Alveg ótrúleg gleði

Fagn Stjörnumanna í Garðabæ hefur slegið í gegn. Það er skemmtilegt og frumlegt og það er einmitt það sem fótboltinn snýst um. Ég hef gagnrýnt mitt gamla félag að spila of einhæfan bolta, en það var víst breyting á því í síðasta leik sem ég því miður sá ekki. Þá létu leikmenn boltann ganga og unnu verðskuldaðan sigur á góðu liði Fylkis. Fögn Stjörnumanna minnir okkur óneytanlega á hið skemmtilega lið IBV á sínum tíma.

Það er mjög athyglisvert að fögn Stjörnunnar eru teymisvinna. Þetta laxa fagn, er t.d. í grunninn hugmynd Magnúsar Karls Péturssonar varamarkmanns Stjörnunnar og síðan framkvæmt af þeim Halldóri Orra Björnssyni og snilldarlegum tilþrifum Jóhanns Laxdal. 

 Íslenskir knattspyrnumenn geta alveg verið stoltir af framgöngu Stjörnumanna. Þetta innegg er frammúskarandi framlag. Með sama hugarfari getum við lyft knattspyrnunni á íslandi á örlítið hærra plan. 


,,Sjálfstæðri og óháðri rannsókn" ber að fagna!

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að sjá til þess að fram fari ,,sjálfstæð og óháð rannsókn" á Magna málinu. Þessu ber sannarlega að fagna enda stórt mál. Alþingi á að setja lagaramma um auðlindir Íslendinga og síðan þarf að vera til stefna hvernig um þau mál skal farið. 

Í framhaldinu þarf að fara fram ,,sjálfstæð og óháð rannsókn" á tveimur mjög mikilvægum málum. 

1. Icesavesamningum og hvernig staðið var að málum. 

2. Sölu bankanna bæði gömlu og nýju og hvort t.d. stjórnvöld hafi gerst sek um vanrækslu í starfi m.a. með tillit til gengislána og ábyrgða sem falla á ríkissjóð þess vegna. 

 Á von á að ríkisstjórnin fundi mjög fljótlega til þess að ,,sjálfstæð og óháð rannsókn" fram þegar þjóðarhagsmunir krefjast þess. 

Annars segir sagan að Magnamálið sé búið til af spunameisturum ríkisstjórnarinnar. Innan ríkisstjórnarflokkana var orðin mikil óánægja að ráðherrunum tækist ekki að leysa eitt einasta mál. Spunameistararnir ákváðu því að búa til lausn og teikna upp drama og fréttaflutning þar sem endirinn væri farsæl lausn. Spuninn lak hins vegar út og því hefur þetta mál orðið vandræðalegra og vændræðanlegra með hverjum deginum. Spuninn hefur því endað sem vandræðalegt flopp. 


mbl.is „Pólitísk leiktjöld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnaafbrigðið - pissað í óleyfi inn í húsagarði!

Á unglingsárum mínum vorum við eitt sumarkvöld að skemmta okkur undir áhrifum áfengis. Klukkan var  að halla í fjögur að nóttu til og við á labbinu heim. Þá verður einni stúlkunni skyndilega mál, og ákveður að fara inn í húsagarð til þess að kasta vatni. Það var ekki liðin ein mínúta þar til leigubíll birtist og út stíga húsráðendur. Hópurinn tók sig til og reyndi að draga athygli íbúanna á einhverju allt öðru. Það tókst furðu vel, þar til að vinkona okkar kom út úr garði húsráðenda nánast með buxurnar á hælunum.

Ein úr vinahópnum vinnur nú í einu ráðuneytanna. Þegar ég spurði hana hvernig hvað henni finnst um þetta Magna mál, minnti hún mig á þessa uppákomu hér um árið. ,,Það er ekkert nýtt í þessu máli. Aðeins verið að draga athyglina frá stærra máli sem stjórnin vill ekki fá umræðu um".  Í ljósi þessa var grátbroslegur farsi sem Helgi Seljan stýrði í Kastljósinu í kvöld. 


mbl.is Þröngur hópur þingmanna VG ógnar stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnaafbrigðið - pissað í óleyfi inn í húsagarði!

Á unglingsárum mínum vorum við eitt sumarkvöld að skemmta okkur undir áhrifum áfengis. Klukkan var  að halla í fjögur að nóttu til og við á labbinu heim. Þá verður einni stúlkunni skyndilega mál, og ákveður að fara inn í húsagarð til þess að kasta vatni. Það var ekki liðin ein mínúta þar til leigubíll birtist og út stíga húsráðendur. Hópurinn tók sig til og reyndi að draga athygli íbúanna á einhverju allt öðru. Það tókst furðu vel, þar til að vinkona okkar kom út úr garði húsráðenda nánast með buxurnar á hælunum.

Ein úr vinahópnum vinnur nú í einu ráðuneytanna. Þegar ég spurði hana hvernig hvað henni finnst um þetta Magna mál, minnti hún mig á þessa uppákomu hér um árið. ,,Það er ekkert nýtt í þessu máli. Aðeins verið að draga athyglina frá stærra máli sem stjórnin vill ekki fá umræðu um".  Í ljósi þessa var grátbroslegur farsi sem Helgi Seljan stýrði í Kastljósinu í kvöld. 


mbl.is Samstarfið ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er uppáhaldsútrásarvíkingurinn þinn?

Þjóðinni er skipt upp í aðdáendur Liverpool, Chelsea eða Manchester United. Örfáir halda með öðrum félögum. Það er sama hvort við förum í leikskólana, grunnskólana eða elliheimilin allir skipta sér í fylkingar. Þegar kemur að útrásarvíkingunum þá eru flestir sem setja þá undir sama hatt. Þeir eru útrásarvíkingar og búa á næsta bæ við hryðjuverkamenn. Smá saman hefur viðhorfið breyst, aðeins lítill hluti þjóðar hatar þessa menn. Virðing fyrir útrásarvíkingunum hefur þó borðið allnokkra hnekki.

Nú hefur einn útrásarvíkingurinn tilkynnt að hann muni greiða upp allar sínar skuldir Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var meðal fjárfesta í gagnaveri sem verið er að reisa á Reykjanesi. Hann var að afsala sér sínum hlut, til þess að fyrirtækið kæmist á stað. Alþingismenn vildu ekki að Björgólfur yrði hluta eigandi að rekstrinum. Sömu Alþingismenn eru ekki eins viðkvæmir fyrir því að annar útrásarvíkingur eigi rúmlega helming fjölmiðla landsins, og baraátta hefur verið fyrir því að hann og/eða fjölskylda hans eigi áfram hluta í Bónuskeðjunni. Alþingismenn eru sem sagt farnir að eiga sér sína uppáhalds útrásarvíkinga. 

Ég vil að gefnar verði út myndir af útrásarvíkingunum, eins og leikaramyndirnar voru forðum. Við söfnum síðan okkar uppáhalds útrásarvíkingum?

Hver er uppáhalds útrásarvíkingurinn þinn?


Er tími kattanna að renna upp?

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segist ekki styðja ríkisstjórnina áfram verði kaup Magma Energy á HS orku ekki gerð ógild. Það sé skýlaus krafa þingflokksins að þeim verði að rifta, ekki sé nóg að takmarka nýtingarréttinn. Hún vísar til þess að hagfræðingar haldi því fram  að þessar auðlindir okkar séu einn almesti styrkur Íslands til frambúðar. 

Iðnaðarráðherra er með önnur sjónarmið, en Lilja Mósesdóttir er ákveðin og segist ekki muni styðja ríkisstjórnina ef samningum við Magna verði ekki rift. Spurningin er hversu margir muni fylgja Guðfríði Lilju ef samningurinn verður látinn halda. 


Nýr hræðsluáróður ESB!

ESB sinnum hefur tekist herfilega að sannfæra þjóðina um að við ættum þangað hið minnsta erindi. Rökin fyrir aðild eru svo fátækleg að stuðningur við aðildarumsókn hefur farið úr rúmum 65% í um 30%.  Það er að vísu mikið afrek, en stuðningurinn er sífellt á niðurleið.

Neyðarvopnið er: Hvað gerist þegar AGS fer? Þá hrynur allt og við förum á hausinn. Uffe Elleman Jensen fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur benti okkur Íslendingum á, að við ættum ekki að leita að efnahagslegum rökum, ef við ætluðum í ESB, heldur pólitískum. ESB væri friðarbandalag. Á þetta hafa fleiri bent á, en hér halda ESB sinnar þessum rökum leyndum fyrir þjóðinni. Að vísu hafa einhverir ESB sinnar að Íslendingar tækju slíkum rökum aðeins sem brandara, og því engin ástæða til að vera að veifa þeim upplýsingum. 

Hræðsluáróðurinn virkar hins vegar ekki á þjóðina frekar en neitt frá þessu fólki kemur. 


Ómerkilegur loddari!

Á sama tíma og allar skoðanakannanir sýna að stuðningur við inngöngu í ESB er að hverfa, leyfir Össur Skarphéðinsson sér að halda fram að stuðningur sé að vaxa. Svilkona hans Ingibjörg Sólrún gerir sér grein fyrir litlum stuðningi við aðild að ESB og vill bíða með umsókn þar til betur árar. Össuri er hins vegar slétt sama. Fyrir hann er ESB umsóknarbeiðnin leikur sem hann fær að skemmta sér við, þessa örfáu mánuði meðan ríkisstjórnin hangir saman.
mbl.is Aukinn stuðningur við aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fögnuður ríkisstjórnarinnar!

 

Mikill var fögnuðurinn á ríkistjórnarheimilinu eftir dóm hérðasdóms. Tilraunir ríkisstjórnarinnar og stofnana ríkisins til þess að hafa áhrif á niðurstöðu dómsins voru bíræfnar. Nú er komi tími til að almenningur komi og láti heyra í sér. Sennilega kemur Hallgrímur Helgason og klappar bíl forsætisráðherra og þjóðin hrópar á hana vanhæf ríkisstjórn, Jóhönnu burt, Seðlabankastjóra burt, forstjóra Fjármálaeftirlitsins burt. Þjóðin á betra skilið


mbl.is Ekki ósanngjörn lending
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnrétti í fótbolta og ....

Fyrir nokkru síðan hafði góður vinur minn, sveitarstjórnarmaður á landsbyggðinni, samband við mig. Sonur hans dvaldi hér á höfuðborgarsvæðinu m.a. til þess að bæta sig sem knattspyrnumaður. Pabbinn var afar ósáttur við að sonur hans hafi ekki fengið að spila neitt með A liðinu og bað mig um að skoða málið. Ég fór á B liðsleik með stráknum og það fór ekki á milli mála að hann var yfirburðarmaður á vellinum. Næst skoðaði ég leik með A liðinu, og það þurfti ekki mikla þekkingu á knattspyrnu til þess að átta sig á að strákurinn átti að sjálfsögðu þar heima.  Ég tók þjálfarann tali og hann var hinn almennilegasti. Vandamálið var að hinn ungi leikmaður var ,,utanfélagsmaður" og átti því að eiga minni möguleika. Auk þess viðurkenndi þjálfarinn þrýsting frá nokkrum foreldrum, sem við gátum rætt í hreinskilni. Strákurinn fræðist yfir í A liðið og styrkti liðið umtalsvert að mínu mati. 

Þegar pabbinn hringdi til þess að þakka mér fyrir inngripið, þá sagði ég honum að ef þjálfarar væru skynsamir væru þeir alltaf til í að ræða það sem betur mætti fara. Jafnrétti væri grundvallaratriði. Pabbinn vildi halda þessari umræðu áfram, sem ég hafði takmarkaðan áhuga á. Fórnarlömb eru lítt áhugavert umræðuefni.  Hins vegar gat ég rætt við hann um umsókn fyrirtækis um aðstöðu í hans sveitarfélagi, sem ekki fengi eðlilega afgreiðslu þar sem viðkomandi væri ,,utanbæjarfyrirtæki". Ég hitti á veikan punkt. Til lengri tíma skiptir það fótboltaliðið miklu máli að jafnrétti gilti hvað varðar val á liði, en það skiptir ekki síður máli að jafnrétti gilti varðandi einstaklinga í sveitarfélögum, án tillits til pólitískra skoðana, eða um fyrirtæki hvort þau eru innan sveitar eða ekki. 

Það var afar jákvætt að ungur utanbæjarleikmaður í fótbolta fékk eðlileg tækifæri höfuðborgarsvæðinu, en ekki síður að  fyrirtæki með mjög áhugaverða viðskiptahugmynd að komast á stað í byggðarlagi á landsbyggðinni fjarri höfuðstöðvum sínum . 


Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2010
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband