14.4.2009 | 21:52
Smá - Smuguleg fyrirspurn
Það má vel vera að í huga þeirra sem veittu styrki til Sjálfstæðisflokksins, frá FL Group og Landsbankanum að þeir hafi verið hugsaðir til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku. Af þessum sökum hefur flestum sem metið hafa, þótt þessar styrkupphæðir vera út úr öllu korti, bæði innan Sjálfstæðisflokksins og utan hans. Hafi styrkjunum verið ætlað að hafa áhrif á svokallað REI mál, þá er ljóst að það hefur ekki tekist. Sexmenningarnir svonefndu, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, stöðvuðu þessa samninga, og var reyndar gert lítið úr þeim af pólitískum andstæðingum m.a. Svanhvíti Svavarsdóttur.
Þóra Kristín er reyndar söm við sig og spyr hvort styrkirnir geti bent til mútuþegni, sem eru jú dylgjur um ólöglegt athæfi. Þá náði hún að koma höggi á pólitískan andstæðing í sjónvarpi Mbl.is enn og aftur.
Ég heyrði reyndar mjög áhugaverða tilgátu um framgöngu Þóru Krístínar, að á þeim tíma sem Morgunblaðið átti í sem mestum erfiðleikum, hafi Smugan keypt Sjónvarp Mbl.is. Síðan þá eru fréttirnar eins og úr sama koppnum.
![]() |
Aldrei heyrt alvarlegri ásakanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2009 | 08:25
Mikið er ég feginn.....
,,Mikið er ég feginn að þetta skuli koma upp nú fyirr kosningar". sagði hann
,,Nú", svaraði ég
,,Já, þá þurfum við ekki endalaust að hlusta á einhverjar umræður um efnahagsmál" sagði hann
,, Stöndum við ekki frammi fyrir 18 þúsundum atvinnulausra, og gífurlegum erfiðleikum heimila og fyrirtækja" spurði ég
,, Sjálfsagt, en við getum ekkert gert í því" sagði hann
,, Það er nú ýmislegt sem við getum gert í stöðunni og ég vil umræður um þær leiðir" sagði ég
,, Það flækir bara málin" sagði hann
![]() |
Framhaldið í höndum formannsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2009 | 15:38
Með hvaða liði heldur þú?
Þegar ég var yngri hélt ég með Manchester United, einhverjir vina mina héldu með Liverpool, Totterham, Leeds og Derby. Við áttum húfur eða trefla ,,okkar" félaga. Við vissum sumir nöfn leikmanna í félögunum. Síðan héldum við með íslenskum liðum. Ég meiddist snemma og hóf að þjálfa mjög snemma. Síðan var sest á skólabekk til þess að læra meira um íþróttagreinina. Eftir því sem ég lærði meira og þjálfaði lengur, minnkaði áhugi minn á að halda með einhverju ákveðnu félagi. Fótboltinn skipti miklu meira máli. Mér er nær óskiljanlegt að margir áhugamenn í fótbolta hata lið, t.d. eins og KR, en elska sitt lið. Ef uppáhaldsliðið tapar, er það nánast alltaf vegna óheppni, vegna óheiðarleika mótherjanna eða dómarinn var ómögulegur.
Nú hafa verið stofnaðir aðdáendaklúbbar fyrir nokkur af ensku liðunum. Félagarnir mæta vel fyrir leiki á fyrirfram ákveðna bari og hita sig upp. Svo kyrja menn frasa til dýrðar sínu liði, eða til að niðurlægja lið mótherjanna.
Þetta atferli virðist einnig vera í pólitíkinni. Það er eins og litrófið einskorðist við hvítt og svart. Það mitt lið og þitt lið. Ef þú samsinnir ekki öllum skoðunum liðsins, ert þú flokkaður í hitt liðið. Í okkar liði er bara ein skoðun, sú rétta. Allt góða fólkið er hjá okkur og allt það vonda hjá hinum. Það er ekki hikað við að kalla andstæðinganna landráðamenn þeir, þiggja mútur og eru endalausir lygarar, auk þess að hafa ekkert fram að færa. Slíkar fullyrðingar eru síðan settar í frasa sem hver étur upp eftir öðrum, oftast nær hugsunarlaust. Mitt í þessari hjarðhugsun, krefjast menn svo aukins lýðræðis, hvernig sem það nú fer saman.
Vaxandi hópur tilheyrir ekki þessum liðum, og gengur tiltölulega óbundinn til kosninga. Þessi hópur er tiltölulega hljóðlátur. Ef fjölmiðlarnir stæðu sig betur í stykkinu og spyrðu gagnrýnna spurninga, er líklegt að þessi hópur stækkaði umtalsvert.
![]() |
Samfylking eykur forskot sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2009 | 21:13
Tengifréttamaðurinn klikkar ekki
![]() |
Greiðsluaðlögun stórhættuleg ein og sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 09:17
Skemmdarverk!
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki og ríkisstjórn þarf að rökstyðja þessa ákvörðun mjög rækilega. Hér hefur orðið alvarlegur samdráttur, sem þýðir mikla veltuminnkun hjá fyrirtækjum. Yfir 17 þúsund atvinnulausir, sem aftur þýðir meiri samdrátt. Engin undirliggjandi verðbólga er í kerfinu, einu verðhækkanir sem gætu komið milli mánaða starfar af hækkun á innlendri vöru, vegna lækkandi gengi.
Þessi stýrivaxtaákvörðun færir mikla fjármuni frá þeim sem skulda og til fjármagnseigenda. Ráðstöfun er algjörlega á skjön við áherslur í efnahagstjórn allra annarra ríkja. Þegar samdráttur verður, eru vextir lækkaðir. Skoðun verðbólgu 12 mánuði aftur í tímann er greiningarskekkja, vegna bakahrunsins. Himinhátt verðbólguskot, skekkir öll meðaltöl.
Háir stýrivextir á síðasta ári, voru hugsaðir til þess að draga úr þennslu, og minnka verðbólgu. Mörg rök eru fyrir því að það hafi alls ekki haft tilætluð áhrif. Ein af ástæðunum er að Íslendingar eru ónæmir fyrir stórum tölum í vaxtamálum. Vaxtahækkanir og vaxtalækkanir hafa ekki sambærileg áhrif í nágrannaríkjunum.
Vaxtalækkun nú er fyrst og fremst spurnig um kostnað fyrirtækja. Vaxtalækknun nú í 4-6% hefði hins vegar getað haft áhrif. Hún hefði sent skýr skilaboð. Ég er komiðn á þá skoðnun sem ítrekað hefur komið fram um AGS að aðgerðir hans virki eins og skemmdarverk á efnahagskerfi.
![]() |
Stýrivextir lækkaðir í 15,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2009 | 18:45
Sú gamla gat þá gefið enn eitt sparkið.
Kommúnistasnúðurinn Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er sérlega dugleg til þess að finna einhver atriði sem hún getur matreitt í fréttatíma Sjónvarps Mbl.is og getur skaðað pólitíska andstæðinga hennar. Aðferðir hennar er að finna eitthvað neikvætt og tengja það við pólitíska andstæðinga. Um daginn tengdi hún síðasta dag Geirs Haarde og fyrsta dags blindrahunds á Alþingi. Síðan gat hún svo smekklega að bæði hundurinn og Geir Haarde væru af norskum ættum. Riststjórn Morgunblaðsins sá ástæðu til þess að biðjast afsökunar á framferði Þóru Kristínar í það skiptið, en ég beið spenntur hversu lengi Þóra Kristín gæti setið á sér. Það var ekki lengi.
Aldrei minnist ég þess að Þóra Kristín tengdi með þessum hætti, pólitíska samherja sína við neitt neikvætt.
Í dag var fjallað um bresku skýrsluna sem fjallað m.a. um ásakanir um að Árni Matthísen hefði talað af sér, eða óskýrt við Darling fjármálaráðherra Breta. Þar er Árni hreinsaður af slíkum ábyrði. Tenging Þóru Kristínar er að sjálfsáðu ekki viðtal við Árna, heldur við ræðu Kristínar Heimisdóttur þar sem hún sýnir fram á gott starf Utanríkisráðuneytisins. Ég virði starf Utanríkisráðuneytissins.
Ekki skil ég af hverju ritstjórn felur ekki Þóru Kristínu ekki að skrifa ristjórnargreinar Morgunblaðsins. Hún færi létt með það í hjáverkum, og ef hún þyrfti aðstoð gæti hún fengið slíka frá Smugunni.
![]() |
Gamla hælið grotnar niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2009 | 20:28
Vaxtastigið er aðför að íslensku efnahagslífi.
Það var óhæfuverk gagnvart Íslandi þegar Bretar beitti okkur hryðjuverkalögum, en núverandi vaxtaákvörðun er aðför að íslensku efnahagslífi. Þegar samdráttur er hjá þjóðum í opnu hagkerfi, þá er ráðið að lækka stýrivexti. Hjá þjóðum sem eru með 1% verðbólgu, er stýrivaxtastigið e.t.v. 1-2 %. Raunvextir því nálægt núllinu, í öllu falli mjög lágir. Það voru margir sem gagnrýndu Seðlabankann og það með réttu, á hávaxtastefnuna. Ofþensla í hagkerfinu var reyndar ekki til þess að bæta ástandið og ríkisstjórn og Seðlabanki spiluðu illa saman. Nú er mikill samdráttur, svo mikill að hér mældist verðhjöðnun. 17 % stýrivextir, þegar verðhjöðnun í síðasta mánuði mældist yfir 5% reiknað til eins árs. Þetta þýðir yfir 22% raunstýrivexti. Ég efast að slíkt þekkist í nokkru landi í heiminum og er reyndar alveg fullviss.
Margir höfðu efasemdir um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og töldu að hann notaði gamaldags hugmyndafræði, þar á meðal hávaxtastefnu. Meðal gagnrýnanda voru Steingrímur Sigfússon núverandi fjármálaráðherra. Hann gagnrýndi reyndar réttilega hávaxtastefnu Seðlabankans. Nú þegar Steingrímur tekur við, sitjum við uppi með hæstu raunstýrivexti sem við nokkru sinni höfum búið við. .. en þá steinþegir Steingrímur.
Svo hátt vaxtastig mun keyra atvinnulífið niður. Þessi stefna mun þýða mun minni tekjur fyrirtækja og heimila. Þessi stefna mun þýða mun fleiri gjaldþrot, og að lokum mun þýða gífurlegt atvinnuleysi. Aðrar þjóðir hafa miklar áhyggjur af 1% samdrætti, vegna þess að slíkur samdráttur, getur haft margföldunaráhrif. Það er einmitt sem hættan er á hér í dag.
Rök Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að hér sé um 18% verðbólga. Þá miða þeir við verðbólgu reiknaða síðustu 12 mánuði . Þetta er alvarleg hugsunarvilla. Bankahrunið og gengishrunið, þýddi að sjálfsögðu tímabundna verðbólgu, en þegar áfall kemur inn í slíka útreikninga verður að aðlaga þá útreikninga. Öllum er ljóst að verðbólga innanlands er nánast engin.
Stjórnvöld verða að bregðast harkalega slíkum tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stýrivextir verða að lækka niður í 2-4% strax. Núverandi stefna er alvarleg altaga að íslensku efnahagslífi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2009 | 18:07
Andstæðingar atvinnuuppbyggingar?
Þetta er auðvitað afar jákvæð frétt. Möguleiki að hér gæti verið verkefni fyrir tugi starfa á verkfræðiskrifstofum á Íslandi. Takist vel til gætum við verið að fá enn fleiri slík verkefni.
Þrátt fyrir skelfilegt atvinnuástand eru ekki allir sem fagna slíku frumkvæði. Jú ofurbloggarinn Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar:
,,Hverjir starfa fyrir Event Holding og af hverju græða þeir ekki bara sjálfir á sérþekkingu sinni?"
Nú gætu einhverjir haldið að hér skrifaði einhver nöldurkerling sem hafi farið öfugu megin frammúr. Því er til að svara að hún er ekkert verri nú en endranær, bara almennt á móti atvinnuuppbyggingu komi störfin ekki frá hinu opinbera.
Hvar sjáum við fyrir okkur að unga fólkið okkar fái vinnu að loknu námi næstu árin? Ekki fer það allt í opinber störf. Sérstaklega ekki þar sem nú liggur fyrir að skera þarf niður hjá hinu opinbera.
Mikilvægt er að allir aðilar komi að því að skapa fleiri störf fyrirtæki og opinberir aðilar. Reynslan hefur sýnt að lítil og miðlungstór fyrirtæki eru líklegust til að ná árangri í að skapa ný störf.
![]() |
Tugir starfa við hönnun virkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 5.4.2009 kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2009 | 17:12
Hluti af vandanum
Íslenskt atvinnulíf og almenningur þarf að búa við tvo erfiða þætti.
Hátt gengi og himinháa vexti. Hátt gengi stafar af því að við skuldum nokkur hundruð milljarða í svokölluðum jöklabréfum og síðan að það er lítið traust á íslensku krónunni og íslenska efnahagslífinu. Jöklabréfin eru að mestu í eigu nokkurra aðila og hafa verið hugmyndir um að semja við þá um uppgreiðslu, skuldbreytingu eða borgun í eignum. Að því loknu er líklegt að gengið lagist, þó að það geti tekið sinn tíma. Upptaka á erlendri mynt er að öllum líkindum sá kostur valdinn verður fyrr eða síðar. Í þetta mál þarf að ganga og er eflaust verið að vinna í. Upplýsingar vantar hins vegar frá stjórnvöldum um stöðu mála.
Mjög furðuleg hávaxtastefna er rekin á Íslandi. Á sama tíma og vextir eru lækkaðir um allan heim eru stýrivextir hér 17% á sama tíma og hér mældist verðhjöðnun á milli mánaða. Ef sú verðhjöðnun er reiknuð upp til 12 mánaða er hún rúmlega 5% þannig að raunstýrivextir eru rúmlega 22%. Stýrivöxtum er haldið svona háum á grundvelli þess að verðbólga síðustu 12 mánuði hafi verði um 18%, en það er fáránlegt viðmið. Í lok síðasta árs verður hér bankahrun og gengishrun, en vaxtastjórnun verður að miða við þann tíma sem verið er að stjórna, en ekki sögulegu tímaskeiði. Gengishrunið kallaði á innlendar verðhækkanir, vegna innflutnings, sá tími er liðinn og nú er enginundirliggjandi verðbólga. Af þeim sökum hefði vaxtastigið átt að fara í 6-8% síðast og e.t.v. enn neðar næst. Vextir er eitt helsta stjórntæki til þess að hafa áhrif á atvinnulífið og með það atvinnuleysi sem við búum við er þetta skemmdarverkastarfsemi.
![]() |
Evran komin yfir 160 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 20:17
Þjóðstjórn
Við bankahrunið í haust hefði verið æskilegast að mynduð hefði verið þjóðstjórn. Í stað þess að meirihluti og minnihluti stæðu í stappi á þingi á meðan þjóðfélagið átti í vök að verjast, hefðu stjórnmálaflokkarnir getað sett þjóðarhag ofar flokkahag. Því miður var aðeins einn minnihlutaflokkana stjórntækur þ.e. Vinstri Grænir. Það hefði verið fengur af þeim inn í stjórnina. Framsóknarflokkurinn var í ákveðinni upplausn og Frjálslyndiflokkurinn var ein rjúkandi rúst. Hörð stjórnarandstaða í því ástandi sem ríkjandi var, var þjóðfélaginu skaðleg, og því miður komu slík niðurrifskaflar upp. Ég er enn þeirrar skoðunar að síðasta ríkisstjórn hefði átt að bjóða Vinstri Grænum með í stjórnarsamstarfið.
Ástand efnahagsmála nú er mjög slæmt. Fyrir liggur að kosningar nú verður okkur dýrkeypt. Ekki verður hægt að taka á þeim þáttum sem brýn nauðsyn er á. Eftir kosningar er ljóst að viðtakandi ríkisstjórn þarf að fara í mjög óvinsælar aðgerðir. Skera þarf niður í velferðarkerfinu, og taka þarf aðrar óvinsælar ákvarðanir. Þá þarf að skapa fyrirtækjum og heimilum svigrúm til þess að byggja upp að nýju. Við þessar aðstæður þarf að ríkja samhugur á þingi og eyða lagmarkskröftum í innbyrðis pex. Við þessar aðstæður getur íslenska þjóðin sameinast um að sigrast á erfiðleikunum. Til þess þarf þjóðstjórn. Það væri hægt að gera undir stjórn þess stjórnmálaflokks sem verður stærstur í komandi kosningum, eða undir stjórn utanaðkomandi leiðtoga. Þetta teldi ég farsælast við núverandi aðstæður.
Ég óttast það hins vegar að þetta verði ekki raunin. Langlíklegast er að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna verði niðurstaðan. Tvö mál verða þeirri ríkisstjórn mjög erfið, annars vegar umsókn um aðild að ESB. Slík umsón mun styrkja Samfylkinguna á kosnað Vinstri Grænna. Ég gef mér að á slíka umsókn reyni innan tveggja ára. Met stöðuna svo að almenningur muni ekki samþykkja inngöngu og ekki muni nást viðunandi niðurstaða úr viðræðum. Hvort sem aðild verði samþykkt eða ekki, þá mun annar flokkurinn skaðast á þessu máli. Hitt málið er að taka á fyrirsjáanlegum niðurskurði í velferðarkerfinu. Það mun verða þessari ríkisstjórn of erfitt. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna mun því verða ríkisstjórn sem ekki mun njóta mikilla vinsælda. Þau ströf sem vinna þarf verða aldrei vinsæl hjá kjósendum, hversu sanngjarn eða ósanngjarnt það nú er. Slík ríkisstjórn gæti þurf að segja af sér áður en kjörtímabilinu lýkur .
Þá tekur eflaust við stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Hagur þjóðarinnar væri hins vegar að flokkarnir settu hagsmuni þjóðarinnar ofar öllu öðru og mynduðu þjóðstjórn.
![]() |
Samfylking áfram stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10