Er verið að notafæra sér hryðjuverkin til auka fylgi?

Verkamannaflokkurinn hefur aukið fylgi sitt eftir hryðjuverkin í Noregi, og það hefur Stoltenberg einnig gert. Stoltenberg var næst vinsælasti stjórnmálamaður Noregs fyrir ekki alls löngu, en hefur bætt við sig umtalsverðu fylgi og er orðinn sá vinsælasti. Ástæðan er að í þeim hremmingum sem norska þjóðin hefur gengið í gegnum, hefur Stoltenberg sýnt leiðtogahæfileika sína og þjappað þjóðinni saman. Norska þjóðin hefur í framhaldinu uppskorið virðingu annarra þjóða fyrir framgögnu sína.

Það er ekkert að því að vinsældir aukist í framhaldi af vel unnum verkum. Þegar leiðtogi sýnir mátt sinn eykur hann fylgi sitt.

Hér á Íslandi hefur Eiríkur Bergmann dósent við Háskólann á Bifröst komið með þá kenningu að það hættulegasta sem gæti komið fyrir íslenska þjóð, er að Ísland eignaðist leiðtoga sem væri við völd. Slíku eru Norðmenn og flestar vestrænar þjóðir ósammála. Vinsældir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra Íslands nálgast nú óðum frostmark og það verðskuldað. Þar á bæ finnast engir leiðtogahæfileikar. 


mbl.is Með yfir 40% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsliðið í knattpsyrnu

Riðill Íslendinga í undankeppni HM í knattspyrnu er áhugaverður. Eins og oft áður sjáum við ótrúlega möguleika í þessum riðli. Við ættum sennilega að vinna riðilinn, en gætum þurft að sætta okkur við annað sætið, sem ekki væri  gott. Við skulum líta á stöðu þessarra liða á styrkleikalista FÍFA.

Noregur no. 12
Slóvanía no. 22
Sviss no 30
Albanía no. 59
Kýpur no. 80
Island 121

Staða þessarra liða er ekki nein tilviljun, og liðunum ekki raðað niður með úrdrætti. Liðin eru í þessari röð vegna frammistöðu sinnar síðastliðin 2-3 ár. Hin liðin fagna því að lenda á móti Íslandi vegna þess hversu lélegir  við erum.
Við eigum að gera okkur skýra grein fyrir því hvar við erum. Gera okkur skýra grein fyrir því hvert við viljum fara. Gera síðan raunhæfa áætlun hvernig við ætlum að ná einhverju settu markmiði.

Rætt hefur verið um tvo möugleika fá innlendan þjálfara eða útlending. Góðir erlendir þjálfarar hafa þann kost að þeir gætu komið með eitthvað nýtt sem skilaði árangri og þeir gætu líka haft mikla getu. Ókosturinn í dag er verðlagning á góðum erlendum þjálfara er afar há.
Hin leiðin er að ráða innlendan þjálfara. Að gamni mínu setti ég skoðanakönnun á bloggsíðuna mína og þar eru Willum Þórsson, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Eyjólfur Sverrisson og Guðjón Þórðarson jafnir með 22,9% og Ólafur Kristjánsson með 8,6%. Allir þessir þjálfarar gætu skilað landsliðsþjálfarastöðunni mjög vel.

Í ljósi stöðunnar er það mín skoðun  að ráða eigi einn innlendan þjálfara sem síðan fær með sér teymi. Þetta yrði kostnaðarmeira en að ráða einn innlendan þjálfara en mun hagkvæmara en að ráða erlendan.

Við eigum mjög góða unga leikmenn, en jafnframt nokkra góða eldri leikmenn. Uppbyggingarfasinn gæti tekið þjú ár og þá gætum við hugsanlega átt landslið sem væri eitt af 30 bestu
mbl.is Drillo: Óheppnir að fá Kýpur og Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hraða skjaldbökunnar.

Í árangursríkri atvinnuuppbyggingu gildir að hafa skýra stefnu, opin huga og skjóta ákvörðunartöku. Það var einmitt þetta sem við þurftum á að halda eftir bankahrun. Það var  þetta sem stóð til, auk þess að koma heimilunum í skjól. Eftir rúmlega tveggja ára setu, er engin stefna komin, augnskjól notuð og hraði hugarstarfsemi ríkistjórnarinnar er stilltur á ,,very slow". Þannig er misst af öllum tækifærum sem á borðið koma, en tímanum eytt í að leggja kapal, innbyrðis togstreitu og sækja um aðild í erlenda kjaftaklúbba.

Auðvitað verður hver og einn að fara á sínum hraða og sinni visku. Það yrði góð tillaga frá Stjórnlagaráði að ár skaldbökunnar yðru aldrei fleiri en tvö á hverri öld. Þau eru þegar liðin.


mbl.is Hafa misst af tækifærinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólöglegar kökur!

Við vorum búin að baka fyrir árlega fjáröflun í félaginu okkar, þegar við fengum upphringingu frá formanninum þar sem okkur var sagt að þetta væri ólöglegt.

,,Já, sagði ég, þær eru ólöglega góðar" sagði ég.

,,Nei, nei" sagði hann ,, við meigum ekki selja þær, það eru reglur ESB"

,,Ertu að segja að allar kökur til sölu séu ólöglegar til sölu"

,, Nei, ekki ef þær hafa rauða gassúrskreytingu" sagði hann.

,, en ekki bláa, eða græna" sagði ég

,,Nei, alls ekki grænar eða bláar" sagði hann

,, Hefur þetta eitthvað með pólitík að gera" spurði ég

,,Það hefur komið í ljós að við höfum innleidd fullt af reglugerðum ESB í aðlögunni, sem  almenningur veit ekki um" sagði hann

,, Veistu hvaða klósettpappír þú mátt nota og hvaða ekki" spurði hann

,,Nei", sagði ég ,,vil ekki vita það" sagði ég og lagði á.

Ég setti á mig heyrnartólin og setti á róandi tónlist. Nú þurfum við að borða 194 muffins sem við ætluðum að gefa félaginu okkar. Það má ekki, selja þær af því að þær eru ekki rauðar. Ég veit að vinur minn Andrés Pétursson vinur minn í ESB æðstaráðinu getur útskýrt þetta allt fyrir okkur síðar.

 


Eiga þau ekkert sameiginlegt?

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs segir að svar Norðmanna sé aukið lýðræði, opnara stjórnkerfi, meira aðgengi að upplýsingum og kærleiki. 

Við Íslendingar urðum fyrir alvarlegu áfalli sem þjóð. Við skiptum um ríkistjórn. Var svar hennar

- aukið lýðræði?

-opnara stjórnkerfi?

-meira aðgengi að upplýsingum?

og meiri kærleiki?

Jens Stoltenberg forsætisráðherra hefur verið talinn standa sig afburðavel í leiðtogahlutverki sínu. Sameinað þjóðina og talið í hana kjark. Hann hefur stóraukið fylgi sitt. 

Hvernig er samanburðurinn við forsætisráðherra Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur?

Verkamannaflokkurinn í Noregi er systurflokkur Samfylkingarinnar. Eiga þeir ekkert sameignlegt?


mbl.is Svara árásum með auknu lýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitað að skýringum.

Fyrir venjulegt fók er erfitt að skilja hvers konar maður það sem fremur hryðjuverk eins og Breivík framdi í Noregi. Mörgum dettur í hug geðröskun, sem sjáfsagt verður skoðað, þrátt fyrir athugasemdir nokkurra Íslendinga. Margir velta fyrir sér aðstæðum sem gætu hafað mótað Breivik. Þá hafa komið fram tilgátur um siðblindu.

Það er athyglisvert að fara yfir helstu einkenni siðblindu skoða hana í ljósi þess sem gerst hefur. Helstu einkennin eru: 

  • Tillitsleysi við aðra og hneigð til að brjóta á öðrum í eiginhagsmunaskyni.
  • Virðingarleysi fyrir siðum, reglum og lögum sem leiðir oft til afbrota.
  • Viðkomandi beita ofbeldi ef það þjónar eigin stundarhagsmunum.
  • Beita lygum og blekkingum auðveldlega.
  • Hafa litla stjórn á löngunum, framkvæma fljótt það sem þeim dettur í hug en sjá ekki fyrir afleiðingarnar og læra ekki af reynslunni.
  • Hafa grunnar tilfinningar og hafa ekki samúð með öðrum nema á yfirborðinu.
  • Hafa ekki hæfileika til að tengjast öðrum tilfinningaböndum.
  • Athyglissýki
  • Samviskuleysi.
  • Plottárátta
  • Brókarsótt


Það eru margir af þessum þáttum sem geta átt við Anders Breivik en siðblindu getur verið mjög erfitt að greina og það gerist oft ekki nema á nokkrum tíma. Siðblindir einstaklingar eru taldir vera 1-5% eftir því hversu stíf skilgreiningin er. Þessir einstaklingar planta sér gjarnan í ábyrðarstöður stórfyrirtækja, því þeir er ábyrðarlausir og mjög viljugir til að taka áhættu. Þeir fara gjarnan í fjölmiðla og stjórnmálin er þeim sérstaklega kær, sem er talin ein helsta ástæða þess að óheilindi í pólitíkinni er eins mikil og raun ber vitni. Séreinkenni? Tilfinningaleysi gagnvart öðrum, lygar og óheildini, jú, og sérstök árátta til framhjáhalds og .... þá láta aðra vita af því!

Siðblinda getur því verið hluti af greiningu á Anders Breivik, en er sennilega aðeins hluti dæmisins. 

 


mbl.is Myndin af morðingjanum skýrist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geðveiki, kynáttahatur eða stjórnmálaöfgar?

Mjög mörgum kemur fyrst í hug þegar þeir fara yfir hryðjuverk Anders Behring Breiví, að maðurinn hljóti  að vera alvarlega veikur haldinn persónuleikaröskun á háu stigi. Slíkt kemur auðvitað ekki í ljós fyrr en eftir einhvern tíma. Í þá greiningu verða eflaust fengir hinir færustu sérfræðingar, sálfræðingar og geðlæknar.

Hér á Íslandi eru hins vegar ,,sérfræðingar" búnir að komast að niðurstöðu. Á Eyjunni í kvöld kemur er skrifað: 

,,Enn aðrir vara við hættunni á að skýra atburðina með skírskotun til geðveiki, til dæmis Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra sem skrifar á facebook í dag:

„Minni á að geðsjúklingar eiga það sameiginlegt að sýna mikið hugrekki í erfiðri glímu við daglegt líf. Geðsjúkt fólk vill ekki öðru fólki illt eða fer með ígrunduðu ofbeldi gegn öðrum. Hlutskipti þeirra er á engan hátt líkt atferli manns sem skipuleggur í þaula grimmilegt ofbeldi gagnvart varnarlausu fólki. Slíkt hátterni þarf að útskýra með öðru en með vísan til geðsjúkdóma.“

 og síðar: 

Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan leggur meðal annars þetta til mála:

„Í dag þykir lágkúrulegt að vekja athygli á því úr hvaða jarðvegi viðbjóðurinn í Noregi spratt, enda sé um sjúkling að ræða. Fyrir tíu árum síðan þóttu árásirnar á tvíburaturnana hins vegar nauðsynleg áminning um hættuna af róttæku Íslam; og sjúkdómshugtök voru ekki inni í myndinni.“


Það má svo hugleiða af hvaða hvötum þeir félagar fjalla um málið á þennan hátt á þessum tíma. 

 

 


mbl.is Ætlaði að sprengja fleiri hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verstfirska ljóskan, ræðst á verstfirsk sjávarútvegsfyrirtæki!

Ég sat með góðan vin minn frá Vestfjörðum og hlustuðum á útvarpsþát þar sem fram komu Tryggvi Herbertsson, Sigmundur Daði Gunnlaugsson og Ólína Þorvarðardóttir og ræddu efnahagsmál og hugmyndina um 20% niðurfærsluna.  Þeir félagar voru vel að sér í málinu, en Ólína alls ekki. Það fór svo að Tryggvi setti ofan í við Ólínu og sagði að hún vissi ekkert um það sem hún væri að fjalla um. Ólína vakti athygli á sjálfri sér með því að tryllast og verða sér til stórskammar. 

Vinur minn sagði ,, þú heldur örugglega að hún sé drukkin, hún Ólína" en þetta er bara frekjan í henni og ljóskan". 

Þessi framganga hefur einkennt Ólínu í hennar starfstíma á Alþingi. Nú kemur í ljós að hún hefur markvisst verið að vinna gegn hagsmunum sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum, þegar hún heldur að hún sé að vinna þeim gagn. Vestfiðingar ættu að skammast sín fyrir að senda einstakling af þessum styrkleikaflokki á Þing. 

 


Stórgóður sigur Blika

Breiðablik vann feiknargóðan sigur á Rosenborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Það virðist hafa komið mörgum á óvart að Breiðablik hefur ekki gengið sem skyldi í Íslandsmótinu í ár. Það á sér þó eðlilegar skýringar. Breiðablik hefur aldrei áður unnið Íslandsmeistaratitil og það þekkt að nýtt meistaralið á heldur slakari gengi næsta ár á eftir. Þá er það alltaf keppikefli liða að vinna Íslandsmeistarana. 4-5 sæti væri ekki óeðlileg úrslit fyrir Breiðablik á þessu ári og kæmi ekki á óvart að það yrði raunin.

Leikurinn í kvöld er sigur fyrir íslenskan fótbolta. Rosenborg er feiknarsterkt lið og að vinna það með 2-0 er stórkostlegur árangur. 

Það hefur aðeins borið á neikvæni gagnvart Breiðablik í upphafi þessa móts. Þessi úrslit ættu að þagga niður þær raddir. 


mbl.is Tveggja marka sigur en Blikar úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Jón Ásgeir líka að gefast upp á ríkisstjórninni?

Það vekur athygli að  vísir virðist vera að gefast upp á ríkisstjórninni. Blekkingar ríkisstjórnarinnar eru farnar að fara í taugarnar á Jóni Ásgeiri rétt eins og meginþorra landsmanna. Aðgerðarleysið er farið að hafa áhrif á langtíma atvinnuleysi. Öll loforð ríkisstjórnarinnar varðandi stöðugleikasáttmála eru svikin. Haldi svo áfram sem á horfir, verða sjóðir Samfylkingarinnar tómir og Jóhönnu þá snarlega sparkað. 

 

 

Atvinnuleysi meira en í tölum Vinnumálastofnunar


Atvinnuleysi meira en í tölum Vinnumálastofnunar
Mynd/Pjetur
Hafsteinn Hauksson skrifar:
Langtímaatvinnuleysi hefur tekið stökk á milli ára, þrátt fyrir fullyrðingar um að efnahagsbatinn sé hafinn í landinu. 15.800 manns voru atvinnulausir á öðrum fjórðungi ársins.

Hagstofan birtir í dag tölur um atvinnuleysi á öðrum fjórðungi ársins, en að meðaltali var 8,5 prósent vinnuaflsins án atvinnu á tímabilinu. Það er mun hærra hlutfall en Vinnumálastofnun hefur gefið út, en stofnunin hefur mælt á bilinu 6,7 til 8,1 prósent atvinnuleysi á sama tímabili.

Ástæðan fyrir þessu misræmi er sú að Hagstofan framkvæmir könnun á atvinnuleysi meðal alls almennings, á meðan Vinnumálastofnun byggir eingöngu á því fólki sem er á atvinnuleysisskrá, en mæliaðferð Hagstofunnar er almennt talin áreiðanlegri.

Atvinnuleysi er langmest meðal ungs fólks, en á aldrinum 16 til 24 ára er tæplega einn af hverjum fimm atvinnulaus. Alls bendir könnun Hagstofunnar til að 15.800 manns séu atvinnulausir, en þeim fækkar um 400 frá árinu áður.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband