Af hverju gerir ESB okkur þetta?

Í hörkuumræðum í gær komu ,,sérfræðingarnir" saman til þess að taka út stjórnmálin og efnahagsmálin. Við erum að lifa mjög merkilega tíma í efnahagsmálum heimsins. Það er allt á suðupunkti og spurning hverning fer. Harðasti jafnaðarmaðurinn í hópnum vill ekki láta kalla sig Samfylkingarsnúð, því að hann telur að Samfylkingin hafi svikið jafnaðarstefnuna. Ítalía, Grikkland, Spánn, Portúgal og Írland eru á hausnum og munu vera það áfram. Lílegast er að önnur lönd komi sér upp eigin mynt. Evran passar öllum þessum þjóðum ekki. Lífskjörin þurfa að versna í þessum löndum en geta haldið sér t.d. í Þýsklalandi, Belgiíu, og Hollandi, kannski Frakklandi.

Evran þótti spennandi vegna þess að það var sú mynt sem notuð var í helstu viðskiptalöndum okkar. Ef Evran verður skorin af þeim löndum sem eiga í erfiðleikum verða gerðar meiri kröfur til nýrra ríkja. Nú er kominn tími til að skoða norska og sænska krónu, kanadískana dollara eða aðra mynt. Þegar gjaldeyrishöftin verða felld niður, er íslenska krónan komin í hættuástand að nýju.

ESB gerir okkur þetta ekki, ástendið í ESB er bara ekki eftirsóknarvert!


mbl.is Krónan lítil en okkur betur borgið utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir krefst afsökunarbeiðni frá Tékkunum!

Nú hefur komið í fréttum að tékknesk  rúta fór á kaf í Blautulón. Nú veit ég ekki hvort það hefði verið gert stórmál úr þessu, ef um íslendinga hafi verið að ræða, en Tékkar, guð minn góður. Birjað var að halda því  fram að um sérstaka náttúruníðinga hafi verið að  ræða og þá sýndar myndir af vefsíðu fyrirtækisins og af Youtube málflutningum til stuðnings, bentu menn á að þessar myndir gætu auðveldlega verið á röngum hraða og væru það að öllum líkindum. Þá var sýndur árekstur þar sem rútan liggur á þaki jepplings. Þá vildi svo til að til var önnur mynd, þar sem sýnir löng bremsuför jepplingsins, sem bendir til glannalegs akstur jepplingsins. Þá komu fram forráðamenn leiðsögumanna sem lögðu til að íslenskir fararstjórar yrðu alltaf með í för. Ekki keyrði tékknesi fararstjórinn, og ekki eru  heimamenn ávallt í för með íslenskum farastjórnum í för með íslenskum hópum erlendis.

Loks kemur Vísir.is miðlill Jóns Ásgeirs með fyrirsögnina: ,,Biðjast afsökunar á framferði sínu". Þá er dómurinn fallinn. 

Eigum við ekki að sýna  erlendum ferðafyrirtækjum sömu viðrðingu og við ætlumst til að okkar fyritæjum, erlendum fararstjórum sömu virðingu og innlendum. Það er full ástæða til þess að taka á slæmri umgengni um íslenska náttúru, hvort sem innlendir eða erlendir aðilar eiga í hlut. Innlegg frá innlendum fararstjórum í þessa frétt var einhvernvegin hallærisleg. Fyrirsögnin í Vísi sem skrifuð var af Jóni Hákoni Halldórssyni var einhvern vegin uppfull af heimóttarskap og útlendingahatri í bland við heimsku. Enn telja þörf fyrir Jón Ásgeir í íslenska fjölmiðlaheiminum.  


 


mbl.is Biður Íslendinga afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launamál yfirmanna

Oft fara á stað umræður um þau laun sem verið er að greiða yfirmönnum fyrirtækja og stofnana. Þetta gerðist þegar bankarnir fóru á stað, og þetta gerist enn í dag. Á að greiða bónusa? Hvenær og hvernig?

Það hlýtur að vera öllum ljóst að launamál bankamanna fóru út í algjört rugl og fáir sem létu þá í sér heyra.

Í dag berast fréttir af tapi N1 og að forstjórinn sé með 2,7 milljónir í mánaðarlaun. Er það mikið eða lítið. Líklega eru þetta launasamningar fyrri ára, en samt hafur maður ekki nægar upplýsingar til þess að meta launamálin. Jafnvel þó að fyrirtækið hafi skilað tapi.

Mér eru af handahófi minnisstæði tvö dæmi. Annað fyrir nokkrum árum þá hafði gott fyrirtæki verið rekið með einhverju tapi í ein þrjú ár, og áætlanir stóðust ekki hjá framkvæmdastjórnaum. Hann var í eigendahópi, og hætti sem starfsmaður. Við tók hörkuduglegur maður sem reif fyrirtækið upp á næstu þremur árum. Starfsmönnum fjölgaði umtalsvert svo og arðsemi. Virði fyrirtækissins margfaldaðist. Það þurfti ekki langan tíma til þess að réttlæta tvöföldun launa framkvæmdastjóra.

Ráðgjafafyrirtæki er nú með starfsmenn erlendis og innanlands. Laun þeirra sem vinna erlendis eru 70% hærri en þeirra sem vinna innanlands. Menn sem eru með sambærilega menntun og reynslu. Markaðurinn úti er að gefa a.m.k. 110% hærri tekjur á klukkustund. Hér koma upp umræður um að halda ákveðnum jöfnuði, vegna þess að það skiptir fyrirtækið og starfsmennina miklu máli að missa ekki öll tengsl á íslenska markaðinum.

Þriðja dæmið sem full ástæða er að taka upp eru laun forsætisráðherra. Ég reikna með að heildarlaun hennar séu um 1200 þúsund. Hennar aðal hlutverk er að örfa samfélagið og hvetja til dáða. Vera leiðtogi. Þetta hefur því miður algjörlega brugðist. Launalækkun í 400-500 þúsund væri fyllilega réttlætanleg.


Má ekki elska mömmur?

Ég elska Office 1. Fyrirtækið er frumlegt og það er ágætt að eiga viðskipti við fyrirtækið. Nú tóku Office 1 sig til og auglýsti að þeir elskuðu mömmur, og þorðu að segja það. Þeir eru nú ekki einir um það, því ég elska mömmuna á mínu heimili. Reyndar er ég ekki einn um það á heimilinu því stelpurnar mína elska mömmu sína líka. Öll tjáum við henni ást okkar reglulega, og mamman á heimilinu segir þá oft ,, jú jæja" og þar með er það afgreitt.

Þegar Office 1 segjast elska mömmur, þá brosa flestir út í annað. Flott hjá þeim. Nei aldeilis ekki. Fram er komin Íris Dögg Lárusdóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf við HÍ sem gerir alvarlega athugasemdir við þessa auglýsingu.

 „Mér finnst alltaf jafn sorglegt að sjá svo greinilega ýtt undir ójafnrétti foreldra og þar með viðhaldið þeirri hugmynd í samfélaginu að mæður séu betri eða meiri foreldrar en feður." segir Íris

Mér finnst svona kvenréttindaofurjafnréttiskerlingar alveg nauðsynlegar í mannlífið. Rétt eins og mér þykir alltaf vænt um njólana í náttúrunni. Oftast kemur svona ofurviðkvæmni fram hjá ungstelpum, sem halda þá oft að heimurinn snúist um þær. Þegar þetta þarfastig kemur upp hjá stútungskerlingum verður það bara broslegt. Það vantar bara að þær klæði sig í djarfar flíkur, til þess að ná athygli. Það þó að það hafi yfirleitt engin áhrif, öllum er slétt saman.

Office 1 er hins vegar bara í góðum málum.


Engin stefnubreyting hjá landsliðinu!

Nú er það yfirlýst stefna fyrir leikinn á móti Ungverjalandi úti, að gengi liðsins verði ýtt til hliðar. Það þýðir enga stefnubreytingu. Gengi liðsins hefur verið afar slæmt undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og Péturs Péturssonar. Ráðning þeirra á sínum tíma var mjög eðlileg á sínum tíma, báðir höfðu náð góðum árangri. Árangur þeirra félaga er hins vegar afleitur og af þeirri niðurstöðu verður starf þeirra metið. Nú bíða allir eftir að þeir hætti.
Mér þykir vænt um að mér finnst ekki vera neitt skítkast út í þá félaga, því hér á árum áður hafa landsliðsþjálfarar fengið mjög slæma útreið. Minni á Atla Eðvaldson og Eyjólf Sverrisson sem tóku landsliðsþjálfarastöðuna full snemma. Gagnrýni á þá félaga var stundum afar óhefluð og ósmekkleg.

Nú er að klára þennan leik, en ég verð ekki fyrir miklum áhuga á úrslitum hans. Þetta er fyrst og fremst æfing.

Fyrir KSÍ væri til umhugsunar í framtíðinni að spilaðir yrðu fleiri æfingarleikir, þannig að hægt væri markvisst að skoða fleiri leikmenn.


mbl.is Gengi liðsins ýtt til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær árangur drengjalandsliðsins í knattspyrnu

Þá er Norðurlandamótinu í knattspyrnu udndir 17 ára lokið, með sigri drengjalandsliðsins. Ísland sendi tvö lið og keppti lið númer tvö, um sæti númer þrjú. Þetta er frábær árangur og full ástæða til þess að fylgjast vel með þessum leikmönnum í framtíðinni. Árangurinn er enginn tilviljun. Bæði er að það er mikill metnaður hjá félögunum, góðir þjálfarar, góð aðstaða og góð umgjörð. Leikmennirnir eru mun betri tæknilega en áður var en það var alltaf veiki hlekkurinn hér áður. Þá er ljóst að stákarni, þjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Freyr Sverrisson og KSÍ hafa staðið sig afar vel.


Árangursríkasta leiðin!

Virðisaukaskattshækkun á mat er árangursríkasta leiðin til þess að ráðast að þeim sem minnst mega sín. Allir þurfa að borða og með viðisaukaskattshækkun mun ríkisstjórnin leitast við að segja almenningi að hún sé að taka á málunum, þegar ríkistjórnin er einmitt ekki að gera það. Það er einungis verði að níðast þá þeim sem minnst mega sín. Þeir sem eru meðvirkir munu hæla Jóhönnu og Steingrími og segja að þetta hafi þurft að gera til þess að taka á málum.
mbl.is Virðisaukaskattshækkun á mat?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng ríkisstjórn, með ranga umsókn um inngöngu í ESB, á röngum tíma.

Á árunum 2005-2007 var vaxandi fylgi fyrir því að kanna hvað innganga í ESB hefði í för með sér fyrir íslenska þjóð. Íslensk króna með óagaða stjórnmálamenn, þýddu sveiflur á gengi krónunnar sem kom atvinnulífinu mjög illa. Sveiflur á gengi krónunnar var líka slæm fyrir verðvitund almennings og þar emð lífskjör. Af þessum sökum voru margir sem vildu skoða aðra galdmiðla. Evran kom fyrst upp í hugann, þar sem við eigum mikil viðskipti við löndin ESB. Það að festa sig við Evruna er hins vegar oft trúaratriði, því aðrar myntir gætu komið til greina eins og norska krónan.

Stuðningurinn við könnunarviðræður var um 70% fyrir hrun. Ef spurt hefði verið um formlega aðildarumsókn hefði fylgið án nokkurs vafa verið miklu minna. Aðeins einn stjórnmálaflokkur var með það á dagskránni að sækja um aðild að ESB, en það er Samfylkingin. Það er í raun mjög ólýðræðislegt að kanna ekki hvað aðild að  ESB þýðir með vilja 70% þjóðarinnar á bak við sig. Eftir hrun var einnig hrun í þeim hópi sem vildi viðræður við ESB. Nú eru um 70% á móti aðildarviðræðum. Meira að segja hörðustu spekingar ESB aðildar viðurkenna að þessi staða er afkáranleg. 

Það er flestum ljóst, að aðild verður ekki samþykkt, nema Íslandingar haldi fullum umráðum yfir fiskstofnum sínum og að ásættanleg markmið náist fyrir íslenskan landbúnað. Til þess að þetta megi verða verður ESB að breyta fiskveiðistefnu sinni. 

Hrunið á Íslandi veikir einnig stöðu okkar gagnvart ESB. Það er ekki mikill vilji til þess að taka inn enn eitt vandamálalandið í sambandið. 

Þegar við þetta bætist að það hriktir í stoðum ESB. Grikkland, Ítalía, Spánn, Portúgal og Írland eiga í miklum erfiðleikum, er ekki líklegt að ESB verði sérstaklega sveigjanleg gagnvart Íslandi. ESB á við nóg vandamál að stríða. 

Það er því ekki góður tími fyrir Ísland að sækja um aðild að ESB í dag, umsóknin nýtur ekki stuðnings þjóðarinnar né Alþingis. Ríkistjórn VG og Samfylkingar er því röng ríkisstjórn, með ranga umsókn á röngum íma. 


mbl.is S&P lækkar Bandaríkin í AA+
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangelsisbyltingin!

Nú eru stjórnvöld að meta kosti og galla við að byggja nýtt fangelsi, eða nýta ónýtt húsnæði, og breyta því. Eftir að þessi handónýta og illgjarna ríkisstjórn, var búin að veita erlendum útrásarvíkingum og vogunarsjóðum veiðileyfi á almenning, er stór hluti þjóðarinnar í skuldafangelsi sem ekki verður séð hvernig komist verður frá. Bygging á nýju fangelsi er því aðeins verið að stúka stóra fangelsið niður, Hluti þjóðarinnar verður í nýju byggingunni, en stærsti hluti þjóðarinnar er í stóra fangelsinu. Von þjóðarinnar er að við fangarnir gerum fangelsisbyltingu.  Stóru fangelsisbyltinguna.

Þurfum við í íþróttahreyfingunni að sýna meiri ábyrgð.

Íþróttahreyfingin er rekin af miklum metnaði. Þannig að farið er að líta til Íslands hvernig staðið er að hlutum frá öðrum löndum í Evrópu. Þó að víða sé vel staðið að málum eru líka brotalamir, og við getum leitað að félögum sem eru okkur miklu fremri. Af þeim getum við lært. En metnaðurinn getur borið okkur ofurliði. Allt of oft eru félög rekin ár eftir ár með tapi. Í lokin hafa mörg sveitarfélög þurft að grípa í taumana og borga tugi milljóna. Oftast hafa peningarnir ekki farið í barna og unglingastarf, heldur í meistaraflokkana, þar sem engin skynsemi hefur ráðið.

Mörg sveitarfélög hafa gripið í taumana og verða félögin að leggja inn fjárhagsáætlanir sem fylgst er með mánaðarlega. Bókhaldið sem var í ólestri er víðast hvar  komið í góðar skorður og gripið er inní reksturinn áður en illa fer. 

Það er sagt að í boltaíþróttunum hafi leikmennirnir 70% með gengi liðs að gera, þjálfarinn 15% og stjórnin og umgjörðin 15%. Slakir eða óábyrgir þjálfarar reyna oft að krefjast þess að keyptir séu leikmenn, í stað þess að þeir vinni vinnuna sína og byggi upp. Fjölmiðlar greina sjaldnast uppbyggingu. Margar veikar stjórnir falla í þá gryfju að verða við kröfum þessarra þjálfara og útkoman er oft skelfileg fyrir félögin og viðkomandi sveitarfélög.

Margir óttast að því miður hafi mjög víða verið farið óvarlega með kaup á leikmönnum, sem koma hingað víða úr heiminum, á þeim tíma sem íslensk þjóð er ekki komin upp úr kreppunni. Ef rétt er, er það mikið ábyrgðarleysi. Þeir þjálfarar og þær stjórnir ætti að fjalla um í fjölmiðlum. Á sama hátt að ræða um/eða skrifa um þau félög sem sýna ábyrgð.  


mbl.is Félagaskipti í íslenska fótboltanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband