9.2.2012 | 09:46
Kínverski gulltappinn
Á skólaárum mínum leigði ég íbúð í miðborg Reykjavíkur. Í húsinu bjuggu fleiri aðilar, m.a. ung kona, lítið eitt eldri en ég, Hún hafði afar ung hafði ákveðið að kanna öll skúmaskot mannlífsins af eigin rammleik. Íbúar hússins voru mis vel fjáðir um hver mánaðarmót þegar greiða átti húsaleiguna. Þessi vinkona mín átti ekki við það vandamál að stríða. Hún kom sér upp ,,gulltappa" sem sá um slíkar greiðslur. Lengst af var það stýrimaður sem kom sjaldan í land, og hann sá um að húsaleigan yrði alltaf þann fyrsta hvers mánaðar. Það var gaman þegar gulltappinn kom í land. Í eitt skipti er öllum íbúum hússins boðið upp í mat. Þá var skipkokkurinn kominn með stýrimanninum og það voru eldaðar Argentískar nautalundir sem rennt var niður með rússneskum vodka. Vinkonan var í samkvæminu klædd í bleika, blúndusamfellu og netsokka.
Í eitt sinn fór húseigandinn í tveggja mánaða frí erlendis og þegar hann kom til baka, kom í ljós að nú voru gulltapparnir orðnir tveir, báðir greiddu húsaleiguna. Stýrimaðurinn var að setjast að á Nýa Sjálandi og hann vissi ekki að nýi tappinn var tekinn við.
Lífið endurtekur sig í sífellu. Nýjar ungar konur og nýjir gulltappar, sem greiða húsaleiguna. Ein skuldug stúlka, Samfylkingin, fékk sér gulltappa til þess að greiða niður skuldir sínar. Sá átti flottar skútur, íbúðir erlendis og var örlátur. Svo harðnaði á dalnum, en dýru leikfönginn hans voru fjármögnuð með lífeyri gamla fólksins á Íslandi. Því leitaði maddaman að nýjum gulltappa. Sá kom frá Kína. Hún klæddi sig upp í samfelluna og netsokkana, og bíður þess nú að húsaleigan verði greitt, tímanlega. Tilbúin í hvaða fjör sem er.
![]() |
Kína kaupir í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.2.2012 | 00:20
Með rauðan .........afturenda!
Eftir arfaslaka frammistöðu í Kastljósi í gærkvöldi á móti Hauk Hafsteinssyni framkævmdastjóra Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisstofna var komð að viðtali við Ögmund Jónassyni í Kastljósi í kvöld. Nú má vel vera að starfsmenn Kastljóss telji það hlutverk sitt að upphefja ráðherra ríkistjórnarinnar. Hafi það verið hlutverkið tókst það fullkomlega, á kostnað starfsmanna Kastljóss.
Niðurstaðan var niðurlæging fyrir Helga og Kastljós. Ögmundur sem hér á árum áður var mjög öflugur fjölmiðamaður rúllaði Helga Seljan upp. Réttilega benti Ögmundur á að til þess að fara yfir mál lífeyrissjóðanna þyrfti þekkingu og að kafa ofan í málið. Helgi hefði ekki burði til þess. Ég vorkenndi stráknum í lok þáttar. Hann hefur eflaust ekki farið til Akureyrar um kvöldið. Sennilega ekki getað setið í sætinu allan tímann. Ögmundur rassskellti guttann, verðskuldað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Lífeyrissjóðirnir hafa legið undir miklu ámæli og ekki að ástæðulausu. Þeir töpuðu hunduðum milljarða í hruninu og það mun bara koma niður á lífeyrisréttinum landsmanna. Rangar ákvarðanir, þekkingarleysi og jafnvel spilling eru í umræðunni.
Hafa menn verið að bera ábyrgð? Aðeins stjórnarmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar hefur verið stefnt og það fyrir að hafa sennilega farið á svig við reglur, en þar með bjargað umtalsverðum fjármunum sem annars hefðu glatast í bankahruninu. Ef stjórnarmennirnir hefðu með aðgerðum sínum skaðað lífeyrissjóðinn eða Kóavogsbæ hefði ég skilið ákæruna, en ekki miðað við þessar forsendur.
Í kvöld skyldi taka á máli lífeyrssjóðanna, þegar Helgi Seljan féttamaður fékk Hauk Hafsteinsson framkvæmdastjóra LSR í þáttinn. Í upphituninni mátti strax sjá hvert stefndi. Helgi setti á sig boxhanskana og átti hvert vindhöggið, eftir annað. Haukur sagði ferðir starfsmanna erlendis hefðu verið vinnuferðir en ekki boðsferðir. Það er vissulega sjónarmið. Ef verið er að lána í fjárfestingu t.d. erlendis væri það ábyrgðarleysi að skoða ekki viðkomandi dæmi. Þetta er sjónarmið, skoða verður þá hvert dæmi fyrir sig. Ómarkvissum dylgjum var svarað á markvissan öruggan hátt. Í lokin sá ég ekkert í þættinum, sem gaf ástæðu til þess að fella dóm yfir Hauki Hafsteinssyni. Þvert á móti ber ég virðingu fyrir svona frammistöðu.
Það er hins vegar áæmlisvert að forráðamenn Kastljóss skuli ekki sjá sóma sinn í því að senda öflugan spyrill sem getur spurt fagspurninga í alvöru verkefni eins og þetta. Fyrir starfsmenn Kastljóss var frammistaðan verri niðurlæging en 7-1 tap Blakburn fyrir Arsenal um helgina.
![]() |
Ekki tilefni til að víkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.2.2012 kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2012 | 11:52
Hún fékk mig til þess!
Uppákoman í bæjarstjórnarmálunum í Kópavogi tekur á sig sífellt fuðulegri myndir. Stórgóð grein Jóhanns Ísbergs í Mogunblaðinu í morgun fer yfir málið á afar skemmtilegan hátt. Tveir flokkar úr fyrrverandi meirihluta Kópavogslistinn og Næst besti flokkurinn yfirgáfu meirihlutann og söðust ekki geta unnð með Samfylkingunni. Þegar þeir höfðu kynnt sér vinnubrögð Guðríðar Arardóttur sást undir hælana á bæjarfulltrúunum.
Nú bregður svo við að á sömu síðu og grein Jóhanns birtist, er lítil grein, eða yfirlýsing frá Hafseini Karlssyni, Pétri Ólafssyni bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar og Ólafi Þór Gunnarssyni bæjarfulltrúa VG. Þar ruddaleg framganga Guðríðar réttlætt, hún hafi fyrst og fremst verið fólgið í því að ,,hjálpa" Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra. Sérstök afneitun! Minnir á þegar komið er að eiginkonunni með ljótt glóðurauga eftir eiginmanninn, komi skýringin að eiginkonan hafi gengið á hurð. Ef lengra er gengið á gerandann, þá kemur svarið: ,, Hún fékk mig til þess"
Ólafur þessi var leiddur niður á Alþingi til þess að samþykkja Icesave sem forfallaþingmaður og þeir félagarnir Hafsteinn og Pétur léku m.a. að spinna lygavefinn um Kópavogsbrúna og leika báðir í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan. Þeir eru því í góðri æfingu að hagræða sannleikanum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.1.2012 | 22:03
Stöðvið heiminn, hér vil ég út!
Staða í bæjarstjón Kópavogs er afar þröng um þessar mundir. Eftir bæjarstjóraævintýri Guðríðar Arnardóttur ákváðu samstarfsflokkarnir Næst besti flokkurinn og Kópavogslistinn að vilja ekki vinna í meirihlutanum, eða réttara sagt ekki með Guðríði og Samfylkingunni. Það er ekki verið að kvarta yfir þeirri áráttu Guðríðar að segja ekki satt og heldur ekki þörfinni fyrir að plotta og spila leiki, nei samstarfsfólk hennar þolir ekki að Guríður setur eigin hagsmuni ávallt í fyrsta sæti og að hún skuli ekki hafa neitt samviskubit að rústa lífi þeirra sem í vegi henni verða. Framgangan gagnvart bæjarstjóranum er tekið sem gróft dæmi um þetta.
Þegar á reynir kemur líka veikleikar nýrra flokka á Íslandi. Reynslu og þekkingarleysi. Sagan segir okkur að síðustu áratugina lifa nýjir flokkar ekki nema skamman tíma. Þessir tveir flokkar vilja nú vera í minnihluta og deyja síðan. Þessi stjórnarseta var þeim um megn.
Sætasta stelpan á ballinu er komin uppí og til í hvað sem er, en liggur fyrir með súkkulaðiskálina, klædd í djörf undirföt frá Tantra en enginn vill koma uppí, þrátt fyrir að stúlkan þyki nautgreind.
Þá er það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. Enginn treystir Guðríði, og Hafsteinn Karlsson þykir hafa spilað slæma leiki á kjörtímabilinu. Hjá Sjálfstæðisflokki er staðan líka veik, því Ármann hefur ef eitthvað hafa veikt stöðu sína frá því að hann tók við sem oddviti. Hins vegar eru miklir kærleikar milli Ármanns og Guðríðar, sem skilja vel hvort annað sem aðrir gera ekki. Guðríður beitti sér þannig í síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og smalaði til stuðnings Ármanni.
Bæði Áramann og Guðríður gera kröfu um bæjarstjórastólinn, en talið er að mikil andstæða verði við slíkt. Hugsanlegur möguleiki er að hin metanaðrfulla Magrét Björnsdóttir bjóðist til að taka verkefnið að sér en vantar sennilega stuðning annarra bæjarfulltúra til þess. Aðrir munu krefjast þess að núverandi bæjarstjóri sitji áfram, en Guðrún Pálsdóttir hefur nú almennan stuðning og samúð í bænum.
Ef niðurstaðan verður að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG myndi meirihluta, verður það súrsæt blanda. Flestir bæjarbúar vildu eflaust helst að kosið yrði að nýju. Fyrirfram hljóta að vera til staðar miklar efasemdir um traust á milli bæjarfulltrúanna. Almennir félagar í þessum stjórnmálaflokkum munu ekki líða neinn refshátt. Í upphafi er ekki traust á milli bæjarfulltrúa, og síðan ekki traust fokksmanna á bæjarfulltrúm samstarfsflokkana, og eigin bæjarfulltrúum. Það er ekki góð byrjun.
![]() |
Vill viðræður næst án VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.1.2012 | 23:41
Rubbish in, rubbish out
![]() |
Líklegt að ríkið myndi bera kostnað við niðurfellingu skulda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2012 | 18:55
Ekki alveg viss!
Í íþróttum er afar mikilvægt að hugsa fyrst og fremst um það sem við ætlum að gera en ekki eyða orkunni í það sem hinir ætla sér. Þeir sem fyrst og fremst hugsa um andstæðinginn, bera meiri virðingu fyrir andstæðingnum en sjálfum sér. Niðurstaðan er yfirleitt tap.
Ég rifjaði þetta upp þegar ég var spurður um álit á umsögn Þráins Bertelssonar í Silfrinu í dag, en þar sagði hann víst eitthvað á þá leið að eitt helsta verkefni VG væri að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist til valda. Þráinn var kosinn á Alþingi til þess að koma einhverju í verk, en ekki að koma í veg fyrir að einhverjir aðrir gerðu það. Hér á blogginu lýsti ég þeirri skoðun minni að áhugavert væri að fá Þráinn á þing. Hann myndi a.m.k. örugglega gera þingið skemmtilegra. Því miður hefur dvöl hans á Alþingi verið drama fremur en kómik. Bæði fyrir okkur og hann. Þráinn ætti að láta vera að hnýta í Ögmund því Ögmundur hefur unnið fyrir kaupinu sínu. Sjálfstæðisflokkurinn kemst brátt til valda og þá verður VG í stjórnarandstöðu, eða sá hluti liðsins sem eftir er. Þá er Þráinn kominn heim, til þess að skrifa bækur, sem nú seljast notaðar á 50-100 kr. Þær gerast vart ódýrari.
![]() |
Titringur og erfiðleikar á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2012 | 00:22
Að fara eftir sannfæringu sinni.
Eftir hrun fóru fram umræður um nýtt Ísland. Flestir vildu aukið lýðræði, rökræðu í stað áróðurs, Margir vildu einstaklingskjör eða að minnsta kosti minnkað flokksræði. Við vildum að stjórnmálamenn okkar hefði stefnu og markmið, sem þeir legðu fyrir okkur, þannig að við gætum metið frammistöðu sína.
Nýlega sagði Árni Páll Árnason fyrrverandi ráðherra, að meirihlutaræðið hafi aukist eftir hrun. Það hefur flokksræðið gert líka.
Í kosningu um frávísun á þingályktunartillögu Bjarna Benediktssonar gengu nokkrir þingmenn mjög langt til þess að fara eftir sannfæringu sinni. Ræður þeirra Guðfríðar Lilju og Atla Gísla voru afburða góðar. Framganga Össurar Skarphéðinssonar sem flýtti försinni erlendisfrá sýndi ótrúlega einbeittan vilja og sterka réttlætiskennd. Þó ég viti það ekki fyrir víst, held ég að Katrín Júlíusdótir hefði fellt frávísunartillöguna. Ásta Ragnheiður sínir mikinn kjark að setja emæbtti forseta Alþingis undir.
Niður á þingi urðu áhorfendur vitni að afar sérstakri uppákomu. Logi Már Einarsson varaþingmaður Samfylkingarinnar, arkitekt frá Akureyri var á staðnum en var ekki heimilað að koma ,,inná" í staðinn fyrir Sigmund Erni Rúnarsson. Marg ítrekað var reynt að hringja í Sigmund, sem var með slökkt á síma sínum. Einhver húmoristinn skaut að yfirspenntum stjórnarliðum að Sigmundur hefði örugglega gert það viljandi svo Logi Már gæti ekki kosið. Éitt augnablik héldu áhorfendur að slagsmál myndu brjótast út, eins og sést hefur á ,,heitari" þingum erlendis.
Á sama tíma og margir fagna því að hlýðni við formenn stjórnarflokkana minnkar, verða stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar að virða sjálfstæðar skoðanir innan sinna raða. Sterkir einstaklingar geta mótað sér sjálfstæðar skoðanir á málum og hafa þann manndóm að fylgja þeim eftir. Eins og alþjóð veit nú, þá þarf sterk bein fylgja sannfæringu sinni hverju sinni.
![]() |
Frávísun felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2012 | 20:49
Veit ekki!
Eygló Harðardóttir var ein þeirr sem vildi ekki að Alþingi fjallaði aftur um ákæru Alþingis á Geir Haarde. Hún segir að fæstir þingmenn hafi verið að greiða atkvæði um slíkt, heldur um eitthvað allt annað. Það er einmitt að sem margir uppliftðu þegar þer sáu meirihlutahjörðina fylgja Jóhönnu og Steingrími. Eygló Harðardóttir var bara saklaust fórnarlamb sem hafði ekki hugmynd um havð hún gerði.
Kannski föst í eigin sannfæringu, eigin staðfestingarskekkju. Veit ekki.
Það er mikilvægt að minnast þessa þegar næsta ríkisstjórn er mynduð. Konan úr Vestmannaeyjum sem vildi ekki umræður, af því að hún vissi ekkert um hvað hún var að fjalla um.
Hvað hefur slíkur þingmaður að gera í ráðherrastól, þar sem þarf skýra hugsun?
Ég játa að Eygló hefur oft staðið sig vel, en í stórum málum þurfa grundvallarþættir að vera á hreinu.
![]() |
Kannski föst í eigin sannfæringu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2012 | 22:57
Þingkona réttlætisins?
Hún er furðulegur fugl hún Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar. Hún fór á þing sem einu fulltrúar þjóðarinnar eftir Búsáhaldabyltinguna. Það skyldi komið á betri vinnubrögðum og siðum. Fljótlega eftir á Alþingi var komið, kom í ljós að hún hafði afskaplega frátt fram að færa. Þá ákvað hún í stað þess að breyta Íslandi, að breyta heiminum. Hún valdi sér Wikileaks til þess að hafa eitthvað fyrir stafni, á meðan almenningur á Íslandi borgði launin hennar. Að nafninu til mætti hún á Alþingi. Í Bandaríkunum eru þessi samtök grunuð um að brjóta landslög, og af einhverjum ástæðum óskuðu bandaríks stjórnvöld eftir að fá twitterfærslur Birgittu.
Flestir hérlendis sýndu þessu uppátæki Birgittu umburðarlyndi, þó víða um heim væri hún fordæmd. Brigittu þótti hins vegar afar skemmtilegt að komast í sviðsljósið.
Julian Assange stofnandi Wikileaks var sagður á árum áðum hafa verið harkari, og á Wikipedia segir: ,,Í undirheimum internetsins var hann þekktur undir heitinu mendax og var þekktur fyrir að geta skurkað sig inn á flóknustu öryggiskerfi heims. Ein af höfuðreglum hans, sem hann nefnir í bókinni Underground, var að skemma aldrei þau tölvukerfi sem hann brýst inn í." Nú segir Julian Assange að Wikileaks brjótist ekki inn í tölvukerfi.
Svo vill þó til að einn af fáum íslenskum samstarfsmönnum Wikileaks er barnungur strákur, sem hefur vakið athygli fyrir tölvuhark á Íslandi. Í raun er nú ekki mikill lagalegur munur að brjótast inn í tölvukerfi eða brjótast inn í hús.
Þegar Birgitta hafði starfað í allnokkurn tíma með Wikileaks vöktu samskipti þingkonunnar við þennan barnunga strák, sem m.a. hafði verið kallaður fyrir hjá yfirvöldum nokkra athygli. Voru þau viðeigandi? Varla var þingkonan að kenna barninu mannkynsögu.
Þessi samskipti urðu síðan enn umdeildari þegar njósnatölva fannst í Alþingishúsinu, á sömu hæð og þingmenn Hreyfingarinnar. Það er varla hægt að ásaka fólk fyrir að leggja saman tvo og tvo. Birgitta varð alveg orðlaus og vissi bara ekki nokkurn skapaðan hlut.
Það sem vekur ekki síður furðu að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir héldu málinu leyndu fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í rúmt ár! Hver var tilgangurinn með yfirhylmingunni?
Það er alls ekki hægt að saka fólk fyrir að um að fara sannfæringu sinni, en það eru takmörk hversu langt má gagna. Ég þykist sannfærður um að Birgitta óskar eftir að skipuð verði rannsóknarnefnd í njósnatölvumálinu og ég skora á hana að koma fram með tillögu um slíkt á Alþingi.
Nú er Birgitta aftur oðin orðlaus. Vegna þess að Ögmundur Jónasson fer eftir sannfæringu sinni. Hún telur að Ögmundur eigi að segja af sér, fyrir að Ögmundur telur að draga eigi ákæru á hendur Geirs Haarde til baka. Birgitta er að setja sig í dómarahlutverk yfir Ögmundi. Hún gæti þó orðið að fara úr því hlutverki ef og þegar njósnatölvumálið verður tekið fyrir.
![]() |
Frávísunartillaga lögð fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.1.2012 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10