Dvergarnir 63

Á fjögurra ára fresti förum við á kjörstað til þess að velja okkur Alþingismenn. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Mörgum finnst við hæglega getað komist af með færri þingmenn. Hlutverk Alþingismanna er að setja lög, eða breyta þeim sem fyrir eru. Nú telur Alþingismaður eða ráðherra að einhverjum lögum þurfi að breyta, m.a. með tilliti til breyttra aðstæðna.

Ábendingar um lagabreytingar koma víða. Þannig koma margar tillögur að lögum eða lagabreytingar fram frá ráðuneytunum. Ábendingar um þörf á breytingu á lögum um bankaleynd kom þannig fljótlega fram eftir bankahrunið. Þar sem sterkur vilji var til staðar, hefði verið eðlilegt bankamálaráðherra komið fram með slíka lagabreytingu. Ekkert slíkt gerðist. Þegar upplýsingar leka  síðan  í fjölmiðla um viðskipti Kaupþings, bar yfirstjórn Kaupþings að gæta lagalegs réttar viðskiptavina sinna og leggja fram beiðni um lögbann. Í stað þess að styðja þessa viðleitni, bregðast Alþingismenn og ráðherrar með því að gagnrýna yfirstjórn Kaupþings fyrir að fara að lögum. Lögum sem þingmennirnir 63 sjálfir bera ábyrgð á!Það undarlegasta er að forsætisráðherra skuli koma fram og lýsa yfir furðu sinni á lögbannsbeiðninni.

Nú getum við átt von á því að forráðamenn þjóðarinnar lýsi yfir undrun sinni, þegar einhver er tekinn fyrir umferðarlagabrot og jafnvel fordæmi lögreglumennina. Hvernig dettur mönnum í hug að fara eftir lögum sem alþingismennirnir setja.

Ég vissi ekki að dvergarnir væru svona litlir.

mjallhvít


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband