19.12.2010 | 22:28
Lyga Mörður og Lyga Guðríður.
Fyrir síðustu kosningum kom Samfylkingin með sína kosningabombu, sem áttu að koma Guðríði Arnardóttur í bæjarstjórasætið. ,,Kópavogsbrúin" skyldi afkvæmið heita, eingetið en móðirin Guðríður. Kópavogsbær átti að kaupa upp ókláraðar íbúðir, og útvega til þess ,,ódýrt" fjármagn, fá til samstarfs ríkisvald og samtök, félög ofl. Þessar eignir átti síðan m.a. að leigja út á félagslegum forsendum.
Mér finnst áhugavert þegar fram koma nýjar og ferskar hugmyndir, ekki síst í mínu bæjarfélagi og því yfir málið með litlum hópi fagaðila, sem tengjast ekki bæjarmálunum í Kópavogi. Niðurstaðan var ,, ómerkilegur loddaraskapur"
Nokkru síðar kemur Elfur Logadóttir, sem er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fram og þar segir hún meðal annars.
,,Þegar Kópavogsbrúin var kynnt fyrir kosningastjórninni, sem átti að vera strategískur ákvörðunaraðili kosningabaráttunnar var ljóst að ákvörðun hafði þegar verið tekin um að þetta yrði aðal kosningamálið. Okkur voru sýndir útreikningar sem skiluðu verkefninu í tapi - en með loforði um að þetta yrði reiknað í hagnað. Atvinnuþáttur hugmyndarinnar var góðra gjalda verður en ég lýsti efasemdum um húsnæðisþáttinn og þörf þeirra sem gætu greitt fullt verð fyrir húsnæðið og ég var skeptísk á útreikningana, ég sá þar skekkjur.
Svör oddvita og varaoddvita við efasemdum mínum voru nær orðrétt:
það þyrfti ekki endilega að standa við þetta kosningaloforð að loknum kosningum."
Nú er það ekki svo að Guðríður hafi ekki oft áður gerst sek um ósannindi og blekkingar, því miður virðist það frekar vera árátta. Það hefur verið vandi íslenskra stjórnmála að til valda í flokkunum hafa of oft komist siðlausir einstaklingar. Þetta á við um alla flokka. Rótina að siðleysinu má víst leita í uppeldi.
Þeir sem sátu fund Gunnars Birgissonar um fjárhagsáætlun Kópavogs 2011 geta vitnað um að þar var ekki mikið um flatan niðurskurð eins og Guðríður fullyrðir, og það er fyrra að öll fita hafi þegar verið skorin af í starfsemi bæjarins.
Ungt barnafólk í Kópavogi ætti sérstaklega að kynna sér mismuninn á tillögum Gunnars og meirihlutans. Í stað þess að bera ábyrgð og skera í rekstri bæjarins og aðlaga hann breyttu ástandi stingur hún barnafjölskyldurnar með hnífnum.
Guðríður segir m.a. að með tillögum Gunnars sé verið að gefa til kynna að bæjarstjórn og starfsfólk bæjarins sé óhæft til að taka slíkar ákvarðanir. Það er óþarfi að blanda starfsfólkinu inn í þetta, en það er ljóst eftir síðustu fjárhagsáætlun að þeir bæjarfulltrúar sem hana vann, var algjörlega ófært að taka það verkefni að sér. Nýjir bæjarfulltrúar þurfa tíma til þess að setja sig inn í slík mál.
![]() |
Hugmyndir Gunnars óraunhæfar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2010 | 10:45
Tímamótafundur í Kópavogi.
Gunnar Birgisson boðaði til fundar um fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir 2011 á laugardagsmorgun. Ekki minnist ég þess að minnihluti í bæjarstjórn hafi áður lagt fram fjárhagsáætlun, hvað þá einn aðili úr bæjarstjórn.
Það fór ekki á milli mála Gunnar hefur yfirburðarþekkingu innan bæjarstjórnar á gerð fjárhagsáætlana. Þetta kom best fram á síðasta ári, þegar meirihlutinn án Gunnars vann fjárhagsáætlun í samvinnu við Samfylkingu og VG með slíkum fúskvinnubrögðum að til skammar var. Á laugardaginn útskýrði Gunnar sína fjárhagsáætlun á afar skýran hátt og öllum mátti vera ljóst að baki var mikil og vönduð vinna.
Mismunur á fjárhagsáætlunum Gunnars og núverandi meirihluta lá fyrst og fremst í því að Gunnar velur að skera niður í kerfinu og tók hann fjölmörg raunhæf dæmi. Meirihlutinn vill hlífa kerfinu en leggja sérstakar byrðar á ungt barnafólk í bænum. Á síðasta ári náði oddviti Samfylkingarinnar sérstöku baráttumáli sínum fram, þ.e. að láta eldri borgara i Kópavogi borga í sund, eitt bæjarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu. Þetta skilaði engum sparnaði fyrir bæinn, en um það er þagað.
Samanburður á fjárhagsáætlunum er þannig að allir bæjarfulltrúar ættu að styðja fjárhagsáætlun Gunnars. Foreldri með eitt barn í leikskóla til kl. 17.00 og eitt barn í grunnskóla til kl. 17.00 þarf að greiða um 100 þúsund á ári meira í gjöld, samkvæmt áætlunum meirihlutans, en samkvæmt áætlun Gunnars.
Bæjarfulltrúar í Kópavogi ættu að sameinast um fjárhagsáætlun Gunnars Birgissonar.
![]() |
Gunnar kynnti fjárhagsáætlun sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2010 | 12:24
Er pólitíkin helsta hindrunin fyrir framförum?
Það er alveg merkilegt hvað hin íhaldsama pólitík er lítið í takt við raunveruleikann og grasrótina í landinu. Jóhanna var lengi vel einn vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar. Hún hélt sig við sannfæringu sína. Nú vill hún ekki að Lilja Mósesdóttir geri slíkt hið sama. Stuðningur við Jóhönnu nálgast frostmarkið með vaxandi hraða, en vinsældir Lilju mælast í hæstu hæðum.
Flokkarnir vilja ekki afstöðu Lilju, Atla og Ásmundar, en það vill þjóðin. Þjóðin vill að stjórnmálamennirnir hugsi út fyrir rammann og komi með lausnir, leið út úr þeirri ánauð sem stjórnmálamennirnir vilja halda okkur í. Flokksauðirnir vilja ekki að einhverjir taki sig út úr hjörðinni, þeir verða hræddir og reiðir. Þeir munu hér ráðast á þau Lilju, Atla og Ásmund.
![]() |
Lilja, Atli og Ásmundur á móti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2010 | 08:12
Sérstök Icesave rannsóknarnefnd.
![]() |
Vildu losa ríkið undan Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2010 | 01:01
Fjárhagsáætlun Kópavogs, taka tvö!
Þá liggur fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir og verður áhugavert að rýna betur í hana. Á síðasta ári var Gunnari Birgissyni haldið fyrir utan gerð fjárhagsáætlunina og þá kom í ljós að hinir bæjarfulltrúarnir kunnu ekkert. Þegar spurt var hver ber ábyrgð á þessum ósköpum, benda er bent á Samfylkinguna. Í anda Svavars Gestssonar nenntu bæjarfulltrúarnir ekki að leggjast yfir verkefnið og þeir slumpuðu á að lóðasala yrði 1 milljarður króna, sem öllum mátti vera ljóst að þessi liður yrði neikvæður. Það kom líka á daginn að innskiluðum lóðum, umfram sölu lóða nam 700 milljónir króna. Hér var því vitsvitandi fölsun í áætlanagerðinni upp á 1,7 milljarð króna. Ég hef áður sagt að bæjarfulltrúar sem ástunda slíkar augljósar falsanir ætti að sæta ábyrgð.
Til þess að breiða yfir fúskið, náði Guðríður ná því fram að gamla fólkið, yrði látið greiða í sund, eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu. Þetta átti að skila 7,5 milljóna sparnaði. Áður en ég fæ niðurstöðuna spái ég því að enginn sparnaður hafi náðst með þessari aumkunarverðu tillögu. Hins vegar kallaði málið fram þá hugsun, bæjarbúar þyrftu að vanda val bæjarfulltrúa betur.
Nýlega kom bæjarstjórn upp ,,framkvæmdaráði" til hliðar við hliðina á bæjarráði. Þessi skipan hefur gert bæjarstjórnina í Kópavogi að aðhlátursefni meðal fagmanna. Framkvæmdir hafa farið úr 6 milljörðum í 200 milljónir og þá þarf framkvæmdaráð. Þessi sama bæjarstjórn segir að brýnt sé að hagræða og forgangsraða í rekstri. Byrjunin lofar ekki góðu.
![]() |
Skuldir Kópavogs lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2010 | 23:33
Dýra flíkin hennar Guðrúnar!
Var boðið í umræðuhóp í kaffitímanum í morgun. Ótrúlega líflegur og skemmtilegur hópur. Icesave kom til tals og þá tók einn kaffigesta upp hanskann fyrir Svavar Gestsson. Hann sagði:
,, Mér finnst Svavar hafa fengið ósanngjarna útreið í þessu máli. Ég fór tvisvar á ári á sýningar erlendis og síðustu árin þá ákvað ég, hversu tímanaumur sem ég var að kaupa alltaf eina flík handa konunni. Svavar hefur bara viljað ljúka þessum Icesaveviðræðum, til þess að geta keypt flík handa Guðrúnu Ágústdóttur".
,,Flík sem gat kostað þjóðina 440 milljarða", skaut annar inní.
,,Ekki Svavar", sagði sögumaður.
,, Nei, okkur, þjóðina".
,,Glæsileg flík fyrir glæsilega konu "
Bloggar | Breytt 14.12.2010 kl. 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2010 | 09:23
Skatan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010 | 20:11
Í einangrun í Dölum
Svavar Gestsson hefur horfið af yfirborði jarðar. Ekki hægt að ná í hann. Nú þegar fjölmiðlar vilja ná honum til þess að spyrja hann út í Svavarssamninginn, sem þegar hefur áunnið sér sæti á alþjóðavettvangi í kennslufögum í ýmsum greinum.
Svavar tók þessu frekar létt og vildi bara ljúka þessu af. Það var óþarfi að lesa skjölin yfir, þetta var bara formsatriði. Nú vill svo til að Svavar var búinn að ávinn sér álit sem sendiherra, en með því að fara út fyrir sitt sér-og getusvið er hann í hugum margra þjóðníðingar. Þetta finnur Svavar og reynir að ávinna sér traust með því að skrifa greinar, sem gera bara illt verra. Hann hefur tekið Steingrím með sér, sem á það eitt eftir að segja af sér.
Væri ekki ráð að koma upp setur fyrir meinta þjóðníðinga á Staðarfell í Dölum. Þarna væri hægt að senda útrásarvíkinganna síðan til þeirra félaga. Þeir mega bara ekki hafa nein samskipti við umheiminn, ekki skrifa greinar og ekki vera í sambandi við fjölmiðla. Bara í einangrun. Þá gleymast þeir á svona 20 árum. Þó að þetta kosti eitthvað á þjóðin það inni að hvíla sig á þessu liði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2010 | 14:58
Eigum við von á glæsilegri niðurstöðu?
Það var önugur fjármálaráðherra sem kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Honum fannst mjög óeðlilegt að þurfa að svara því hvort ekki væri óþægilegt fyrir hann að svara fyrir dæmið. Honum fannst líka mjög óþægilegt að einn samningurinn væri kallaður Svavarssamningurinn og annar Indriðasamningurinn. Heildarpakkinn verður örugglega kennt við Steingrím.
Steingrímur veit að Ólafur Ragnar mun ekki skrifa undir neitt, þjóðin mun fá að greiða atkvæði um niðurstöðuna, hvort sem Steingrími líkar betur eða verr. Hann veit líka að þjóðinni er sétt sama hvort honum finnst þetta vera glæsileg niðurstaða eða ekki, það er bara óviðeigandi. Svavar var sendur í Dalina til varanlegrar dvalar og það fer að líða að því að Steingrímur verði sendur á braut. Gæti orðið á Langanesið. Þetta er okkar leið til þess að senda menn ,, til Síberíu".
![]() |
Sátt við nýjan Icesave samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2010 | 21:41
Nú þurfa einhverjir að gera þjóðinni grein fyrir afstöðu sinni!
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon lögðu höfuðáherslu á að þjóðin samþykkti síðasta Icesavesamning. Nú geta þau auðveldlega sagt að þau vissu ekki betur. Kaupi það, enda hvorki reynsla þeirra, menntun eða kunnátta til annars en þeirrar niðurstöðu er þau tóku. Nú vita þau væntanlega betur. Verra er með sérfræðinga þeirra eins og Þórólf Matthíasson hann þarf að taka á beinið, auk sem þess sem ástæðulaust er að taka nokkuð mark á honum í framtíðinni. Við höfum enn tækifæri að fara að ráðum hans og skrifa upp á skuldabyrði upp á hundruð milljarða. Hver væri staða okkar nú ef við hefðum farið að ráðum Þórólfs Matthíassonar? Hvað hefði það þýtt í viðbótarniðurskurði og viðbótarsköttum?
Þá þarf að skoða frammistöðu fjölmiðlaloddara ríkisstjórnarinnar. Nú þurfa þeir að bera ábyrgð. Ég á ekki von á að aðilar eins og Egill Helgason sjái sóma sinn á að taka ámálinu, en það þurfa alvöru fjölmiðlar að gera. Við sjáum til hverjir hafa manndóm til.
![]() |
Þurfa að svara fyrir fyrri samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.12.2010 kl. 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10