11.1.2012 | 22:36
Sorglegur grínisti!
Jón Gnarr var tekinn á beinið hjá Sigmari Guðmundssyni í Kastljósi. Ég er einn af þeim sem þykir vænt um Jón Garr og kann oft vel að meta húmór hans. Hef verið opinn fyrir hvað Jón hafði í huga að gera, því hann hefur mjög áhugaverðu fólki að skipa í sinni sveit. Þetta var hins vegar verulega ömurlegt. Sigmar spurði og Jón gat ekki svarað. Jón Gnarr svaraði út ú hött, aftur og aftur ekki vegna þess að hann væri fyndinn heldur vegna þess að hann ræður alls ekki við verkefnið. Að öllum líkindum er honum það ljóst nú , hafi honum ekki verið það áður.
Brandarinn gekk ekki upp í kvöld. Þetta var vandræðalegt, reyndar sorglegt. Það sem ég óttast að í kvöld hafi Jón ekki bara gert lítið úr borgarstjóraembættinu, heldur einnig grínistanum Jóni Gnarr. Gamanleikþættinum er lokið, hann fær enga stjörnu. Það hlógu engir, poppið hefði líka mátt vera betra.
Bloggar | Breytt 12.1.2012 kl. 06:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.1.2012 | 13:02
Flokkslausir jafnaðarmenn á Íslandi.
Fjórflokkakerfið sem ríkt hefur á Íslandi undanfarna áratugi, hefur ekki verið til staðar að ástæðulausu.
Við höfum verið með frjálslynda og íhaldsmenn í einum flokki Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn hefur með stefnu eins og stétt með stétt náð til 30-45% kjósenda.
Framsóknarflokkur er miðjuflokkur sem lagt hefur áherslu á landsbyggðina, bændur en í vaxandi mæli leitað á slóðir jafnaðarmanna og frjálslyndra. Hafa veirð með 10-20% fylgi.
Sósíalistar voru lengi vel sterkir, með Alþyðubandalagið gegnu til samstarf við jafnaðarmenn með stofnun Samfylkingarinnar, en átök bæði persónuleg en líka um stefnu leiddu til stofnunar VG. Vaxandi stuðningur við umhverfismál hérlendis, bjó til Vinstri græna. Áherslurnar eru hins vegar mestar á vinstri. Fylgið hefur verið um 10-20%
Jafnaðarmenn voru lengst af í Alþýðuflokki. Af mörgum ástæðum hafa jafnaðarmenn ekki náð eins miklum árangri hérlendi. Þeir hefur tekist m.a. ílla að ná til jafnaðarmanna á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Margir forráðamenn hafa því valið að taka hagsmuni höfðuborgarsvæðissins fram fyrir hagsmuni landsbyggðar. Af þessum sökum m.a. var Alþýðuflokkurinn sterkur á höfðuborgarsvæðinu og síðan að einhverju leiti á Akureyri. Við stofnun Samfylkingarinnar kom fyrsti formaðurinn frá Sósíalistum, síðan frá Kvennalista og nú aftur frá sósíalistum. Það sem verst er fyrir jafnaðarmenn að núverandi flokksforysta er að þurrka áhrif jafnaðarmanna út úr flokknum.
Eftir síðustu uppákomur í Samfylkingunni eru jafnaðarmenn heimilislausir. Einhver hluti þeirra mun eflaust ganga í Sjálfstæðisflokkinn, aðrir í Framsókn, en eftir stendur að heildin hefur engan vettvang. Ég sé ekki að nýju flokkarnir muni leysa þennan vanda. Reynslan hefur líka sýnt að smáflokkar hafa haft afar lítið erindi upp á dekk.
Það hlakkar eflaust í einhverjum við þessa stöðu, en það er misráðið. Hugmyndafræði jafnaðarmanna á sér hljómgrunn meðal margra Íslendinga. Margir hafa t.d. kynnst jafnaðarmennsku þegar þeir hafa búið á Norðurlöndunum eða annars staðar í Evrópu.
Þegar tillögu um landsfund Samfylkingarinnar var vísað til framkvæmdastjórnar fokksins, var verið að hafna nýjum landsfundi. Þeir sem skildu það á annan hátt eru annað hvort byrjendur í pólitík eða félagsmálum, eða þeir voru að skemmta skrattanum.
Það er erfitt að sjá að jafnaðarmenn nái vopnum sínum t.d. með Guðmundi Steingrímssyni og Besta flokknum. Líklegast verður að telja að annað hvort verði Alþýðuflokkurinn endurvakinn, eða nýr flokkur eins og Jafnaðarmannaflokkurinn verði stofnaður. Hvað sem skammtímahagsmuni varðar þá núverandi staða ekki íslenskum stjórnmálum til góðs. Margir úr forystu VG sjá fyrir sér að með núverandi stöðu muni flokkurinn ná yfirburðastöðu á vinstri vængnum og þar með samkeppnina við jafnaðarmenn. Það verður aldrei varanleg staða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2012 | 19:18
Cameron fékk hugmyndina frá Íslandi
Ef ég man rétt þá var það Davíð Oddson sem labbaði sér niður í Kaupþingbanka og tók út sitt fé þegar ofurlaunin voru sett á. Þá voru allir í stjórnarandstöðu á móti Davíð, og því var það algjörlega rangt hjá honum að taka út sparnað sinn. Fréttablaðið, Stöð 2, DV og aðrir Baugsmiðlar voru að sjálfsögðu á móti þessum aðgerðum forsætisráðherrans. Hver voru viðbrögð Egils Helgasonar, Sigurjóns Egilssonar, Gunnars Smára Egilssonar, Hallgríms Helgasonar, Eiríks Bergmanns, og Hallgríms Helgasonar?
Nú eru bankarnir byrjaðir aftur eins og í öðrum löndum og ekki fer Jóhanna Sigurðardóttir og tekur sinn sparnað út. Af hverju?
![]() |
Vill koma böndum á ofurlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2012 | 15:49
Bráðvantar vinstri stjórnmalaflokk sem ekki styður ESB
Það er ekkert að því að styðja aðilarumsókn að ESB, ef það er sannfæring fólks og flokka. Það er skoðun, sem það fólk hefur verið furðu spart á að rökstyðja. Nú er staðan sú að það stefnir í að um 70-80% Íslendinga muni fella samningsdög þegar þau koma fram . Aðrir halda að niðurstaðna verði svipuð og þegar fyrsti Icesave samningurinn var kolfelldur.
Það er hreint með ólíkindum að VG skuli styðja ESB trúboð Samfylkingarinnar með því að styðja aðildarumsóknina. Svo segjast þeir vilja halda öllum dyrum opnum hvort þeir samþykki samningana. Jón Bjarnason hefur af veikum mætti reynt að halda fram útgefinni stefnu VG, og var þess vegna afhausaður sem ráðherra.
Nú þarf nýjan stjórnmálaflokk sem vill ekki í ESB og heldur sig við þá stefnu. Skynsaman og staðfestan vinstri flokk. Flokk sem stendur fastur á grundvallaratriðum en beygir sig ekki, með rassinn út í loftið og allt niður um sig.
![]() |
Forysta VG með of bogin hné |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.1.2012 | 19:43
Jón fær að tjá sig að nýju - frjáls maður!
Öllum er ljóst að að var ekki skoðun Jóns að styðja aðildarumsókn að ESB, en það var stólagjaldið sem Samfylkingin setti á VG fyrir að fá að vera í ríkisstjórn. Samkvæmt stjórnarsáttmála var það ekki skilyrði að þingmenn VG eða ráðherrar afsöluðu sér skoðunum sínum, en í stjórnarsamstarfinu var það grundvallaratriði. Almenn mannréttindi áttu ekki við. Vegna ólýðni sinnar við Jóhönnu, en trúmennsku við kjósendur VG var Jóni fórnað. Steingrímur leiddi Jón sjálfur að höggstokknum. Þegar kom að stundinni og höggstokkurinn blasti við var Jón spurður.
,,Trúir þú á ESB, vilt þú selja sálu þína til þess að berjast fyrir inngöngu í ESB"
Jón svarðaði ákveðið: ,,Nei, ég styð stefnu VG, við teljum að það þjóni ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar að ganga í ESB"
Þá var Steongrímur spuyrður: ,, Hefur þú eitthvað Jóni til varnar"
Nei, nei, sé ekki þetta með aðildarumsókn skipti neinu máli. Svona samþykktir VG gegn aðild að ESB eru bara til trafala"
,,Síðasta óskin", spurðii böullinn
,,Höfuð Árna Páls Árnasonar" svaraði Steingrímur.
,,Lítið verk og löðurmannlegt" svaraði rám kvennmansrödd úr fjarska.
![]() |
Eigum ekkert erindi í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2012 | 20:54
Lýðræðið þegar það hentar mér!
Ólgan innan stjórnarflokkana vex frá degi til dags. Það þarf sterkan leiðtoga til þess að halda sterkum einstaklingum saman. Ekki síst ef þeir eru sjálfir lýðræðissinar og leiðtogar. Þetta hefur ekki tekist hjá VG. Þeir hafa misst mjög hæfa einstaklinga eins og Atla Gíslason, Lilju Mósesdóttur og Ásmund Daða Einarsson. Þessir einstaklingar hefðu hvaða flokkur sem er getað verið stoltir að hafa innan sinna raða. Um það hef ég fjallað áður hér á blogginu. Aðrir óánægðir í VG eru Guðfríður Lilja, Ögmundur Jónsson og Jón Bjarnason. Líka öflugir einstaklingar. Þetta eru líka efitrsóttir og góðir starfskraftar. Lið eins og Björn Val og Lilja Rafney vildu engir flokkar hafa innan sinna raða. Kjaftfor og einfaldlega heimsk ef talað er á sjómannamáli.
Í Samfylkingunni er allt farið norður og niðu. Tilraun til þess að breyta Samfylkingunni í kommúnistaflokk er loksins að fá einhverja mótspyrnu. Árna Páli er kastað út og Katrín Júlíusdóttir er á útleið vegna barneigna og er ekki víst að hún eigi afturkvæmt. Jóhanna ætlar að ráðstafa embættinu til öfgavinstrisinna. Þeir eru að vísu fáir innan Samfylkingarinnar en hafa þann eiginleika sterkastan að vera hýðnir. Samfylkingin hefur verið afar hrifin af 15% lýðærðinu. Þeir ættu að geta krafist kosninga. Bara ekki í Samfylkingunni, þar ríkir alræði. Lýðræðið er fyrir hina. Á ekki við hér.
![]() |
Staða Samfylkingar í uppnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2012 | 19:04
Þroskahefti harmonikkuleikarinn, Framsóknarhomminn
Þegar menningarelitan verður fyrir því að þingmaður yfirgefur Samfylkinguna og fer yfir í Framsóknarflokkinn verður að kalla hann réttum nöfnum. Hann fær nafnið í Áramótaskaupinu. Þroskahefti harmonikkuleikarinn, Framsókanrhommin. Nú þykist ég vita að Guðmundur Steingrímsson hlýtur að verða alveg yfir sig hrifinn og hann geti útskýrt fyrir börnum sínum hvernig hann verður hommi fyrir það eitt að ganga úr stjórnmálaflokki, og sjálfsagt þroskahefur þar sem hann gengur ekki í Samfylkinguna aftur.
Oftast nær hef ég hlegið í nokkur skipti yfir Skaupinu. Elska að fara í leikhús til þess að sjá leiklistarverk. Nýt þess að hlægja, en þetta náði ekki að kveikja í mínum hláturtaugum.
Nú hef ég ákveðið umburðarlyndi gagnvart fjótfærnislegum innleggjum. Þannig setti Össur Skarphéðinsson vanhugsað innlegg að næturþeli. Dæmi Össur ekki fyrir þá yfirsjón.
Þingmaður Borgarahreyfingarinnar Margrét Tryggvadóttir sendi afar ósmekklegan tölvupóst til félaga sinna þar sem hún fjallaði um þunglyndi Þráins og meintan Alsheimar sjúkdóms hans og vitnaði í sérfræðing sem þó ekki hafði rætt við Þráinn eða tekið hann í greiningu: Ein samflokksmanneskja Margrétar skrifaði þá á bloggsíðu sína: "Það er eitt hversu skítlegt eðli þarf í svona andstyggilegar dylgjur eins og Margrét ber á Þráinn, fjandmann sinn innan þinghópsins- við varamann hans og nægilega andstyggilegt svona bara út af fyrir sig..... Það að viðtakendur hópsins skyldu ekki taka upp hanskann fyrir þeim sem fyrir andstyggðinni varð, Þráinn Bertelsson, er hin hliðin á óþverraskapnum."
Margrét neitaði að biðjast afsökunar á athæfi sínu. Eftir að hafa heyrt í henni í Kryddsíldinni hvarf umburðarlyndi mitt gagnvart henni og ég tek undir með flokksystur Margrétar um skítlegt eðli þingkonunnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
31.12.2011 | 18:21
Dinner for one
Um leið og ég þakka bloggurum samskiptin á þessu ári og óska ég þeim velfarnaðar á komandi ári. Að horfa á þetta myndband er skylduáhorf mín um hver áramót.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.12.2011 | 07:30
Ábyrgðin er alfarið Jóns.
Þegar ráðherra fer úr embætti er leitast við að meta hvaða áhrif hann hefur haft í embætti. Þegar Jón tók við embætti batt Samfylkingin vonir við það að Ísland fengi aðgang að Evrunni með hraðferðsaðferð og yrði tekin í notkun rétt eftir helgi, eða mánaðrmótin. Rétt í þann mund sem ríkisstjórnin væri búin að skapa 7 þúsund störf. Í stað þessa hefur þessi óheillakráka orðið valdur að því að Evrópusambandi er nánast að liðast í sundur. Menn eru ekki vissir um hvort Evran lifi þetta af. Sendinefnd kom frá ESB til þess að skoða Jón, og einn úr nefndinni gat ekki orða bundist eftir að hafa séð gripinn. Gamall, sköllóttur, skeggjaður bædadurgur, með skoðanir aftur úr tíma kommúnismans frá Stalínstímanum.
Það var ekki furða að ekki gangi betur í ESB, þrátt fyrir Evruna, sem margar þjóðir vilja nú fara að losa sig við. Meira segja hafði Jón áhrif í Danmörku, því nýlega var birt skoðanakönnun sem sýndi að 70% Dana vilja alls ekki Evruna.
Það var á samt á grundvelli trúmála sem Jón var látinn fjúka. Í ríkisstjórnarsamstarfinu segir að ráðherrar hvors flokks megi ekki ráðast að trúarskoðunum ráðherra samstarfsflokksins. Steingrímur varð að viðurkenna að Evran og ESB væri á trúarsviðinu, og að Jón hafi stöðugt gert grín að þessu fyrirbrigði.
Því fer Jón. Áhrifameiri ráðherra hefur vart komið fram á Lýðveldistímanum. Talið er að hlutabréfavísitölur í Evrópu muni taka kipp um leið og tilkynnt hefur verið að Jóni Bjarnasyni ,,hinum óþæga" hafi verið sparkað.
![]() |
Óánægja vegna breytinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.12.2011 | 17:54
Viljum halda í þingsætið eins lengi og mögulegt er!
Það hefur lengi legið fyrir að Jóhanna hefur verið með spil upp í erminni varðandi Hreyfinguna, sem tryggir stuðning Hreyfingarinnar við ríkisstjórnina ef með þarf að halda. Hreyfingin sýndi af sér afar mikið dómgreindarleysi í svokölluðu ,,hlerunarmáli" sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ásta Ragneiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis tóku inn á sitt borð og héldu því þar. Sú ákvörðun hefði þýtt í öllum siðuðum vestrænum ríkjum að bæði forseti Alþingis og forsætisráðherra hefðu þurft að segja af sér, en af því að við búum á Íslandi og fjölmiðlamenn okkar eru meira og minna á könnu einhverra í stað þess að veita gagnrýnið aðhald, þá sjá menn ekkert, heyra ekkert og skilja ekkert.
Jóhanna vissi að Hreyfingin var í vondum málu, og það ætlaði hún sér að nýta sér til hins ýtrasta, og komst upp með það. Hún veit að fjölmiðlarnir á Íslandi spyrja ekki spurninga. Birgitta er eins og hengd upp á þráð og gerir allt sem beðið er um. Margrét var tekin í bólinu á sínum tíma og hefur ekkert fréttst til hennar síðan. Þór Sari hefur vakið fyrst og fremst athygli fyrir að vera fjörugasti fyrinn á Alþingi og vill eins og stelpurnar tvær vera sem lengst á þingi. Þau gera engar kröfur um ráðherraembætti. Þeim er ljóst að þau fara aldrei aftur á þing. Þau vilja bara drekka síðustu dreggjarnar, áður en partýið er búið.
Þetta er nú hálf ömurlegt hlutskipti fulltrúa þjóðarinnar, sem þau kölluðu sig eftir að þau voru kosin á Alþingi. Þau Jóhanna og Steingrímur hafa áður gert svona samninga. Það var t.d. við Framsóknarflokkinn, Samningurinn stóð þann tíma tók að undirrita hann, síðan ekki söuna meir. Ekki frekar en aðrir samningar sem ríkisstjórnin gerir t.d. við ASÍ og Samtök atvinnulífsins. Mottóið er samningar eru ekki til þess að standa við þá, heldur gera þá.
![]() |
Eiga samleið með stjórninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10