21.3.2012 | 14:49
Fjármálaeftirlitið búið að kæra aðalsökudólg hrunsins?
Nú nærri fjórum árum eftir hrunið eru afar fáir eða engir sem við gætum flokkað undir útrásarvíkinga sem hafa farið fyrir dóm.
Í Vikunni er viðtal Sigrúnu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjós starfsmanna Kópavogsbæjar. Hjá henni kemur fram það sem svo oft gerist í glæpamálum, að þeir stóru sleppa, en síðan er fundinn einhver sem sökinni er skellt á.
Það vekur athygli að sá sú af stjórnum Lífeyrissjóðanna sem minnstu töpuðu í hruninu, skuli ein sæta ákæru, í stað þess að hljóta lof fyrir. Stjórn lífeyrissjóðsins stóð frammi fyrir því að hafa 500 milljónir, og fáir eða engir útlánamöguleikar. Þau völdu því að lána Kópavogsbæ, eftir að hafa ráðfært sig við Fjármálaeftirlitið.
Þegar farið var að tala um fangelsi, brugðust fjórir stjórnarmenn sjóðsins, þau Flosi Eiríksson, Jón Júlíusson, Ómar Stefánson og Sigrún Guðmundsdóttir við með því að þau hafi ekkert vitað og framkvæmdastjóri sjóðsins Sigrúnu Bragadóttir og Gunnar I. Birgisson hafi farið á bak við þau. Eftir rannsókn var öll stjórnin og framkvæmdastjórinn kærð.
Það ömurlegasta við þetta mál er að í viðtalinu segir Sigrún frá því að hún hafi fengið símtal frá lögmanni, sem sat með tvo stjórnarmenn fyrir framan sig þar sem verið var að samræma málatilbúnað, framkvæmdastjórinn átti að skella skuldinni á Gunnar Birgisson einan.
Hver er þessi lögmaður? Hverjir voru stjórnarmennirnir tveir? Skýrir þetta afstöðu fjögurra stjórnarmanna hversu lítilmannlegt sem það nú er?
Viðtalið við Sigrúnu Bragadóttur er átakanleg lýsing á því, þegar opinberir aðilar gefa skít í þá sem reyna að sýna ábyrgð, en dekra við skúrkana.
![]() |
Á níunda tug mála til ákæruvalds |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.3.2012 | 18:31
Normaður númer fimmmilljón, er Íslendingur!!!!!!
Mikill fögnuður er nú í ráðherrabústaðnum. Normaður númer fimmmilljon er Íslendingur. Að þessu hefur íslenska ríkisstjórnin stefnt leynt og ljóst frá því að hún tók við. Vegma aðgerarleysi ríkisstjórnarinnar innanlands hafa þúsundir Íslendingar flutt til Noregs, sérstaklega ungt fólk. Stór hluti þess kemur aldrei til baka.
Gleði ríkisstjórnarflokkana er hrein og sönn. Saman vilja þau búa hér til Íslenska Alþýðulýðveldið í anda Austur Þýskalands, þar sem Svavar Gestsson og Indriði Þorláksson hlutu sína flokksþjálfun.
Í Noregi taka menn eins og Snæbjörn Björnsson á móti Íslendingunum, en Snæbjörn var afar einmana út í Noregi fyrir hrun. Nokkrir Íslendingar eru þó að flytja til baka, og vilja taka slaginn við ríkisstjórnina sem nú óðfluga nágast 10% fylgið.
"Megi ríkistjórnin hanga út tímabilið, segja þeir sem Samfylkingin og VG muni ekki ná 5% markinu, og vilja stofna safn um þessa flokka. Helst hafa Jóhönnu og Steingrím til sýnis á safninu. Öðrum við viðvöruar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2012 | 15:02
Gylfi Þór settur út úr landsliðinu!
Það er alltaf erfitt að segja hvaða íslenskur leikmaður er bestur hverju sinni. Flestir myndu í dag eflaust nefna Gylfa Þór Sigurðsson. Það þætti fáránlegt að velja hann ekki í landsliðið, eða taka hann út úr því. Samt sem áður hefur Gylfi verið í þeirri stöðu. 2008 spilaði Gylfi Þór með unglingalandsliði Íslands en datt síðan út úr liðinu, og hópnum. Guðjón Þórðarson segir í viðtali í Fréttablaðinu að hann hafi bent forráðamönnum KSÍ á mikla hæfileika Gylfa, en án árangurs.
Nú er það svo að Gylfi Þór er ekki eini afburða leikmaðurinn sem ekki fær náðina hjá yngri landsliðunum. Gott dæmi er að Eyjólfur Sverrisson komst hvorki í drengja eða unglingalandslið. Sagt var að það væri of langt tll Sauðárkróks til þess að velja þennan strákling. Eyljólfur fékk hins vegar tækifæri í U21 og sló í gegn og fór í atvinnumennsku.
Það er mjög mikilvægt að þeir bestu fái tækifæri með landsliðunum og öðlist reynslu. Ekki er alltaf sjálfgefið hverjir verði góðir og hverjir ekki. Það er heldur ekki víst að þeir sem eru góðir 15-19 ára verði þeir bestu síðar. Þess vegna verður að koma til mat þjálfarans á getu leikmannsins í dag, en einnig til framtíðar.
Einn fremsti þjálfari allra tíma sagði um unglingalandsliðin: "Ef þjálfari í drengja og unglingalandsliðum gengur ítrekað fram hjá leikmönnum sem síðar komast í 21 manna A landsliðshóp, ætti hann mjög alvarlega að hugsa hvort hann sé hæfur í starfið. A.m.k. gera alvarlegar breytingar á vinnubrögðum sínum. Ef hins vegar besti leikmaðurinn í A landsliðinu, kemst ekki í unglingaliðin, þarf stjórn knattspyrnusambandsins að taka ráðningamál þjálfara til alvarlegrar endurkoðunar, og endurmeta hæfi sitt til þess að ráða þjálfara."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2012 | 16:36
Öfgasinnar og ofbeldislýður veður uppi.
Þeir fræðimenn sem skrifðu um hrunið vöruðu margir við því að í kjölfarið væru kjöraðstæður fyrir alls kynns öfgahópa, og þeir höfðu rétt fyrir sér. Hér hafa sprottið upp mótorhjólagengi sem kennd eru við erlend glæpasamtök. Hér hafa ekki komið fram nýnasistar eins og einhverjir óttuðust, en kommúnistarnir sem eru sambærilegir öfgasinnar hafa náð ríkisstjórn Íslands og stjórna nú Íslandi með skelfilegri niðurstöðu.
Allt sem minnir á kristni eða kristin gildi hatar þetta lið. Almenningur er búinn að fá nóg.
![]() |
Vill ekki auka framlög til Hjálpræðishersins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
16.3.2012 | 00:31
Frábært fyrir iðnaðinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2012 | 19:08
Hvert fór Rússagullið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.3.2012 | 00:04
Töldu á sig ráðist síðastliðinn sunnudag!
Hjá flestum eru sunnudagar, dagar hvíldar og friðar. Fyrir marga var það alls ekki raunin síðastliðinn sunnudag. Rétt eftir hádegið er Silfur Egils á dagskrá í Ríkissjónvarpinu. Að vanda var þættinum skipt í þrennt. Aðalgestur þáttarins var Bent Jensen danskur sagnfræðingur, sem er sérfræðingur í málefnum kommúnista. Hann segir það sem flestum upplýstum mönnum á að vera ljóst að kommúnisminn er alveg jafn hættulegur og nasisminn. Þessu eru bæði íslenskir kommúnistar og kollegar þeirra á Norðurlöndunum afar sárir að sé upplýst.
Sárindi sunnudagsins er að sjálfsögðu í herbúðum bæði Samfylkingarinnar og Vg, svo og viðhengi þeirra Hreyfingunni. Bent upplýsti að forystumenn kommúnista á Norðurlöndunum hafi verið á launum við þessa iðju sína. Telja verður mjög líklegt að svo hafi einnig verið um forystumenn íslenskra kommúnista. Bent upplýsti einnig að virkni kommúnista hafi verið meiri hérlendis en víðast hvar annars staðar.
Helstu ráðgjafar ríkisstjórnarinnar halda ekki vatni yfir þessari heimsókn í sjálft ríkissjónvarpið. Hvenær fengi þessi maður að koma í ríkissjónvarpið í Rússlnadi. Stuðningsmenn Íslenska alþýðulýðveldisins eru brjálaðir. Ekki náðist í Jóhönnu, Steingrím, Álfhildi eða Svavar.
Ekki nóg með þetta heldur kom Kristrún Heimisdóttir fyrrum aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og sagði að réttarhöldin yfir Geir Haarde væru hneigsli. Það setti Samfylkingararm Íslanska kommúnistaflokksins en einnig VG hluta hans á annan endann.
Þriðji þátturinn í Silfrinu var síðan viðtal við Frosta Sigurjónsson, sem Samfylkingararmurinn segir að Egill hafi átt að vita að væri ekki hrifinn af ESB. Egill leyfði Frosta að rústa öllum málflutnigi ESB sinna.
Spurningin hversu lengi þöggunarliðið leyfir að Egill Helgason fái að stjórna þessum þátt. Að ráðast á ríkistjórnarflokkana og það á sunnudegi. Verður það liðið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2012 | 23:41
Sigurvegarinn í Samfylkingunni
Var bent á afar áhugavert viðtal við Frosta Sigurjónsson í Silfri Egils í dag og leit inn. Stoppaði við þegar ég sá að Kristrún Heimisdóttir var í þættinum, en mér finnst hún vera málefnaleg, en jafnframt hörð í horn að taka.
Kristrún lýsir yfir vanþóknun á réttarhöldunum yfir Geir Haarde. Um það að hún hélt ræðu um þetta mál í Hörpu sagði hún: ,,Ég hef verið kjöldregin í mínum eigin flokki af mörgum fyrir að gera það, en ég hefði verið aumingi ef ég hefði ekki gert það". Það var ekki nema von að Egill Helgason segði af lokinni tölu Kristrúnar, ein mesta ræða sem haldin hefur verið í Silfrinu.
Samfylkingin sem á í miklum forystuvanda, þar sem þeir finna ekki leiðtoga til þess að taka við flokknum. Ég get vel skilið að andstæðingar Samfylkingarinnar vilji að flokkurinn líti fram hjá Kristrúnu, en ég sé engan fulltrúa jafn frambærilegan, og ekki einu sinni nálægt getu hennar.
Í siðareglum sem Samfylkingin var að setja segir m.a. ,, Við tökumst á við ágreining og viðurkennum að hann er eðlilegur hluti af samskiptum þar sem frjáls skoðanaskipti fara fram". Það er eðlilegt að skoða hvað Kristrún segir í þessu ljósi.
Nú skiptist Samfylkingin í þrjú flokksbrot gamla Alþýðuflokkinn, Kvennalistann og gamla Alþýðubandalagið sem jafnframt inniheldur Þjóðvaka. Flokksmenn vita að vandinn fyrir næstu kosningar er mjög mikill. Nýr foringi þyrfti að taka við í síðasta lagi um mitt þetta ár, ef takast á að koma í veg fyrir algjört afhroð. Fyrir því er ekki skilningur hjá Jóhönnu eða flokksforystunni.
Á meðan Samfylkingin sekkur, kennir Kristrún Heimisdóttir lögfræði á Akureyri. Eiríkur Bergmann sagði nýlega að það síðasta sem Ísland þarf á að halda, og þá væntnanlega Samfylkingin ekki heldur. Eftirspurnin eftir Kristrúnu er því sennilega ekki til staðar innan Samfylkingarinar.
Bloggar | Breytt 12.3.2012 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2012 | 19:54
Samfylkingin fyrirleit og hafnaði Steingrími og gerir enn!
Við hrunið taldi Geir Haarde að réttast væri að mynda þjóðstjórn og fá inn í hana VG og Steingrím og Framsóknarflokkinn. Nú skyldu hagsmunir þjóðarinnar vega þygra en hagsmunir flokkana. Ef nokkru sinni væri tími til samstöðu væri það nú.
Nei sagði Ingibjörg Sórún, nei sagði Jóhanna, nei sagði Össur og nei sagði Björgvin Sigurðsson, frekar fer íslenska þjóðin endanlega á hausinn, en að taka ófétið hann Steingrím Sigfússon í ríkissjórn.
Síðar skipulagði VG uppreisn, og þá sá Jóhanna sér leik á borði, ef Steingrímur gerði allt sem henni þóknaðis fengi hann að sofa hjá Jóhönnu...... til fóta.
Steingrímur var fjótur til svars: ,, Ef við fáum að koma uppí, gerum við allt. Sækjum um aðild að ESB og hvað sem þú óskar þér"
,,Gott", svaraði Jóhanna
,, og enga ketti"
,, Kettir verða gerðir útlægir" svaraði Steingrímur.
,, Þú hefur örugglega engin lík í lestinni Jóhanna" spurði Steingrímur
,, Alls engin, ég sá ekkert, heyrði ekkert og skildi ekkert" svaraði Jóhanna
,, Gott" svaraði Steingrímur
,, Þá erum við eins hvað þetta varðar , og verðum það"
![]() |
Davíð átti að vara okkur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.3.2012 kl. 07:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2012 | 00:09
Gylfi minn, gleymdir þú ekki einhverju?
Gylfi Magnússon dósent við Viðskiptadeild HÍ fer mikinn þegar hann kemur fram í fjölmiðla í dag. Hann segir Seðlabankann hafa ákveðið að lána Kaupþingi nánast allan gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Gylfi segir það eðlilegt sé að draga einhvern til ábyrgðar, ábyrgðin liggi hjá Seðlabanka og þáverandi ríkisstjórn. Nú er bara eðlilegt að skoða þennan þátt. Eflaust hafa verið teknar einhverjar rangar ákvarðanir á hrundögunm sjálfum.
Gylfi geymir hins vegar alveg öðrum gjörningi. Samningunum um Icesave. Þá var Gylfi Magnússon efnahags og viðskiptaráðherra. Þá sagði Gylfi að þjóðin réði vel við þann suldabagga sem hann og ríkisstjórnin ætluðu af ástæðulausu að setja á þjóðina. Byrði sem hefur verið reiknuð á yfir 500 milljarða. Mér dettur ekki í hug að Gylfi Magnússon sé pólitískur loddari. Hann mun alveg örugglega á allra næstu dögum leggja til formega kröfu um réttmæta rannsókn á Icesavemálinu. Ef niðurstaðan er jafn slæm og margir ætla, að leggja til að hann sjálfur fái refsingu, og þeir ráðherrar sem að málinu komu fari fyrir Landsdóm.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10