Heimkoma varðskipsins Þórs.

Þegar varðskipið Þór sigldi inn í Reykjavíkurhöfn var ég staddur í bankanum mínum. Allt í einu þustu viðskiptavinir og starfsfólk að gluggum bankans til þess að horfa á Þór. Það sérstök tilfinning sem fylgdi athöfninni þögn en auðmýkt í loftinu. Eftir nokkurn tíma segir ungur strákur:

,,Vá hvað hann er flottur".

,, Nú" sagði eldri maður

,,Jú, þetta er ekki eitthvað skip, þetta er varðskipið okkar Þór"

Þyrlur flugu yfirskipinu, og Fokker kom og flaug yfir skipið í tvígagn, til þess að sýna skipinu og áhöfn þess virðingu sína.

Á tímum sem við megum vart lengur halda upp á trúarlegar hátiðir eins og páska og jól, er ánægjulegt að  þjóðin geti fagnað í auðmýkt og virðingu.


Hvað má gera í barneingarorlofi?

Það er ekkert eðlilegra en að kosið sé um fólk í stjórnmálaflokkunum. Sjálfkjörin forysta ár eftir ár, ber vott um stöðnun og dauða eða að lýðræðið í viðkomandi flokkum sé ekki upp á marga fiska.

Fyrir nokkrum vikum birtist frétt um skoðanakönnun að Hanna Birna Kristjánsdóttir hefði yfirburðastuðning Sjálfstæðismanna í stöðu formanns Sjálfstæðisflokksins. Könnunin var víst gerð fyrir stuðningsmenn Hönnu Birnu.  Ef þetta var reyndin var full ástæða fyrir Hönnu Birnu að fara fram. Hún hefur áður verið orðið við formannskjörið, en heldur slök útkoma í Reykjavík í síðustu kosningum gáfu vart tilefni til þess að hún færi fram. Þá er alltaf veikleikamerki að formaður flokks sé utan Alþingis og ekki með reynslu þar. Hanna Birna er hins vegar mjög frambærilegur stjórnmálamaður og ber höfuð og herðar yfir oddvita flokkana í Reykjavík. 

Aftur kemur könnun og aftur nýtur Hanna Birna mikils stuðnings, en hún fer ekki fram. Fyrir okkur sem eru vanir íþróttunum, var þarna síðasta tækifæri Hönnu Birnu til þess að bjóða sig fram ef nota á drengilega baráttu. 

Á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í gærkvöldi er gerð tillaga um fullrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Einn tilnefndur varafulltrúi Auður Finnbogadóttir óskaði eftir því að fá að vera aðalfulltrúi. Þá var hún víst beðin um að benda á einhvern á listanum yfir aðalmenn sem ætti að detta út. Jú, Þóru Baldvinsdóttur eiginkonu Bjarna Benediktssonar. Það er röksemdin sem vekur mig til umhugsunar. Jú, Þóra Baldvinsdóttir væri í barneignarorlofi. 

Tillagan fékk aðeins atkvæði Ásdísar Höllu Bragadóttur fyrrum bæjarstjóra í Garðabæ og eins aðal stuðningsaðila Hönnu Birnu. 

Ef við karlar hefðum sett svona rök fram, þá væri okkur vært á fundum. Er ég e.t.v. að misskilja jafnréttisbaráttuna? Er þetta eitthvað sem Hanna Birna er tilbúinn að standa fyrir?

Á mínu heimili eru þrjár konur með mjög ákveðnar skoðanir. Ef ég vogaði mér að setja fram þá skoðun að kona gæti ekki tekið þátt í einhverju verkefni vegna þess að hún væri í barneignarorlofi er ég hræddur um að ég yrði tekinn í gegn í umræðunni sem við tökum við kvöldverðarborðið. Sennilega mjög verðskuldað. 


Ímyndarguttar rústa forstætisráðherra, .... aftur!!!

Fyrir nokkrum árum var forsætisráðherra sem hét Halldór Ásgrímsson. Hann átti langan stjórnmálaferil að baki þegar hann tók við af Steingrími Hermannssyni. Það var ekki auðvelt að fara í fótsporin hans Steingríms, sem var opinn leiðtogi, með sína galla, en merkilegur var hann. Halldór var ekki jafn alþýðlegur, allt önnur manngerð og hann átti í ákveðnum erfiðleikum að ná til kjósenda. Þá komu til ungir ímyndarsérfæðingar Björn Ingi Hrafnsson og Steingrímur Ólafsson, sem ákváðu að búa til nýjan Halldór. Litgreining, brosæfingar og æfð tilsvör. Það skipi máli hvort þú varst með grænt bindi við þessar aðstæður eða köflótt. Allt samkvæmt fyrirframákveðnum aðferðum ímyndarkenninganna. Þegar dæmið gekk ekki upp var bara gefið í, og farið í spuna. Allt annað en heiðarleiki var sett á oddinn. Í lokin var bara eitt eftir Halldór varð að segja af sér sem forsætisráðherra með mikilli skömm.

Björn Ingi ákvað að láta reyna á kenninguna sjálfur og fór í framboð í Reykjavík og hrökklaðist í burtu með enn meiri niðurlægingu en Halldór varð að þola á sínum tíma. 

Menn skyldu ætla að stjórnmálamenn lærðu af mistökum forvera sinna. Aldeilis ekki. Nýr forsætisráðherra og nýjir ímyndarsérfæðingar. Sjórnmálamaður Jóhanna Sigurðardóttir  sem setjast í helgan stein,  er gerður að forsætisráðherra.  Hún var að sjálfsögðu orðin eldri kona, en ímyndarsérfæðingarnir vildu gera úr henni ,,ofurpíu" . Hún var orðin gömul og þreytt . Verkefnið var að búa til  Jóhönnu eldhressu. Klæðnaður, festar, eyrnalokkar, púður, hárgreiðsla og bros... allt eftir uppskriftinni. Eftir nokkrar vikur hélt brosið ekki lengur og á forsætisráðherra kom skeifan sem hefur verið vörumerki hennar síðan.  Jóhanna sem hafði verið frekar alvörugefin, einstrengisleg, en fyrst og fremst, heiðarleg hugsjónakona, leggur nú áherslu á ómerkilegar blekkingar og ósannindi. Allar hugsjónir farnar.  Ímyndin orðin  blanda af ímyndarguttunum sjálfum, Hrannari Arnarsyni og Helga Hjörvar. Afar ógeðfelld týpa.  Trúverðugleikinn algjörlega horfinn. Hún á nú ekkert annað eftir að gera það sem Halldór Ásgrímsson gerði í lokin...................... að segja af sér!

johanna_1_vef.jpg johanna_4.jpg


mbl.is Forsætisráðherra fer með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hann rétti aðillinn til þess að meta vanhæfi?

 

Helgi Hjörvar var mjög harðorður um þá ákvörðun Bankasýslu ríkissins að ráða Pál Magnússon sem forstjóra, eftir að mat þeirra og sérfræðings í ráðningarmálum að Páll væri hæfastur umsækjanda. Páll er með guðfræðpróf og síðan framhaldsnám í Opinberri stjórnsýslu. 

Helgi er formaður Efnahags og viðskiptanefndar. Það er áhugavert að skoða menntun Helga, sem stýrir þessarri mikilvægu nefnd þingsins. Á vef Alþingis segir: ,,Nám í MH 1983-1986. Heimspekinám HÍ 1992-1994". Þetta bendir til að Helgi hafi ekki lokið stúdentsprófi og og heldur ekki lokaprófi í heimspeki. Segir reyndar ekkert um hvað Helgi hafi klárað af námi sínu".

Í því flóknu stöðu sem Ísland hefur verið í er gengið framhjá manneskju eins og Lilju Mósesdóttur í formennsku í Efnahags og viðskiptanefndar. Hverjar eru hæfniskröfurnar og hver mat hæfi Helga. 

Hvað finnst okkur um gagnrýni Helga í ljósi menntun og reynslu Páls annars vegar og menntunar og reynslu Helga hins vegar?

 


mbl.is Harma ummæli um Pál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn í bindindi.... a.m.k. tímabundið!

Á minn fund gengu 2 góðir vinir mínir, settu fram gagnrýni að ég hefði verið mjög harður við Samfylkinguna í undanförnum bloggum mínum. Þeir bentu réttilega á að ég hefði haldið fram að  mjög mikilvægt að jafnaðarmenn hefðu vægi í íslenskum stjórnmálum. Sem jafnvægi og til þess að hafa áhrif.  Ég benti þessum góðu vinum mínum á að ég teldi að núverandi stjórn Samfylkingarinnar hefði fært Samfylkinguna vinstri megin við VG, og flokkurinn væri orðinn sósíalistiskur flokkur. Tveir slíkir væru algjörlega óþarfir í íslenskum stjórnmálum.

Mínir góðu vinir bentu mér á að enn væru mikill fjöldi flokksmanna jafnaðarmenn, þrátt fyrir að þeir viðurkenndu alvarlega slagsíðu á flokknum. 

Þó ég yfirleitt gefi aldrei afslátt á rétti til þess að gagnrýna, viðurkenndi ég að nýleg gagnrýni mín á Samfylkinguna væru óvenju mörg og hörð. Lofaði ég að næsta mánuðinn myndi ég ekki setja fram gagnrýni á Samfylkinguna sem slíka, né Jóhönnu Sigurðardóttur sem mér innst inni þykir vænt um, en lofaði ekki að setja ekki fram gagnrýni á ríkisstjórnina. 

Kominn í bindindi.... a.m.k. tímabundið. 


mbl.is Páll tekur ekki starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krefjast pólitíkskrar ráðningar!

Þegar stjórn Bankasýslu ríkissins ásamt ráðgjafa frá Capacent  ákveður að ráða hæfasta manninn í stöðu forstjóra Bankasýslunnar, verða pólitískir varðhundar brjálaðir og gelta á Alþingi. Nú skal ráða menn úr Samfylkingu eða VG. Það telja þeir ópólitíkska ráðningu.

Margir fögnuðu þegar menn eins og Guðmundur Árni Stefánsson var ráðinn sem sendiherra. Menn lyftu sér upp fyrir pólitískt sukk. 

Á meðan á Alþingi er fólk eins og Helgi Seljan, Mörður Árna, Skúli Helga , Sigríður Ingvars og Álfhildur Ingadóttir verður sukk í sjórnsýslunni. 


mbl.is Harmar afsögn stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir eins flokkar í tveimur löndum

 Eins og margir karlmenn hef ég stundum gaman að fitla við fjarstýringuna fyrir sjónvarpið. Í rólegheitunum í gær var ég þannig að horfa á fréttirnar á Stöð 2 og í Ríkissjónvarpinu, en á sama tíma að skoða ZDF og ARD. Á Íslandi var landsfundur Samfylkingarinnar en í Þýskalandi Die Linke. Á báðum stöðum er óþarfi að kjósa, og menn greiða allir atkvæði eins. Áherslurnar ótrúlega líkar. Í fundarlok sungu die Linke nallann og í fundarlok Samfylkingarinnar var líka sunginn fjöldsöngur undir stjórn Ómars Ragnarssonar, eflaust nallinn. 

Það sem áhugavert er að í Þýskalandi er þetta fundur Sósíalista, en margir sem stofnuðu Samfylkinguna, voru að stofna jafnarðarmannaflokk. Sósíalismi var eins og eitur í þerra beinum. Skoðanaskipti voru grundvöllur í lýðræðinu. Það er liðin tíð. Nú er fólki skipt í hunda og ketti. Hér áður fyrr þekkti ég Alþýðuflokksfólk og Samfylkingarfólk sem voru jafnaðarmenn og þorðu að hafa skoðanir. Nú vilja allir flokksmenn ganga í ESB og allir kjósa Jóhönnu. Það eru bara í skoðanakönnunum sem Jóhanna fær um 30% stuðning, en þegar fólk er spurt í dagsbirtu er stuðningurinn 100%

Hvernig skyldi lýðræðissinnuðum jafnaðarmönnum líða í sósíaliskum flokki?

 

 

 


Jóhanna segist aldrei ætla að siga bönkunum á þjóðina... aftur!!!

Hér áður fyrr var Jóhanna Sigurðardóttir heiðarlegur stjórnmálamaður. Hún átti erfitt með að vinna með öðrum, var ekki leiðtogi, en henni var umhugað um skjólstæðinga sína og gaf ekkert eftir þegar semja þurfti milli ráðherra í ríkisstjórn. Þess vegna var Jóhanna ekki vinsæl meðal samráðherra og sumir þeirra virtust allt að því hata hana, eins og Jón Baldvin Hannibalsson. Jóhönnu gekk best að eiga samstarf við Davíð Oddson sem virti hugsjónir hennar. 

Nú er Jóhanna forsætisráðherra og hún er heldur ekki í dag leiðtogi. Hún er fremur eins og foringi úr fyrrum kommúnistaríkjunum. Hún hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim sem hafa hugsjónir, það eiga allir að fylgja henni. Með góðu eða íllu. Það sem hefur bæst við er að hún hefur fengið ómerkilegan pörupilt sem aðstoðarmann, Hrannar B. Arnarsson. Samvistirnar við hann hefur gert Jóhönnu að lygalaup. 

Hún ætlaði að láta samþykkja Svavarssamningin svokallaða, sem hefði þýtt að þjóðin tæki yfir 500 milljarða af óþarfa skuldum. Jóhanna hefur ekki haft manndóm til þess að biðja þjóðina afsökunar á þessari aðför að þjóðinni. Hún reynir enn að ljúga sig út úr sukkinu. 

Þá tók hún sig til ásamt Steingrími Sigfússyni og afhenti erlendum vogunarsjóðum íslensku bankana og gaf þeim skotleyfi á íslensk heimili og fyrirtæki. Nú reynir hún að ljúga sig út úr því níðingsverki og reynir að skella skuldinni á aðra. 

Þjóðin bíður þess í ofvæni að kerlingin fari frá, þannig að hægt sé að draga hana fyrir landsdóm. 


mbl.is Samfylkingin fær í flestan sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur fyrsti formaður Besta flokksins?

Þegar Dagur var spurður um kosningar til formanns og varaformanns, gaf hann til kynna að hugsanlega kæmu fram framboð í þessi embætti. Ástæðan er sú að hann vissi að í lýðræðislegum stjórnmálaflokkum er fyllilega eðlilegt að fram komi framboð. Í raun og veru er það eðlilegt og heilbrigt. Það er líka eðlilegt að fólk sé með mismunandi áherslur í pólitík innan flokka. Þannig verður oft til framþróun Í þanngi lýðræðislegan flokk gekk Dagur B. Eggertsson, og varð fljótt vonarstjarna. Sá sem tæki við af merkum leiðtoga Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Síðan kom hrun og Jóhanna, lýðræðislegar umræður og skoðanaskipti voru lögð niður og stjórnarhættir og stefna minntu á ástand í fyrrum Austur þýskalandi. Allir í Samfylkingunni styðja þannig ESB, það er aðeins í skoðanakönnuum sem fram kemur að hluti flokksins gerir það ekki. Allir sem eitthvað vissu um pólitík vissu að engir færu fram á móti Jóhönnu og Degi, þó það væri deginum ljósara að tími þeirra beggja er liðinn. 

Í dag voru þau Brésnef og Jeltsin kosin, eða Pútín og Krúsjof. Hvað sem þau nú heita skiptir minnstu, og innan tíðar munu flokksfélagarnir reyna að gleyma þeim sem fyrst. Það verður ekki einu sinni gerð af þeim brjóstmynd.

 Dagur verður hins vegar aldrei formaður Samfylkingarinnar. Hann er hins vegar orðaður við að verða fyrsti formaður Besta flokksins eða sameiginlegs flokks Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar. Þá verður eflaust lítið eftir af Samfylkingunni, nema að Samfylkingin sameinist Jóni Gnarr og Guðmundi Steingrímssyni. 


mbl.is Dagur sjálfkjörinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formannaskipti í Samfylkingunni?

Á landsfundi Samfylkingarinnar verður ekki skipt um formann nú, þrátt fyrir að það væri æskilegt fyrir Samfylkinguna. Það er einfaldlega ekki hægt nú, ef þessi ríkisstjórn á að sitja. Jóhanna hefur fært áherslur flokksins frá jafnaðarmennsku yfir í sósílisma. Flokkurinn nú er vinstri megnin við gamla Alþýðubandalagið. Jafnvel Jóni Baldvin Hannibalssyni ofbýður, og hefur hann þó fært sig til vinstri.

Á sama tíma er verið að stofna flokk sem tekur svæði Samfylkingarinnar. Guðmundur Steingríms og Besti flokkurinn, og líklegt er að nýji flokkurinn verði búinn að koma sér það vel fyrir, þegar kemur að næstu kosningum að þar verði ekki lengur pláss fyrir Samfylkinguna. Flokkur getur ekki komið einn góðan veðurdag og sagt, við höfum lagt áherslu á þetta undanfarin ár en nú eru við breytt. 

Þrír kandí­datar eru að berjast um formannssætið, þó ekki sé kosið. Þeir Árni Páll Árnason, Dagur B. Eggertsson og Guðbjartur Hannesson. Árni Páll hefur ekki staðið sig sem skyldi í ríkisstjórn og hefur af mörgum talinn hafa misst af tækifærinu. Slagurinn mun því standa milli Dags og Guðbjartar, þar þykir Guðbjartur standa betur. Bæði er það að formaður sé ekki á Alþingi, er afleit staða. Bara það að setjast á þing, tekur þingmenn 1-2 ár að sjóast í vinnubrögðum. Annað er að Guðbjartur er mun meira til vinstri en Dagur og því líklegra að Guðbjartur fái stuðning Jóhönnu, hann hefur líka þótt sýna góða takta. Upp á síðkastið hafa nöfn Katrínar Júlíusdóttur og Össurar Skarphéðinssonar komið aftur inn í umræðuna.

Fyrir marga jafnaðarmenn er landsfundur Samfylkingarinnar, óþægileg uppákoma sem best væri að færi lágt og hljótt. Það þarf markvissa endurreisn ef jafnaðarmenn eigi að ná vopnum sínum að nýju.  


mbl.is Landsfundur Samfylkingar hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband