13.7.2010 | 16:27
Söfnun hafin handa Jón Ásgeiri
Fréttir af bágri fjárhagsstöðu hjá Jóni Ásgeiri hefur valdið þjóðinni miklum áhyggjum. Í ljós hefur komið að hann á nánast ekki neitt. Þegar tillit er tekið til kostnaðar við málaferli í Bandaríkjunum og í Bretlandi á hann minna en ekki neitt, og þá er ekki tekið til kostnaðar við túlk sem hann verður að hafa með sér þar sem Jón talar ekki ensku.
Þegar litið er til þeirra konfektmola sem Jón Ásgeir hefur boðið upp á síðustu árin, s,s, Baug, 365 miðla og Samfylkinguna þá er skiljanlegt að hugsjónafólk á öllum aldri er að koma á stað söfnun til stuðnings Jóni Ásgeiri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2010 | 08:55
Einar Karl næsti riststjóri Fréttablaðsins?
Nú fer ráðgjafatíma Jóns Ásgeirs hjá Fréttablaðinu að ljúka. Árásir slitastjórna á Jón Ásgeir hérlendis og innanlands eru slíkar að hann getur hvergi um frjálst höfðu strokið. Allstaðar bíða hans ákærur og dómar. Þegar 365 miðlar falla í fang ríkisins, dettur engum heilvita manni að leggja þessa miðla niður og láta RÚV um einokun eða þá Morgunblaðið með Davíð innanborðs.Hins vegar er ljóst að skipt verður um menn í brúnni.
Samkvæmt óstaðfestum fréttum er orðin samstaða (fátíð!) um það í ríkisstjórninni að Einar Karl Haraldsson verði næsti ritstjóri Fréttablaðsins. Bæði er að hann hefur mikla fjölmiðlareynslu en ekki síður að hann þekkir nú innviði allra ráðuneytanna, og getur því komið réttum fréttum á framfæri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2010 | 23:04
Þarf eitthvað ræða þetta ?
Fyrir þennan leik átti ég von á jöfnum leik. Ástæðan er að Víkingur Ólafsvík er með feiknarlega gott uppbyggingarstarf og góða unga spilara. Víkingur er með tvo leikmenn í láni frá Stjörnunni þá Heiðar Alta Emilsson sem er þrælefnilegur strákur, sem hefur verið að standa sig vel í 2 deildinni, og Sindra Má Sigþórsson sem einnig er ágætur leikmaður. Þá leika 6 erlendir leikmenn með Víking, að ég held allir frá fyrrum austur Evrópuliðum. Ejub Punsevic þjálfar Víkingana eins og undanfarin ár og hefur skilað afar athyglisverðum árangri.
Leikstíll Stjörnunnar bíður upp á hraðan leik, en einnig upp á samstuð. Þessi leikaðferð skilar mörgum mörkum en jafnframt er Stjarnan að fá á sig mörg mörk. Leikaðferðin hentar liði eins og Víkingi mjög vel og þeir klára þetta dæmi með stíl.
Við Stjörnumenn óskum Víkingum í Ólafsvík til hamingju með frábæra frammistöðu.
![]() |
Víkingur Ó. áfram eftir dramatíska vítaspyrnukeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2010 | 23:59
Uppgjörið nálgast
Samfylkingin og VG búa í eitraðri sambúð. Annar hvor flokkurinn mun hrynja á stjórnartímabilinu. Það er bara spurningin hvor. Ef aðild Íslands að ESB verður samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þá mun VG fara mjög illa út úr næstu kosningum. Þetta verður að teljast ósennilegt í ljósi skoðanakannana. Hitt er sennilegra að aðildarumsókn verði kolfelld. Þá er líklegt að Samfylkingin bíði afhroð. Þessir tveir flokkar bítast hatrammlega um hvor verði leiðandi flokkur á vinstri vægnum. Í stjórnartíð Ingibjargar Sólrúnar var Samfylkingin miðjuflokkur, en hefur í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur fært sig yst til vinstri. Sumir segja staðsett sig á sama stað og VG, nema að umhverfismálastefna Samfylkingarinnar verður að teljast afar óljós.
Í hruninu lagði Geir Haarde til að VG kæmi inn í ríkisstjórnina. Steingrímur Sigfússon var jákvæður, en Ingibjörg Sólrún aftók það með öllu. Hún vildi ekki hleypa aðal keppinautnum að kjötkötlunum. Margir innan VG muna þetta og vilja slíta stjórnarsamstarfinu á meðan að Samfylkingin er að veikjast og forystuvandi Samfylkingarinnar er mjög mikill. Ef kosningar yrðu með haustinu er öruggt að Jóhanna Sigurðardóttir verður ekki áfram. Staða Dags hefur veikst mikið eftir mjög slæma útreið í Borgarstjórnarkosningunum. Árni Páll hefur ekki styrkt stöðu sína, með framgangi sem félagsmálaráðherra. Aðrir kandídatar munu koma laskaðir út úr formannsslag.
Í þessari stöðu stendur VG uppi sem sigurvegari. Ef VG styður að umsókn í ESB verði dregin til baka veikist Samfylkingin enn frekar. Þetta veit VG og því er verið að skerpa línur. Það er m.a. gert með því að hafa ágreining um Magna energie á hreinu. Það gerist með því að kenna Samfylkinguna um afspyrnu slagt útspil Seðlabanka og FME í gengislánamálinu. Ef VG ætlar að nota tækifærið fer rétta stundin fyrir uppgjör að nálgast.
Tveir sproðdrekar að daðra.
Bloggar | Breytt 12.7.2010 kl. 06:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2010 | 23:04
Ráðgjöf Jóns Ásgeirs
![]() |
Jón Ásgeir fær ráðgjafarþóknun frá 365 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2010 | 12:39
Verður fagnað í Þýskalandi?
Það verður hátíð í dag bæði í Úrúgvæ og Þýskalandi. Var í Þýskalandi á síðustu heimsmeistarakeppni og fyrir Þýskaland var það eins og upprisa. Í fyrsta skipti eftir heimstyrjöldina síðari fagnaði þýska þjóðin með því að nota þýska fánann óspart og gerði það með stolti. Þýska liðinu gekk vel, en framkvæmd mótsins og framkoma þýsku þjóðarinnar sem gestgjafa var til algjörrar fyrirmyndar.
Nú koma Þjóðverjar með sitt unga lið, og rétt fyrir mót, missa þeir Ballack sem átti að vera aðal reynsluboltinn í liðinu. Þeir hafa leikið afar vel og á tímum sýnt margt af því besta sem sýnt hefur verið á þessu móti. Þýska liðið er með mjög agaðan og vel skipulagðan varnarleik og í sókn eru þeir hreyfanlegir og láta boltann fljóta afar vel. Góður fótbolti byggist á að gera einfalda hluti, og gera einfalda hluti vel. Það er hins vegar einmitt það sem er einungis á færi afburða leikmanna. Í leiknum á móti Spáni var spennustigið of hátt og þeir náðu ekki takti, auk þess sem Spánverjar sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu mjög sanngjarnt.
Úrúgvæ er litla landið í fótboltanum við hliðina á Braselíu og Argentínu. Þeir hafa staðið sig afburða vel á þessu móti. Spila þrælgóðan leik. Boltinn gengur mjög vel, leikmenn leika með hjartanu. Vandamálið er að sóknarleikurinn er fyrst og fremst spilaður ,,af fingrum fram" . Skipulag og spuni er líklegastur saman til árangurs. Varnarleikurinn mótast af því að sumum leikmönnum finnst ekki skemmtilegt í vörn, auk þess sem varnarleikurinn mætti vera agaðri. Diego Forlán er yfirburðarmaður í liðinu. Úrúgvæ eru með eldri og þroskaðri leikmenn og það ætti að skila þeim talsverðum möguleikum.
Baráttan verður milli fulltrúa Suður Ameríku sem óvænt er Úrúgvæ en ekki Brasilía eða Argentína. Leikmenn Úrúgvæ gætu komið ,,saddir" í leikinn. Búnir að ná lengra en nokkurn óraði. Lið Þýskalands er hins vegar vonsvikið að hafa ekki komist í úrslitaleikinn. Urðu heimsmeistarar liða undir 21 árs og þekkja þá tilfinningu að vinna. Með sigri þeirra yrðu öll verðlaunaliðin frá Evrópu, og Þýskaland stimplað sig inn sem mjög líklegir sigurvegarar næstu heimsmeistarakeppni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2010 | 22:11
Hvað er lið?
Umfjöllun RÚV um Úrvalsdeildina í knattspyrnu er oft á tíðum afar vafasöm. Þeir sem kynnst hafa slíkri umfjöllun um knattspyrnu í Evrópu geta ekki verið sáttir. Þar eru sérfræðingar kallaðir til, en hér er sjálfsagt verið að spara og þá eru teknir leikmenn sem virðast sjálfir mög ánægðir með umfjöllun sína. Hún er mjög gloppótt svo vægt sé til orða tekið. Síðan er oft rætt við þjálfarana eftir leik og þá tekur oft ekki betra við.
,,Við ætluðum að setja á þá mark snemma leiks, en fengum í stað þess á okkur mark, eftir herfileg mistök. Svo fengum við þetta ódýra víti á okkur og vorum ekki búnir að jafna okkur þegar þriðja markið kom. Síðasta markið var nú hlægilegt. Mér fannst við ekki vera síðra liðið" Slíkar lýsingar fá þjálfarar að bulla upp úr sér án athugasemda.
Eftir leik Breiðabliks og Stjörnunnar þar sem Blikar yfirspiluðu Stjörnuna sagði Bjarni Jóhannsson.
,,Við lögðum þetta upp fyrir Blikana, hvert einasta færi sem þeir skoruðu úr með alveg ömurlegum ákvörðunum ákveðna leikmanna. Þetta var hræðilegt," sagði Bjarni sem var ekki par sáttur með suma leikmenn sína.
Ég minnist ráðgjafar frá afa mínum sáluga, þegar hann ræddi aðfinnslur við undirmenn. ,, Ef þér er mikið niðri fyrir varðandi mistök undirmanna, er ágætis regla að bíða með að skamma liðið fram á næsta dag. Taka út þau mistök sem þú hefur gert til að leiðbeina undirmönnunum, og þinn undirbúning. Koma síðan daginn eftir og taka málið upp. Ef þú ert sanngjarn og hefur sjálfsgagnrýni þá verður minna úr skömmunum en ætla mætti".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.7.2010 | 22:39
Spáin var 4-0
Leikurinn í kvöld var leikur kattarins að músinni. Bæði lið eiga hólf í hjarta mínu, en fyrir mér var engin spurning um úrslit. Breiðablik er með léttleikandi, baráttuglatt lið sem er á bullandi uppleið. Stjarnan er með marga mjög góða leikmenn, en ,,Fram aðferðin" var ekki að vika á móti Blikum. ,,Fram aðferðin" hefur ekkert með úrvalsliðið Fram að gera, heldur snýst um það að þegar Stjarnan nær knettinum þá er boltanum sparkað fram. Þar tóku Blikar á móti boltanum og hófu nýja sókn. Ef Stjörnumen náðu boltanum héldu þeir boltanum í 10-20 sekúndur og þá hófu Blikar næstu sókn.
Til þess að veikja lið Stjörnunnar meiddist Ellert Hreinsson og þar með fór mesta ógnunin úr liði Stjörnunnar. Marel Baldvinsson var ekki á skýrslu, sennilega meiddur og ég saknaði Baldvins Sturlusonar sem hefur verið mjög öflugur í bakverðinum. Þá var Birgir Birgisson ekki í liðinu að vanda, en hann styrkti þó hópinn með því að vera á bekknum.
Blikar spiluðu eins og englar. Þó Alfreð Finnbogason hafi verið þeirra besti maður, var allt liðið feiknargott. Það er meistarabragur á liðinu. Það eru tveir afar erfiðir leikir framundan á móti Fram og Keflavík og yfir þær hindranir verður liðið að komast.
Þó Stjarnan hafi tapað stórt í kvöld er Stjarnan með allt of góðan mannskap til þess að fara neitt í fallbaráttu. Liðið verður hins vegar að aga leik sinn, og spila boltanum ef þeir ætla sér að færa sig upp töfluna. Það geta þeir hæglega gert.
Fyrir þennan leik spáði ég 4-0 sem gekk eftir.
![]() |
Alfreð með þrennu í 4:0 sigri Breiðabliks á Stjörnunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2010 | 00:07
Helvítis tendadóttirin!
Þeir sem vinna við ráðgjöf læra fljótt, að það eru misjafnar hvatir sem rekur fólk í ráðgjöf. Fyrir nokkru komu til mín eldri hjón til þess að fá hjá mér ráðgjöf vegna skulda fjölskyldu sonar þeirra. Konan hafði orðið fyrir þeim hjónum.
Sonurinn hafði tekið upp á því að taka að sér konu með bíl sem var með áhvílandi gengistryggðu láni. Hjónabandið gekk vel í byrjun þar til að gengið tók að hækka upp úr öllu valdi. Að lokum var staðan sú að eignin sem tengdadóttirin kom með í búið var uppurin, og ungu hjónin stóðu uppi með skuldir sem voru hærri en söluviði bílsins.
Það sem gerði málið enn flóknara var að ungu hjónin eignuðust son, og annað barn var á leiðinni, þannig að erfiðara var að skila tengdadótturinni. Það var ekki það að tengdadóttirin var lúsiðin, afar góð við soninn og sonarsoninn og bara afar viðkunnanleg.
Ég var bara tvö stór eyru. Og....
,,Hverning datt henni í hug að taka þetta lán"?
Ég sagðist nú ekki vita ástæðuna, því ég hefði aldrei hitt eða talað við tengdadótturina.
,,Fékk hún ráðgjöf við bílakaupin".
,,Jú", sagði tengdamóðirin, ,,þeir sögðu henni að þetta væru bestu lánin og hún trúði þeim. Okkur þykir þetta svo vitlaust hjá henni, og ef hún fer að ráðleggja barnabörnunum svona vitleysu, þá munu þau bara lenda í tómu tjóni".
Ég fann hvernig augun á mér stækkuðu,
,,Hafið þið tekið lán", spurði ég. Jú þau tóku húsnæðislán milli 1970 og 1980, og síðan höfðu þau tekið af og til lán til að endurnýja bílinn.
,,Fenguð þið ráðgjöf", spurði ég.
,,Já, frá bankanaum".
,,Sem þið treystuð", spurði ég.
,, Að sjálfsögðu" sagði tengdamóðirin
,, Var það ekki það sem tengdadóttirin gerði" spurði ég.
,,Humm"
,,Lánið sem þið fenguð á sínum tíma, greidduð þið ekki nema að litlum hluta. Síðan þá er komin verðtrygging og gengistrygging, sem nú hefur reyndar verið dæmd ólögmæt. Aðstæður ungs fólks dag eru erfiðari en var þegar þið voruð að hefja búskap".
,,Ég sé ekki að þessi bílakaup hafi verið neitt vitlausari en gengur og gerist og myndi hvetja ykkur til þess að veita ungu fólkinu a.m.k. andlegan stuðning".
,, Þið getið að sjálfsögðu skilað tengdadótturinni" sagði ég sposkur.
,, Nei, nei sagði tengdamóðirin, þú mátt ekki misskilja okkur. Hún er alveg ágæt. Þetta lán hefur hins vegar valdið þeim miklum áhyggjum, en hún tók það, ekki sonur okkar. Annars skil ég ekki af hverju ríkisstjórnin hefur ekki tekið á þessum lánum í allan þennan tíma".
,,Um þetta með ríkisstjórnina er ég alveg sammála ykkur".
,, Það er fallinn dómur í Hæstarétti sem segir þessa gengistryggingu ólögmæta, þannig að staða þeirra mun væntanlega verða mun betri þegar líður á haustið. Segið unga fólkinu frá mér að hafa ekki of miklar áhyggjur"
Ég lét þau hafa eyðublað sem unga fólkið gat farið með til lánastofnunarinnar, um að þau áskiluðu sér rétti til þess að greiða lágmarksgreiðslu vegna réttaróvissu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.7.2010 | 09:22
Spila Hollendingar ekki hollenskan bolta?
Sigur Hollendinga gegn Úrúgvæ var sanngjarn, en í lokinn ekkert sérstaklega öruggur. Fékk afar skemmtilega spurningu eftir leik, hvort mér findist Hollendingar spila hollenskan bolta? Þóttist skilja hvort Hollendingar væru væru að spila heildarbolta eða ,,total football" sem oftast hefur verið kenndur við Holland. Það verður að segjast að það af er í keppninni eru það einna helst Þjóðverjar sem spila heildarbolta. Hollendingar sem léku eins og englar í fyrri hálfleik á móti okkur Íslendingum á Laugardalsvelli voru afar ósannfærandi í stórum hluta fyrri hálfleiks á móti Úrúgvæ. Í seinni hluta fyrri hálfleiks og megin þorra seinni hálfleiks voru Hollendingar að spila afar vel.
Heildarbolti þarf ekki að þýða bann á lögnum sendingum, en í grunninn er þessi leikaðferð byggð upp á aðstoð við leikmanninn með boltann og það sett ofar einhverjum stöðum á vellinum. Þá er lögð áhersla á hreyfingu og sköpun svæða. Lagt er upp með að halda boltanum, og það er einmitt þær áherslur sem stangast á við langar sendingar. Ef löng sending fram eða þvert á völlinn skilar 30-40% líkum á að liðið haldi boltanum, er hún ekki talin æskileg. Rökin fyrir því að orkan sem fer í að ná boltanum aftur er talin tapa öðrum marktækifærum. Þess vegna fara ómarkvissar langar sendingar og heildarbolti ílla saman.
Þjóðverjar eru að spila það sem næst kemur að teljast heildarbolta af þeim liðum sem spilað hafa á HM nú. Þessi leikstíll er spilaður á Spáni hjá bestu liðunum þar og þess vegna verður afar áhugavert að sjá hvernig leikur Þýskalands og Spánar þróast. Tvö góð lið. Á mínu heimili eru áhangendur Þýskalands allsráðandi.
![]() |
Hollendingar í úrslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10