Dvergarnir 63

Á fjögurra ára fresti förum við á kjörstað til þess að velja okkur Alþingismenn. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Mörgum finnst við hæglega getað komist af með færri þingmenn. Hlutverk Alþingismanna er að setja lög, eða breyta þeim sem fyrir eru. Nú telur Alþingismaður eða ráðherra að einhverjum lögum þurfi að breyta, m.a. með tilliti til breyttra aðstæðna.

Ábendingar um lagabreytingar koma víða. Þannig koma margar tillögur að lögum eða lagabreytingar fram frá ráðuneytunum. Ábendingar um þörf á breytingu á lögum um bankaleynd kom þannig fljótlega fram eftir bankahrunið. Þar sem sterkur vilji var til staðar, hefði verið eðlilegt bankamálaráðherra komið fram með slíka lagabreytingu. Ekkert slíkt gerðist. Þegar upplýsingar leka  síðan  í fjölmiðla um viðskipti Kaupþings, bar yfirstjórn Kaupþings að gæta lagalegs réttar viðskiptavina sinna og leggja fram beiðni um lögbann. Í stað þess að styðja þessa viðleitni, bregðast Alþingismenn og ráðherrar með því að gagnrýna yfirstjórn Kaupþings fyrir að fara að lögum. Lögum sem þingmennirnir 63 sjálfir bera ábyrgð á!Það undarlegasta er að forsætisráðherra skuli koma fram og lýsa yfir furðu sinni á lögbannsbeiðninni.

Nú getum við átt von á því að forráðamenn þjóðarinnar lýsi yfir undrun sinni, þegar einhver er tekinn fyrir umferðarlagabrot og jafnvel fordæmi lögreglumennina. Hvernig dettur mönnum í hug að fara eftir lögum sem alþingismennirnir setja.

Ég vissi ekki að dvergarnir væru svona litlir.

mjallhvít


Hlutlausa matið

Síðan Þjóðhagstofnun var aflögð, hefur Hagfræðistofnun Háskólans verið það batterí sem helst hefur verið mark á takandi. Niðurstaða stofnunarinnar er sláandi. Við þurfum að fara mjög varlega ef ekki á illa að fara. Alþingi á ekki að samþykkja þann samning sem fyrir Alþingi liggur. Það var ekki sérstök ástæða til þess að taka niðurstöðu Fjármálaráðuneytisins alvarlega, enda þeir bullandi vanhæfir til þess að koma með raunhæfa niðurstöðu. Kæmi Fjármálaráðuneytið með niðurstöðu sem væri í andstöðu við Fjármálaráðherra. Því miður er Seðlabankinn í sömu stöðu.

Hafna þarf þessum Icesave samningi sem er allt annað en glæsilegur, og taka upp samninga upp á nýtt með okkar besta fagfólki og aðstoð erlendis frá ef með þarf.


mbl.is Mesta hættan fólksflótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lög ráði fremur en menn....

Hörð viðbrögð hafa verið við lögbannsbeiðni Kaupþings á fréttir Rúv um innlán í gamla Kaupþingi. Síður hafa verið stofnaðar þar sem fólk ætlar að hætta viðskiptum við bankann. Starfsmenn sitja undir ámæli. Fyrir það eitt að fara að lögum. Ef Kaupþing fer ekki fram á lögbann, eru þeir ekki að sinna verkefni sínu. Bankaleynd er hugsuð til þess að verja viðskiptavinina. Við viljum ekki að starfsmenn bankanna fjall um viðskipti einstakra aðila. ,, Veistu að Ögmundur Jónasson, lagði 60.000 inn á konu út í vesturbæ. Þetta er í þriðja mánuðinn í röð sem hann leggur inn á hana. Skildi hann halda við hana"  Er það svona umfjöllun sem við viljum fá á blogginu eða í fjölmiðlum?

Ef við viljum að hægt sé að fjalla um fjármál útrásarvíkinganna, eða eiganda bankanna í ljósi bankahrunsins, er sjálfsagt hægt að rökstyðja slíkt í ljósi bankahrunsins og almannahagsmuna. Þá þarf lögfræðilegt mat á slíku. Til þess að skapa traust er æskilegt að þessi mál verði skoðuð, en við erum komin út á mjög hættulega braut, ef við teljum að einhverjir eigi ekki að fara að lögum, bara af því að okkur datt það í hug í dag. Ef við erum óánægð með lögin, þá er þeim breytt á Alþingi. Ekki á götunni.   


Innleggið sem komst ekki í gegn.

Hrannar Arnarsson stal senunni í gær, með því að koma skilaboðum á framfæri til Evu Joly. Framlag Evu var eflaust ekki vel þegið fyrir þá sem vilja troða þessum meingallaða Icesave samning í gegnum þingið með góðu eða illu. Það sem Hrannar gerði, var eflaust gert í hugsunarleysi og var ekki ætlað að kalla á þá athygli sem framlag hans fékk. Það lýsti hins vegar viðhorfi sem ekki verður tekið til baka.

 

Hvað veit Eva Joly um efnahagsmál? Hvað veit flugfreyjan í forsætisráðuneytinu eða jarðfræðingurinn í fjármálaráðuneytinu um efnahagsmál. Þau hafa bæði langa stjórnmálareynslu, en margir hagfræðingar hafa af því miklar áhyggjur að verið sé að keyra íslenskt efnahagslíf niður í stað að koma því af stað. Athyglin sem innlegg Hrannars fékk, gerði samt meira slæmt. Hún gerði það að verkum að merkileg grein sem Uffe Ellemann-Jensen skrifaði um aðildarumsókn Íslands í ESB,varð útundan í fjölmiðaumfjöllun hérlendis og náði ekki athygli almennings.

Rúv skrifaði um greinina: Uffe Ellemann segir að það muni styrkja norrænt samfélag og Evrópu mjög taki Norðurlöndin höndum saman innan Evrópusambandsins. Hann kveðst þó hafa efasemdir vegna þess hvernig Ísland nálgist sambandsaðild, því einungis sé rætt um efnahagsmál, áhrif evru og sambandsaðildar á kreppuna. Það finnst Ellemann benda til þess að íslenskir stjórnmálamenn hafi lítið velt fyrir sér því sem Evrópusambandið snúist í raun og veru um, það er stjórnmál og sýnina um sameinaða Evrópu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Uffe Ellemann bendir íslenskum ESB sinnum að þeir séu á réttri leið. Rétt er að árétta að Uffe Elleman hvar ,,heittrúaðasti" ESB sinninn í Danmörku. Nú eftir inngöngu eru flestir danskir stjórnmálamenn farnir að sjá að í ESB eru kostir en líka alvarlegir gallar. Umræðan er einfaldlega á villigötum. Við eigum ekki að reikna með efnahagslegum ávinningi með inngöngu í ESB. Inngangan verði að vera á pólitískum hugmyndafræðilegum grunni. Þær áherslur sem Uffe Ellemann bendir á hafa ekki verið ræddar hérlendis. Hér hafa áherslurnar verið á þætti eins og að vertryggingin verði þá aflögð. Eitthvað sem við getum framkvæmt án tillits til ESB. Að matvælaverð geti lækkað, sem hægt er ná fram með öðrum aðferðum ef vilji er á. Að við getum tekið upp Evru, sem að vísu flestir viðurkenna að gerist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár. Umræðan þarf að fara í gang um ESB. Þeir sem leitast við að taka hana upp á nótum Uffe Ellemanns, hafa hingað til virkað afkáralegir. Að við eigum að taka þátt í samfélagi þjóðanna. ESB sé friðarbandalag. Þetta höfðar ekki til Íslendinga. Mun ESB yfirleitt höfða til okkar. Það kemur fyrst fram þegar umræðan er komin á plan.  

 


Hin kjaftfora Eva Joly

Hvar sem menn eru í flokki þá eru menn sammála ráðningu Evu Joly. Frumkvæðið kom ekki frá stjórnvöldum heldur Agli Helgasyni. Eva þorir að segja þá hluti sem hún þarf að segja og hún sér þá í öðru ljósin en þeir sem eru í darraðardansinum. Hún spyr ekki hvað má ég skrifa vegna tengsla innanlands, hún spyr hvað þarf að skrifa. Hún veit að ef við skrifum undir Icesave erum við að mikinn fjölda ungs fólks til þess að flýja land. Það aftur þýðir verri kjör fyrir þá sem eftir verða. Eva er kjaftfor og við viljum hlusta.

Í gær skrifaði Gylfi Magnússon enn eina greinina þar sem hann segir okkur að við getum staðið undir Icesave. Þá reiknar hann með að við verðum með jákvæðan vöruskiptajöfnuð næstu árin, af því að við erum með hann núna. Hann reiknar út að ef útflutningur eykst örlítið dugar það til þess að greiða Icesave. Sjálfsagt yrði það hin nýja skattleið. Skattmann gerir aukninguna í útflutningum upptæka og setur hana í ríkiskassann. Gylfi leggur til að nú verði ungu fólki kennt að stoppa í sokka. Átak verði sett í gang til þess að kynna hollustu skyrhrærings og mikilvægi þess að endurvekja þekkingu iðnaðarmanna á því að hlaða torfhús. Gylfi er ekki kjaftfor og því trúir honum enginn. Síðast þegar hann fór í viðtal, gat hann ekki falið svarta blettinn á tungunni.

Við þurfum á kjaftforu fólki að halda núna, en líka því sem getur tekið til hendinni.


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Ágúst 2009
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband