Annað hvort Dagur Eggertsson eða Jón Gnarr næsti viðskiptaráðherra

Það er ekki að ástæðulausu að Árni Páll er kominn undir höggstokkinn sem viðskiptaráðherra. Hann ákvað sjálfur að hlýða Jóhönnu eins og hundur, sem félagsmálaráðherra og var bjargað úr ráðuneytinu illa á sig kominn. Eftir að hann kom í viðskiptaráðuneytið hefur drengurinn aðeins braggast. Hann hefur  af og til að undanförnu tekið sjálfstæða ákvörðun og það eru kattaviðbrögð sem á ekki upp á pallborðið hjá Jóhönnu. Hún veit að Árni Páll hefur sóst eftir að vera eftirmaður hennar og ekkert sem hún gæti klekkt betur á Árna Páli en að setja hann af sem ráðherra. Jú, enn betra væri að setja hinn kandi­datinn Dag Eggertsson í stöðuna. Besta útskpilið til þess að klekkja á þeim báðum gæti verið að skipa  Jón Gnarr í stððu viðskiptaráðherra. Bónusinn við þá ráðstöfun væri að þá gæti hinn ógurlegi skeifusvipur forsætisráðherra horfið af og til.
mbl.is Veit ekki hvort hann heldur stólnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG orðið að vörtu á Samfylkingunni!

Það lá fyrir við tilkomu þessarar rikisstjórnar að sambandið milli flokkanna var eitrað. Við hrunið vildi Geir Haarde fá Steingrím og VG inn í ríkisstjórnina. Ingibjörg og Samfylkingin neituðu. Það er engin spurning að á þessum tíma hefið það verið þjóðarhagur að fá VG inn.  Hagsmunir Samfylkingarinnar voru settir ofar öllu öðru. Nú skal Jón Bjarnason út því hann stendur í vegi fyrir hagsmunum Samfylkingarinar með því að standa vilja þjóðarinnar.

Í skoðanakönnunum kemur fram að þessi framganga Samfylkingarinnar þéttir stuðningsmannahóp flokksins, á sama tíma og fjaðrirnar fjúka af VG. Þar með er Samfylkingin orðinn leiðandi í ríkisstjórninni og eðli slíks samstarfs þýðir hrun fyrir smáflokkinn í ríkisstjórn. Hann minnkar með hverri vikunni fram að kosningum. 

 

 


mbl.is Stjórn VG ræðir ráðherramál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg rosalega flottar!

Við getum ef við viljum! Frábær sigur hjá stelpunum í Brasilíu gegn Svarfjallalandi. Margt bendir til þess að við séum að vinna hlutina af meiri fagmennsku en áður í íslenskum íþróttum. Þetta gefur vonir um að við gætum náð athyglisverðum árangri í kvennahandboltanum eins og í kvennafótboltanum. Þetta er gott fyrir þjóðarstolltið sem er laskað um þassar mundir.
mbl.is Ísland vann fyrsta leik á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt skref til vinstri.....

Árni Páll er er annar tveggja ráðherra Samfylkingarinnar sem teldist til Alþýðuflokksarmsins. Framgagna hans í skuldavanda heimilanna skapaði honum ekki vinsældir. Hann sagði eitt í dag og annað á morgun, trúverðugleiki hans sem félagsmálaráðherra var aumkunarverður. Í herbúðum Samfylkingarinnar láku upplýsingar, sem sögðu að þessar ákvarðanir væru alls ekki Árna Páls, eldur kæmu fulleldaðar frá fyrrverandi félagsmálaráðerra Jóhönnu Sigurðardóttur. Árna Páli hafi verið misboðið. Í stað þess að reka hann strax úr ríkistjórninni var hann færður í ráðherra efnahags og viðskiptaráðherra, þar sem ekki reyndi mikið á kappann. Jóhanna vill ekki neina miðju eða hægri krata í sínum flokki og því er Árna Pál fórnað.

Önnur kenning um brotthvarf Árna Páls er að hann sé búinn að fá nóg af Austur þýska kommúnistastipmlinum og hann vilji yfirgefa skútuna áður en hún sekkur. 

Þriðja kenningin er að koma eigi Árna Pál fyrir í Brüssel.

Nú spyrja menn bara hver verður höggin næst í Samfylkingunni. Verður það Katrín Júlíusdóttir eða Guðbjartur Hannesson.

Þetta var eitt skref til vinstri, í átt þil þess sem menn eru komnir upp í kok á að lifa með. Sveijattann. 

 


mbl.is Árni Páll sagður vera á útleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að syngja saman

Frábært framtak í tilefni  af degi íslenskrar tónlistar. Þjóð eins og danir eru opnari en við og þar þykir sjálfsagt að taka lagið. Það er ekki bara þegar þeir eru að hygge sig, eða fá sér ,,en lille en" sem þeir gera þó oft. Þetta léttir braginn og styrkir sambönd. Ekki spurning ég verð með kveikt á tækinu kl. 11,15 og tek undir og fæ vinnufélaganna með.
mbl.is Syngjum saman í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúbbið: Nýr forsætisráðherra tekur við um áramótin.

Það hefur lengi legið á borðinu að Jóhanna Sigurðardóttir veldur engan veginn hlutverki sínu. Hún er þreytt og súr, og hefur enga stefnu. Þetta fer aldrei vel saman og því hefur stuðningur við Jóhönnu frarið úr 65% niður í nánast ekki neitt. Þeir sem styðja Jóhönnu virðast búa neðanjarðar, því enginn slíkur gefur sig upp.

Innan Samfylkingarinnar er enginn kand©dat, og því hefur verið leitað til VG. Þar er ekki margir sem koma til greina. Steingrímur Sigfússon er brenndur af Icesave, og flestir aðrir skaddaðir. Þegar leitin er erfið á lausnin til að dúkka upp, þegar síst skyldi. Ríkistjórnin er í erfiðleikum með einn ráðherrann núna, þ.e. meira en aðra, Jón Bjarnason. Samfylkingin vill Jón úr embætti, en Jón vill ekki fara a.m.k. ekki úr ráðherrastólnum. 

Lausnin kom seint í gærkvöldi, Jón Bjarnason tekur við sem forsætisráðherra um áramót. Þá er hann ekki að ,, þvælast fyrir" ESB viðræðunum og það er það eina sem skiptir Samfylkinguna máli.  


mbl.is Fjárlögin áður en Jón víkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgahreyfingar í trúmálum.

Ég minnist þess í eitt sinn þegar ég ákvað að fara með nemendur mína í kirkju. Faðir eins nemandans hafði samband við mig og sagði mér að sonur hans væri ekki kristinn. Hefði af þeim sökum  ekki fermst. Þetta kom mér á óvart vegna þess að þessi nemandi var gott dæmi um einstakling sem ég mat að virti  kristin gildi. Ég játa að ég hafði ekki tekið tillit til þess að einhverjir í hópnum voru ekki kristnir og baðst afsökunar. Viðkomandi tók ekki þátt, en ég ræddi málið við hann og ég fann að hann virti það.

Boðun nemenda minna til kirkjuferða mótaðist af þeim mistökum sem ég gerði. Að sjálsögðu á að taka tillit til þeirra sem ekki vilja taka þátt, og ekki láta þá einstaklinga gjalda þess á neinn hátt. 

Tveimur árum síðar fór ég með sama hóp í kirkju og þá mætti þessi nemandi sem ekki kom tveimur árum áður. Hann hafði sjálfur tekið afstöðu. Þó ég fagnaði því í hjarta mínu, sýndi ég engin viðbrögð. 

Mannréttindaráð Reykjaíkurborgar hefur  látið fámennan öfgahóp móta ályktanir sínar, og það segir fyrst og fremst eitthvað um meðlmi þessa ráðs. Það kom mér fyrst og fremst á óvart að Margrét Sverrisdóttir skuli stýra  því batterí. Það er henni til minnkunar. 

 


mbl.is Með sama sniði og fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvað fara hugsjónir búsáhaldabyltingarinnar?

Búsáhaldabyltingin átti að vera ákveðið uppgjör. Uppgjör fólksins við stjórnvöld og pólitíkina. Margir fengu hins vegar óbragð í munninn þegar þeir komust að því að margt af því sem þarna gerðist var þrælskipulagt af ákveðnum stjórnmálaflokki.

Byltingin færði okkur vinstri stjórnina sem nú er komin af fótum fram. Margir þeir sem tóku þátt í búsáhaldabyltingunni töldu að fram væri að koma nýtt afl borgaranna. Borgarahreyfingin. Í næstu Alþingiskosningum náði þetta afl aðeins 4 fulltrúum. Fulltrúar Borgarahreyfingarinnar töluðu hins vegar alltaf eins og þeir væru einu fulltrúar fólksins í landinu. ,,Fólkið í landinu kaus Borgarahreyfinguna" Ekki kaus fólkið Hrefyinguna, því hlýtur fólkið í landinu að hafa svikið Borgarahreyfinguna. 

Ekki leið á löngu þar til allt fór í hund og kött í Borgarahreyfingunni. Þingmennirnir yfirgáfu ,,fólkið í landinu" og stofnuðu Hreyfinguna. Samkævmt síðustu skoðanakönnunum mælist hvorki Hreyfingin né Borgarahreyfingin, ,,fólkið í landinu" er sennilega flutt til Noregs. 

Nú fer að líða að þinglokum og næstu kosningar nálgast. Ljóst er að þá verður engin Hreyfing eftir  meir. Þingmenn Hreyfingar munu ekki fara aftur á þing. Sagan segir okkur það. Einhver þeirra vilja í Samfylkinguna, einhver í VG, enn önnur í Gums sem er undirdeild Guðmundar Steingrímssonar í Samfylkingunni,  en líklegast er að þau fari í jólaköttinn. 

Hreyfingin mun styðja þessa ríkisstjórn til áframhaldandi óhæfuverka ef til þarf. Þau vilja launaumslagið út kjördæmabilið. Það eru einu hugsjónirnar sem eftir eru úr búsáhaldabyltingunni. 

 


mbl.is Spáir því að Jóni verði fórnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti aðalsamningamaður Íslands við ESB!

Í pólitíkinni geta flokksformennirnir ekki unnið hvaða skítverk sem er. Þegar mikið liggur við eru teknir einhverjir nýliðar í pólitíkinni til þess að framkvæma verknaðinn. í VG þarf Steingrímur oft að létta á sér, og hann hefur valið sér Björn Val Gíslason til þess að koma því til skila. Ekki er vitað til þess að Björn Valur hafi neitt annað vitrænt hlutverk á Alþingi, en að vera þessi skósveinn Steingríms.

Í Samfylkingunni hefur orðið fyrir valinu Ólína Þorvarðardóttir. Þegar hún opnar munninn sem er því  miður allt of oft, er það til þess eins gert að frussa út einhverjum óþverranum. Hún hefur gegnið svo langt að samflokksmanneskja hennar, Forseti Alþingis Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur ítrekða þurft að reka Ólínu úr ræðustól Alþingis. 

Þessir tveir þingmenn eiga það sammerkt að allir eru sammála um að þeir munu aldrei koma á þing aftur. Þess vegna er um að gera að nota þau í skítverkin. 

Ef Jón Bjarnason verður hrakinn úr embætti, er þessi ríkissjórnin sprungin. Þar sem þau Jóhanna og Steingrímur  óttast það mest að missa stólanna, því þá nálgast sá dagur sem þau þurfa að bera ábyrgð á verkum sínum s.s.  Icesave. Eina mögulega útspilið er að Jóni verði því boðið nýtt hlutverk þegar hann fer úr ráðherrastólnum, Kunnugir segja að honum verði boðin staða aðalsamningamanns Íslands í viðræðunum við ESB. 


mbl.is Ráðherrastóllinn ruggar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvarlegar ásakanir ganga milli stjórnarflokkanna

 Það er áhugavert að fylgjast með skotunum á milli ráðamanna og stuðningsmanna stjórnarflokkana eftir ákvöðurn Ömundar Jónassonar í málefni  kínverjans Huangs Nubos.

Samfylkingarmenn eru alveg ævir. Þetta var þeirra mál. Þeirra framlag. Eiginmaður Ingibjargar Sólrúar kynnti manninn fyrir flokknum og einhverjir sáu glitta í fjárstuðning. Nú ganga skotin á milli. 

VG er á móti öllum framfaramálum. Það er alveg sama hvort um er að ræða stóriðju eða eitthvað annað. VG eru sagðir vera á móti allri erlendri fjárfestingu í hvaða nafni sem hún er. Þeir geti ekki samið um nokkurn skapaðan hlut, og er þá til nefnd snautleg ferð Svavars Gestssonar til að semja um Icesave. VG eru líka sakaðir um að geta ekki haft nokkurn skapaðan aga á sínu liði, sem er út og suður, og þegar búnir að missa umtalsverðan hluta þingmanna sinna úr flokknum og eftir situr ríkisstjórninn með Jón Bjarnason sem er sagður eyðileggja alla mðöguleika Samfylkingarinnar til þess að ná ESB málinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þrátt fyrir að ríkisstjórnin héldi velli út kjördæmabilið. Þá þarf Samfylkingin að hafa Ögmund Jónason í ríkisstjórn, mann sem áður var rekinn úr ríkisstjórninni, tekinn inn aftur og er tilbúinn til þess að gera hvað sem er til þess að klekkja á Steingrími Sigfússyni og Samfylkingunni. Vilji VG sé enginn til þess að koma hjólum atvinnulífsins í gang að ný. 

Samfylkingin fær líka á baukinn frá stuðningsmönnum VG. Samfylking er með Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefur algjörlega brugðist sem forsætisráðherra til að þjappa þjóðinni saman. Hún hafi enga hæfileika til þess að jafna ágreining, og yfirlýsingar hennar t.d. um þessa heimskulegu skjaldborg gefi andstæðingum ríkisstjórnarinnar endalaus vopn til þess að lemja á ríkisstjórnarsamstarfinu. Sameflingin hugsi bara um eitt mál ESB, sem þeir viti að sé einhugur meðal VG að fella. Árni Páll hafi á engan hátt valdið málefnum í skuldavanda heimillanna og þrátt fyrir að honum hafi loks verið skipt út þá hafi síðan ekkert gerst. 

 Það er auðvitað erfitt að mótmæla þessum fullyrðingum. Sjálfsagt eru þær allar og fleiri réttmætar. 

Nú er bara spurningin nú þegar þetta lið hefur viðurkennt allar þessar staðreindir og fjallað um þær opinberlaga, hvað liðið ætlar að gera? 


mbl.is Ekki hlutverk ráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband