svandísar í virkjunarmálunum aðeins til þess að draga athyglina frá Icesave. Þá tókst það, því enginn man eftir að Svavar hafi einu sinni verið til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10