26.4.2009 | 21:27
Ný fjölmiðlalög
Fljótlega tekur sumarþing við, en það er í raun stórfurðulegt að Alþingi Íslendinga skuli ekki vera eins og aðrir vinnustaðir, þar sem unnið er a.m.k. tíu og hálfur mánuður. Þetta fyrirkomulag er arfleifð þess að á þingi sátu fjöldi bænda, sem þurftu að sinna vor og sumarverkunum.
Á sumarþingi þarf að taka á efnahagsmálunum, sem er forgangsverkefni, en einnig er mjög brýnt að taka á íslenskri fjölmiðlun. Steingrímur gagnrýndi fjölmiðamenn réttilega, þar sem þeir ásamt völdum álitsgjöfum sem eru verulega hallir undir Evrópuaðild. Steingrímur kallaði þetta elítu sem væri komin talsvert frá grasrótinni. Skoðanakannanir hefðu sýnt að meirihluti þjóðarinnar telji ekki að við náum ásættanlegum samningum við ESB. Það er annað sem farið hefur mjög hljótt í þessari kosningabaráttu en það eru meint áhrif Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á svokallað styrkjamál. Á Eyjunni kom fram í óstaðfestum fréttum að það hafi ekki verið tilviljum að skúbbið um styrkina hafi komið á Stöð 2. Hefnd Jóns gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Hvar í öðru ríki teldist það eðlilegt að einn af útrásarvíkingunum ætti Stöð 2, Fréttablaðið og DV og þar að auki að þessir miðlar hefðu verið beitt í kosningabaráttunni. Hvað hefði heyrst í Jóhönnu eða Steingrími ef þessum miðlum hefði verið beitt gegn flokkum þeirra.
Þegar fjölmiðlafrumvarpið kom fram síðast kom fram hjá þingmönnum allra flokka að eignaraðild eins aðila á fjölmiðlum eins og í tilfelli Fréttablaðsins, DV og Stöð 2 væri óæskileg og óeðlileg. Nú þarf að taka málið upp að nýju.
![]() |
Elítan vill í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2009 | 11:46
Plúsar og mínusar
Úrslitin í kosningunum ættu ekki að koma svo mjög á óvart. Á heimsvísu sveiflast pólitíkin frá vinstri til hægri og til baka, með mismunandi áherslum. með Tony Blair tók verkamannaflokkurinn upp meiri áherslur á frelsi, en Gordon Brown tók upp hefðbundnari vinnubrögð verkamannaflokksins. Vinstri sveifla hérlendis er því fyllilega eðlileg í ljósi efnahagshrunsins. Steingrímur Sigfússon hefur rekið harðan áróður fyrir því að stefna Sjálfstæðisflokksins sé orsök efnahagshrunsins og aðrir tóku undir. Reiðin í þjóðfélaginu fékk þannig útrás á einhverjum. Sagan segir okkur að slíkir áróðursmeistarar fá slíkt alltaf í hausinn aftur. Við sáum Sigmund Davíð Gunnlaugsson ráðast á Steingrím Sigfússon í lok kosningabaráttunnar og er sannfærður um að hann komst inn á þing fyrir þá viðleitni. Held að meira jafnvægi verði í pólitíkinni með Sigmund Davíð Gunnlaugsson inni á þingi.
Það eru mjög margir spennandi nýliðar að koma inn á þing í öllum flokkum þannig komust þeir félagar Robert Marchall og Guðmundur Steingrímsson en nú ekki fyrir sama flokk. Lúðvík Geirsson hefði styrkt þingmannahópinn en hann spilaði djarft og tapaði.
Við tekur stjórn sem þarf að takast á við verulega erfið verkefni. Sagan segir okkur að slík ríkisstjórn mun eiga mjög erfiða tíma. Sérstakalega þegar forðast var að ræða um lausnir á erfiðleikunum í kosningum. Við tekur umsókn í ESB. Það er vonin sem Samfylkingin gaf þjóðinni sem lausn á efnahagsvanda okkar. Hvað erum við tilbúin að gefa mikið eftir í viðræðum?
Í Bretlandi er krafa innan Verkamannaflokksins að létta stefnuna, þannig að búast má við hægri sveiflu til þess að leysa vanda þeirra. Við förum eins langt til vinstri og möguleiki er á, það kallar á bakslag, hvenær sem það nú kemur.
![]() |
Jónína inn í stað Lúðvíks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2009 | 10:22
Alþýðubandalagið lifnar við!
Þá er þessi kosningabarátta á enda komin. Kosningabaráttunni var stjórnað að þessu sinni af útrásarvíkingum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Samkvæmt upplýsingum á Eyjunni og víðar, það Jón Ásgeir sem kom upplýsingum um styrkjamálið, þannig að það varð aðalmál kosninganna. Síðan var málinu fylgt eftir á Stöð 2 og Fréttablaðinu. Reyndar var bara sá hluti styrkjamálsins sem þótti heppilegur tekinn fyrir.
Efnahagsmálin sem hefði þurft að taka á í þessari kosningabaráttu, urðu útundan. Hvernig hefja eigi endurreisnina. Með formannsskiptum í Samfylkingunni tók sá hluti flokksins við sem er lengst til vinstri. Saman með VG verður til ríkistjórn sem hefur áherslur gamla Alþýðubandalagsins. Því má búast við að þegar umsókn verður sett inn í Evrópubandalagið þá verði ástandið í atvinnumálum á Íslandi orðið þannig að fólk mun kjósa aðild í þeirri von að það bjargi einhverju, og tilbúið að fórna öllu, sjávarauðlindinni, orkunni og væntanlegum olíuauðlindum. Kosningarnar voru því um ESB, í boði Baugs.
Hefur Alþýðubandalagið lifnað við, í vinstri Samfylkingu og VG?
![]() |
Bjarni Ben kaus fyrstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2009 | 08:43
Hverjir segja satt?
Tvisvar sinnum í þessari kosningabaráttu hafa forráða VG og Samfylkingin snöggreiðst. Flokkarnir eru sigurvegarnir og ekkert má skyggja á sigurhátíðna.
Í öðru tilfellinu er framlag Sigmundar um minnisblað Olivers Wymanns. Sú skýrsla átti að koma fram 15 apríl, en kemur fram eftir kosningar. Hvarflar að einhverjum að það sé tilviljun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins er of reyndur í fjölmiðlun að koma fram með gögn sem ekki eru rétt. Fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið hafa mótmælt innihaldi þessa minnisblaðs, og Steingrímur hefur reynt annars vegar að rengja innihald minnisblaðsin og hins vegar að gefa í skyn að minnisblaðið sé fengið með óeðlilegum hætti. Það er von mín að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komist á þing. Hann gæti tekið þátt í að koma fram með heiðarlega stjórnarandstöðu. Það væri meiri fengur í Sigmundi en t.d. Þráni Bertelssyni, Ástþóri Magnússyni, Karli V. Matthíassyni. Ég treysti Sigmundi til þess að koma með faglegri áherslur á þingi.
Hin ástæða fyrir reiði stjórnarflokkanna eru auglýsingar Áhugafólks um endurreisn, (ef ég man nafnið rétt) um auglýsingar um skattahækkanir. Katrín Jakobsdóttir, sem ég met mikils sem framtíðarstjórnmálamann, sagði í umræðum að skattahækkanir væru nauðsynlegar. Auglýsingarnar byggðu á yfirlýsingum og þeirri stefnu sem út hafði verið gefin. Það reyndist erfitt að svara auglýsingunni og því fór allur krafturinn í að finna út hver stóð á bak við auglýsinguna. Þegar það kom fram fór Fréttablaðið á límingunum, en þar er fyrir tilviljun fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar sem fréttastjóri.
![]() |
Afskrifa 75% fyrirtækjalána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2009 | 06:50
380 milljarðar fyrir það eitt að brosa
Að gefa sér forsendur um 3% vaxtalækkun við að ganga í ESB, er afar hæpið. Eyris Invest gerði slíka útreikninga fyrir Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins. Það þarf a.m.k. mun meiri rökstuðning fyrir þessari niðurstöðu. Það væri rétt eins hægt að gefa sér forsendur fyrir 5% vaxtalækkun ef við myndum brosa meira það skilaði okkur þá 380 milljarða lækkun. Við eigum að skoða kosti og galla með inngöngu í ESB með opnum huga og taka síðan ákvörðun. Þetta innlegg inn í þá umræðu stenst enga skoðun.
15,5% stýrivextir er innlend ákvörðun, sem er með miklum ólíkindum. Þá ákvörðun verður að skýra mun betur fyrir almenningi og fyrirtækjum. Sú ákvörðun er í höndum Seðlabanka og peningamálanefndar, þessir aðilar hafa brugðist þjóðinni. Án mun nánari skýringa er sú ákvörðun skemmdarverk við íslenskt efnahagslíf.
![]() |
Vaxtaávinningur af ESB-aðild: 228 milljarða lækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.4.2009 | 19:52
Annað hrun?
Skýrsla endurskoðendafyrirtækisins Olivers Wymans leiðir í ljós að framundan er allsherjarhrun íslensks efnahagskerfis ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segir stjórnvöld blekkja almenning með því að halda skýrslunni leyndri. Að fyrirtækin í landinu séu verr farin en áður hafði verið áætlað.
Sé þetta rétt og stjórnvöld ræði þetta ekki í núverandi kosningum, verður sprengja með haustinu. Fari atvinnuleysið upp í 30 þúsund manns í haust verður sprenging. Ef til kemur fjöldagjaldþrot, verður sprenging. Það mun engin ríkisstjórn standa það ástand af sér. Æskilegt hefði verið að þjóðstjórn hefði tekið við síðastliðið haust og það væri best fyrir þjóðfélagið að lokum þessum kosningum.
Við kjósendur vitum að það verður stjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna að lokum kosningum.
![]() |
Ræða trúnaðargögn vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2009 | 13:31
Sammála eða ósammála
Nú komið fram tvær síður sammala.is og osammala.is sem fjalla um ESB mál. ´
Á sammála segir:
Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru.
Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.
Á osammala segir:
Við undirrituð erum ósammála þeim málflutningi að innganga í Evrópusambandið sé leiðin til þess að koma efnahagsmálum Íslands aftur í réttan farveg. Við teljum að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið sem sjálfstæðri þjóð utan sambandsins.
Á báðum síðunum er safnað undirskriftum. Sammala.is byrjaði með augýsingum og fundarhöldum en osammala.is var að fara í loftið í gærkvöldi án auglýsinga.
Nú fyrir skömmu voru 10.867 komnir inn á sammala.is, en 1.878 inn á osammala.is og dregur saman með þeim.
Vonandi verða þessar síður til þess að umræðan um kosti og galla ESB aðildar fari í gang af einhverri alvöru.
Síðurnar má sjá með að smella á:
og
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2009 | 10:58
Faglegt pan eða bara áróður
Pólitíkin sveiflast frá því að vera umræða á faglegu plani eða vera hreinasti áróður. Bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum fer meginþorri tími stjórnmálamanna í faglega vinnu. Stjórnmálamaður sem vinnur vel og skilar góðu starfi til samfélagsins þarf ekki að njóta þeirra góðra verka til þess að vera kosinn aftur. Þá kemur til kynningar annars vegar með auglýsingum, á fundum, maður á mann eða í fjölmiðlum. Netið er að koma vaxandi inn.
Þegar kemur að kynningarstarfseminni er oft eins og stjórnmálin breytist í leikhús og fagmennskan gefur eftir. Kosningarnar þetta árið fjalla nánast ekkert um þau verkefni sem takast á við, heldur nánast eingöngu um svokallað styrkjamál. Bara til þess að halda því til haga að ekki hefur verið haldið fram að þessir styrkir séu ólöglegir. Þeir sem ganga lengst hafa fullyrt að um mútur sé að ræða, eins og Svandís Svavarsdóttir, en síðan þegar ,, smjörklípunni" hefur verið klínt á mótherjanna, þá er tekið til fótanna í málflutningum.
Nú í lok kosningabaráttunnar kemur síðan upp að einstakir stjórnmálamenn hafa fengið veglega styrki, og á sama hátt og stóru styrkirnir voru ekki ólöglegir, en orka tvímælis siðferðislega séð. Þá vill svo til að stjórnmálamenn sem hafa verið duglegir í áróðursstríðinu, vilja ekkert ræða um málin nú.
Það sem vantar í þessa kosningabaráttu er fagleg fjölmiðlun sem kemur pólitíkinni á faglegra plan. Þar bregðast fjölmiðlar þjóðinni.
![]() |
Segir 40 aðila hafa styrkt sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2009 | 23:20
Óþægilega þrengt að sumum styrkhöfum!
Helgi Hjörvar frambjóðandi Samfylkignarinnar hefur fengið rausnarlega styrki á árinu 2006 segir í viðtali við Vísi að greinilegt að styrkjamál verði að koma upp á yfirborðið. En ég ætla ekki að fjalla um styrki sumra fyrirtækja til sumra einstaklinga nokkrum dögum fyrir kosningar,"
Samfylkingin hefur í kosningabaráttunni komist upp með að komast hjá því að biðja þjóðina afsökunar á hennar þætti í bankahruninu. ,,Við vorum bara svo lítil og saklaus að við vissum ekkert hvað við vorum að gera" sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á landsfundi Samfylkingarinnar og komst upp með það.
Útrásrvíkingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson ákveður að koma fram með styrkjamálið í fjölmiðlunum sínum rétt fyrir kosningar til þess að gera sín mál upp við Sjálfstæðisflokkinn. Frambjóðendur og stuðningsmenn Samfylkingarinar hrópa spilling, spilling einum kór. Síðan fyrir kemur nú fram nú að frambjóðendur Samfylkingarinnar hefa sjálfir fengið afar ríflega styrki frá Baugi og þá ætlar frambjóðandinn bara ekki að fjalla um styrki sumra fyrirtækja til sumra einstaklinga. Þessir sumu einstaklingar eins og Helgi velur að kalla það er m.a. hann sjálfur. Eru þá ekki sumir orðnir jafnari en aðrir.
Einhvern tíma var sagt: ,,Ætli að það sé ekki kominn tími til þess að fara að biðja guð að hjálpa sér"!!

![]() |
Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2009 | 19:17
Víkingadýrkun
Íslendingar eru mikil söguþjóð, og víkingatíminn var okkar gullaldartími. Svo kom gullöldin aftur og þjóðin með forsetann í fararbroddi var að springa úr monti. Við vorum einfaldlega besta þjóð veraldar. Þá verðum við fyrir því óhappi að verða fyrir bankahruni. Fyrst urðum við reið útrásarvíkingunum, en síðan var sökinni skellt á einn Seðlabankastjóra og nokkra stjórnmálamenn. Útrásarvíkingarnir hurfu af sjónarsviðinu og enginn man lengur eftir óförum þeirra. Einn var þó ósáttur að hafa fengið kusk á hvítflibbann og keypti sér sjónvarpstöð og tvö dagblöð. Hann hafði upplýsingar sem gátu komið sér illa fyrir þá sem höfðu helst truflað útrásina hans.
Þjóðin stendur frammi fyrir mjög erfiðum tímum, sem kosningarnar hefðu átt að snúast um. Hvaða leiðir skiluðu okkur bestum árangri. En tími Jóns Ágeirs Jóhannessonar var kominn. Tími hefndarinnar var kominn. Tímasetningin var fullkomin sprengjan var látin falla um páskana og síðan hefur fjölmiðlaveldi hans séð um að halda þjóðinni við efnið. Fyrir mistök lekur síðan út að einstakir þingmenn hafi fengið háar upphæðir í persónulega kosningabaráttu. Steinunn Valdís segir þetta hafi nú ekki verið neitt til þess að tala um. Þetta smáræði. Svo var þetta vegna tveggja kosninga.
Jón Ásgeir Jóhannesson kemur í fréttirnar og er alveg með styrkupphæðir til einstaklinga á hreinu. Það hefur sem sagt verið hann sem tók ákvarðanir um styrkina. Voða lítið, mátti skilja á honum. Þessi mál má taka fyrir eftir kosningarnar.
Sigurvegari kosninganna er útrásarvíkingur. Þjóðin elskar víkinga. Skildi hann fá utanríkisráðuneytið í næstu ríkisstjórn. Hann er alla veganna vel silgdur.
![]() |
Styrkirnir vegna tveggja prófkjara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10