18.7.2011 | 21:25
Neyðist Jóhanna að segja af sér vegna hlerunarmálanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.7.2011 | 12:44
Hætta að skipta við framsóknarmenn!
![]() |
Lyktar af pólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2011 | 11:48
Jóhanna sær í gegn í Austur-Þýskalandi.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur sannarlega slegið í gegn í Þýskalandi. Ekki hjá öllum, en þeim sem sakna Austur Þýskalands. Jóhanna er fyrsti þjóðarleiðtoginn sem stefnir að taka upp þjóðskipulagið sem lagt var niður þegar Vestur og Austur Þýskaland voru sameinuð. Angela Merkel kemur upphaflega frá Austur Þýskalandi. Merkel hefur verið gagnrýnt fyrir tvo þætti, annars vegar að vera of höll undir gamla austrið, en einnig að vera sparsöm á brosið. Með heimsókn Jóhönnu hefur þetta verið afsannað með öllu. Í samanburði við Jóhönnu er Merkel lengst til hægri og síbrosandi.
Jóhanna talaði að sjálfsögðu íslensku við Merkel sem kinnkaði kolli við og við, en skildi ekkert, sem gerði svo sem ekki mikið til. Jóhanna kom þeirri ósk á framfæri að Svavar Gestsson yrði fyrsti sendiherrann í nýja Austur Þýskalandi og Álfheiður Ingadóttir hernaðarráðgjafi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.7.2011 | 07:39
Skuldakreppa Evrópu í boði VG
Vandi margra Evrópuríka er yfirskuldsetning, þensla í opinberum rekstri og skortur á örvun í einkarekstrinum. Hugmyndafræði vinstri aflanna er hin lamandi hönd dauðans. Fyrir tveimur árum tók Steingrímur Sigfússon við efnahagstjórninni á Íslandi og hann hefur sannarlega gert allt sem í hans valdi stóð til þess að koma Íslandi á hausinn. Á síðustu stundu gat þjóðin gripið fram fyrir hendurnar á honum þegar hann reyndi að setja 540 milljarða Icesaveskuld á herðar þjóðarinnar. Það hefði sett íslensku þjóðina endanlega á hausinn. Á haustmánuðum þarf íslenska þjóðin að setja hann af.
Haggreining efnahagsráðs VG, sem samanstendur af Steingrími, byltingarforingjanum Álfhildi Ingadóttur og grunnskólanemanum og formanni efnahags og skattanefndar Alþingis Lilju Ríkeyju Magnúsdóttur, fann út að bankakreppan í heiminum, væri heimatilbúin á Íslandi og sökin lægi alfarið hérlendis. Með sömu röksemdarfærslu má álykta að skuldavandi Evrópuþjóða sé í boði VG.
![]() |
Ítölsk örvænting |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2011 | 08:30
News of the world fallið Bretlandi, samskonar mál undir teppið hér!
Flest lönd í Evrópu eiga sín sorprit. News of the world er eitt það vesta á Bretlandseyjum. Það féll vegna þess að talið er að blaðamenn blaðsins eða útsendarar þeirra hafi hlerað síma fólks, eða náð í smáskilaboð úr símum fólks. Ljóst er að einhverjir hafa brugðist við rannsókn málsins og fái að fjúka í kjölfarið. Blaðið News og the world er lagt niður í kjölfarið.
Hvað gerum við í samskonar málum?
Fyrir nokkrum málum kom upp hlerunarmál á Alþingi. Tölva fannst og áður höfðu tölvupóstar þingmanns ,,lekið" til DV.
Tilviljun?
Varla.
Í þessum máli komu bæði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, og Ásta R. Jóhannesdóttir forseti Alþingis meðhöndlað málið á afar vafasaman hátt. Tengsl Birgittu Jónsdóttur við harkara og að tölvan var í næsta herbergi við staðsetningu tölvunnar, gerir það að verkum að full ástæða er að kanna tengsl hennar við þetta mál.
Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson er menntaður í Bretlandi og þekkir vel hvernig tekið er á þessum málum þar. Nú hefur hann tækifæri til þess að sýna dug og siðferðisþrek og upplýsa þjóðina hvar þetta mál er statt og taka það föstum tökum.
Hvað höldum við að gert yrði ef forsætisráðherra Bretlands, forseti Þingsins og Alþingismenn slíku máli með þessum hætti?
Hafa Jóhanna, Ásta Ragnheiður og Birgitta verið yfirheyrðar?
Mun DV verða lagt niður í framhaldinu. Það verður fáum harmdauði.
![]() |
Tíðindalaus skjálftavakt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.7.2011 | 08:33
Einstaklega ósmekkleg frétt!
Blaðamaður Morgunblaðsins gerir sig sekan um alvarlegan dómgreindarskort. Forræðismál einstæðar móður og í fréttinni er lýst nákvæmlega hvað barn á grunnskólaaldri segir sem býr við vanrækslu. Þegar nánar er skoðað kemur fram að móðirin þjáist af þunglyndi. Nú er þunglyndi sjúkdómur sem margir þekkja í fjölskyldu eða vinahópum. Sjúkdómurinn getur auðveldlega komið fram í aðgerðarleysi og algjöru vonleysi. Það að börn við þessar aðstæður megi eiga von á að lesa í fjölmiðlum sem það hefur tjáð þeim sem rannsaka svona mál, er hreinlega galið. Nú get ég mér til að hér hafi skólakrakki fengið tækifæri á að skrifa frétt. Þá er það alvarlegur dómgreindarskortur fréttastjóra að láta börn skrifa um slíkt mál. Sé þetta fullorðinn einstaklingur þarf viðkomandi að fara í alvarlega skólun, og ætti að halda utan við fréttir þar sem mannlegar tilfinningar koma við sögu.
Vonandi er þetta ekki ný ritstjórnarstefna. Við þurfum ekki á nýu sorpriti á markaðinn, við höfum DV.
![]() |
Svipt forræði vegna vanrækslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.7.2011 | 19:53
Ég og dómararnir eigum eitt sameiginlegt.
![]() |
Eyjamenn í undanúrslitin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2011 | 23:29
Skoðanakönnun, um næsta landsliðsþjáfara í knattspyrnu karla
Var að hugsa um að setja upp skoðanakönnun. Hverjir telja að Ólafur Jóhannesson verði áfram þjálfari Íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Svo hætti ég strax við. Það heldur enginn að Ólafur verði næsti landsliðsþjálfari. Ólafur er búinn með sinn tíma, sem hann fékk og hann notaði tímann ílla. Tölfræðin segir að hann er að ná einum lakasta árangri sem náðst hefur.
Það er enginn sem spyr, hvort þjálfarinn sé góður þjálfari eða slakur. Það er ekki á spurningalistanum. Það er spurt, hefur hann náð árangri eða ekki? Því hefur verið svarað og þá kemur bara næsta spurning. Hver tekur við?
Að mínu mati þarf að leggja áherslu á þýsku aðferðina. Þ.e. öflugt teymi. Það þýðir 3-6 menn. Einn aðalþjálfari með teymi. Að mínu mati getur sá alveg verið íslenskur. Við eigum til innlenda þjálfara sem gætu náð árangri, en við þurfum breytta hugsun og vinnubrögð. Við sjáum þau að hluta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta, en það er hægt að fara lengra. Stefna hærra.
![]() |
Ísland fyrir neðan Færeyjar á FIFA listanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 30.6.2011 kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2011 | 08:57
Árni Páll næsti formaður Samfylkingarinnar?
Árni Páll er talinn hafa styrkt stöðu sína sem formannsefni Samfylkingarinnar eftir dóm Héraðsdóms Suðurlands í lánamáli, þar sem reyndi á hvort það stæðist að breyta skilmálum samninga eftirá. Niðrurstaða dómsins var sú að fjármálafyrirtækjunum er heimilt að nýðast á skuldurum að vild. Helsti rökstuðinurinn vöru lög sem Árni Páll Árnason knúði í gegnum Alþingi, undir því yfirskini að verið væri að bæta hag neytenda.
Margar tilgátur eru um ástæðu fyrir framgögnu Árna Páls. Margir halda því framað hann sé einstaklega illgjarnan einstaklingur og framganga hans í stól félagsmálaráðherra hafi öll mótast af því. Menn vísa m.a. til þess að Árni Páll var einn þeirra sem börðust hvað harðast fyrir samþykkt á Icesave III lögunum, sem hefði sett á þjóðina óþarfa skuldir yfir 500 milljarða. Honum þótti það ekki tiltökumál. Ég held að ástæðan sé frekar þekkingarskortur og þegar kemur að ákvörðunum virkar allt óöruggt og klúðurslegt.
Framganga Árna í stól félagsmálaráðherra var með þeim hætti að meira segja Jóhanna Sigurðardóttir fannst nóg komið og setti hann af.
Það er hins vegar þetta innræti eða frammistaða Árna sem er einn mesti styrkleiki Árna þegar kemur formannskjöri í Samfylkingunni. Flokksmenn eru svo vanir að verja vonda frammistöðu að það er orðið að hefð.
![]() |
Samningum verði breytt afturvirkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.6.2011 | 00:24
Fótboltinn - palladómar um liðin.
Nú eru 8 umferðir búnar í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, reyndar eiga Keflavík leik inni á móti Val. Ég ætla að koma með nokkra ekki mjög rökstudda palladóma um deildina í ár.
1. KR með langbesta mannskapinn og Rúnar Kristinsson er að gera fína hluti með liðið. Stendur að öllum líkindum uppi sem sigurvegarar í ár.
2. IBV í öðru sæti, þeir eru að festa sig í sessi í efri hluta deildarinnar, sem er gott því að með þeim kemur kraftur sem mér finnst einkenna íslenskan fótbolta þegar hann er hvað bestur. Sakna þess að sjá lítið af ungum Eyjaleikmönnum í liðinu.
3. Valur, með hörkugóðan þjálfara Kristján Guðmundsson, en þar sem liðið er nánast nýtt frá því í fyrra á ég von á að þeir dali þegar líða tekur á mótið. Lítið um leikmenn með Valshjarta, sem var lengi vel styrkleiki í liðinu.
4. Fylkir held ég að sé búið að ná toppnum. Það er eitthvað í efnasambandinu, leikmenn, þjálfari, stjórn og áhangendur sem ég er ekki að kaupa. Vantar fyllingu í spil liðsins.
5. FH er ekki að finna taktinn. Þeir hafa fengið einn besta leikmann í úrvalsdeildinni Hannes Þ. Sigurðsson hörkuduglegan og skemmtilegan spilara. Hins vegar eru FH ingar að gera alvarleg mistök með því að nota ekki t.d. leikmenn úr íslandsmeisturum 2 flokks frá því í fyrra, en daðra vi menn eins og Bjarka Gunnlaugsson og Tommy Nielsen, hreint út sagt galið. Heimir hefur sennilega gleymt því þegar hann sjálfur þurfti að yfirgefa KR þegar upp kom einhver skemmtilegasti hópur yngri leikmanna hjá félaginu.
6. Stjarnan er að koma einhverjum álytsgjöfunum á óvart. Félagið á hins vegar þéttan hóp leikmanna og eru ekki á leiðinni niður. Það er hins vegar hreint með ólíkindum t.d. á móti IBV að vera með einn besta skókarmann deildarinnar Ellert Hreinsson á bekknum og setja hann inná þegar rúmar 10 mín eru eftir. Auk þess kom Bjarki Eysteinsson inná á svipuðum tíma, en þeir gerast vart líkamlega öflugri. Viðtöl við Bjarna Jóhannsson eftir leiki kalla á andstöðu dómara, sem lið í toppbaráttu hafa ekki efni á að fá á móti sér.
7. Breiðablik. Íslandsmeistarnir frá því í fyrra ná ekki alveg flugi. Það á eflaust margar skýringar. Það vilja allir vinna íslandsmeistarana. Leikmenn ofmetnast líka að hluta og það hefur áhrif að þetta er fyrsti íslandsmeistaratitill félagsins í úrvalsdeild karla. Hörku góð uppbygging hjá Ólafi Kristjánssyni á eftir að færa félagið upp stigatöfluna. Félagið er í sérklassa hvað varðar að byggja upp á eigin leikmönnum og það er til mikillar fyrirmyndar í því þjóðfélagslegu ástandi sem er ríkjandi.
8. Keflavík missti mikið af leikmönnum fyrir mótið í ár, og bætti fáum við sig. Það tekur toll, en liðið getur spilað hörkubolta. Willum Þórsson á bara eftir að gera þetta lið betra.
9. Þór er með lið sem á eftir að verða í erfiðleikum. Þeir eiga unga stráka sem geta spilað fótbolta, og þeir eiga eftir að fá reynslu í sumar. Þeirra barátta verður að halda sér uppi.
10. Grindavík er eins og Fylkir í tilvistarkreppu. Þeir ættu að vera með mannskap til þess að halda sér uppi en efnasambandið er ekki að ganga upp. Verða í botnbaráttunni.
11. Víkingur. Afskaplega andlaust lið. Þeir áttu reyndar hörkuleik á móti FH, en maður veltir því fyrir sér hvað lagt er upp með af þjálfara og stjórn.
12. Fram staða þeirra í deildinni kemur öllum á óvart. Fram hefur náð góðum árangri undanfarin ár með baráttu, skipulagi og aga. Það vantar einhverja leikgleði í dæmið hjá Fram. Á von á að ef ekki verða breytingar næstu 1-2 leikina fái þjálfarinn Þorvaldur Örlygsson að taka pokann sinn. Það verður að teljast óvænt staða fyrir mót.
![]() |
Kristinn skoraði bæði í sigri Blika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10