Jólaleikrit Samfylkingarnanar

Nú fara jólin að nálgast og þá  koma þingmenn Samfylkingarinnar og hóta stjórnarslitum. Þeir sem hafa aðeins skammtímaminni verða ofsaglaðir, nú fari stjórnin frá og uppbygging hefjist. Aldeilis ekki. Þetta eru árlegur leikur Samfylkingarinnar undir stjórn Hrannars Arnarsonar. Leikstjórinn kann bara eitt leikrit og það skal spila með mismunandi tilbrigðum. 

Í fyrsta lagi er það daðrið við útrásarvíkinganna. Samfylkingin sem var stórskuldug, nánast gjaldþrota hér fyrir nokkrum áður, fór í ástandið með Jóni Ásgeiri . Það komu Borgarnessræður og hörð barátta gegn takmörkun á áróðurstækjum útrásarvíkinga, eins og fjölmiðlalögum.  Blubbs.... skuldirnar hurfu. Nú lyftir Samfylkingin pilsinu aftur, sennilega blönk og langar í fjör. Nú vill hún kínverja sem vill kaupa risaland á Íslandi. Flokkurinn vill semja strax og vill ekkert spyrja hvort strákurinn sé með einhverja óværu í skottinu. 

Í öðru lagi vill Samfylkingin ná aftur forystu í stjóriðjumálum. Flokkurinn sem lofaði landsmönnum Kárahnjúkavirkjun undir stjórn Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóns Sigurðssonar, en náði ekki og varð að sjá fenginn renna til Finns Ingólfssonar,Halldórs Ásgrímssonar og Framsóknarflokksins. Nú vil VG eyðaleggja tækifærin fyrir Samfylkingunni með því að vera með eitthvað röfl um umhverfisvernd. Kolefnisgjald er til þess eins að gera stóriðjudrauma Samfylkingarinnar að engu.

Auðvitað stendur ekkert til að ríkisstjórnin falli, leikritið er niðurnjörfað. Útífrá fær Samfylkingin allt hrósið og það sem þeim leiðist ekki á kostnað VG, sem missa við það fylgi. Það er hluti af leiknum.

 Stjörnur 1 og hálf. Kristján Möller sýnir tilþrif, svo og Sigmundur Ernir Rúnarsson sem að þessu sinni leikur allsgáður.


mbl.is Milljarðar í kolefnisgjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Ha,ha, Sigurður takk fyrir skeleggann pistill og góða skemmtun með morgunkaffinu.

Sólbjörg, 25.11.2011 kl. 08:41

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Sólborg, vona að kaffið hafi bragðast vel.

Sigurður Þorsteinsson, 25.11.2011 kl. 15:37

3 identicon

þú ættir að sækja um hjá Morgunblaðinu í fullt starf við leikhúsgagnrýni

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 21:59

4 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll félagi, er þetta leikrit, gamanleikrit eða drama?

Jón Atli Kristjánsson, 25.11.2011 kl. 22:42

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Möllerinn á að fá fullt hús 5 stjörnur af 5 mögulegum fyrir snilldartilþrif á leiksviði stjórnmálanna. Hann túlkar sára og reiða þingmann Norðausturkjördæmis nánast óaðfinnanlega með afar trúverðuglegum svipbrigðum og miklum tilfinningahita. Hann sýnir í leik sínum hömlulausa en jafnframt réttláta reiði vegna svívirðilega svika innanríkisráðherra, sem fer fram með ofstopa og lögleysu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kristján Möller vinnur leiksigur. Það má hrósa honum fyrir innlifun og tjáningu í leik sínum. Mesta leiksigra sína hefur Möller unnið þegar hann er að standa með sínu kjördæmi. Engu breytir í þetta sinn varðandi listform hans að hann vill verja hagsmuni alþýðulýðveldisins Kína jafnframt.

Sigmundur Ernir verður búinn að gleyma því eftir þrjá daga að hann getur ekki stutt svona dæmaleysu. Enginn leiksigur þar.

Guðmundur St Ragnarsson, 25.11.2011 kl. 22:43

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sigurður:  Heldur þú í raun að Ernir fljúgi svona asnalega allsgáðir?   Skrítið með framsóknarmanninn, skyldi hann hafa fengið úr pelanum líka?   

Það er annars merkilegt hvað Samfylkingin er og hefur verið mikið þurfandi.  I. Solla daðraði undir öllum lekum á bönkunum og Jóka vill endilega uppí hjá evrukeisaranum en sætir sig svo við ljóðelskan Kínverja í íslenskri peisu á meðan evrukeisarinn er að mjólka miðjarðarhafs kýrnar sínar.

Hrólfur Þ Hraundal, 25.11.2011 kl. 22:45

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Arnar ég var að vona að ég ætti tækifæri t.d. að leysa Egil Helgason af í Kiljunni, en svo kemur Guðmundur St. Ragnarsson með sitt sína stórkostlega leikritargagnýni og hann verður kandidat númer eitt. Veit að vísu að hann er svo önnum kafinn að hann getur ekki tekið þetta að sér líka.

Jón Atli, þetta er flókið. Þetta er auðvitða hörku drama, með afar kómísku ívafi. 

Hrólfur, það sem alkahólið breytir mönnum gleður, en með of mikilli notkun kallar þetta á hryggð. Skýr dómgreind verður að leysi. 

Einstakir fulltrúar hafa tekið þetta hlutverk afar mismunandi. Allt frá því að  vera eins og  í skýrlífbelti og algjörlega beltislausir eða lausar. 

Sigurður Þorsteinsson, 25.11.2011 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband