Söguleg tíðindi

Það er auðvitað mjög freistandi fyrir VG og Samfylkingu að fara saman í ríkisstjórn nú. Vinstri stjórn hefur ekki verið upp á borðinu áður. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um áherslur þessarar ríkistjórnar hvað varðar þá sem minna mega sín.  Meiri efasemdir eru um það hvernig ríkisstjórninni skapa aðstæður til þess að koma atvinnulífinu í gang. Reynslan af vinstri stjórnum í t.d. Bretlandi er misjafn, þannig er núverandi ríkisstjórn  Gordons Brown mjög umdeild. Innan þessarar ríkisstjórnar er hins vegar talsverð reynsla. Atvinnumálaráðuneyti verður í höndum Össurar Skarphéðinssonar. Ef hann sýnir víðsýni í því ráðuneyti mun hann geta náð hátindi síns ferils.

Atli Gíslason verður eflaust dómsmálaráðherra, en hann nýtur talsverðar virðingar.  Atli lagði til þjóðstjórn nú, vegna ástandsins. Brýnt er að fá samstöðu um þær aðgerðir sem vinna þarf að á næstu vikum og mánuðum. Væntanlega verður stjórnarandstaða ekki óbilgjörn við þessar aðstæður. Árangurinn felst í því að upplýsa þjóðina um stöðuna og þær aðgerðir sem vinna þarf að. Takist það getur þessi ríkisstjórn haft áhrif á stjórnmál komandi ára, en mistakist það munum við ekki sjá aðra vinstri stjórn næstu áratugina.  


mbl.is Engin þörf fyrir aðra flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útstrikanir

Nú veit ég ekki til þess að Össur hafi þegið óeðlilega háa styrki, en samt er hann strikaður út af fjölda samflokksmanna sinna. Ég skil útstrikanir á Guðlaugi, en ekki á Össuri. E.t.v. starfar það  af vanþekkingu minni, en í heildina finnst mér Össur hafa staðið sig vel. Oft líkar mér það sem hann skrifar og segir, en ég geri mér grein fyrir að hann er ekki allra. Þegar Össur kom fram í svartnættinu hjá okkur og sagði að við ættum möguleika m.a. á Drekasvæðinu þá stóð hann sig vel. Össur hefur verið einn af fáum stjórnmálamönnum á þessu ári sem hefur gefið þjóðinni von, bæði með verkum og framgöngu. Ef við gætum kosið menn af öllum listum og úr öllum kjördæmum, væri Össur sannarlega á listanum mínum.
mbl.is Össur var næstur falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi frétt.

Vísitala neysluverðs er mæld með því að finna verð á ákveðinni vöru og þjónustu. Ef þessi vísitala hækkar milli mánaða kallast það verðbólga ef hún lækkar kallast það verðhjöðnun. Þessi verð eru reiknuð í mælieiningunni íslenskri  krónu. Við gætum rétt eins reiknað þróun vísitölunnar í einhverri stöðugri erlendri mynt. Væri það gert mældist hér mikil verðhjöðnun. Við eðlilegar aðstæður þar sem gengi er nokkuð stöðugt skipti ekki miklu máli hvort íslensk króna er notað sem mælieining eða hvort við notum erlenda stöðuga mynt. Við hrun íslensku krónunnar skiptir það hins vegar miklu máli.

Frétt Morgunblaðsins af 11,9% verðbólgu er í þessu ljósi mjög villandi, og röng. Verðbólgan nú er ekki 11,9%, hún er það mæld í íslenskum krónum síðustu 12 mánuði, en annars er hér bullandi verðhjöðnun. Ef verþrónum er skoðuð síðustu þrjá mánuðina í íslenskum krónum. Verðbólga síðustu þrjá mánuðina er 1,4 % umreiknað til eins árs, og á þeim tíma hefur gegni íslensku krónunnar lækkað umtalsvert. Sé tekið tillit til gengisþróunar er hér alvarleg verðhjöðnun. 

Það er mikilvægt að virk umræða fari í gang í þjóðfélaginu um efnahagsmál og hvaða leiðir eru til úrbóta. Hlutverk fjölmiðla er mjög mikilvægt í þeirri umræðu. Það verður að harma framsetningu Mbl.is  á að verðbólga sé 11,9%, það bætir ekki umræðuna. Ráðstafanir sem gera í verðbólgu eru allt aðrar en ef hér væri verðhjöðnun Fólk er ráðvillt.  Það er því mikilvægt að það sé ekki matað á villandi eða röngum upplýsingum. Þykist vita að það sé ekki með vija gert.   


mbl.is Verðbólgan nú 11,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn ein áhugaverð grein eftir Ragnar Önundarson í Morgunblaðinu.

Ragnar Önundarson skrifar grein í Morgunblaðið í dag 29.4 2009. Ragnar var einn þeirra sem skrifaði líka þegar mesti darraðadansinn var stiginn. Hér áréttar hann að frelsið þarf ábyrgð og ramma.

 

 

 ragnar


Ragnar Önundarson

Árið 1979 kom út bók, »Sjálfstæðisstefnan«, í samantekt Hannesar H. Gissurarsonar. Voru þar úrvalsgreinar og ræður eftir fyrrum formenn flokksins og tvo hagfræðinga sem lengi önnuðust leiðsögn fyrir flokkinn í efnahagsmálum. Annar þeirra er Ólafur Björnsson prófessor. Grein hans birtist í tímaritinu Þjóðmál árið 1959 og nefndist »Stefna Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum«. Þar rekur hann yfirburði markaðsbúskapar: »Frjáls markaður er það tæki sem best tryggir að óskir og þarfir einstaklinga séu uppfylltar, eins og þær koma fram í eftirspurninni á markaðnum, sem aftur stjórnar framleiðslunni. Ekki er þó unnt að treysta á hinn frjálsa markað til lausnar á öllum verkefnum, þau verkefni verður hið opinbera að annast: Dómsmál og löggæslu, skólamál, stjórn peningamála og margt fleira.« Um peningamál segir hann: »Gera þarf sérfræðilega athugun á því á hverju ári hve mikil heildarútlán bankanna megi vera hverju sinni, þannig að ekki leiði til verðbólguþróunar, en síðan verður ríkisstjórnin ásamt Seðlabankanum að sjá um það, að útlánum bankanna sé hagað í samræmi við það.« Grein Ólafs er 50 ára á þessu ári og stendur hvert orð sem þar er ritað enn óhaggað.

 

Dýrar tilraunir gerðar

 

Hinn hagfræðingurinn er Jónas H. Haralz og er greinin útdráttur úr ræðu á landsfundi 1973, »Frjálshyggjan er forsenda valddreifingar«. Hann fjallar eins og Ólafur um yfirburði frjáls vals á markaði, sem leiði í senn til sem mestrar uppfyllingar þarfa fólks og hagkvæmustu framleiðslu þjóðfélagsins. Síðan undirstrikar hann að »svar frjálshyggjunnar er ekki eingöngu fólgið í frjálsu markaðskerfi. Starfsemi einstaklinga og fyrirtækja verður að vera innan sérstaks ramma sem ríkisvaldið er ábyrgt fyrir. Þessi grundvöllur felur í sér löggjöf og þjónustu í mörgum greinum. Umfram allt felur það í sér að fylgt sé samræmdri stefnu í efnahagsmálum, í fjármálum og peningamálum fyrst og fremst. Annars verður ekki komist hjá hagsveiflum, verðbólgu eða kreppum og atvinnuleysi«. Jónas heldur áfram: »Það myndi ekki koma mér á óvart að fyrir komandi kynslóð lægi að koma auga á yfirburði frjálshyggjunnar í miklu ríkari mæli en hún virðist gera sem stendur. En áður en það verður getur verið að dýrar tilraunir hafi verið gerðar, alvarlegir árekstrar orðið og mikil verðmæti farið í súginn, af því að ekki var hirt um að kynna sér reynslu fyrri tímabila né nægileg rækt lögð við að túlka ný viðhorf í ljósi þeirrar reynslu.« Þessi 36 ára gömlu orð Jónasar eru athyglisverð í ljósi nýlegra atburða.

 

Blandað hagkerfi

 

Hagstjórn okkar verður að miðast við »blandað hagkerfi«. Það eru fleiri en sjálfstæðismenn sem hafa komið að þessari »blöndu«. Við búum t.d. enn við »sovétskipulag« í heilbrigðismálum, þar sem markaðskerfinu er kippt úr sambandi og þessi mikilvægi rekstur gerður að bagga á ríkissjóði. Þó »moðið á miðjunni« sé leiðinlegt verðum við að sætta okkur við staðreyndir. Hugmyndafræði má ekki rugla hagstjórn. Ríkið á að tryggja að ákveðnir hlutir séu gerðir og stunda eftirlit. Að menn virði t.d. lög og rétt og ógni ekki almannaheill.

 

Skeið vaxtar og velgengni

 

Mesta hagvaxtarskeið í sögu landsins endaði með ósköpum. Frjálsræðið reyndist sumum ofviða. Erlendir bankar sýndu mikið ábyrgðarleysi. Stjórnvöld gættu ekki að aðhaldi og aga í peninga- og ríkisfjármálum. Frelsi er samt án vafa besta leiðin í atvinnulífinu, en frelsi kallar jafnframt á aga og ábyrgð. Frelsi sem ábyrgð fylgir þarf að leysa oftrú á afskiptaleysi af hólmi. Hagsveiflur eiga ekki að vera stóráföll, aðeins úrlausnarefni. Til að komist verði hjá kröppum hagsveiflum þarf stjórn peninga- og fjármála ríkisins að vera styrk. Á meðan helstu gjaldmiðlar stóðu á »gullfæti« var verðlag stöðugt. Líta má til ca. 150-200 ára fyrir Kreppuna miklu í þeim efnum. Hagsveiflan var á þessum tíma tekin út í atvinnustiginu og velferð ekki hátt skrifuð. Ef lítið hagkerfi tekur upp stóran gjaldmiðil er þar komið á slíku ástandi. Sumum finnst það heilbrigðara en verðbólga, en það er a.m.k. harðneskjulegri hagstjórn en við eigum að venjast. Við setjum frekar hugmyndir um ábyrgð, velferð og farsæld í öndvegi í hagstjórn.

 

Frelsi sem ábyrgð fylgir

 

Ég hygg að Ólafur hefði skrifað upp á textann og Jónas var á landsfundinum, þar sem ályktað var: »Allt frelsi kallar á aga og ábyrgð. Starfsemi einstaklinga og fyrirtækja verður þannig að vera innan marka sem ríkisvaldið er ábyrgt fyrir. Þessi mörk fela í sér lög, reglur og eftirlit, en umfram allt fela þau í sér að fylgt sé samræmdri stefnu í efnahagsmálum, einkum í fjármálum ríkisins og peningamálum. Standa verður vörð um viðskiptafrelsi. Ríkisvaldið á að tryggja að menn virði lög og reglur og ógni ekki almannaheill. Við verðum að læra af reynslu fyrri tímabila og túlka ný viðhorf á hverjum tíma í ljósi þeirrar reynslu. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram vinna að hugsjónum um frelsi sem ábyrgð fylgir og setja hugmyndir um ábyrgð og farsæld í öndvegi, þar á meðal í hagstjórn.« Skerpt hefur verið á stefnunni. Ekki er líklegt að þær áherslur gleymist á næstunni.

Leiðtogahugsun á Alþingi?

Á tímabili kepptust menn að tala skuldir ríkissjóðs upp. Þeim mun hærri þeim mun meiri krassandi var málflutningurinn. Svo kom Tryggvi Þór Herbertsson og hélt því fram að nettóskuldir þjóðarbúsins væru rétt rúmlega 400 milljarða. Fyrir marga var þetta léttir. Fyrir aðra vour þetta mikil vonbrigði þar sem þeir vildu að skuldirnar væru sem mestar. Þessar skuldir eru nú svo sem alveg nógu miklar, og ekki minnka þær með hallarekstri ríkissjóðs. Hitt er sínu alvarlegra að svo mjög hefur hægst á hjólum atvinnulífsins að ef svo fer sem horfir, gætu tekjur ríkissjóðs af launatekjum og hagnaði fyrirtækja hrunið. Því er mikilvægt að koma bönkunum aftur í gang, auk þess að grípa til víðtækra aðgerða til aðstoðar atvinnulífinu.

Össur Skarphéðinsson kom einnig með ánægjulegt innlegg sem færði þjóðinni aukna von, er hann upplýsti um olíutækifærin á Drekasvæðnu. Kolbrún Halldórsdóttir klúðraði stæti sínu á þingi þegar hún dró úr vilja VG til þess að nýta þessa auðlind.

Atli Gíslason kom með innlegg inn í stjórnarviðræðurnar, sem nánast voru formsatriði að klára, að setja ætti á stofn þjóðstjórn undir stjórn Steingríms Sigfússonar. Margir tóku þessu innleggi sem tilraun til þess að skapa VG betri stöðu í viðræðum flokkanna. Það er mitt mat að það hafi ekki verið hugsun Atla Gíslasonar, heldur það að hann geri sér e.t.v. betur grein fyrir þeirri erfiðu stöðu sem við nú þurfum að takast á við. Það er vissulega réttmæt gagnrýni á fyrrum stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að þjóðstjórn hefði að öllum líkindum verið besta leiðin fyrir þjóðina við bankahrunið. Þá var ekki næg leiðtogasýn til staðar. Þörfin er ekki síðri nú og leiðtogasýnin heldur ekki til staðar nú.

Á þingi eru hins vegar nú margir aðilar sem gætu tekið á þeim málum sem þjóðin stedur frammi fyrir. Spurningin hvort við munum hundsa þá þekkingu og ríghalda í völdin og vanmáttarkenndina, eða vinna okkur saman úr vandanum.  


mbl.is Færa á eignir á móti skuldum ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við öll jöfn?

Þegar kjósendur flokks eru óánægðir með frammistöðu einhvers frambjóðanda eiga þeir rétt á að strika nafn hans út. Í þessu tilfelli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem væntalega færist niður um eitt sæti. Ekki er ólíklegt að prófkjör í þeirri mynd sem nú tíðkast munu án efa heyra sögunni til, og t.d. rafrænt val taka við. Ég sé fyrir mér að hægt sé að benda á ákveðna einstaklinga eða þeir bjóði sig fram, og kynning á mögulegum frambjóðendum fari síðan fram  t.d.á  netinu.

Á sama hátt og útstrikanir á Guðlaugi Þór og Árna Johnsen, sem báðir færðust niður um sæti, voru útstrikanir á Helga Hörvar og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur ekki það miklar að þau færðust niður um sæti. Ég upplifði að þetta styrkjamál færi mjög fyrir brjóstið á Samfylkingarfólki, a.m.k. mjög mörgum þeirra sem voru á blogginu. Eru fáar útstrikanir þeirra á eigin flokksfólki vegna þess að kjósendur Samfylkingarinnar voru búnir að fá nóg af þessu styrkjamáli? Þótti þeim ekkert tiltökumál að þeirra fólk tæki við háum styrkjum? Þóttu styrkirnir ekki nógu háir? Eða er umburðarlyndi Samfylkingarinnar fyrir yfirsjónum samherja meiri en mótherja.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur í RS með yfir 2000 útstrikanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin fundin

 Þráinn Bertelsson er kominn á þing. Hann  kemur ekki auga á siðferðisbrestinn sem er í því að þiggja bæði heiðurslaun frá Alþingi fyrir skriftir og vera á fullum launum sem þingmaður. Þráinn neitar hann að gefa heiðurslaunin eftir  og fékk talsvert af útstrikunum fyrir. Borgarahreyfingin sem er víst komin fram sem afsprengi búsáhaldabyltingarinnar, getur ekki samþykkt þá tvöfelndi sem fellst í að vera á töföldum launum, hjá ríkinu. Nú ætlar Þráinn að leita til sér skynsamari manna og fær eflaust þá ráðgjöf að afþakka heiðurslaunin tímabundið.  Á meðan Þráinn er á þingi, þá tekur Davíð við að skrifa. Jóhanna fær þá tækifæriti til þess að slá Davíð til heiðurslaunariddara. Þegar allt er komið í hnút, kemur gamli góði Davíð og bjargar málunum.
mbl.is Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á morgun

Samfylking og VG smellpassa saman að þessu sinni. Vinstri armur Samfylkingarinnar með Jóhönnu Sigurðardóttur hefur náð völdum og sá armur er ef eitthvað er vinstra megin við VG. Síðan kemur þessi ESB trú samfylkingarinnar sem hefur breiðst út meðal flokksmanna eins og svínaflensa og í samstarfinu við VG munu þau smitast líka ofurhratt. Samblandan er eins og uppáklædd frú í sínu fínasta pússi, með kókosbollu á höfðinu. Deilurnar munu fyrst koma fram þegar flokksmenn komast að því að þeir ráði ekki við efnahagsmálin, þá munu þeir taka til fótanna bendandi á samstarfsflokkinn og einhverja aðra sem sökudólga.
mbl.is Ekki víst að langt sé í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðstjórn

Kosningabaráttan fjallaði ekki um það alvarlega ástand sem við þurfum sem þjóð að takast á við. Í lok ársins 2008 voru viðtöl við Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þá kom fram að þau töldu bæði að ástandið væri þannig að við værum að fara 2-3 ár aftur í tímann. Kaupmátturinn myndi minnka úm 20-30%. Það er eins og fleiri og fleiri alþingismenn geri sér grein fyrir alvöru málsins. ESB aðild leysir ekki þann vanda sem við erum í og það duga engar smáskammtalækningar. Sigurvegar kosninganna eru VG og Samfylking sem sitjandi ríkistjórn, fengu meirihluta og þess vegna liggur beint við að þau myndi ríkisstjórn. Þær aðgerðir sem ganga þarf í eru þess eðlis að það verða óumflýjanlega gerð mörg mistök.

Þó að það sé afskaplega gaman að taka við valdasprotunum, verður munu nægjanlega margir stjórnarliðar gera sér grein fyrir að sú ríkisstjórn sem við tekur, mun ekki skapa sér vinsældir. Skynsemin kallar því á þjóðstjórn, en valdalöngunin í tveggja flokka stjórn. Atli Gíslason er einn þeirra sem bendir á Þjóðstjórn sem leið. Auðvitað gerir hann það einnig í pólitískri refskák, en hann hefur rétt fyrir sér að verkefnin kalla aðrar lausnir en við höfum áður þekkt. Til þess að leysa þau, þarf opinn hug og visku.

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG er á borðinu og það eru engin  teikn um annað að hún verði mynduð. Við normal aðstæður væri það fyllilega eðlileg niðurstaða, en við núverandi aðstæður ekki. Hvorki fyrir flokkana tvo, né fyrir almenning í landinu. Þrátt fyrir það verður vinstri stjórn komin á innan tveggja vikna.  


mbl.is Jóhanna á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólögmæt vaxtataka?

Byggingarfyrirtæki og jarðvegsvinnufyrirtæki eiga í gríðarlegum erfiðleikum nú bæði vegna verkefnaskorts, en einnig vegna lánamála. Sannarlega er of mikið til í landinu af ýmiss konar vélum, áhöldum og tækjum sem ekki verður þörf á á næstu árum. Þegar hefur nokkur hluti þess verið selt úr landi. Það að gæta hófs hvað þetta varðar gæti verið eitt af því sem ríkistjórnin gæti látið setja  stefnu um í samvinnu við bankana.

Lánin sem fyrirtækin skulda vegna véla, áhalda og tækja eru flest með gengislánum. Nú hafa komið fram rökstuddar efasemdir um að þessi lán séu lögmæt. Í greinargerð með lögum um verðtryggingu lána frá 2001 kemur skýrt fram að ólögmætt er að tengja lán í íslenskum krónum, daggengi gjaldmiðla. Það þarf að fá strax úrskurð um þetta álitamál. Ekki bara vegna verktakafyrirtækja heldur allra þeirra sem hafa tekið gengislán. Niðurstaðan getur t.d. haft veruleg áhrif á efnahagsreikning nýju bankanna. Þeir einstaklingar sem hafa tekið gegnislán t.d. vegna bílakaupa ættu að fylgjast vel með niðurstöðunni í væntanlegu dómsmáli. Vegna heildarhagsmuna ætti þetta mál að fá forgangsafgreiðslu.

Hörð framgang lánafyrirtækjanna orkar því mjög tvímælis.
mbl.is 40 vinnutækjum fátækari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2009
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband