Færsluflokkur: Bloggar
13.4.2013 | 21:21
Ást samfylkingarinnar á Svavarssamningum.
Fylgi samfylkingarinnar nálgast 5% markið óðfluga. Við skulum rifja upp það sem dundi á þjóðinni í fjölmiðlum sem samfylkingin ræður yfir.Þetta var kvak samfylkingarinnar og VG. Áróðurinn dundi á okkur alla daga á RÚV og á Stöð 2. Kallaðir voru til ,,sérvaldir" sérfræðingar til þess að ljá áróðrinum meiri trúverðugleika. Hefur það breyst?
Óvitarnir sem voru við stjórn vissu hvorki í þennan heim né annan. Örfáir þeir hafa sagt:,,Við vildum ekki gera neitt íllt af okkur og vissum bara ekki betur". Það vissu kettirnir sem yfirgáfu VG, og við öll hin........ og vitum enn.
;
Bloggar | Breytt 14.4.2013 kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.4.2013 | 23:16
Viðskiptablaðið gengur til liðs við DV
Útrásarvíkingarnir eru ekki ánægðir með Bjarna Benediktsson sem formann í Sjálfstæðisflokknum. Hreinlega hata það. Ástæðan er líklega sú að þeir telja sig ekki geta stjórnað Bjarna Benediktssyni. Fjölmiðlar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafa lagt Bjarna í einelti. Sennilega telja þeir að Bjarni muni koma á svipuðum fjölmiðlalögum og á hinum Norðurlöndunum. Aðrir útrásarvíkingar tengdir bankastjórnum og byggingarvöruverslunum með misjafnt orðspor, vilja ,,sitt frelsi"
Það er athyglisvert að þegar hin frambærilega Hanna Birna Kristjánsdóttir settist í stól varaformanns Sjálfstæðisflokksins var fylgið nálægt 40% síðan hafur það minnkað umtalsvert. Mikilvægt er að gefa Hönnu Birnu tækifæri að sanna sig áður en einhver annar kandídat er látinn leysa hana af.
Það er eins í hópíþróttum og í pólitík. Sá sem ekki kann að vera í liðinu, er ekki hæfur til þess að verða fyrirliði.
Með sama áframhaldi verður mikilvægt að Viðskiptablaðið verði prentað úr mýkra efni ef það ætlar að halda markaðshlutdeild sinni.
Fylgið myndi aukast ef Hanna Birna væri formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 12.4.2013 kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.4.2013 | 19:07
Framtíðarflokkurinn tekur forystuna
Þjóðin hefur lengi leitað eftir forystu í íslenskum stjórnmálum. Margir vonuðust eftir þerri forystu með Jóhönnu Sigurðardóttur, það gerir enginn meir. Utanríkisráðherra lét bjóða Jóhönnu til Kína, og er hún væntanleg aftur eftir kosningar. Það skiptir hins vegar engu máli því samfylkingin stefnir í það að fara úr því að vera stærsti stjórnmálaflokkur landsins á þingi, yfir í það að verða sá minnisti.
Enginn veit hver er við völd í VG. Katrín Jakobsdóttir, Björn Valur Gíslason eða Steingrímur Sigfússon. Á meðan fundið er út úr því, sem verður löngu eftir kosningar, mun flokkurinn ekki vera marktækur.
Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur verið í frjálsu falli, virðist nú aftur vera á uppleið og má reikna með þeirri þróun næstu daga.
Píratar leggja áherslu á útflutning á ungu fólki og vitna þar til reynslu Wikileaks að ráða ungan tölvuhakkara til starfa erlendis. Væntanleg málaferli munu eflaust reynast Birgittu Jónsdóttur, sem gæti í vesta falli nýtt sér reynslu Árna Johnsen í steinsögun á Kvíabryggju.
Björt framtíð, hefur síðustu daga reynt að fá þurrkað út úr sögubókum þátttöku Guðmundar Steingrímssonar og Róberts Marchall í samþykkt á Svavarssamningum. Báðir ganga víst með hauspoka eða með grímu með andliti Jóhönnu Sigurðardóttur.
Framsóknarflokkurinn sem hefur verið í forystu með loforðalistann, hefur nú misst frumkvæðið til Framtíðarflokksins. Gengi Framsóknar mun því dvína á næstu dögum.
Forystan er komin til Framtíðarflokksins. Einkunnarorð flokksins FF Fokking fokk verða einkunnarorð íslensku þjóðarinnar í þessum kosningum. Heimasíðan verður kominn í loftir kl. 20.00 í kvöld
xff.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2013 | 23:34
Er töfralampinn fundinn?
Fyrir umræður stjórnmálaflokkana í RÚV í kvöld fjallaði Jón Steinsson efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar um þá hættu sem virðist vera í spilunum að óábyrg ríkisstjórn sé mesta hættan í efnahagsmálunum. Að flokkarnir gæfu frá sér loforð sem ekki væri nein innstæða fyrir og enginn möguleiki á að efna.
Jón fjallaði ekki um loforð síðustu ríkisstjórnar. Þau voru m.a. skjaldborg um heimilin, hraðferð í viðræðunum við ESB, hlífa skyldi þeim sem minnst máttu sín. Ríkisstjórnin lofaði störfum, og fundaði um landið og loforðin voru um þúsundir starfa þegar reyndin var fækkun.
Vissulega eru flokkarnir nú djarfir í loforðunum. Framsókn teygir sig langt, og eru þegar farnir að draga í land. Aðeins með töfralampanum gegnu loforð Framsóknar upp. En fólkið vill láta blekkja sig. Sjálfstæðisflokkurinn er raunhæfari en hefur gengið illa að koma hugmyndum sínum á framfæri. VG lofar engu og mun þá standa við það. samfylkingin trúir á að Evran bjargi hlutunum, þrátt fyrir að hún kæmi í fyrsta lagi eftir 10 ár, þangað til veit samfylkingin ekkert hvað á að gera og eru þá sýnin nákvæmlega eins og hjá Jóhönnu. Björt framtíð er léleg copía af samfylkingunni. Aðrir skipta ekki nokkru mááli.
Kjósendur virðast trúa á pásasveininn sem komi þá eftir páska. Ef í poka hans eru bara innantóm loforð eykst hættan á hruni umtalsvert. Til þess þarf að fá öflugari og trúverðuglegri aðila en eingöngur ráðgjafa ríkisstjrónarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2013 | 08:50
Eru nærri 600 níðgreinar á 4 árum um sama mannin, ofbeldi?
Það er fáheyrt í hinum vestræna heimi að einn og sami maðurinn fái á sig nærri 600 níðgreinar á einu kjörtímabili frá sama miðlinum. Þetta hefur Bjarni Benediktsson þurft að sætta sig við af hendi DV. Það þarf ekki að efast um að börn Bjarna hafa orðið fyrir barðinu á þessu ofbeldi, svo og aðrir í nánustu fjölskyldu hans.
Það er fyllilega eðlilegt að þeir sem þekkja Bjarna minna eins og flokksmenn innan Sjálfstæðisflokksins. Viðbrögð eins og þau að skipta um formann hafa heyrst frá hluta flokksmanna, en þó hefur Bjarni ótrúlega mikið fylgi.
Skoðum þá sem bera ábyrgð á ofbeldinu.
Reynir Traustason ritstjóri DV og Ingi Freyr Vilhjálmsson. Undir þeirra stjórn hafa nokkrir dómar fallið vegna skrifa starfsmanna þeirra. Það hreyfir ekki við þeim.
Fyrir ekki alls löngu ofbauð Sigurði Guðjónssyni hæstaréttarlögmanni sóðaskapurinn, Sigurður verður seint sakaður um að vera stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins.
Á Pressunni segir:
,,En ég hef þó aldrei séð það að maður hafi verið borinn jafn alvarlegum sökum lengi eins og þessi fyrirsögn gefur til kynna miðað við þá frétt sem er skrifuð, vegna þess að eftir fréttinni að dæma gerði Bjarni ekki annað en það að skrifa nafn félags undir skjal í umboði sem hann hafði".
Sigurður sagði í þættinum að fyrir liggi að undirskrift Bjarna Benediktssonar sé ekki fölsuð, efni lánasamningsins sé ekki falsað, enginn ágreiningur sé um það hvenær efni skjalsins hafi verið samið. Skýringar séu á drætti á undirskrift þess af hálfu Bjarna, sem hafi haft löglegt umboð.
Og Sigurður G. Guðjónsson hélt áfram:
,,Þannig að þessi fyrirsögn er svo röng sem hún frekast getur verið, vegna þess að auðvitað getur það gerst að þegar menn vinna með skjöl að þau eru dagsett, eins og í þessu tilviki, áttunda febrúar, það næst ekki í allar undirskriftir kannski níunda, tíunda og ellefta, en það sem liggur þó fyrir er það að efni allra skjalanna er rétt og undirskrift Bjarna er rétt, og þá skiptir það ekki sköpum fyrir skjalið hvort að dagsetningin er áttundi eða ellefti".
Að lokum sagði Sigurður þetta:
,,Þarna er því ekki um neina fölsun að ræða, þeir hefðu alveg eins getað sagt að hann hefði stolið peningunum, það er jafnslæm aðdróttun í garð Bjarna. Þetta er mjög gróft og mjög sérkennilegt að fjölmiðill skuli setja frétt fram með þessum hætti, sem er ekki fótur fyrir. Þegar maður skoðar dóma um fölsun, eins og t.d. tékkafalsanir og skuldabréfafalsanir þá er sá sem er að nota það í lögskiptum að breyta efni eða búa til eitthvað sem hann hafði ekki að lögum heimild til. Bjarni hafði að lögum heimild til að skrifa undir skuldaskjöl sem frændi hans hafði samþykkt að yrði með ákveðnum hætti, þannig að þetta er alveg ótrúleg ósvífni í þessari fyrirsögn".
Nú geta menn velt því fyrir sér af hverju þessi níðskrif hafa staðið svona lengi og verið svona gróf. Lengi hefur það verið ljóst að þau hafa ekkert með Bjarna að gera. Á tímabili hugleiddi Bjarni að stíga til hliðar, og þá tæki Hanna Birna við. Samdægurs byrjuðu níðskrif um Hönnu Birnu.
Níðskrifin eru því flokkuð sem gamalt uppgjör. Uppgjör útrásarvíkings sakaður hefur verið að reyna að kaupa þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddson. Það tókst ekki og síðan leggur Jón Ásgeir Jóhannesson fægð á Sjálfstæðisflokkinn.
Í tíð þessarar ríkisstjórnar fékk Jón Ásgeir og/eða kona hans að kaupa 365 miðla af ríkisbankanum Landsbankanum án útboðs! Dettur einhverjum í hug að Björgólfi Thor hafi staðið þetta til boða? Útrásarvíkingurinn getur því varið flótta sinn fram að dómi. Jón Ásgeir hefur lengi verið orðaður sem helsti stuðningsmaður samfylkingarinnar eftir átök hans við Davíð.
Það líður að uppgjöri Jón Ásgeir vill ekki Bjarna sem forsætisráðherra þegar Jón Ásgeir verður dæmdur. Hann vonast eftir samúð frá þjóðinni og dómstólunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2013 | 00:28
Er RÚV virkilega ekki treystandi?
RÚV hefur mátt þola harða gagnrýni, og menn eins og Styrmir Gunnarsson segir að stokka þurfi upp RUV að loknum kosningum. Það er harður dómur og er byggður á því að RÚV hafi ekki getu nú til þess að vera hlutlaus stofnun. Það eru þung orð.
Í forsetakosningunum var einn frambjóðandinn starfsmaður RÚV og þess vegna sérlega mikilvægt að jafnréttis væri gætt. Því miður tókst sú ætlun afar illa, hafi það þá nokkru sinni verið ætlunin. Það vakti sérstaka athygli hversu þetta varð nokkrum kvenkyns starfsmönnum stofnurinnar um megn.
Nú í upphafi kosningabaráttunnar nú, er valin sú stefna hjá RÚV að treysta Agli Helgasyni ekki fyrir að stjórnaumræðuþáttunum. Um þá ákvörðun þarf ekki að deila enda hlýtur að Egill verði sendur í langt frí, orðinn ofalinn og latur. Vill fyrst og fremst heyra í fólki með sömu skoðanir og hann hefur sjálfur.
Umræðuþátturinn hjá RÚV þann 2 apríl var afleitur. Einhver Anna Kristín Pálsdóttir og Ragnar Samton tóku yfir stóru málin á kjörtímabilinu og hafa sjálfsagt fengið punktana úr skrifstofu samfylkingarinnar. Það var sagt frá deilum á Alþingi, en það var ekkert sagt frá sterkum ábendingum um þjóðstjórn við þær aðstæður sem í þjóðfélaginu voru. Vilja allra stjórnmálaflokka til þess að vinna saman. Það var heldur ekkert sagt frá þeim þingmönnum sem yfirgáfu ríkisstjórnarflokkana á kjörtímabilinu. Þau gleymdu alveg að segja frá skrípaleiknum um Landsdóm og hvernig samfylkingin ákvað að fría sína ráðherra, en stefna aðeins Geir Haarde. Heldur var ekkert sagt frá því að eftirá var það bráðabirgðalögin sem Geir Haarde náði í gegn, m.a. gegn andstöðu Steingríms Sigfússonar, sem bjargðaði því sem bjarað var. Síðar reyndi Steingrímur að gera bráðabirgðalögin að sínu afreki. Það var ekkert fjallað um loforð Jóhönnu um skjaldborgina, enda er afar óþægilegt að fara að rifja það loforð upp. Loforðið sem nú Framsókn gerir að sínu. Sagt er frá því að skráð atvinnuleysi hafi minnkað, en alveg láðist þeim að geta þess að störfum hefur ekki fjölgað, heldur þvert á móti fækkað á sama tíma og landsmönnum hefur fjölgað. Síðast en ekki síst náðu fréttamennirnir að gleyma afgreiðslunni um Icesave. Það verður að teljast toppurinn á minnisleysinu.
Þau Jóhanna Hjaltadóttir og Sigmar Guðmundsson eru hins vegar fjölmiðlamenn sem nánast undantekningalaust standa sig afburða vel og gerðu það einnig nú.
Hér er hæg að sjá þáttinn
Skuldamál heimilanna mikilvægust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.4.2013 | 22:32
Einstaklega efnilgir listamenn!
Í dag laugardag fór ég á myndlistarsýningu að Laugavegi 67 í ART67 gallerí. Játa að ég sá aðeins verk eftir einn ungan listamann Sigurð Sævar og varð afar hrifinn. Síðan komu fjórir ungir menn og sungu fyrir okkur listalega vel. Það óvenjulega við þessar uppákomur eru að þessir listamenn eru aðeins 15 ára. Minnist þess á menntaskóaárum mínum í MH, hversu frábærir Stuðmenn voru, Egil.Valgeir og félagar klæddir í hippamussur og Afgahnbpeysur. Þessir ungu listamenn minna mig á þessar goðsagnir,þó festir þeir séu bara rétt eins og þeir voru hér á árum áður. Einstök ljúfmenni.
Myndlistarmaðurinn Sigurður Sævar er afar fær og metnaðargjarn. Veit ekki hversu mörg verk hans eru óseld en það verða þau ekki lengi. Strákurinn er ekki bara myndlistarmaður heldur hörku söngvari og performer minnir mig talsvert á Egil Ólafsson.
Maður fer stoltur og fullur bjartsýni á framtíðina eftir svona sýningu.
Sjáum fyrst kynningu ásýningunni eftir listamanninn.
Famm ekert myndband af þeim félögum nema jóalalag
og svo einstökum söngtalent úr hópnum Hrafn Bogdan Seica Haraldsson þessi myndbond verða að duga að sinni.
Bloggar | Breytt 7.4.2013 kl. 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2013 | 07:10
Jón Ásgeir í rusli!
Það vekur ekki mikla athygli hérlendis að einn sá aðili sem rannsóknarnefnd Alþingis metur að eiga hvað mesta aðilda að efnahagshruninu, Jón Ásgeir Jóhannesson, er afhent stóran hluta af fjölmiðlum landsins án útboðs.
Í fyrrakvöld hafði samband við ung kona sem var að skrifa um þetta ritgerð í Háskólanum. Henni blöskraði og sagði : ,,Þetta er bara vændi". Ég áminnti hana fyrir orðbragðið og lagði til nokkur önnur fágaðri orð eins og sóðaskapur, án árangurs.
Svo ,,seldi" Jón Ásgeir sóðapésann DV út úr 365 og en var það gert meira en á ,,pappírum" ? DV var ætlað ákveðið ,,sóðahlutverk". Snepill sem er ætlað að ,,taka menn niður" svo notuð séu orð riststjórans, getur skaðað aðra fjölmiða ef þeir eru á sama eignahaldi. Þegar menn sína þá ósvífni að vilja ekki lúta vilja útrásarvíkingsins fyrir 300 milljónir,þá skal hefna. Valdir voru ákveðnir menn og þeir teknir niður. Davíð Oddsson, Gunnar Birgisson ... Á kjörtímabilinu skilst mér að búið sé að skrifa milli 500 og 600 níðgreinar um núverandi formann Sjálfstæðisflokkinn. Við getum sett okkur í hans spor. Ekki Bjarna vegna, heldur t.d. barnanna og aðstandanda. Það fer því nærri að það komi níð um Bjarna í öðru hverju blaði DV á kjörtímabilinu.
Svo hrekkur Jón Ásgeir upp við þann vonda draum að Framsóknarflokkurinn er að taka við. Það var nú aldrei ætlunin. Bara alls ekki. Ástarsambandi var milli Jóns og samfylkingarinnar. Trúlofunin var upp í Borgarnesi hér um árið, en samfylkingin er bara eins og krakki sem hefur fengið allt upp í hendurnar. Lúið, leitt og feitt. samfylkingin er að hverfa. Nú verða það níðgreinar um Framsóknarflokkinn og menn innan hans fram að kosningum.
Fyrir nokkrum vikum hvar hringt í mig að kvöldlagi og ég spurður hvort ekki mætti gera mér tilboð sem ég get ekki hafnað.
,,Ég hlusta" svaraði ég.
,,Þú færð DV frítt í þrjá mánuði, en borgar síðan næstu þrjá með kreditkortinu þínu"
,, Ég tek þessu tilboði, ef DV getur uppfyllt eina ósk mína"
Fann hvernig sölumaðurinn tók kipp af ánægju, fiskur kominn á stöngina. Honum hefur örugglega oft verið hafnað eða skellt á hann.
,,Já alveg örugglega getum við orðið við ósk þinni"
,, Ef hægt er að prenta blaðið úr mun mýkra efni, þá tek ég tilboðinu" sagði ég.
Það var fyrst vandræðalag þögn í símann, og síðan allnokkru síðar var síminn lagður á, án þess að kveðja.
Það er mín spá að DV lifi aðeins í nokkrar vikur eftir kosningar og þá verður sturtað niður.
DV mun ekki fjalla um þá dóma sem Jón Ásgeir mun fá og hann mun ekki fá að lesa DV í betrunarvistinni á komandi árum.
,,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2013 | 06:04
Með frasa í framboði
Á miðju þessu kjörtímabili var sett upp nefnd allra stjórnmálaflokka til þess að fara yfir galdeyririnn með Seðlabankanum. Allir voru sammála. Við erum ekki að fara að taka upp Evruna á komandi árum. Ekki næstu 10 árum. Þetta var niðurstaða fyrir samfylkinguna líka, og þegar forystumennirnir eru spurðir um málið, segja þeir að þetta sé alveg skírt. Til þess að taka upp draumagjaldmiðilinn þeirra (og trúarpillu), þarf að taka á efnahagsmálunum innanlands.
Svo fer að líða að kosningum og forystumenn samfylkingarinnar eru spurðir hvaða áherslur þeir hafa í efnahagsmálum.
Jú.... miðkið rétt taka upp Evru. Það á að vera lausn allra mál.
Ekki það að löngu fyrir hrun hvatti ég til þess að við skoðum alla kosti í gjaldeyrismálum, m.a. skoða norsku krónuna. Fyrrum kennari minn Árni Vilhjálmsson bætti þessa hugmynd með því að Ísland, Noregur, Færeyjar, Grænland og Skotland tækjum upp sameiginlega mynnt. Það tekur tíma og verður ekki gert strax eftir kosningar.
Svo er það kosningalag samfylkingarinnar
Allir með Evru, allir með Evru enginn með Seindóri. (Unga kynslóðin veit ekkert hver það var, en það skiptir ekki nokkru máli).
Allt fyrir frasann, ekkert innihald. Það vantar bara skjaldborgina inn í loforðin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2013 | 19:53
Þegar tímarnir snúast!
Nýr formaður Samtaka atvinnulífsins er ekki sá eini sem sér fram á snúna tíma, en við eigum líka von. Síðustu mánuði hafa ASÍ og Samtök atvinnulífsins ekki talað við stjórnvöld sem er fáheyrt. Bæði þessi samtök eru öll að vilja gerð til þess að bæta samfélag okkar en núverandi ríkisstjórn er löngu hætt. ASÍ kom með útspil um húsnæðiskerfið sem er allra skoðana vert. Ný og góð hugsun. Komandi ríkistjórn verður að taka höndum saman við alla þá sem vilja leggja hönd á plóg.
Kristrún Heimisdóttir sagði fyrir nokkrum vikum að næsta kjörtímabil yði mjög erfitt. Það yrði sennilega fjögur erfið ár til viðbótar. Þetta sýnir þekkingu og reynslu þessarar merkilega stjórnmálamanns sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er ekki höfð í forystusveit í sínum flokki. Það eru margar ástæður. Skuldir þjóðarinnar, inni átök, óuppgerð mál, fyrirsjáanlegur niðurskurður t.d. í bankakerfinu, og ískyggileg staða í Evrópu sem mun í vaxandi mæli hafa áhrif á okkur.
Framundan eru snúnir tímar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10