Össur vill jafnaðarmannaflokk!

Össur Skarphéðinsson er án efa einn öflugasti ráðherrann í ríkisstjórninni. Hann varð undir í slagnum um formannssætið við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Síðar sagði hann í viðtali að hann væri að öllum líkindum ekki týpan í formanninn og sætti sig við það. Á góðum degi er klassi yfir Össuri.

Nú gerir Össur sér grein fyrir að með áframhaldandi stefnu og forystu Samfylkingarinnar mun flokkurinn minnka eða hverfa. Últra vinstralið er ekki líklegt til árangurs. Þó Guðbjartur Hannesson hafi almenna virðingu, sé vel meinandi og góður í samskiptum, er það líklega rétt metið hjá Össuri að hann mun ekki draga miðjufylgi að flokknum. Ungt fólk hefur orðið illa fyrir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og til þess að ná til þess, þarf yngra fólk. Þau sem koma helst til greina eru Katrín Júlíusdóttir og Magnús Orri Schram. Þar er Katrín vissulega í yfirburðarstöðu komin með mikla reynslu og myndi án efa ná til jafnaðarmanna. Katrín hefur líka sýnt frumkvæði til þess að stuðla að eflingu atvinnulífsins

Nú eru jafnaðarmenn landlausir. Þeir geta farið yfir í Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðislfokkinn en að fara yfir í VG er bara eins og að fara úr öskunni í eldinn. 

Össur á sér ennþá draum um sterkan jafnaðarmannaflokk sem gæti orðið leiðandi í íslneskum stjórnmálum, rétt eins og jafnaðarmannaflokkarnir á hinum Norðurlöndunum. Samfylkingin var að braggast undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar, en núverandi þáttaka í ríkisstjórn tætir fylgið af flokknum. 

Hörðustu andstæðingar Samfylkingarinnar vilja að ríkisstjórnin haldi velli út tímabilið og þá endi flokkurinn í undir 10% fylgi. Það gæti teki áratugi að vinna slíkt afhroð upp. 


mbl.is Össur: Endurnýja þarf forystuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætta sig ekki við atvinnuleysið!

„Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við þetta atvinnuleysi,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Ég er honum algjörlega sammála. 

„Það eyðileggur sjálfsmynd okkar og trú á framtíðina. Nú erum við að sjá fjórða ár í kreppu og á þriðja þúsund félagsmanna í Eflingu eru atvinnulausir og þar af eru langtímaatvinnulausir stækkandi hópur. Við sjáum ýmis merki þess að fjárhagur margra fjölskyldna sé í úlfakreppu, því mjög hafi þrengt að á síðustu misserum.

Á sama tíma dásamar Jóhanna árangur sinn og verkin sín. Það gerir engir aðrir. 

Í byrjun næsta árs verður ný bylting ef þetta lið segir ekki af sér. Þá kemur eflaust Hallgrímur Helgason og lemur í bílinn hennar Jóhönnu og öskrar að henni hótanir. Hörður Torfason mun ákveða að verða sjálfum sér samkvæmur og hvetja til þess að fólkið á Austurvelli kalli vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn......

 


mbl.is Getum ekki sætt okkur við atvinnuleysið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáráðsháttur eða hundslegt eðli á Sprengisandi.

Nágranni minn á hund, sem hendir sér niður í tíma og ótíma. Nú er það svo að þessi árátta á aðeins við um mig og eiganda hundsins, við aðra er hundurinn ógnandi. Í fyrstu fannst mér þessi árátta hundsins afar leiðigjörn, en þegar ég fékk skýringu á hátterni hundsins skipti framgangan ekki máli lengur. Eigandinn útskyrð fyrir mér að hann hafi tekið hundinn að sér 9 mánaða og fyrri eigandi hafi lamið hann eins og harðfisk. ,,Mennirnir eru svona líka" eða sumri þeirra. ,,Fylgstu með Helga Seljan eða Sigurjóni Egilssyni á Sprengisandi. Þeir reyna að vera grimmir þegar þeir fá politíska andstæðinga  í heimsókn, en þegar þeir fá forystumenn Samfylkingarinnar eða Steingrím Sigfússon er tungan komin niður á bringu og hundseðlið fer ekki fram hjá neinum". 

Í morgun hafði yngri dóttir mín sett Bylgjuna á, og viti menn kemur ekki félagsmálaráðherra  í heimsókn á Sprengisandi. Framganga þáttastjórnandans mótaðist af samblandi af fáráðshætti og undirlægjuhætti að hætti nágrannahundsins. Nú veit ég ekki hvort Sigurjón hafi verið laminn í æsku af þessu vinstra liði eða hvort um áunninn undirlægjuhátt sé að ræða, en mikill var léttirinn þegar ég snarlega vippaði góðum jass á fóninn sem leysti þessi ósköp af hólmi. 


Ég skammast mín líka herra Gorbachev!

Mikhail Gorbachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, segist skammast sín fyrir Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands, vegna viðbragða þess síðarnefnda við mótmælendum sem krefjast úrbóta hjá rússneskum stjórnvöldum.

Ég skammast mín líka fyrir að Jóhanna Sigurðardóttir skuli ekki taka skýr skilaboð þjóðarinnar til greina og segja af sér. Hún rétt eins og Pútín tók að sér verkefni sem hún réð ekki við. Þau höfðu ofurtrú á sinni getu. Nú er öllum ljóst að ballið er búið. Vonandi verður báðum það ljóst og að brottför þeirra verði friðsöm. 

Þeirra verður minnst sem afar lítilla leiðtoga og fólks með lítilla persónutöfra. Tveir einkennilega brosmildir frostpinnar. 

putin.jpgjohanna.jpg


Gleiðilega jólahátíð

Óska bloggurum gleðilegar jólahátíðar.

 


Hvert fer Hannes Þ. Sigurðsson?

Hannes Þ. kom til F.H. eftir að hafa lennt í meiðslum, og stóð sig afar vel. Hann spilaði jú með landsliðinu um tíma, en datt út af einhverjum óskiljanlegum ástæðum því hann hafði staðið sig afburðarvel. Í lið eins og Ísland, verða vað vera baráttumenn eins, en hann er ekki bara baráttumaður hann heldur afar áhugaverður spilari. Vonandi fær hann tækifæri aftur með landsliðinu undir stjórn nýs þjálfara.
mbl.is Hannes yfirgefur Kákasusfjöllin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var einhver ráðamaður okkar, fullur út í Brussel?

Það er hreint með ólíkindum hvernig þingmaður á þingi ESB talar um Ísland og íslenskan ráðherra, bara af því að Jón Bjarnason vill ekki ganga í ESB. Jón er kallaður Stalínisti, sem er í raun og veru miklu verra en að vera kallaður nasisti af því að Stalin er talinn hafa í látið drepa mun fleira fólk en Hitler gerði. Hér á blogginu og víðar hafa öfgafólk innan ESB sinnum ítrakað kallað þá sem ekki skilyrðislaust vilja gang ESB í hönd, öfga þjóðernissinna.

Á þingi ESB eru menn ekki betur upplýstir en það, að þeir halda að 50% þjóðarinnar styðji aðild að ESB. Var einhver ráðamaður að bulla eitthvað þarna úti ekki alls gáður?


Græn stóriðja?

Bíldudalur er einn af fallegustu stöðum á landinu. Fólksfækkun þar er sorgleg. Þegar ég spurðist fyrir um þróun var mér vísað á stórskemmtilegt skrímslasafn sem brottfluttir Bílddælingar hafa komið upp í sjáflboðavinnu af miklum myndarskap. Jú, svo er kalkþörungaverksmiðja sem gengur víst ágætlega. Ég fékk hins vegar í magann þegar ég heyrði um fiskeldið. Þarna hefur hins vegar verið unnið á allt annan hátt en ég hef áður heyrt um. Fyrst er rannsakað og kannað í botn, og reynsla Íslendings í Noregi nýtt til hins ítrasta. Markaðsmál, fjármál, gæðamál og umhverfismál.

Ég er sammála Kristjáni Möller að þetta er mjög jákvætt framtak og unnið á þann hátt að maður ber virðingu fyrir. Það stingur örlítið í hjartað að kalla þetta vestfirska stóriðju. Vil frekar kalla þetta stórhuga vestfirska atvinnuuppbyggingu. 

Á von  fólksfjölgun strax á næsta ári og þessi einstaklega fallegi bær muni  dafna vel. 


mbl.is „Sannkölluð vestfirsk stóriðja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lenda í jólabjöllunni!

Þegar líða fer að jólum, eykst álagið í þjóðfélaginu. Kaupa inn, þrífa, breyta og bæta. Á sama tíma eykst álagi á Alþingi, ljúka málum fyrir jól. Það eru því oft þreyttir þingmenn í desember. Ásta Ragnheiður þingforseti á víst að hafa talað við nokkra þingmenn sem hafa verið uppivörslusamir voru þar m.a. nefndir fyrrum skipstjóri að norðan, og skólameistari vestan af fjörðum. Til þess að minna þá á álagið í desember batt hún rauða jólaslaufu á bjölluna.  Sú vestfirska var að sögn eitt sinn svo þreytt að hún dottaði. Sessunautur hennar ákvað að íta við henni áður en hún færi að hrjóta. Þá muldraði sú vestfirska, ,,ég vil ekki í jólabjölluna, ekki í jólabjölluna" og  þegar hún vaknaði starði hún skelfd á  jólaskreytta bjöllu þingforsetans. Sagan hefur ekki fengist staðfest en er góð engu að síður. 

 


Ójafn leikur í Kastljósi.

Þeir voru báðir frambærilegir knattspyrnumenn þeir Magnús Orri Schram og Bjarni Benediktsson. Bjarni varð fyrirliði U21 landsliðsins, en Magnús spilaði leiki með U17 ef ég man rétt. Getumunurinn var talsverður í knattspyrnunni, en hann var enn meiri í umræðunni um framkomna tillögu að fella niður málsókn gegn Geir Haarde. Þekkingarmunurinn á álitamálum lögfræðinnar var skerandi, svo og röksemdarfærslan.  Helsta niðurstaða umræðunnar, var ágreiningur þeirra félaga hvort rétt væri að stefna manni, sem ekki væri talinn sekur. Búið er að fella niður alvarlegustu þætti ákærunnar, en nú snýst málið um hvort Geir hafi gerst sekur um að hafa ekki boðað til einhverra funda. Verður að telja afar ólíklegt að hann verði sakfelldur fyrir slíkt.

Í sögulegu samhengi, þá eldist kæran á hendur Geir afskaplega ílla. Hrun hefur átt sér stað í fleiri ríkjum og mjög ósennilegt að forráðamenn þjóða verði dregnir fyrir rétt þess vegna. Í ljósi kærugleði Magnúsar Orra Schram er ég sannfærður um að hann muni styðja, ef ekki leggja sjálfur fram skipun rannsóknarnefndar um Icesavesamninganna. Það mál eldist til muna betur. Það má heita alveg ljóst að þau Jóhanna og Steingrímur verði dregin fyrir Landsdóm, en það gætu fleiri gert, t.d. Magnús Orri Schram sem beitti sér á Alþingi fyrir að samþykkja fyrstu Icesave samninganna, sem verða í ljósi sögunnar að teljast hrein aðför að íslensku þjóðinni. 


mbl.is Þingi frestað á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband