Færsluflokkur: Bloggar

Guðmundur Rúnar til Malaví, Ingibjörg Sólrún til Kabúl og .....

Nú þegar Guðmundur Rúnar Árnason fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði er sendur til Malaví, Ingibjörg Sólrún áður send til Kabúl þá verður áhguavert hvert þau verða send Jóhanna og Steingrímur. Það verða eflaust margir sem eru tilbúnir að koma með tillögur. Annars er ég alveg fullviss að Guðmundur Rúnar eigi eftir að standa sig vel í þessu starfi. Reynsla og þekking hér í litlu landi gagnast vel, sérstaklega ef hún er vel nýtt. Óska honum velfarnaðar.
mbl.is Guðmundur Rúnar til Malaví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfaslakur leikur!

Það var ekki burðug frammistaða sem íslenska landsliðið í knattspyrnu bauð upp á í kvöld. Í raun og veru hefðu Færeyingar átt möguleika bæði að jafna og að vinna. Miðað við þá leikmenn sem í hópnum var þetta afarslök frammistaða. Hreyfingin í liðinu var lítil, aðstoðin afar slök, kjarkurinn og karakerinn víðsfjærri.

Leikhraðinn í liðinu var ekki mikið meiri en hjá  Færeyjarliðinu, og hefði sómt sér vel í 3 deildinni í Svíþjóð. Lars Lagerbäck ætti að mæta á næsta leik í búningi Línu Langsokks, því ef hann getur ekki stýrt liðinu til þess að spila almenningslegan fótbolta, gæti hann skemmt áhorfendum með fíflalátum eftir leik eða í hálfleik. 

Auðvitað voru  ljósir punktar í leiknum. Kolbeinn Sigþórsson  var góður að vanda og Gunnleifur stóð sig vel, svo og Eiður Smári og Grétar Rafn Steinsson stóðu sig þær örfáu mínútur sem þeir spiluðu. Ég hefði viljað sjá Alfreð Finnbogason fá að spreyta sig, svo og Guðjón Árna Antoníusson sem ekki var í hópnum, en hann hefði sýnt okkur hvaða þýðingu það er að hafa karaktera í liðinu.

Styrlkeiki liðs er oft metin á því hvernig því tekst að nýta sér styrleikamuninn. Ef mismunur liða er þrjú mörk, þarf að ná þeirri niðurstöðu. 1-0 er í raun ósigur. Við erum með stróran hóp úr 21 árs liðinu sem fór í úrslit Evrópukeppninnar og þrátt fyrir að Færeyjingar hafi veri með afar vel spilandi lið, ætti að vera eins klassa mismunur á þessum liðu. Þegar íslenska liðið fór að dala strax í byrjun seinni hálfleiks, þá átti að skipta strax út. Það var í hönum þjálfaranna og niðurstaðan því á þeirra ábyrgð.. 

Árangur landsliðslins á móti Svíum og Frökkum var mjög athyglisverður, þrátt fyri naumt tap. Allir aðilar þurfa að bæta vel  í ef ætlunin er að færa Ísland upp um styrkleikahóp. 

Færeyingar eiga hrós skilið fyrir góðan leik og áttu meiri uppskeru skilið. 


mbl.is Kolbeinn skoraði tvö í fyrsta sigri Lagerbäcks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er komið að leiðarlokum?

Í upphafi þessa stjórnarsamstarfs var greiningin sú að ESB myndi rústa annað hvort VG eða Samfylkingunni. Áður hafði engir kærleikar ríkt á milli þessarra flokka, og þegar Geir Haarde lagði til að VG yrði tekið inn í ríkisstjórnina var það Samfylkingin sem hafnaði. Það skyldi aldrei verða. Flokkarnir tveir kepptu um  forystuna á vinstri vængnum.

Nú þegar líða tekur á kosningar, kemur fram að verði VG sem myndi gjalda ESB vegferðarinnar. Skoðanakannanir benda til fylgishruns VG. Þar sem öllum má vera ljóst að aðildarumsóknin verður ekki afgreidd fyrir kosningar, mun ESB verða eitt af aðalkosningamálunum. Samfylkingin mun verðja á þau 30% sem vilja í ESB, en VG hefur enga stöðu. Í málinu hefur flokkurinn misst trúverðugleika. Nokkrir þingmenn VG átta sig á því að þeir eru að fara af þingi og þeir sem eftir sitja, munu vera í örflokki, sem alltaf eiga erfitt uppdráttar. VG verður í besta falli eins og varta á Samfylkingunni, nokkuð sem kjarni flokksins hefur engan áhuga á. 

Útspil síðustu daga var  yfirlýsing ráðherrarnir Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir  að nú sé tímabært til þess að endurskoða aðildarumsóknin. Tímasetningin er engin tilviljun. Steingrímur Sigfússon er erlendis, þar sem fjölmiðlar ná honum ekki. Ráðherrarnir tveir þær Katrín og Svanhvít eru í þungavikt í íslenskri pólitík. Ólíkar en gera báðar tilkall sem arftakar Steingríms í formanninn. 

 Auðvitað kemur útspilið fram með fullri vitund Seingríms. Á sama tíma fara fram á völlinn, hans langsterkustu fulltrúar. Ef Steingrímur stæði frammi fyrir því að, standa með þeim Katrínu og Svandísi eða að standa með Jóhönnu væri valið auðvelt. Málið er þegar afgreitt og ef þingmenn flokksins leggja ekki strax til fram tillögu á Alþingi um að fresta aðildarviðræðum eða hætta þeim, mun stjórnarandstaðan gera það. VG hefur engan áhuga á að afhenda stjórnarandstöðunni frumkvæðið í málinu.

Því er líklegt að næstu Alþingiskosningar verði í október eða í byrjun nóvember. Með því fer Samfylkingin löskuð til kosninga og með formann sem er búin að tapa tiltrú þjóðarinnar og líka mjög margra sem áður studdu Samfylkinguna. Alþýðuflokksarmurinn og kvennalistaarmurinn hafa engan málsvara.  VG mun því ná að reita fylgi af Samfylkingunni og henda aðildarumsókninni út af borðinu. Forysta VG er búin að átta sig á því að þetta snýst ekki um  báða flokkana. Það verður annar þeirra sem bíður afhroð, og VG sættir sig frekar við þá niðurstöðu að það verði hlutverk Samfylkingarinnar. 


mbl.is „Þetta rífur allt samfélagið á hol“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru vinstri menn skilnríksríkastir fyrir atvinnureksturinn?

Því hefur löngum verið haldið fram að það þurfi vinstri sinnaða miðjustjórn, til þess að skapa atvinnureksrinum hvað bestan jarðveg. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórn eru ráðherrar hans oft  uppteknir af einhverju allt öðru en að bæta atvinnuumhverfið. Þannig er Finnur Ingólfsson oft talinn einn besti iðnaðarráðherrann. Nú fá þau Össur Skarphéðinsson og þó sérstakelaga Katrín Júlíusdóttir frekar góða einkunn sem iðnaðrráðherrar. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa hins vegar flestir lagt stein í götu allra framfara og því hefur ekkert gengið.

Núverandi fjármálaráðherra Oddný G. Harðardóttir er eins og dregin upp úr vasa þeirra Svavars Gestssonar og Indriða Þorlákssonar. Þeim mun hærri skattar, þeim mun betri árangur. Líftími hennar í stöðu ráðherra verður stuttur, og mun aldrei eiga afturkvæmt í slíka aðstöðu aftur. 

Harlínu vinstri stjórn hafa engan skilning, hvorki á atvinnurekstri eða nokkur öðru. Það stefnir í að tímar þeirra séu taldir, því fyrr því betra fyrir þjóðina. 


mbl.is Trúir ekki að þingmenn samþykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mega fréttamenn ekki hafa skoðun?

Frammistaða fjölmiða vakti sérstaka athygli. Ómar Ragnarsson fréttamaður skrifaði eitt sinn. 

,,Um fréttamenn gilda miklu harðari reglur og höft á málfrelsi í og utan vinnu en í grunnskólunum. Þær miða að því að fólk geti treyst óhlutdrægni fréttastofanna og starfsmanna þeirra".

Þessar reglur fréttamanna viðst hafa verið teknar úr gildi í undirbúningi kosningabaráttunnar. Sumir starfsmenn RÚV, voru eins og klappstýrur eins frambjóðandans. Það er full ástæða til þess að taka rekstur RÚV og stefnumótun til sérstaklegar skoðunar. 


mbl.is Afgerandi sigur forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvenjulegar forsetakosningar.

Forsetakosningarnar  nú verða að teljast mjög óvenjulegar. Um áramótin mátti skilja á Ólafi Ragnari Grímssyni að hann ætlaði að hætta, sem var fyllilega eðlilegt í ljósi þess að hann hafði setið í 16 ár í embætti. Ef ekki hefði komið til að forystumenn ríkisstjórnarinnar höfðu verið í stríði við forsetann eftir Icesave og þeirri baráttu var einfaldlega ekki lokið. Dropinn sem fyllti mælinn var þegar Jóhanna skipaði forsetanum að setja sér siðareglur. Jafn gáfulegt hefði verið af Ólafi að óska eftir því við forsætisráðherrann að hún útskýrði fyrir þjóðinni hvernig liði uppbyggingu skjaldborgar fyrir heimilin.

Ef ekki verið til staðar þessi togstreita milli forsetans og óhemju óvninsællar ríkisstjórnar, hefði framboð Ólafs aldrei verið möguleiki. 

Það var dálítið hjákátlegt þegar söfnun áskrifta fór á stað fyrir Ólaf, og undirtektir voru tvíbendar. Útspil ríkisstjórnarflokkana var að koma fram með Þóru Arnórsdóttur glæsilgarar fjölmiðlakonu. Í startinu voru mestu mistökin falin. RÚV og Stöð 2 gleymdu hlutleysi sínu, og þar með gaf það kosningabaráttu Ólafs tækifæri. Þóra var komin með yfirburðarstöðu. Það gerði Ólafur með gagnsókn, eða counterattack, og Þóra náði aldri vopnum sínum að nýju. 

Auðvitað voru margir sem töldu engan frambjóðanda þann rétta, auðvitað hafði veðrið áhrif og enn aðrir eru orðinir fullsaddir á þessu reypitogi. Barátta milli lýðræðis og þöggunar. 

Taparar þessarar kosningabaráttu eru fjölmiðlarnir. Aldrei hafa jafn margir fjölmiðamenn berað sig sem óhæfa sem í þessum kosningum. Gátu ekki dulið eigin skoðanir. Hugsið ykkur ef hjúkrunarfólk, læknar, prestar, kennarar verði að tjá viðskiptavinum sínum, eða skjóstæðingum flokkspólitíkska skoðun sína. 

Meira að segja í lokin,þegar kosningabaráttunni var lokið og úrslitin lágu fyrir missti einn fréttamaður RÚV, Ægir Þór Eysteinsson  sig og fullyrti að þau 30% sem ekki mættu lýstu með því frati í frambjóðendurna og Ólaf þar með talinn. Svar Ólafs minnti á þegar hann rassskellti Jóhann Hauksson í beinni útsendingu á Bessastöðum. 

Þegar íþróttamaður brýtur af sér í leik, fær hann dóm og jafnvel áminningu. Þegar hann brýtur af sér eftir leik, er hann settur í langt keppnisbann. Það er einmitt sem ætti að gera við þennan auma fréttamann. 

Forsetakosningarnar kalla á endurkoðun á fjölmiðlalögum. 


mbl.is Vantraust á stjórnmálaforystuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppulok og forsetakosningar.


Í vikunni var keppunni lokið hjá Gylfa Zoega lífskörin voru komin eins og þau voru 2005. Hann er sjálfur prófessor og  svo fær hann 270 þúsund á mánuði fyrir að sitja í peningamálanefnd Seðlabankans. Það er ekki víst að skuldug heimili og fyrirtæki kaupi þetta stöðumat Gylfa. Það læðist að manni sá grunur að mat Gylfa hafi orðið fyrir áhrifum úr póltíkinni. 

Gylfi Arnbjörnsson bendir á að hagvöxtur nú byggi á einkaneyslu, en ekki fjárfestingum í atvinnulífinu og þess vegna bera að taka hagvaxtartima nú með miklum vara.

Svo kemur Ragnar Árnason  og segir að ef við séum í holu, og við byrjum að fikra okkur upp úr henni, séum við enn í holunni miðað við 2008. Aftur grunar mann að hér hafi mat fræðimannsins orðið fyrir pólitískum áhrifum, en bara öðrum en þeim sem Gylfi Zoega varð fyrir. Varla getur 2008 verið gott viðmið hvort við séum í kreppu eða ekki.  

Til þess að komast úr kreppunni þarf að taka á skuldavandnaum, og það hefur einfaldlega ekki verið gert.  Hvort það verði þessi eða næsta ríkisstjórn sem ætlar að taka á því máli verður að koma í ljós. 

Svo eru það  forsetakosningarnar.

Þeir sem eru að tala um spennu í dag eru í svipaðri stöðu og þulir sem tala um spennu í knattspyrnuleik þegar staðan er 5-0 í hálfleik. Auðvitað er erfitt að halda úti skemmtilegri útsendingu í slíkum leik. Leikurinn er auðvitað búinn. 

Þá kemur innlegg frá Davíð Þór Jónsson, fræðslufulltrúa Austurlandsprófastsdæmis svona í lok leiks, þar sem hann skrifar blogg um:,, Að kjósa lygara og rógtungu" til stuðnings Þóru Arnórsdóttur sem hefur lagt áherslu á nýja tíma, og að við eigum að ganga götuna saman í sátt. Vonandi leggur Þóra sínar leiðbeiningar og framlag í þeirri sáttarvinnu, en hvetur vopnaða friðarsinna til að slíðra sverðin. Hatrið er ekki gott nesti í komandi göngu. 

 


 


mbl.is Kreppunni ekki lokið þrátt fyrir hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurlæging fjölmiðaelítunnar.

Sigri Ólafur Ragnar í kosningunum á laugardaginn er það auðvitað sigur fyrir hann, en á sama tíma er það tap fyrir fjölmiðlaelítuna. Sjónvarpstöðvarnar RÚV og Stöð 2 hafa brugðist þjóðinni með því að hafa ekki haft getu til þess að sýna hlutleysi. Starfsfólk stöðvanna eða hluti þeirra ætlaði að ákveða fyrir íslensku þjóðana hvaða forseta hún ætti að hafa. Jón Ásgeir getur að sjálfsögðu tekið ákvörðun um það hvernig hann beitir sínum fjölmiðlum og gerir það. Öðru gildir um RÚV og meðhöndlun stofnunarinnar á tilmælum Herdísar Þorgeirsdóttur var aumkunarverð, ekki síst hvernig RÚV síðan stóð sig í framhaldinu. Þjóðin vill ekki að fjölmiðlar velji fyrir sig forseta og fólk vill ekki að ráðamenn þjóðarinnar geri það heldur.

Útspil Þóru í byrjun kosningabaráttunniar var afgerandi , með stuðningi fjölmiðlanna. Svar Ólafs sló vopnin úr höndum Þóru, og hún hefur verið hálf vægbrotinn síðan. Hún hefur ekki verið sannfærandi í sjónvarpsþáttunum, tafsað og virtist eiga í erfiðleikum með að koma með skýra stefnu. Í samanburði við Ólaf hefur Þóra virst skorta þroska. 

Ég hef heyrt tvo aðila segja að þeir hafi kosið Ólaf áður, en ætli ekki að gera það nú. Við nánari hlustun voru það vinstri menn. Ég hef heyrt konur segja að þær ætli að kjósa Þóru af því að hún sé kona. Hvað myndu konur segja ef við karlar ætluðum að kjósa karl, af því að hann væri karl.  Er það þá orðið jafnréttisbarátta. 

Aðrir frambjóðendur gjalda þess að fjölmiðlarnir ákváðu að þessi kosningabarátta snérist  ekki um lýðræði, málefni og hæfni frambjóðenda, það er miður. Fjölmðlarnir hafa ekki tekið út sinn þátt í huninu, ekki einu sinni beðið þjóðina afsökunar. Nú valda fjölmiðlarnir ekki hlutverki sínu í forsetakosningum. Það kallar á endurskoðun á fjölmiðlalögum. Fjórða valdið þarf nýja umgjörð. 


mbl.is Afgerandi forysta Ólafs Ragnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppan er búin?

Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir í kvöldfrétum RÚV að kreppan sé búin, og alls staðar eru merki um að samfélagið sé að ná sér. Hagvöxtur sé með því mesta sem gerist á vesturlöndum og að kaupmáttur sé svipaður og 2005. Skuldir heimila og fyrirtækja  hafi lækkað og hagkerfið sé mun heilbrigðara en það var. Lífskjörin séu hins vegar ekki eins góð og þau voru 2007 vegna þess að þá lifðu menn á lánum. (Á þessum tíma í viðtalinu, sá maður líkamsbeitingu sem á líkamstáknmáli þýðir að viðkomandi sé að fara vítsvitandi með rangt mál) Það sé auðvelt að halda uppi lífskjörum með því að taka lán í útlöndum. Lífskjörin nú séu lífskjör sem þjóðin hafi efni á og verið sé að greiða niður erlend lán. Með lífskjör sem eru sjálfbær.

Talsvert er við þessa ,,frétt" RÚV að athuga. Ef skoðuð er skuldastaða heimila og fyrirtækja er fráleitt að halda því fram að hún sé sú sama og 2005, og þess vegna lífskjör til muna lakari. Hef þá tilfinningu að Gylfi sé kominn inn í einhvern fílabeinsturn, úr tenglum við íslenskan raunveruleika. 


90% telja ríkisstjórn fela upplýsingar

Ef 90% telja ríkisstjórnina fela mikilvægum upplýsingum sem varða almannahagsmuni, þá má vera ljóst að einstakir ráðherrar koma afar illa út. Legg til að komið verði á lygamæli á alla ráðherrana og þegar þeir ljúga verði þeir látnir hoppa 20 sinnum með hné upp að höku. Nokkrir þeirra yrðu komnir í afar gott form þegar líða tekur að kosningum. 
mbl.is 90% telja ríkisstjórn fela upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband