Örvætingin á Bifröst

Mikill kennaraskortur er á Biföst. Þrátt fyrir mikið atvinnuleysi fagmanna er nánast ómögulegt að fá þangað hæfa kennara. Þess vegna situr Biföst upp með kennara eins og Eirík Bergmann, sem verður sér og skólanum aftur og aftur til stórskammar.

Nýjasta útspil Eiríks var að níða Framsóknarflokkinn. Ekki það að það sé neitt nýtt úr herbúðum Samfylkingarinnar, níð sem Samfylkingin tók sem arf frá Alþýðuflokknum gamla. Samfylkingin hatar Framsóknarflokkinn.  Eiríkur telur að Framsóknarflokkurinn sé nýr nasista eða fasistaflokkur, sem hætta sé á að komi upp gasklefum til þess að murka lífið úr andstæðingum sínum. Þessu til staðfestingar, nefnir hann merki Framsóknarflokksins og  að þeim skuli dirfast að sýna glímu á flokksþingum sínum undir fánahyllingu. 

Eiríkur sem hefur í atvinnubótavinnu unnið sem lektor við Háskólann á Bifröst, fullyrti ekki alls fyrir löngu að  það síðasta sem íslensk þjóð þyrfti á að halda væri sterkur leiðtogi. Auðvitað leit hann fyrst á samflokksmenn sína í ríkisstjórn, þar var engann leiðtoga að finna, og hvað þá sterkran leiðtoga. Andstæðingar leiðtoga, en leiðtogar nota lýðræðið til þess að ná áragnri, eru fyrst og fremst alræðissinnar sem annað hvort eru þá kommúnistar annars vegar eða fasistar eða nasistar hins vegar. Hvar Eiríkur Bergmann er á því litrófi skipir mig ekki nokkru máli. 

Rektor Háskólans við Bifröst, Bryndís Hlöðversdóttir gerir lítið úr sér, þegar hún ákveður að verja sóðakrif Eiríks Bergmanns. Auðvitað hefur hún tekið Eirík á teppið þegar hann kom úr höfuðborginni. Hún hefur sennilega réttlætt þau, með því að þegar menn fari í höfuðborgina detti menn í það og komi hálfruglaðir til baka. Fyrst og fremst hefur hún ákvðið að verja Eirík vegna þess að hann hefur sömu fíkn og hún sjálf. Hann tekur ESB stíl á hverju kvöldi og er í ESB vímu, og því ekki sjálfrátt. 

Á Bifröst er fólki orðið ljóst að ESB verður hafnað og í örvæntingu sinni halla þau sér að níðinu í umsögnum sínum um þá sem ekki eru sömu skoðunar og það sjálft. 


Jóhanna færði ESB ,,The Shieldcity "að gjöf.

Jóhanna Sigurðardóttir er í Brussel til þess að ræða við Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Fyrst var talið að Jóhanna hefði verið kölluð á teppið fyrir að stunda bjölluat, enda tók forseti leiðtogaráðsins skýrt fram að algjört grundvallaratriði væri að meirihluti þjóðarinnar styddu aðlildarumsókn stjórnvalda.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum, óstaðfestum voru það þó tvö stór mál sem settu mest mark sitt á fundin. Í fyrsta lagi boð íslenska forstætisráðherrans um gjöf skjaldborgina, the Shieldcity, til þeirra fjöskylnda í Evrópusambandinu sem eru nú selfingu lostin vegna skuldakrísunnar. Þar bauð Jóhanna einnig upp á  faglega aðstoð með íslensku leiðinni. Hér væri allt á uppleið og bjarsýnin í hverju horni. 

Sagt er að Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins hafi orðið orðlaus vegna útspils íslenska forsætisráðherrans. Hakan niður á bringu og sé þar enn. 


Er innihald í eineltisdeginum?

Ráðuneytin setja saman verkefnisstjórn, og upp er settur vefur, og fullt af fólki safnast saman á blaðamannafund. Ekkert af þessu hefur mikla þýðingu nema að kjarninn komi síðar. Það eitt að safna fulltrúum frá ráðuneytunum í einhverja nefnd er afskaplega lítils virði, ef leiðbeiningar og aðgangur að sérfræðiþekkingu er ekki til staðar.

Á þennan blaðamannafund er safnað saman alls kyns samtökum, en hvernig er vinnuferlið vegna eineltis hjá þessum samtökum og hvernig er raunveruleg aðkoma þegar eitthvað kemur uppá. Hvernig er aðgerðaráætlun hjá ÍSÍ og UMFÍ hjá aðalsrifstofum þessara samtaka, hjá héraðs og íþróttasambandalögum, hjá félögunum og deildunum. 

Mér segir svo hugur að víða þyrfti að taka til hendinni. 

Eineltisdagurinn má ekki bara þýða, bros ráðherra fyrir myndavélar og kaffi og kruðerí. 

Yfirvöld heltekin af hræðslu við gjaldeyrisumræðuna.

Löngu fyrir hrun fór umræða í gang um hvort við Íslendingar ættum að taka upp annan gjaldmiðil. Áttum við að taka upp Evruna annað hvort einhliða, eða með samningum við ESB eða inngöngu þar inn. Eigum við að taka upp norsku krónuna eða þá sænsku, eða dollar, þann bandaríska eða kanadíska. Ein leið gæti verið að leyft yrði að eiga viðskipti hér innanlands með tvo gjaldmiðla íslenska krónu og t.d. Evru og þannig kæmi nýr gjaldmiðill inn með íslensku krónunni. 

Vandinn við  umræðuna í fjölmiðlunum er að umræðan fer út í að uppfylla einhverja sjúklega athyglisþörf fjölmiðamannana. Þessu var vel lýst þegar einn fjölmiðlasérfærðinguinn sagði svekktur út í kollega sína, að margir í fjölmiðlastéttinni óskuðu þess heitast að það kæmi eldgos í Heklu því að, myndefnið færi svo vel í bakrunninn á þeim sjálfum.

Stjórnvöld hafa engan áhuga á umræðuna um gjaldmiðilinn, reyndar lömuð af hræðslu um að slík umræða fari á stað. Samfylkingin hefur Evruna sem helgitákn, en getur enga rökræðu tekið um málið. VG hefur þá stefnu helsta að vara á andstæðri skoðun við Samfylkinguna og vill friða krónununa, allt annað kallaði á það andlega álag sem fylgir því að fara í röræðurm um mál sem meginþorri félaga þeirra hefur nokkra þekkingu á. Hver sem niðurstaðan er, ef gripið yrði til aðgerða er ríkisstjórnin fallin. 

Það væri þjóðþrifamál að samtök t.d. eins og Félag viðskipta og hagfræðinga héldi ráðstefnu þar sem málið yrði reifað af okkar bestu sérfræðingum. Það væri auðveldlega að vera gerast þó einhverjir fyrirlesara væru ekki á staðnum, en yðu þá í upptöku, eða í beinni á skjá. 

Við eigum marga góða fyrirlesara innanlands, og við gætum fengið nokkra erlendisfrá. Mikilvægt væri að upplýsa þessa fyrirlesara um íslenskar aðstæður á eins hlutlausan hátt og möguleiki er á. 

Það sem svona ráðstefna gæti fjallað um er :

1. Kostir og gallar þess að taka upp nýjan gjaldmiðil

2. Hvaða gjaldmiðlar koma til greina og hvers vegna. 

3. Einhliða upptaka eða upptaka með samningum við aðila

4. Áhrif gjaldmiðils á efnahagsstjórn 

 

Síðan þarf að taka þessa þætti saman og setja fram á ,,mannamáli" þannig að almenningur geti myndað sér upplýsta skoðnum á málefninu. 


Vinnur Jón Ásgeir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum?

Í íþróttum er langoftast att keppni á drengilegan hátt. Óíþróttamannsleg framkoma er ekki vel séð. Eftir  leik þá takast keppinautar oftast í hendur og þakka hvor öðrum um fyrir keppnina.

Við sem komum úr íþróttum söknum oft þessa hugarfars, þegar komið er í pólitíkina. Það tíðkast alls kyns sóðaskapur, sem gerir það að verkum að margt heiðarlegt fólk hættir þáttöku eða fer ekki á stað. Því miður er t.d. ekki mikið tekið á siðblindum einstaklingum í pólitíkinni hérlendis, eins og víða er gert hjá nágrannaþjóðum okkar. Þetta skýrir  hluta af því vantrausti sem er á pólitíkinni. 

 Nú er kosnignabarátta í Sjálfstæðisflokknum. Að mínu mati væri æskilegt fyrir land og þjóð, ekki bara Sjálfstæðismenn að sá hæfari myndi vinna. Það skiptir mig engu máli hvern ég þekki eða hvort ég er skyldur einhverjum ég reyni að meta frambjóðendur á eins faglegan hátt og mér er unnt. 

Þegar ég fæ kynningu á einum frambjóðanda, með þeim skilaboðum að mótframbjóðandinn muni fá árás frá DV, ,, vera tekinn niður" fyrir landsfund og að Baugsmiðlarnir hafi ákveðið að taka þátt í kosningabaráttunni þá er mér ofboðið. Svona óiþróttamannsleg framkoma sætti ég mig ekki við. DV kemur aldrei inn fyrir mínar dyr, hvorki á mitt heimili eða í vinnuna. Það segir allt að 1,9% þjóðarinnar treysta DV.

Ég ákvað að fylgjast með hvort Baugsmiðlarnir myndu blanda sér í kosningabaráttuna. Gat alveg trúað því upp á DV en að allur pakkinn yrði notaður var ég efins um. Í dag koma síðan tvær fréttir á visi.is, og síðan étið upp á Bylgjunni.  Sú fyrsta: 

 

Framboð Hönnu Birnu líkist framboði Davíðs Oddssonar 1991

 

http://visir.is/frambod-honnu-birnu-likist-frambodi-davids-oddssonar-1991-/article/2011111109537

 

Síðar í dag: 

Helmingur lýsti ekki yfir stuðningi við Bjarna

 http://visir.is/helmingur-lysti-ekki-yfir-studningi-vid-bjarna-/article/2011111109420

Í fyrri fréttinni segir m.a. að Bjarni Benediktsson sé tengdur við útrásarvíkinga. Fréttinni fylgir enginn rökstuðingur  enda gæti það þýtt málaferli fyrir 365 miðla. Sjáfsagt væri hægt að finna einhverjar tengingar Hönnu Birnu sem hægt væri að gera torkennilegar ef vilji væri til.  Fjölmiðlamenn 365 milðla ættu að hafa í huga tengsl þeirra við einn helsta útrásarvíking Íslandsögunnar Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann borgar launin þeirra!!!

Jón Ásgeir er talinn hafa reynt að kaupa Davíð Oddson sem ekki tókst. Nú er næsta tilraun. Tekst Jóni Ásgeiri að  eignast næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Hverjum er það keppikefli að útrásarvíkingur eignist Sjálfstæðisflokkinn?


Stórmerkileg Gallup könnun!

Litlar hreyfingar eru á fylgi flokkana samkvæmt nýjustu skoðanakönnun hjá Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn bætir örlitlu við sig á sama tíma og Samfylkingin og VG dala örlítið. Nýju öflin eru ekki sýnileg svo neinu nemi enn sem komið er. Það sem vekur athygli er að í kjölfar landsfunda flokkana hefur verið tilhneigingin að með aukinni fjölmiðlun í tengslum við landsfundina, þar sem forystumönnunum gefst tækifæri á að koma áherslum sínum a framfæri hækkar fylgi þeirra. Samfylking og VG hafa nýlega klárað sína landsfundi og hefðu átt að bæta við sig, en gera það ekki. Ríkisstjórnin er enn með stuðning þriðjungs kjósenda.

Þetta hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir stjórnarflokkana, og fulltrúa þeirra á fjölmiðlunum sem vilja sem minnst ræða um niðurstöður skoðanakannana. 


Framboð til formanns?

Hanna Birna Kristjánsdóttir kom fram í Kastljósi í kvöld. Hún var ákveðinn eins og við gátum átt von á og stóð sig að mörgu leiti vel. Hún er mjög öflug í Borginni og er líkleg til að verða næsti borgarstjóri í Reykjavík ef fram vindur sem horfir. Hún skautaði vel í gegnum orrahríð Sigmars Guðmundssonar. Sum svör hennar voru afar góð, önnur þess eðlis að erfitt væri að spyrja aftur, en vafasöm. Þegar hún svarði um undirbúning kosningabaráttu hennar fór hún rangt með. Þeta var eitthvað stutt og nánast óvænt. Það vita allir sem til þekkja að það er rangt.

Búið er að gera tvær skoðanakannanir sem hafa komið mjög á óvart. Þær eru eignaðar Ásdísi Höllu Bragadóttur. Til var ætlast að Bjarni Benediktsson dragi sig í hlé. Á þessum skoðanakönnunum tóku menn takmarkað mark. Stöðumat í dag er að Hanna Birna gæti fengið 30-40%. Í kvöldfréttum sagði Ólafur Þ. Harðarson að Hanna Birna hefði engu að tapa. Það er mitt mat að það sé rangt. Í tvígang hefur komið fram mótframboð, fyrst Kristján Júlíusson, þá Pétur Blöndal. Ef einhverjum þykir þau framboð hafa styrkt þá Kristján og Pétur, þá hefur það hugsanlega verið í byrjun. Ef Hanna Birna hefði boðið sig fram í júlí eða ágúst, hefði hún komið sterk út úr þeirri kosningabaráttu, en að fara fram tveimur vikum fyrir Landsfund, eftir misheppnaðar fléttur mun það veikja hana á landsvísu til framtíðar. Mín spá er að framboð hennar með aðdraganda þess, muni þýða að hún muni ekki vinna nú, og heldur ekki í framíðinni. 


mbl.is Björn gefur ekki upp afstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hagkerfið að ofhitna?

Í góðri efnahagstjórn þurfa aðgerðir Seðlabanka og ríkisstjórnar að vinna saman. Þetta er eitt af því sem fór úrskeiðis í ofþennslunni fyrir hrun. Tæki Seðlabankans til þess að minnka þennsluna og verðbólgu er að hækka vexti. Fyrir hrun höfðu vaxtahækkanir hins vegar ekki næg áhrif þar sem stór hluti lánanna voru verðtryggð eða gengislán. Ríkisstjórnin hefði getað dregið úr þennslunni en gerði ekki.

Nú eru allt aðrar aðstæður. Við þurfum tilfinnanlega aukin umsvif í atvinnulífinu og meiri einkaneyslu. Helsta vandamál okkar er hátt atvinnuleysi og stöðnun. Við þessar aðstæður ákveður Seðlabankinn að hækka vexti. Ástæðan er einhver hækkun verðbólgu. Þessi verðbólga er hins vegar ekki eftirspurnarverðbólga heldur á sér ástæður m.a. í skattahækkunum.

Með breyttri samsetningu útlána, yfir í óverðtryggð lán hefur þessi vaxtahækkun meiri áhrif en áður.   

Stjórnendur Seðlabankans koma eflaust með þau rök að ef verðbólgan hækkar eigi að hækka vexti. Ef málið er svona einfalt er hægt að búa til einfalt reiknilíkan og senda þessa gutta heim tíl sín. Í varanlegt frí!

 


mbl.is Vaxtahækkun bítur fast á fyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sanngjörn hækkun á aðgangseyri í sund!

Við eigum afar glæsilegar sundlaugar og okkur finnst sjálfsagt að það kosti lítið að fara í sund. Eftir hrun er hefur gjaldið ekki hækkað miðað við verðlag almennt. Sjálfsagt vilja yfirvöld halda verði á slíkri þjónustu þannig að almenningur geti farið í sund.

Ég fer reglulega í sund og það vekur athygli mína að þar eru æ fleiri útlendingar. Erlendir gestir mínir fara yfirleitt daglega á sundstaðina og eftir hrun hafa þeir orð á því að sundlaugargjaldið sé óeðlilega lágt. Hækkun á verðinu mun ekki minnka aðsókn ferðamanna svo neinu nemi. 

Hugmyndir um að hækka verð í sund á stökum miðum eru fyllilega eðlilegar. Það er engin ástæða til þess að íslenskir skattborgarar niðurgreiði sundferðir fyrir erlenda ferðamenn. Afsláttarkort á kennitölu er þá hægt að hafa hagstæð ef vilji er til þess að hafa lægra gjald til Íslendinga.

Ef þessi hækkun gefur rými til lengri opnunartíma eða viðbótarþjónustu er það að sjálfsögðu frábært.  


Auglýst eftir rökum með aðild að ESB

Það var sláandi þegar í ljós kom að í skoðanakönnun í Noregi studdu 12% Norðmanna aðild að ESB en 72% eru andvíg. Ekki það að það stefnir í sömu niðurstöðu hérlendis. Þeir sem eru fyrir utan ESB vilja ekki þangað inn, þar er allt ein rjúkandi rúst. Stuðningurinn við ESB á Íslandi hefur verið að minnka með hverjum mánuðinum, þrátt fyrir mikinn áróður fjölmiðlamanna sem misnota aðstæður sínar herfilega. Það sem vekur hvað mesta athygli er feluleikurinn með röksemdafærsluna. Það er eins og stuðningsmenn aðildar, vilji ekki rökræður um málið. Sterkustu rökin eru þau að forystumenn ríkisstjórnarinnar Jóhanna og Steingrímur séu svo léleg og með inngöngu misstu þau öll völd. Þessi rök halda hvorki vatni né vindi, því þau hjúin eru að hverfa hvort sem er.

Þar sem engin rökin koma frá ríkisstjórninni auglýsi ég hér með eftir rökum fyrir aðild að ESB, andstæðingar aðildar geta þá komið með sín. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband