25.11.2011 | 07:24
Jólaleikrit Samfylkingarnanar
Nú fara jólin að nálgast og þá koma þingmenn Samfylkingarinnar og hóta stjórnarslitum. Þeir sem hafa aðeins skammtímaminni verða ofsaglaðir, nú fari stjórnin frá og uppbygging hefjist. Aldeilis ekki. Þetta eru árlegur leikur Samfylkingarinnar undir stjórn Hrannars Arnarsonar. Leikstjórinn kann bara eitt leikrit og það skal spila með mismunandi tilbrigðum.
Í fyrsta lagi er það daðrið við útrásarvíkinganna. Samfylkingin sem var stórskuldug, nánast gjaldþrota hér fyrir nokkrum áður, fór í ástandið með Jóni Ásgeiri . Það komu Borgarnessræður og hörð barátta gegn takmörkun á áróðurstækjum útrásarvíkinga, eins og fjölmiðlalögum. Blubbs.... skuldirnar hurfu. Nú lyftir Samfylkingin pilsinu aftur, sennilega blönk og langar í fjör. Nú vill hún kínverja sem vill kaupa risaland á Íslandi. Flokkurinn vill semja strax og vill ekkert spyrja hvort strákurinn sé með einhverja óværu í skottinu.
Í öðru lagi vill Samfylkingin ná aftur forystu í stjóriðjumálum. Flokkurinn sem lofaði landsmönnum Kárahnjúkavirkjun undir stjórn Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóns Sigurðssonar, en náði ekki og varð að sjá fenginn renna til Finns Ingólfssonar,Halldórs Ásgrímssonar og Framsóknarflokksins. Nú vil VG eyðaleggja tækifærin fyrir Samfylkingunni með því að vera með eitthvað röfl um umhverfisvernd. Kolefnisgjald er til þess eins að gera stóriðjudrauma Samfylkingarinnar að engu.
Auðvitað stendur ekkert til að ríkisstjórnin falli, leikritið er niðurnjörfað. Útífrá fær Samfylkingin allt hrósið og það sem þeim leiðist ekki á kostnað VG, sem missa við það fylgi. Það er hluti af leiknum.
Stjörnur 1 og hálf. Kristján Möller sýnir tilþrif, svo og Sigmundur Ernir Rúnarsson sem að þessu sinni leikur allsgáður.
![]() |
Milljarðar í kolefnisgjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.11.2011 | 08:55
Hvað eiga vextir að vera háir?
Mikil umræða hefur verið um vertrygginguna og vexti að undanförnu. Þá spretta upp eins og ávallt öfgasjónarmið eins og verðtryggingin sé rót alls ílls. Verðtryggingin var tekin upp hérlendis með svokölluðum Ólafslögum (kennt við Ólaf Jóhannesson f.v. forsætisráðherra). Þá hafði verðbólga verið mjög há í nokkurn tíma, en fastir vextir lágir. Þeir sem áttu peninga í bönkum sáu þá brenna upp, en að sama skapi lækkuðu lán þeirra sem skulduðu.
Eftirspurn eftir lánum var gífuleg, og sparnaður minnkaði. Af þessum sökum var vertryggingin rökrétt leið, til þess að ná sáttum milli lánþega og sparifjáreigenda.
Um 1983 var nokkur samdráttur í efnahagskerfinu, Laun hækkuðu ekki í samræmi við þær vísitölur sem voru á bak við lánin. Þetta hafði einhver áhrif á þá sem höfðu tekið verðtryggð lán, en mest fundu þeir fyrir að verðbólgan var á fleigiferð, og nú þurfti að borga lánin til baka. Það var liðin tíð að það væri lán að taka lán.
Á þessum árum þótti 3% vextir ofan á verðtryggingu háir vextir, sem þeir voru í samanburði við vexti í nágrannalöndunum. Það er einmitt sá samanburður sem við þurfum að gera til þess að meta hvort vextir eru of háir eða ekki.
Hérlendis hafa það verið lífeyrissjóðirnir sem hafa ákveiðið vextina. Þeir voru í samanburði við önnur lönd litlir og óhagkvæmir, og í stað þess að sameina þessa sjóði var reikningurinn sendur á almenning. Stjórnir þessarra sjóða voru skipaðir fulltrúar frá verkalýðsforystunni annars vegar og samtökum atvinnurekenda hins vegar. Þessir aðilar höfðu oft lítið fram að færa á stjórnarfundum en að borða snitturnar og sötra í sig kaffið. Mistökin sem þessir menn gerðu í fjárfestingum var slíðan greiddur af unga flólkinu í formi okurvaxta.
Það er ekki vertryggingin sem slík sem er vandamálið, heldur fákeppnin á lánamarkaðinum annars vegar og fyrirkomulagið á lífeyrskerfinu hins vegar.
Það þarf að ná sátt annars vegar með því að taka á hruninu og hins vegar að skapa hér aðsæður til þess að vaxtastig verði sambærilegt og er í nágrannaríkjum okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2011 | 13:18
Áhugaverður formaður?
Í gærmorgun fór umræðan á kaffistofunni um Landsfund Sjálfstæðisflokksins, um ESB tillöguna og um formannskosningarnar. Einnn vakti athygli á að það hefði logað allt á netinu um frambjóðendurna sérstaklega hjá þeim sem voru í öðrum flokkum. Hann skildi ekki áhuga þeirra á hver yrði formaður Sjálfstæðisflokksins og þær miklu tilfinnigar sem í málinu voru. Persónulega sagði hann vilja sinn að froskur tæki við af Jóhönnu Sigurðardóttur. Fulltrúi Samfylkingarinnar var seinn að setjast að borðinu og sagði með miklum sannfæringakrafti.
,, Það eru margir í þingflokknum okkar sem koma til greina"
Við hlustuðum ekki á eftiráskýringar hans, að hann hefði ekki heyrt hvað sagt var.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2011 | 16:45
Sármóðgaður eftir Landsfund!
Vinur minn einn er stórmóðgaður eftir Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Fyrir fundinn voru fjölmiðlamenn á nálum hvernig ESB sinnar yrðu meðhöndlaðir. Egill Helgason grét víst í Silfrinu af tilhugsuninni einni.
Svo kom Landsfundurinn og þar náðist sátt milli aðila, málamiðlun að aðildarferlið yrði stöðvað, enda báðir aðilar sammála um að núverandi ferli væri mjög klént.
Eftir fundinn birtast fréttir og fjölmiðlamennirir eru skelfingu lostnir. Þeir áttu von á að Landsfundurinn samþykkti stuðning við aðild að ESB, þrátt fyrir að yfir 80% Sjálfstæðismanna væri á móti aðild. Kallaðir eru til prófessorar og lektorar úr háskólunum í taugaáfalli, til þess að lýsa tifinnginum sínum.
Vinur minn er í Samfylkingunni. Hann skammar mig reglulega fyrir að fara ílla með flokkinn hans og liðið í honum hér á blogginu. Eftir Landsfundinn var hann stórmóðgaður, ekki við mig heldur fjölmiðlana og ,,sérfræðingana" þeirra. Það var Landsfundur hjá Samfylkingunni fyrir skömmu. 30% Samfylkingarmanna eru á móti aðild að ESB. Öllum fjölmiðamönnum er sama, og engir háskólakennarar fá taugaáfall, þó minnihlutinn í Samfylkingunni komi ekki sjónarmiðum sínum á framfæri. Eru félagar í Samfylkingunni ekki jafn réttháir og félagar í Sjálfstæðisflokknum.
Eina sem ég gat sagt þessum góða vini mínum til huggunar var:
,, Allir félagar í stjórnmalaflokkum eru jafnir, en sumir eru bara jafnari en aðrir"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2011 | 02:27
Tökum umræðuna um ESB
Hér á blogginu hef ég óskað eftir rökum með inngöngu í ESB. Slík rök hafa vart komið fram, en auðvitað hljóta þau að koma fram fyrr eða síðar. Síðast þegar ég óskaði eftir rökum kom Magnús Björgvinsson þroskaþjálfari úr Kópavoginum, með úrklippu þar sem Benedikt Jóhannesson hafði leitast við af veikum mætti að rökstyðja aðild að ESB. Svo óheppilega vildi til að rökin voru sett fram fyrir núverandi kreppu í Evrópu og rökin voru hlægilega fáránleg.
Einn af stuðningsmönnum ESB hafði samband við mig og viðurkenndi að innlegg Magnúsar hafi verið afar óheppilegt og sannarlega afkáranlegt, en örugglega ekki sett fram af Magnúsi til þess að hæða aðildarsinna. Magnús væri bara að vinna dags daglega með þroskaheftu fólki og hann áttaði sig ekki alltaf við hverja hann væri að tala. Það væri aðeins á fundum í Samfylkingunni sem honum finndist hann vera í vinnunni.
Við þurfum rökræður um ESB þar sem fólk talar hreint út. Engan tepruskap.
Við getum litið á umræður á Evrópuþinginu til þess að sjá hverning slíkar umræður fara fram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.11.2011 | 09:31
Af hverju ættum við að skreppa í heimssókn hjá ESB
Flestir sem styðja ESB inngöngu gerða það af því að þeir telja að upptaka Evrunnar skipti sköpun fyrir þjóðina. Á sama tíma eru Danir í ESB, og 62% þeirra vilja ekki Evruna, ekki sjáana! Þar sem ESB er í upplausn væri það nú varla ástæðan fyrir inngöngu.
,,Stefán Haukur kom inn á hvaða áhrif viðræðurnar hafa haft á pólitískt landslag á Íslandi einkum og sér í lagi vegna sjávarútvegsmála".
Hvað þýðir nú þetta? Jú, þegar Samfylkingin samþykkti fyrir nokkrum árum að stefnan væri á ESB, var stjórn hennar falið að semja samnigsmarkmð og koma á frammfæri. Það hefur verið svo erfitt að það hefur tekist enn þann dag í dag.
Ef þjóðin yrði spurð, yrði svarið eflaust við ætlum ekki að gefa eftir yfirráð yfir fiskistofunum, hvorki nú eða í framtíðinni og við ætlum ekki að fórna landbúnaðinum. Aðrar greinar eru ekki í hættu. Hins vegar er ástandið nú þannig hjá ESB að öll þjóðin væri í hættu með að fara þangað inn.
Stefáni er nú orðið alveg ljóst að dulin samningsmarkmið í sjávarútvegsmálum un ekki takast. Eftir því var beðið.
Það er sjálfsagt eðlilegt að ljúka þessum viðræðum. Ekki það að það þýðir að öll orka stjrórnvalda fer í þessar viðræður og engin orka er eftir í stærri mál. Þó að við hættum þessu viðræðum trúir enginn að annað muni breytast. Getuleysi ríkisstjórnarinnar er algjört.
![]() |
Mögulegt að ljúka ferlinu 2013 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.11.2011 | 22:57
Vinnur Jón Ásgeir formannsslaginn?
Jón Ásgeir keypti Samfylkinguna með húð og hári fyrir nokkrum árum. Síðan hefur hann verið með það lið í bandi og hlýðniæfingar hafa gengið fullkomlega eftir. Jón vildi meira, hann vildi Sjálfstæðisflokkinn. Formaður flokksins fékk rausnarlegt tilboð sem var umsvifalaust hafnað. Þessu reiddist útrásarvíkingurinn, sem ekki samþykkir nei sem svar. Um leið og Samfylkingin komst til valda lét Jón Ásgeir ráðherrana sína hrekja Davíð Oddson úr embætti Seðlabankastjóra. Hann vildi meira. Hann vildi ráða formanni Sjálfstæðisflokksins. Honum fannst lítið til koma ráðherra Samfylkingarinnar. Þetta verður sennilega síðasta verk útrásarvíkingsins áður en hann verður látinn bera ábyrgð á verkum sínum fyrir dómi.
Fyrir formannskjörið í Sjálfstæðisflokknum nú var gefið út að Baugsmiðlarnir yrðu látnir vinna með Hönnu Birnu. Fréttablaðið, Stöð 2 og síðan kæmi sóðagrein í DV um helgina. Hingað til hefur allt staðist. Í fréttum Stöðvar 2, var sagt að vígi Bjarna væri í kraganum þar sem 25% landsfulltrúa kæmu, 30% kæmu frá Reykjavík, vígi Hönnu Birnu. og 45% kæmu frá landsbyggðinni Þá var klekkt út með að Hanna Birna hefði einmitt farið í fundarherferð landsbyggðina og fólk ætlaði að kjósa Hönnu Birnu. Þessi frétt er eflaust skrifuð af Jóni Ásgeiri. Áður var af handahófi haft samband við fundargesti og allir þeir sem gáfu út afstöðu sína ætluðu að kjósa Bjarna.
Það yrði mikið áfall fyrir útrásarvíkinginn Jón Ásgeir að tapa formannsslagnum rétt áður en honum verður stungið inn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2011 | 15:18
Landsamband sjálfstæðiskarla styður Bjarna!
Þegar fólk hefur enga þekkingu á félagsmálum og er kosið í stjórn, þá er mjög algengt að fólk viti ekki hvað er brot á félagslegum hefðum og hvað ekki. Ástæðan fyrir venjum og hefðum í félagskap er oftast sú að af fenginni reynslu myndast rammi sem unnið er innan.
Í samtökum eins og Kvennréttindafélagi Íslands eru væntanlega einstaklingar úr öllum stjórnmálaflokkunum. Það getur verið fyllilega eðlilegt að slík samtök myndu fagna kjöri kvenna í formennsku flokkana, en það er arfavitlaust að blanda sér í kosningabaráttu innan flokkana. Slíkt er félagslegur sóðaskapur. Það sama á við ef stjórnir t.d. Skátanna, Íþróttafélaga, góðgerðarfélaga og hagsmunasamtaka. Þau álykta ekki um stjórnarkjör í pólitískum félögum.
Við skulum skoða hvaða félagslegu börn eru í stjórn Kvennréttindafélagsins. Hafi samþykkin ekki verið samþykkt af stjórn, heldur sé framlag eins eða tveggja úr stjórn ættu hinir að mótmæla þessari ályktun.
Stjórn | ![]() | ![]() | |
Framkvæmdastjórn:
Formaður: Helga Guðrún Jónasdóttir
Varaformaður: Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Ritari: Fríða Rós Valdimarsdóttir
Gjaldkeri: Hildur Helga Gísladóttir
Aðrir í stjórn eru:
Inga Guðrún Kristjánsdóttir
Margrét Björnsdóttir
Ragnheiður Bóasdóttir
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir
Stjórn kosin á aðalfundi 28. mars 2011
Auk framkvæmdastjórnar sitja í aðalstjórn:
Andrés Ingi Jónsson frá Vinstri hreyfingunni - Grænu framboði
Guðrún Erla Geirsdóttir frá Samfylkingu
Hildigunnur Lóa Högnadóttir frá Sjálfstæðisflokki
Ragna Stefanía Óskarsdóttir frá Framsóknarflokknum
Framkvæmdastýra:
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
![]() |
Fagna framboði Hönnu Birnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2011 | 09:46
Í sama flokki með mismunandi áherslur.
Í dag hefst Landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Saman kemur fólk alls staðar af landinu, fólk með mismunandi reynslu og þekkingu. Í ljósi þess hefur þetta fólk mismunandi áherslur í málum, en það sem sameinar það er ákveðin grunngildi. Eitt af þeim sem lagt er upp með er frelsi til þess að hafa skoðanir og fá að setja þær fram. Á þeim grundvelli rökræða Landsfulltrúar um mál og komast oft að niðurstöðu sem fleiri eða flestir eru ánægðir með.
Þessi rökræða kemur fólki úr flokkum eins og VG og Samfylkingunni, mjög á óvart. Þar eru allir sammála, það er ein skoðun, sem öllum ber að hlýta. Í erfiðum málum eins og ESB, eru um 20% Samfylkingarfólks á móti aðild að ESB. Þetta fólk þorir aldrei að gefa sig upp. Í VG eru einnig lítill hluti sem vill ganga til samninga við ESB, í þeim heyrist aldrei.
Í Sjálfstæðisflokknum þora menn að hafa sjálfstæðar skoðainir sem oft eru á móti straumnum. Þannig er Þorsteinn Pálsson stuðningsmaður þess að fara í samningaviðræður við ESB. Þar er hann með andstæða skoðun en flestir af hans nánaustu samstarfsmönnum í gegnum tíðina. Hann setur rök sín fram, skrifar og heldur fram máli sínu. Afstaða hans auðgar umræðuna og hann sýnir með framgönu sinni að styrk sinn og manndóm. Hann heldur viðringu sinni.
Hver niðurstaða verður í ákveðnum málum kemur í ljós. Það verða kosningar milli manna, en hjá VG og Samfylkingunni minnti kjör á landsfundi úr gömlu kommúnistaríkjunum. Lýðræðisleg umræða og kosningar skerpa línur. Það er bara til þess að ná meiri styrk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2011 | 23:42
Enn ein árás ríkisstjórnarinnar á ESB og innflytendur!
Nú er allt upp í loft á Bifröst. Katrín Jakobsdóttir er talin hafa brotið alvarlega á sér með því að veita Kristínu Marju Baldursdóttur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, fyrir það eitt að skrifa almennilegan texta á íslensku. Sagt er að Eiríkur Bergmann muni ekki sofa vært í nótt. Hvað hefur þessi verðlaun með ESB að gera, eða hvað gerða þau fyrir innflytjendur? Er ekki verið með þessum verðlaunum,að æsa upp andúð sem gætu leitt til óhæfuverka eins og gerðust í Noregi í sumar? Auðvitað hvetur rektor háskólans í Bifröst Eirík Bergmann nú til að vera duglegan að skrifa.Oft var þörf en nú nauðsyn.
Það er ekki bara að þessi verðlaun hafi veirð veitt. Heldur dirfist þessari kommúnistakerlingu, sem starfar í nafni ríkisstjórnarinnar að veita Stuðmönnum sérstök verðlaun líka, fyrir það eitt að syngja á Íslensku. Meðlimir Stuðmanna eru hér með komnir á svartan lista. Andstæðingar Bifrastar, ESB og Samfylkingarinnar. Líka Jakob Magnússon, sem samkvæmt nýjustu fréttum var bara lélegur Samfylkingarmaður og átti löngu að vera búið að reka hann úr flokknum. Þó að fyrr hefði nú verið. Sveiattann.
Það sem fór verst í Eirík von Bifröst, var að íslenska fánanum var flaggað og Stuðmenn sungu lag til dýrðar íslenskunni. Er hægt að komast nær hægri öfgastefnum? Táknin maður, táknin!
Skólastjórnendur, starfsmenn og nemendur reyna nú að koma Eiríki Bergmann í rúmið, róa hann niður og gefa honum margfaldan skammt af ESB stílum í óæðri endann.
Á morgun er nýr dagur. Þá byrjar Eiríkur að undirbúa skrif sín í Fréttatímann. Þá verða teknir fyrir óvinir ESB og Samfylkingarinnar.
Bloggar | Breytt 17.11.2011 kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10