30.6.2009 | 19:56
Síðasti naglinn í líkkistuna.
Framganga Jóhönnu og Steingríms ber það með sér að búið er að snúa nógu mörgum þingmönnum Vinstri grænna til hlýðni við forystumennina. Allt tal um að fara eftir samvisku sinni eru orðin tóm. Flokkarnir tveir sem lögðu fram tillögu að því að aðeins þyrfti 15% þjóðarinnar til þess að frá fram þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur snúist hugur. Álfheiður Ingadóttir sagði það algjöran óþarfa að leggja þetta mikilvæga mál undir dóm kjósenda. Það hafi þegar verið gert þegar þjóðin kaus þessa flokka áfram. Rök sem þeir hörðustu gegn því að mál séu borin undir þjóðina myndu nota. Það verður gaman að sjá hverjir munu nú greiða atkvæði með Icesave samningum. Fyrir marga verður það síðasti naglinn í líkkistuna. Þeir sem kunna að reikna munu sjá að hér verður ekki búandi.
![]() |
Ekkert plan B" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.6.2009 | 20:44
Þjóðaratkvæðagreiðsla
![]() |
Getum staðið við Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
29.6.2009 | 07:41
Er Flosi kjaftstopp?
Það er nú ólíkt Flosa að tjá sig ekki um mál sem varðar bæjarstjórnarmál í Kópavogi. Kom ekki fram í póstinum að hann hafi komið að því að skrifa bréf til FME um málið? Skrifaði Flosi ekki undir yfirlýsingu til fjölmiðla? Er ábyrgð Flosa ekki meiri því hann er eini fagmenntaði maðurinn á sviðinu í stjórninni? Hér á öldum áður var þræli fórnað fyrir syndir aðalsins. Hér á að fórna framkvmædastjóra lífeyrissjóðsins, og það er í lagi af því að hún er bara kona.
Aðeins einn fjögurra bæjarfulltrúa í Kópavogi í stjórn Lífeyrissjóðsins hefur dregið sig úr bæjarstjórn á meðan málið er kannað. Hinir Flosi Eiríksson, Ómar Stefánsson og Jón Júlíusson ætla að reyna að blekkja sig út úr málinu. Þeir telja að þeir hafi til þess leyfi af því að þeir séu pólitíkusar.
Það er mín skoðun að vissulega hafi stjórn lífeyrissjóðsins farið út fyrir heimildir. Málið ætti að skoða í þvi ljósi að aðstæður til fjármögnunar voru mjög óvenjulegar, og hvorki sjóðurinn eða sjóðsfélagar sköðuðust. Áminning hefði verið eðlileg. Það að hlaupast frá dæminu og kenna öðrum um er hins vegar næg ástæða til þess að Flosi Eiríksson, Ómar Stefánsson og Jón Júlíusson eiga að óska eftir að fá að hætta í bæjarstjórn, varanlega.
![]() |
Vilja ekki tjá sig um póstinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2009 | 17:16
Heldur ríkisstjórnin?
Steingrímur Sigfússon er ekki viss um að hans lið styðji samninginn um Icesave, og í stað þess að ráðast beint á sitt lið ræðst hann á það með því að ráðast á Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Kallar andstæðinga samningsins ábyrðgarlausa. Þrátt fyrir að flestum megi vera ljóst að semja verður um Icesave, þá hefur komið á óvart hversu slakur þessi samningur er. Það þrátt fyrir að hafa sagt á zetunni 23.mars 2009, að í sjónmáli væri mjög glæsileg niðurstaða undir stjórn Svavars Gestssonar.
http://mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/23/steingrimur_j_i_zetunni/
Ríkisstjórnin mun halda. Samningurinn verður samþykktur af meirihlutanum, þeir stjórnarsinnar innan VG sem ekki hafa sagst ætla að samþykkja, munu gera það, og verja þannig ríkisstjórnina falli. Þar með aukast líkurnar á að hér verði landsflótti á komandi mánuðum og árum.
![]() |
Borgarafundur um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 29.6.2009 kl. 04:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2009 | 10:41
Siðferðispostular á flótta
Það er gott að búa í Kópavogi. Það er margt sem kemur til, en eitt af því sem við getum státað af er að hér eru fleiri siðferðispostular í bæjarstjórn en í nokkru öðru sveitarfélagi á landinu.
Fyrir nokkrum dögum kom fram að stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar hafði verið vikið frá tímabundið ásamt framkvæmdastjóra sjóðsins. Í ljósi þessa aðstæðna sem hefur verið á Íslandi á undanförnum mánuðum og að hvorki sjóðurinn né sjóðsfélagar hafa skaðast, verður að telja að aðilar hafi einhverjar málsbætur. Brýnni verkefni hljóta að brenna á FME en þetta. Áminning hefði átt að duga í þessu sambandi. Stjórn sjóðsins sendi frá sér yfirlýsingu:
Þá bregður svo við nokkrum dögum síðar að þrír bæjarfulltrúar ákveða að hlaupast undan ábyrgð og kenna starfsmanni sínum framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins og formanni stjórnar sjóðsins bæjarstjóra Kópavogs um. Sjálfsagt er þetta gert til þess að koma höggi á Gunnar Birgisson, sem tók þá ákvörðun að draga sig í hlé, þar til rannsókn málsins er lokið. Sjálfsagt hefur framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins haft vara á öllum samskiptum sínum við pólitíkusana í stjórninni hjá sér, og það ekki af ástæðulausu. Á Íslandi hefur það þótt í lagi að ljúga ef þú ert í pólitík. Nú hefur komið í ljós að siðferðispostularnir eru með allt niður um sig.
Þeir eru:
Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi .Hann hefur verið duglegur að senda fá sér yfirlýsingar um málið. Hann hefur verið bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi svo lengi sem elstu menn muna. Fyrir síðustu kosningar var hann mjög duglegur að gagnrýna lóðaúthlutanir í Kópavogi, og meinta spillingu í Kópavogi. Flosa láðist hins vegar alveg að geta þess að hann lét bæinn úthluta sér og fleiri ættingjum lóðum á besta stað í Kópavogi. Sú úthlutun stóðst enga skoðun. Flosi mun ætla að bæta úr þessari yfirsjón sinni fyrir næstu kosningum, þrátt fyrir andstöðu margra samflokksmanna sinna. Flosi er víst starfandi endurskoðandi og því maðurinn með fagþekkinguna í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar.
Ómar Stefánsson formaður bæjarráðs. Ómar tók við sem efsti maður á lista Framsóknarflokksins eftir að Sigurður Geirdal féll frá. Hann starfar sem vallarstjóri á Kópavogsvelli. Hefur lengi gengið með bæjarstjórann í maganum, (þó ekki Gunnar ) Ómar er sagður hafa séð lífeyrissjóðsmálið mjög heppilegt til þess að spila út pólitískum spilum. Hefur alla tíð verið umdeildur innan Framsóknar í Kópavoginum, en aldrei sem nú. Er talinn vera með svarta Pétur á hendi nú.
Jón Júlíusson bæjarfulltrú. Hefur verið bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann hefur verið útnefndur Riddari hringborðsins og gengur með þá orðu dags daglega. Sú orða er víst sárabót fyrir það að Jón fór ekki dult með þá ætlun sína að taka við af Sigurði Geirdal sem bæjarstjóri. Fyrir síðustu kosningar sagði hann okkur Kópavogsbúum að hann sem íþróttafulltrúi Kópavogsbæjar hafi verið maðurinn sem skipulagði, teiknaði og bar ábyrgð á samningi Kópavogsbæjar við Kanttspyrnuakademíuna um Kórinn. Stuttu eftir kosningar færði hann sig yfir til viðsemjendanna og gerðist framkvæmdastjóri Knattspyrnuakademíunnar í ársleyfi sem íþróttafulltrúi. Kanttspyrnuakademínan skuldar nú að sögn Kópavogsbæ tugi milljóna. Hann sagði ekki af sér sem bæjarfulltrúi, og er í einhverju óskilgreindu starfi hjá Kópavogsbæ, sem ekki hefur verið auglýst. Til stendur að Samfylkingin muni gagnrýna þá ráðstöfun innan skamms. Síðast þegar sást til Jóns fannst hann inn í mjóum skáp í Bæjarskrifstofunum og þóttist vera kústur.
Ekki í stjórninni en með alla spottanan í höndunum:
Guðríður Arnardóttir yfirsiðferðispostuli: Hún er sögð hafa sleppt sér þegar strákarnir hennar skrifuðu undir yfirlýsingu stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Eftir stíf fundarhöld með Guðríði drógu fulltrúar Samfylkingarinnar í stjórn lífeyrissjóðsins yfirlýsingu sína til baka. Þetta á ekki við um okkur, var haft eftir henni. Það nýjasta sem heyrist hér í Kópavoginum er að árásir að Guðríður sverji af sér nýjustu árásir á Gunnar Birgisson og segi þær hafa verið spunnar af Ómari Stefánssyni, og þau aðeins spilað með, í þeirri von að komast að kjötkötlunum með Ómari. Nú er að sjá hvort taktik Guðríðar dugar: Árás er besta vörnin.
Yfirlýsing frá kjörnum stjórnarmönnum LSK | ![]() | ![]() | ![]() |
Kjörnir stjórnarmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (LSK) af hálfu bæjarstjórnar og starfsmanna, lýsa furðu sinni á hörðum aðgerðum Fjármálaeftirlitsins (FME) og fjármálaráðuneytisins, sem skipað hafa umsjónarmann með sjóðnum, þrátt fyrir að stjórn hans og framkvæmdastjóri hafi ítrekað og að eigin frumkvæði upplýst fulltrúa FME um fjárfestingar hans. Í efnahagsumrótinu á umliðnum vetri tók stjórn LSK yfirvegaða og upplýsta ákvörðun um, að besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðfélaga væri að ávaxta laust fé sjóðsins til skamms tíma hjá Kópavogsbæ, þótt það væri ekki í fullu samræmi við heimildir, enda ber Kópavogsbær fulla ábyrgð á öllum skuldbindingum sjóðsins umfram eignir. Í endurskoðunarbréfi PricewaterhouseCoopers hf. með ársreikningi LSK 2008, dags. 18. maí sl., segir m.a.: Þótt ekki sé ástæða til að draga í efa að með þessum ráðstöfunum sínum hafi stjórnendur sjóðsins talið sig vera að tryggja sem best hag sjóðsins við óvenjulegar efnahagsaðstæður þá verður ekki hjá því komist að við sem endurskoðendur sjóðsins, sbr. 42. gr. [laga nr. 129/1997], gerum stjórn sjóðsins og Fjármálaeftirlitinu þegar í stað viðvart um þessi atvik. Á fundi, sem LSK boðaði til með fulltrúum FME 19. maí sl., var gert samkomulag um, að sjóðurinn hefði frest til 31. júlí nk. til að gera úrbætur í samræmi við fjárfestingarheimildir. Það samkomulag hefur FME og fjármálaráðuneytið ákveðið nú að virða ekki. Hér er um að ræða verðtryggt skuldabréf, útgefið af Kópavogsbæ, sem var undir lögbundnu 10% hámarki af heildareignum LSK, þegar það var gefið út. Vegna verðbólgu og áfallinna vaxta auk eignarýrnunar LSK í tengslum við bankahrunið, fór uppreiknað verð bréfsins yfir 10% hámarkið í 10,57% af heildareignum sjóðsins. Vegna góðrar ávöxtunar sjóðsins það sem af er árinu, er hlutfallið nú þegar orðið lægra og innan lögboðinna marka. Öðrum kröfum FME um úrbætur hefur verið sinnt. Við treystum því, að þegar fjármálaráðuneytið og FME hafa kynnt sér alla málavöxtu, liggi fyrir að hagsmunir sjóðfélaga hafi verið hafðir að leiðarljósi. Undir yfirlýsinguna rita Gunnar I. Birgisson, formaður, Sigrún Guðmundsdóttir, varaformaður, Flosi Eiríksson, ritari, Jón Júlíusson, stjórnarmaður, og Ómar Stefánsson, stjórnarmaður. |
Yfirlýsing Flosa í heild sinni
Í ljósi frétta af samskiptum Fjármálaeftirlitsins (FME) og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (LSK) vil ég koma eftirfarandi á framfæri:
Í vetur sem leið stóð stjórn sjóðsins frammi fyrir ákvörðun um hvernig ávaxta skyldi umtalsverðar upphæðir sem sjóðurinn átti í handbæru fé. Við þáverandi aðstæður á fjármálamarkaði taldi stjórnin ekki hyggilegt að ávaxta féð hjá viðskiptabönkunum og taldi önnur verðbréf á markaði heldur ekki nægilega trygga fjárfestingu.
Í ljósi þessa ákvað stjórnin að veita Kópavogsbæ skammtímalán gegn hárri ávöxtun, en gerði sér um leið grein fyrir að með því væri farið yfir það hámark sem lána má til einstakra aðila. Gerðar voru ráðstafanir til að upplýsa FME um þessa aðgerð um leið og til hennar var gripið, svo að viðeigandi eftirlitsstofnun væri kunnugt um málið.
FME gerði athugasemdir við þetta fyrirkomulag og í kjölfarið var stjórnarformanni og framkvæmdastjóra sjóðsins falið að leita lausna í málinu í samráði við FME.
Á stjórnarfundi LSK 18. maí sl. voru lögð fram afrit af bréfum milli FME annars vegar og stjórnarformanns og framkvæmdastjóra LSK hins vegar. Þar kom m.a. fram að LSK hefði frest til 29. maí til að gera úrbætur á fjárfestingum sjóðsins, en að öðrum kosti myndi Fjármálaeftirlitið leggja á sjóðinn dagsektir.
Á sama fundi lagði framkvæmdastjóri fram undirbúningsminnispunkta um fund sem halda átti daginn eftir. Í þeim segir m.a. um skammtímalán til Kópavogsbæjar: Fundur með FME hér á morgun 19. maí. 3 fulltrúar FME, undirrituð, stjórnarformaður og fjármálastjóri fulltrúar sjóðsins. Erum búin að leysa þetta mál.
Eftir þetta hefur ekki verið haldinn fundur í stjórn sjóðsins og stjórninni ekki gerð grein fyrir því með neinum hætti að niðurstaða fundarins hafi verið önnur en ætlað var. Á stjórnarfundum kom einnig margítrekað fram af hálfu stjórnarformanns að verið væri að vinna að úrlausn mála í góðu samstarfi við FME og að fulltrúar sjóðsins kappkostuðu að leggja öll spil á borðið.
Við nánari skoðun mína á margvíslegum gögnum, sem ég hef undir höndum sem stjórnarmaður og hef einnig aflað mér sérstaklega, lítur út fyrir að gögn hafi verið matreidd sérstaklega fyrir stjórn sjóðsins en aðrar upplýsingar hafi síðan verið kynntar í lögbundnum skýrslum til FME. Afborganir og útborganir á lánum til bæjarins virðast hafa verið tímasettar sérstaklega til að villa um fyrir eða blekkja FME, án vitneskju almennra stjórnarmanna.
Í þessu efni er nauðsynlegt að hafa í huga að í krafti stöðu sinnar sem stjórnarformaður tekur bæjarstjóri Kópavogs þátt í daglegum ákvörðunum um rekstur sjóðsins og er að sjálfsögðu kunnugt um allar lánveitingar til bæjarins og afborganir af þeim.
Það er erfitt fyrir stjórnarmenn að sinna skyldum sínum þegar svona er staðið að málum. Yfirlýsingar mínar um málið hafa verið byggðar á þeim gögnum sem kynnt hafa verið og afhent í stjórn.
Ég mun óska eftir að fá að hitta saksóknara efnahagsbrota, sem er með málefni sjóðsins til skoðunar, til að leggja fram nauðsynleg gögn til að upplýsa um vinnubrögð þau er FME gerir alvarlegar athugasemdir við og viðhöfð voru án vitundar flestra stjórnarmanna.
Flosi Eiríksson
![]() |
Og þá erum við í vanda" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2009 | 23:12
Himneskur dagur.
Dagurinn í dag er alveg himneskur. Þetta sjá ekki allir en þetta sá ég, Agnes Braga, Steingrímur Joð, Guðríður Arnarsdóttir Linda Blöndal, Valgeir Skagfjörð og Reynir Traustason.
Agnes byrjaði daginn á því að leiðrétta aðra fjölmiðla. Almenningur var farinn að óttast að Samstöðusamningur færi ekki í gegn og forystumenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins væru þeir einu sem hefðu einhverja vitglóru í kollinum. Að Gylfi Armbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson væru að berjast fyrir því að einhverjar aðrar leiðir yrðu notaðar til þess að vinna okkur út úr kreppunni en að hækka skatta. Þá benti Agnes okkur á að það var einmitt Jóhanna Sigurðardóttir sem kom þessum samningum á. Leysti hnútinn og við gátum byrjað að gleðjast, verkin eru látin tala.
Næsti gleðigjafi dagsins var Steingrímur Sigfússon sem uppgötvaði að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar heill og óstuddur, rétt eins og Vinstri Grænir , að sýna skynsemi og heilindi og samþykkja Icesave samninginn. Steingrímur sagði Bjarna Benediktssyni þetta hreint út, og ég heyrði ekki betur en að þeir ætla næst að sameinast um aðildarumsókn í ESB.
Guðríður Arnardóttir tók næst við. Hún stóð fyrir kveðjuhófi fyrir Gunnar Birgisson sem var að hætta sem bæjarstjóri í Kópavogi. Hún hafði pantað afar gott veður fyrir Gunnar og hélt heljarmikla kveðjuærðu til heiðurs Gunnari. Hún trúði samstarfsfólki þeirra hjá Kópavogsbæ fyrir því, að hér eftir ætlaði hún að hætta öllu einelti í bæjarstjórninni. Veðurfræðingar læra einelti í námi sínu og notað það óspart í vinnunni og annars staðar sem því verður við komið, hafa nú verið dæmir til þess að leggja af allt einelti. Starfsfólk Veðurstofunnar þarf nú að fara í endurhæfingu. Hún kallað að vísu Gunnar aftur krútt, en trúði samstarfsfólkinu fyrir því að, í krútttalinu henner alltaf verið aðdáun. Eina sem truflaði hana af því að breyta hegðun sinni, að ef hún hefði haldið uppi fyrri iðju, hefði hún getað endað í sama fangaklefa og þeir félagar hennar í bæjarstjórn Gunnar Birgisson, Ómar Stefánsson, Flosi Eiríksson, og Jón Júlíusson, en þeir félagar munu væntanlega vera settir inn fljótlega vegnga afglapa þeirra hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogskaupstaðar.
Loks fékk Linda Blöndal þá Valgeir Skagfjörð og Reyni Traustason í heimsón á síðdegisútvarp hjá RÚV. Þau byrjuðu afar fallega á því að ræða um Michaels Jacksons sem nú er látinn. Dauði verður oft til þess að menn verða klökkir, en svo var þó ekki hjá viðmælendum Lindu. Hins vegar urðu þau öll klökk þegar þau ræddu Gunnar Birgisson. Linda sagði frá því að hún saknaði Gunnars svo mikið frá því að hún vann hjá DV og Reyni virtist vart vera hægt að hugga. Valgeir Skagfjörð sagðist hafa búið í Kópavoginum og alltaf hafa verið mikill aðdáandi Gunnars. Síðan kepptust þau öll við að hlaða Gunnar lofi. Gunnar hefð ákveðið að víkja tímabundið þangað til að mál hans vegna lífeyrissjósins yrðu rannsökuð. Hins vegar gagnrýndu þau bæjarstjórnarfulltrúana sem sátu í stjórn lífeyrissjóðsins fyrir skort á manndómi, fyrir að ætla að skella skuldinni á Gunnar og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins. Reynir Traustason sagðist hafa farið til Gunnars og beðið hann afsökunar, og að hann hafi ekki meint neitt með þessum skrifum sínum í gegnum árin. Hann benti á að þau hefðu nú reyndar haft minni áhrif en margur ætlaði, aðeins 4,1% bæru nokkuð traust til DV. Þá hefði alþjóðleg rannsókn sýnt að um 4% af hverri þjóð væru fábjánar. Á þetta gátu allir fallist.
Svona var þessi fallegi dagur í dag. Á svona degi eru öll dýrin í skóginum vinir.
![]() |
Jóhanna glansaði á prófinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.6.2009 kl. 07:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2009 | 21:57
deCODE hækkar
![]() |
Bréf deCODE hækkuðu um 50% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.6.2009 | 19:51
Ísland í samfélagi þjóðanna.
Ein helstu rökin sem ég hef lesið fyrir því að ganga í Evrópusambandið er að Ísland eigi að vera í samfélagi þjóðanna. Fyrst hélt ég að hér væri einhver stafsetningavilla á ferðinni að hér ætti að standa Samfélagi þjóðanna sem væru einhver stórmerkileg alþjóðasamtök, eða Sameinuðu þjóðunum, en það gat ekki verið þar sem við erum einmitt þar, a.m.k. enn um sinn. Samfélag þjóðanna hljóta að vera einhver hluti Evrópu fyrst við eigum að ganga í ESB. Ef til vill eru það Bretar, en mér finnst nú ríkisstjórn þeirra ekki hafa sýnt okkur neinn sérstakan vinarhug, eða Hollendingar sem líka eru að stríða okkur. Norðmenn virðast bara vera brattir þó að þeir séu ekki í þessu samfélagi, því ekki eru þeir í ESB. Af hverju ættum við þá ekki að getað verið það líka. Ég legg til að við leggjum áherslu á að bæta samskipti okkar við aðrar þjóðir og þannig muni okkur farnast vel. Það þýðir hins vegar ekki að ganga í neitt sérstakt samfélag þjóða, eða ESB.
![]() |
Hagstæð ákvæði Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.6.2009 | 23:03
Lækkar matvælaverð á Íslandi ef við göngum í ESB?
Morgunblaðið fjallað nýlega mjög ítarlega um Evrópusambandið og Ísland. Þessi umfjöllun kom í nokkrum blöðum og var mjög ítarleg og vönduð. Nýlega tók Ríkissjónvarpið að taka fyrir í fréttatímum Ríkissjónvarpsins hvaða áhrif innganga í ESB hefði á hag okkar. Góð hugmynd en framkvæmdin virðist vera verulega ábótavant.
Í kvöld 21 júní er fjallað um matarverð og íbúðalán. Þar var talað við Evu Heiðu Önnudóttur sem titluð var sérfræðingur við Háskólann á Bifröst. Hún sagði: ,,Það var talað að allmennt mundi vöruverð lækka um 10-15% og matvara lækka sem því nemur og jafnvel meira. Ég vil samt taka fram þegar verið er að tala um verðlækkun á matvöru og á húsnæðislánum, þá er ekki víst að það komi fram í því að vöruverð lækki eingöngu heldur að það dragi saman á vöruveði á Íslandi og Meginlandi Evrópu. Þannig að það dregur úr verðhækkunum, það er reynslan hjá Finnum og Svíum."
Ef tollar á kjöti, ostum og fleiri landbúnaðrafurðum eru nú 30% má reikna með að slík verðlækkun kæmi mjög hratt fram í verði innanlands. Jafnframt hlýtur það að hafa áhrif á störf í landbúnaði og þeim sem vinna við vinnslu þessara afurða. Í sumum tilfellum þyrfti að hækka tolla t.d. á hráefni í iðnaði eins og súráli. Eva vildi þó gera lítið úr því að tollar gætu hækkað nema á einstaka vörum eins og sykri gætu ,, mögulega hækkað" Í fréttinni er þó bætt við að Bændasamtökin hefðu bent á að tollar á kornvörum og ýmsum ávöxtum gætu hækkað. Í fréttinni er bent á að ekki þyrfti að gana í ESB til þess að lækka þessar vörutegundir, heldur gætu stjórnvöld ákveðið að lækka tolla á þessum afurðum, þannig hefðu tollar verið lagðir niður af fjölmörgum afurðum milli Íslands og ESB landanna. Bændasamtökin hefðu bent á að þannig hefðu tollar verið feldir niður af langflestum matvörum og myndu því ekki lækka við aðild að ESB.
Síðar í viðtalinu segir hún að reynsla þeirra sem hafa ákveðið að taka upp Evru, þá lækki vextir af húsnæðislánum, þó Evran hafi ekki verið tekin upp... og verðtryggingin yrði úr sögunni!!!! Síðan er borin saman útreikningur íbúðalána á Íslandi og í Frakklandi.
Þessi umfjöllun Ríkissjónvarpsins er afar grunn, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Til þess að fjalla um þróun matarverðs þarf að skoða málið miklu nánar. Í ljósi þeirrar kreppu sem við höfum nú gengið í gegnum, er mjög líklegt að verð á innlendri matvöru hafi hækkað minna en erlendrar. Auk þess sem skoða þyrfti mjög vel öryggi varðandi matvælaframleiðslu. Þá þarf að skoða matvælaframleiðslu í ljósi minnkandi jarðnæðis um allan heim.
Umfjöllun Evu um vexti orka mjög tvímælis og hvað varðar vertrygginguna er hún beinlínis röng. Mjög ólíklegt má telja að lán fáist til Íslands til íbúðalána á allra næstu árum, og því verði slík lán fjármögnuð innanlands t.d. af lífeyrissjóðunum. Lánakjör á þeim munu væntanlega miðast við framboð og eftirspurn eftir lánum. Vertrygging mun væntanlega haldast nema að stjórnvöld grípi inní þau mál eða samningar verði gerðir um fyrirkomulag slíkra lána. Það hefur ekkert með inngöngu i ESB að gera.
Það er mjög æskilegt að Ríkissjónvarpið fjalli um kosti og galla aðildar að ESB. Það er líka æskilegt að það verði gert á einfaldan og auðskilinn hátt. Þessi umfjöllun stenst illa skoðun og hjálpar fólki ekki að taka ákvarðanir á rökrænan hátt.
Bloggar | Breytt 22.6.2009 kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.6.2009 | 20:47
Kolrangar áherslur
Rannsóknarskýrsla hefur ekki komið fram um orsakir efnahagshrunsins, en ekki kæmi á óvart að eftirlitstofnanir eins og Fjármálaeftirlit og Seðlabanki fái sína gagnrýni. Aðalábyrgðina hljóta hins vegar forráðamenn og eigendur bankanna að bera. Sjálfsagt munu stjórnendur einhverra lífeyrissjóða fá sína gagnrýni.
Það að stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogs skuli vera kærð vegna finnst mér bera vott um kolrangar áherslur. Miðað við það sem fram hefur komið í fréttum, hefur verið lánað of mikið til Kópavogsbæjar, og þeir kærðir fyrir það lán sem örugglega hefur skilað góðri raunávöxtun. Hins vegar eru þeir ekki kærðir fyrir að raunávöxtun hafi verið neikvæð um 15,8%. Það hlýtur að vera tekið tillit til ástands síðustu mánaða, við mati á þessari kæru.
Sem Kópavogsbúi get ég bæði gagnrýnt bæði meirihluta og minnihluta fyrir mistök, en í heildina geta bæjarbúar verið sáttari en margir aðrir. Það að bæjarstjórnarfulltrúar okkar eigi það á hættu að vera dæmir í þessu máli finnst mér alveg út í hött. Í stjórninni eru þau Gunnar Birgisson, Ómar Stefánsson, Jón Júlíusson og Flosi Eiríksson. Þeir eiga alla mína samúð að fá á sig kæru vegna þessa máls. Vona að þeir verði sýknaðir, eða málið látið niður falla. Það má vel vera að þeir hafi gert mistök, en þau mistök hafa örugglega ekki verið gerð til þess að skaða aðra.
Það hljóta að vera stærri og meira aðkallandi mál sem FME ætti að vera að vinna í.
![]() |
Sjóðsbjörgun kærunnar virði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10