18.9.2011 | 22:23
Er siðblinda, mesta ógn stjórnmálanna?
Framganga Dominiques Strauss-Kahn þarf alls ekki að vera brot á lögum, eða ekkert glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað. Hins vegar segir Dominique Strauss-Kahn að hann hafi brugðist bæði trygglyndri konu sinni og frönsku þjóðinni. Margt bendir til þess að hann sé haldinn persónuleikaröskuninni sem kölluð er siðblinda. Helstu einkenni hennar eru m.a:
1. Athyglissýki
2. Plottárátta
3. Lygaártta
5. Hugsar um eigin hag umfram hag heildar, eða flokks. Fer frjálslega með fjármuni annara og vald.
6. Taka gjarnan áhættu á annarra kostnað.
7. Eiga erfitt með að greina þegar farið er út af siðferði-sporinu.
8. Brókasótt, og sérstök árátta til þess að fara ekki dult með það.
Siðblindir einstaklingar sækja mjög í störf eins og í pólitík, í fjölmiðla og í fyrirtæki þar sem miklir fjármunir eru undir.
Víða erlendis er tekið mjög hart á siðblindu stjórnmálamanna. Þannig er tekið mjög alvarlega á siðferðilegum brotum t.d. á hinum Norðurlöndunum og í Bretlandi, og menn neyðast til þess að segja af sér. Því miður er það ekki er það ekki reyndin hérlendis. Hér gerist ekkert, sem leiðir til trúnaðarbrest milli stjórnmála og almennings. Siðblindir einstaklingar voru áberandi 2007 innan fyrirtækja og margt sem bendir til þess að þá hafi fjármunir flotið á milli.
Spurningin hvernig stjórnmálaflokkarnir ætla að taka á slíkum aðilum nú eftir hrun, en fyrst þarf að koma til vitundarvakning um að siðblind framganga sé eitthvað vandamál. Fjölmiðlar verða að taka þátt.
Dominique Strauss-Kahn viðurkennir siðferðisbrot en iðrunin virðist yfirborðsleg. Hann hafði sterklega komið til greina sem forseti Frakklands, þrátt fyrir orðspor sitt. Á Italíu er Silvio Berlusconi. Erum við nær Ítalíu, Grikklandi og Frakklandi hvað varðar siðferðiskröfur til stjórnmálamanna, en Norðurlöndunum og Bretlandi, og þá ættum við að spyrja hvers vegna.
![]() |
Siðferðislegur brestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.9.2011 kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2011 | 19:51
Landsliðsþjálfari karla fundinn!
Stórkostlegur árangur kvennalandsliðsins er uppskera fagmennsku. Þegar Sigurður Ragnar tók við tók hann upp ný vinnubrögð. Hann skorti reynslu og þá fékk hann til sín mann með reynslu sem er Guðni Kjartansson. Saman hafa þeir náð ótrúlegum árangri, að sjálfsögðu með stelpunum og öllum þeim sem að landsliði kvenna standa. Hann er búinn að vera 5 ár með landsliðið og þá fer að koma tími á næsta verkefni. KSÍ hefur oft setið undir gagnrýni, en sambandið hefur sýnt að þegar kemur að kvennalandsliðinu getur sambandið staðið sig.
Við eigum til afburða þjálfara innanlands og einhverja þeirra getur Sigurður fengið til liðs við sig. Það á að leggja meira í landsliðin heldur en hefur verið gert. Mismunurinn á að þjálfa kvennabolta og karlabolta er sífellt að vera minni og minni.
Auðvitað eru það svo að margir sérfræðingarnir munu bend á menn eins og Bobby Charlton, Roy Keen eða einhverja þá sem þeir þekkja erlendis. Málið snýst hins vegar um að byggja upp fagmennsku og hana er hægt að fá hér innanlands.
Við eigum að nýta Sigurð áfram til þess að hafa áhrif á kvennalandsliðið, landsliðsþjálfari á að vera í fullu starfi fyrir KSÍ. Það er hægt að fara með kvennalandslið á næsta stig. Með meiri vinnu og meiri stuðningi.
Stórgóður leikur í dag, sem við eigum öll að fagna.
![]() |
Sögulegur sigur gegn Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.9.2011 | 13:42
Til fyrirmyndar
Dómnefnd sem veitti Ragnari Axelssyni fjölmilaverðluan Umhverfisráðuneytisins kemur skemmtilega á óvart með ákvörðun sinni. Ragnar sem hefur verið bæjarlistamaður Kópavogs, og fékk 15 þúsund manns á síðustu sýningu sína í Gerðasafni er einstakur listamaður. Það kom mér á óvart þegar síðasta bók hans var ekki tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það vakti líka athygli mína að hann var ekki valdinn til þess að sýna á Listahátíð. Hef á tilfinningunni að það sé til einhver sérskipuð elíta sem ekki er Ragnari hliðholl.
Sá myndina Andlit norðursins fyrir nokkru og var alveg heillaður.
![]() |
Ragnar Axelsson hlýtur umhverfisverðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2011 | 17:06
Hvað er þetta kona?
Við þjóðin teljum að ríkisstjórnin sé óbilgjörn og beiti okkur ofbeldi. Það er vissulega óþægilegt en við tökum því af karlmennsku. Við völdum þig til þess að leiða þjóina, en þú brást okkur. Hvar varst þú þegar þegnar þínir voru matarlausir? Þjóðin varð að fara í biðraðir hjál hjálparstofnunum til að fá mat. Þjóðin leitaði til þín þegar Hollendingar og Englendingar kröfðu okkur um ósanngjarnar greiðslur vegna Icesave. Þú lagðist kylliflöt fyrir þeim og öll þín þjónustuhörð ásamt gosanum honum Steingrími. Þú vildir setja á okkur milljarða milljóna birgðar. Þá kom Ólafur og gaf okkur val um að hafna samningum sem við og gerðum. Og hvar er skjaldbogin sem þú lofaðir okkur. Þú afhentir erlendum útrásarvíkingum bankanna og gafst þeim skotleyfi á heimilin í landinu og fyrirtækin.
Kona, ekki saka aðra um óbilgirni og hroka, þegar þú hefur sýnt okkur verkin þín.
![]() |
Óbilgirni og ofbeldi á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.9.2011 kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.9.2011 | 18:55
Skjaldborgin um heimilin fundin!
![]() |
24,4 milljarða hagnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2011 | 09:14
Út að gagna með hundinn í bandi!
![]() |
Krefur forsetann svara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2011 | 22:17
Fengur að Illuga
![]() |
Illugi aftur á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.9.2011 | 07:26
Næsti landsliðsþjálfari fundinn?
![]() |
Heimir hættir og Magnús tekur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2011 | 09:52
22 dagar til stefnu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.9.2011 | 12:29
Rangfærslur um verðtrygginguna.
Vertrygging á Íslandi var tekin upp með svokölluðum Ólafslögum 1979. Nokkru fyrir þann tíma höfðu innstæðueigendur í bönkum verið rændir og þeir sem skulduðu sáu skuldirnar fuðra upp. Það borgaði sig að skulda á þessum árum. Ástæðan var óstjórn í efnahagsmálum. Það þurfti að kenna þjóðinni að umgangast verðtryggð lán, og margir hrukku upp við það að lán þeirra hækkuðu á mælikvarðanum króna. Þeir hrukku einnig við, vegna þess að skyndilega var kominn sá tími skuldarar þurftu að greiða lánin aftur. Rétt eftir 1980 gerðist það að svokölluð lánskjaravísitala hækkaði meira en launavísitalan. Of mikið var gert úr þessum þætti og hann ranglega talinn helsta ástæða greiðsluerfiðleka sem urðu um 1982-1985. Á þessum tíma þótti vertryggt lán með 3% vöxtum hátt lán.
Fljótlega upp úr þessum tíma fara vextir á verðtryggðum lánum að hækka. Helsta ástæaða þess er fákeppni á lánamarkaðinum. Lífeyrissjóðirnir voru litlir, margir og oft á tíðum ekki nógu vel reknir. Til þess að koma rekstri þeirra í lag, hefur verið samráð milli lífeyrissjóðanna og þeir þrýst vöxtunum upp. Þetta hefur oft verið gert í samráði og samstarfi við bankanna.
Þeir Íslendingar sem búið hafa erlendis hafa borið saman vexti af húsnæðislánum hérlendis og í nágrannalöndum okkar og sá samanburður er Íslandi mjög í óhag. Ástæaðan er fyrst og fremst upphæð raunvaxta, en ekki verðbólgan.
Þegar við ætlum að taka á málum, er það oft gert á öfgafullan hátt, og án þekkingar á verkefninu. Það er einmitt það sem verið er að gera nú með því að koma með óvertryggð lán. Þar með er ég ekki að segja að óvertryggð lán séu ekki æskileg, en þá þarf að taka a fleiri þáttum, þannig að ekki sé verið að koma með enn eina leiðina sem mismunar þjóðfélagsþegnunum.
ESB sinnar halda því fram að vextir af húsnæðislánum muni lækka með inngöngu í ESB. Það gerir það ekki með inngöngunni einni saman, hugsanlega gæti það haft einhver áhrif að setja upp slík skilti í Öskuhliðini á gönguleiðinni þar sem fulltrúar lífeyrissjóðanna ákveða saman vextina sem þeir ákveða fyrir Íbúðalánasjóð.
![]() |
Fá að veita óverðtryggð lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10