Hætta að skipta við framsóknarmenn!

Gamli Alþýðuflokkurinn hataði bændur, sjómenn og framsóknarmenn. Nasistar hötuðu gyðinga. Svo tekur Samfylkingin við og félagsmenn hennar hatar bændur, sjónmenn, framsóknarmenn, gyðinga og íslenskan  almenning. Gylfi Arnbjörnsson er Samfylkingarmaður og þegar bændur þurfa hækkun á lambakjöti til þess að mæta kostnaði þá bregst Gylfi við af hörku. Þegar ríkisstjórnin hans Gylfa ætlaði að setja íslensku þjóðina inn í ,,icesaveklefana" og látta þjóðina borga 540 milljarða í óþrafa undlægjuálögur,  heyrðist ekkert í Gylfa. Það var nefnilega fyrir ESB. Gylfi setur hag ESB og Samfylkingarinnar ofar hag íslensku þjóðarinnar. 
mbl.is „Lyktar af pólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna sær í gegn í Austur-Þýskalandi.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur sannarlega slegið í gegn í Þýskalandi. Ekki hjá öllum, en þeim sem sakna Austur Þýskalands. Jóhanna er fyrsti þjóðarleiðtoginn sem stefnir að taka upp þjóðskipulagið sem lagt var niður þegar Vestur og Austur Þýskaland voru sameinuð. Angela Merkel kemur upphaflega frá Austur Þýskalandi. Merkel  hefur verið gagnrýnt fyrir tvo þætti, annars vegar að vera of höll undir  gamla austrið, en einnig að vera sparsöm á brosið. Með heimsókn Jóhönnu hefur þetta verið afsannað með öllu. Í samanburði við Jóhönnu er Merkel lengst til hægri og síbrosandi. 

Jóhanna talaði að sjálfsögðu íslensku við Merkel  sem kinnkaði kolli við og við, en skildi ekkert, sem gerði svo sem ekki mikið til.  Jóhanna kom þeirri ósk á framfæri að Svavar Gestsson yrði fyrsti sendiherrann í nýja Austur Þýskalandi og Álfheiður Ingadóttir hernaðarráðgjafi. 

 

 

angela-merkel55.jpg


Skuldakreppa Evrópu í boði VG

Vandi margra Evrópuríka er yfirskuldsetning, þensla í opinberum rekstri og skortur á örvun í einkarekstrinum. Hugmyndafræði vinstri aflanna er hin lamandi hönd dauðans. Fyrir tveimur árum tók Steingrímur Sigfússon við efnahagstjórninni á Íslandi og hann hefur sannarlega gert allt sem í hans valdi stóð til þess að koma Íslandi á hausinn. Á síðustu stundu gat þjóðin gripið fram fyrir hendurnar á honum þegar hann reyndi að setja 540 milljarða Icesaveskuld á herðar þjóðarinnar. Það hefði sett íslensku þjóðina endanlega á hausinn. Á haustmánuðum þarf íslenska þjóðin að setja hann af.

Haggreining efnahagsráðs VG, sem samanstendur af Steingrími, byltingarforingjanum Álfhildi Ingadóttur og grunnskólanemanum og formanni efnahags og skattanefndar Alþingis Lilju Ríkeyju Magnúsdóttur, fann út að bankakreppan í heiminum, væri heimatilbúin á Íslandi og sökin lægi alfarið hérlendis. Með sömu röksemdarfærslu má álykta að skuldavandi Evrópuþjóða  sé í boði VG. 


mbl.is Ítölsk örvænting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

News of the world fallið Bretlandi, samskonar mál undir teppið hér!

Flest lönd í Evrópu eiga sín sorprit. News of the world er eitt það vesta á Bretlandseyjum. Það féll vegna þess að talið er að blaðamenn blaðsins eða útsendarar þeirra hafi hlerað síma fólks, eða náð í smáskilaboð úr símum fólks. Ljóst er að einhverjir hafa brugðist við rannsókn málsins og fái að fjúka í kjölfarið. Blaðið News og the world er lagt niður í kjölfarið.

Hvað gerum við í samskonar málum?

Fyrir nokkrum málum kom upp hlerunarmál á Alþingi. Tölva fannst og áður höfðu tölvupóstar þingmanns ,,lekið" til DV.

Tilviljun?

Varla.

Í þessum máli komu bæði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, og Ásta R. Jóhannesdóttir forseti Alþingis meðhöndlað málið á afar vafasaman hátt. Tengsl Birgittu  Jónsdóttur við harkara og að tölvan var í næsta herbergi við staðsetningu tölvunnar, gerir það að verkum að full ástæða er að kanna tengsl hennar við þetta mál. 

Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson er menntaður í Bretlandi og þekkir vel hvernig tekið er á þessum málum þar. Nú hefur hann tækifæri til þess að sýna dug og siðferðisþrek og upplýsa þjóðina hvar þetta mál er statt og taka það föstum tökum. 

Hvað höldum við að gert yrði ef forsætisráðherra Bretlands, forseti Þingsins og Alþingismenn slíku máli með þessum hætti?

Hafa Jóhanna, Ásta Ragnheiður og Birgitta verið yfirheyrðar? 

Mun DV verða lagt niður í framhaldinu. Það verður fáum harmdauði. 


mbl.is Tíðindalaus skjálftavakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstaklega ósmekkleg frétt!

Blaðamaður Morgunblaðsins gerir sig sekan um alvarlegan dómgreindarskort. Forræðismál einstæðar móður og í fréttinni er lýst nákvæmlega hvað barn á grunnskólaaldri segir sem býr við vanrækslu. Þegar nánar er skoðað kemur fram að móðirin þjáist af þunglyndi. Nú er þunglyndi sjúkdómur sem margir þekkja í fjölskyldu eða vinahópum. Sjúkdómurinn getur auðveldlega komið fram í aðgerðarleysi og algjöru vonleysi. Það að börn við þessar aðstæður megi eiga von á að lesa í fjölmiðlum sem það hefur tjáð þeim sem rannsaka svona mál, er hreinlega galið. Nú get ég mér til að hér hafi skólakrakki fengið tækifæri á að skrifa frétt. Þá er það alvarlegur dómgreindarskortur fréttastjóra að láta börn skrifa um slíkt mál. Sé þetta fullorðinn einstaklingur þarf viðkomandi að fara í alvarlega skólun, og ætti að halda utan við fréttir þar sem mannlegar tilfinningar koma við sögu.

Vonandi er þetta ekki ný ritstjórnarstefna. Við þurfum ekki á nýu sorpriti á markaðinn, við höfum DV.


mbl.is Svipt forræði vegna vanrækslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég og dómararnir eigum eitt sameiginlegt.

IBV hefur lengi átt stað í hjarta mínu. Eyjamenn koma með ákveðinn kraft í fótboltann, sérstaklega þegar þeir leggja áherslu á að nota heimamennina. Heimir hefur gert hörkugóða hluti með þetta lið. Legg til við vini mína í Eyjum að þeir noti markvisst 1-2 unga heimamenn til þess að styrkja liðið til lengri tíma. Ég er ekki einn um þessa aðdáun heldur sýnist mér sem dómararnir fylgi mér. Sá víti í sjónvarpinu sem IBV fékk á móti Stjörnunni og það var gjöf. Í dag fengu síðan IBV vítaspyrnu sem heldur ekki átti sér rökstuðning. Því miður voru fleiri dómar sem féllu með IBV. Leiðinlegt að sjá til Tryggva Guðmundssonar fiska brot og vera sleppt við brot. IBV vann hins vegar verðskuldað í jöfnum leik. Fjölnismenn geta hins vegar borið höfuðið hátt eftir hörkugóða frammistöðu við erfiðar aðstæður.
mbl.is Eyjamenn í undanúrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2011
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband