Færsluflokkur: Bloggar
3.4.2013 | 07:43
Gunnar Birgisson til Reykjavíkurborgar?
![]() |
Fá ekki lóðir í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2013 | 01:31
Margir vildu fá að ,,kíkja í pakkann"
Já margir vildu sjá myndbandið af unga fólkinu með buxurnar á hælunum. Fá að ,,kíkja í pakkann". Sjálfsagt áður en innanríkisráðherra bannaði slíkt. Að öllum líkindum væri slíkt ólöglegt en fólk trúði og vildi samt sjá. Þegar á reyndi varð fólk fyrir miklum vonbrigðum. Þetta var eins og algjörlega misheppnað bjölluat.Hins vegar hefði enginn trúað því að gamla settið í ríkisstjórninni, brotthröktu flokksformennirnir hefðu verið að leika sér upp við Rauðavatn. Þá hefðu allir vitað að um aprílgabb væri að ræða.
![]() |
Gripin glóðvolg hér og í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.3.2013 | 18:54
Fyrrum formenn til vandræða.
Eitt af því sem gagnrýnt var í aðdraganda hrunsins var flokksræðið. Að lýðræði innan stjórnmalaflokkana væri afar dapurt. Sjálfsagt talsvert til í þeirri gagnrýni. Svo kemur vinstri stjórnin. Nú á allt að vara svo opið og lýðæðislegt, en það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Styrkur Jóhönnu var fyrst og fremst dugnaðurinn og heiðarleikinn. Gallar hennar voru að hún átti alltaf erfitt með að vinna í hóp þar sem þyrfti að taka tillit til mismunandi skoðana. Það hefur alltaf verið henni um megn. Þess vegna tapaði hún fyrir Jóni Baldvini sem sannarlega var ekki gallalaus eins og síðar kom í ljós. Jón var snjall, orðheppinn og fyrir mjög margt athyglisverður, en óregla hans og lauslæti voru honum að falli. Engum datt Jóhanna í hug, nema eftir að Ingibjörg veiktist. Össur var búið að prófa, en sennilega hefði hann orðið heppilegasti kosturinn. Við tók algjört einræði og kúgun. Allir skyldu hlýða, með góðu eða illu. Þingmenn samfylkingaunnar samþykktu allir Svavarssamninginn sem meira að segja Jóhanna játaði síðar að betra hefði verið að fagmenn hefðu verið teknir að samningagerðinni. Árni Páll hefur líka viðurkennt að um alvarleg mistök og klúður hafi verið að ræða. Minnist ekki að nokkur þingmaður samfylkingarinnar hafi beðið þjóðina afsökunar, þrátt fyrir að samningurinn hefði endanlega sett þjóðina á hausinn.
Auðvitað varð Jóhanna að hætta og þá gat hún valið um það að velja hag samfylkingarinnar eða velja sinn hag. Hún valdi að sjálfsögðu síðari kostinn. Ef hún hefði boðað til landsfundar s.l. haust hefði nýjum formanni gefist rúm til þess að undirbúa næstu kosningar. Nei, nýr formaður mátti ekki skyggja á ,,ofurmennið" Jóhönnu Sigurðardóttur. Þegar frambjóðandi Jóhönnu Guðbjartur Hannesson fremur harakíri, með því að ætla að hækka laun forstjóra Landspítalans en en ekki starfsfólk Landspítalans sem af dugnaðiog elju, og fórfýsi hefur barist fyrir það halda uppi góðu þjónustustigi fyrir landsmenn, var Árni Páll sem Jóhanna hataði eins og pestina kjörin nýr formaður samfylkingarinnar. Árni Páll hefur rétt eins og Guðbjartur margt fram að færa, en þarf að sitja undir því eftir að hafa verið að vera kjörinn að fyrrum formaður og núverandi forstæisráðherra sýnir honum ítrakað vanvirðingu og mótþróa. Það er erfitt að taka við flokki við þessar aðstæður og ósanngjörn gagnrýni sem Árni Páll hefur fengið vegna þess.
Steingrímur Sigfússon ætlaði að sjálfsögðu að halda áfram sem formaður VG. Ráðamenn og grasrótin var hins vegar búin að fá sig fullsadda á loddaraskapnum. Játa að persónulega hafði ég trú á Steingrími fyrir hrun og í hruninu og þótti það sjálfsagt mál að hann kæmi inn í ríkisstjórn. Það tók Ingibjörg Sólrún ekki í mál. Það skildi ég ekki fyrr en ég las frábæra bók heilindarmanneskjunnar Margrétar Frímannsdóttur. Þá skildi ég betur pörupiltana Steingrím Sigfússon, Svavar Gestsson og Indriðaa Þorláksson. Þrátt fyrir að VG fengi til sín afburðafólk eins og Atla Gíslason, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Ásmund Einar Daðason, þá varð þeirra starskrafta ekki óskað. Annað hvort myndu þau hlíða í anda lýðræðis Austur þýska kommúnistaflokksins eða hypja sig sem þau og gerðu. Þessir þingmenn rétt eins og Ögmundur Jónassson og Jón Bjarnason neiðuðu að samþykkja Svavarssasminginn. Þegar líða tók á þingið vissu æ fleiri að tími Steingríms var liðinn, best flokksmenn VG. Það þurfit hins vegar meira til en að flokkseppi Steingríms yrði kolfelldur í prófköri flokksins í Reykjavík. Í lokin var Steingrími stilltu upp við vegg og hann tilkynnti að honum væri ekki lengur vært í formannssólnum, þó að hann hafði sett það í málskrúð sem nothæft er í grínþætti. Við tók afar greind, en því miður flokksholl ung kona Katrín Jakobsdóttir. Hún var ekki fyrr tekið við fyrr en Steingrímur stakk hana í bakið með því að plotta fyrir því að umsóknin að ESB yrði ekki dregin til baka.Svo gerði hann Björn Val Gíslasonað varaformanni. Eitthvað sem VG þrufti síst á að halda.
Bæði Katrín og Árni Páll verða að sætta sig við það að flokkar þeirra munu bera afhroð í nætu kosningum. Bæði þurfa að sætta sigvið að meira að segja á lokametrunum bregaða þau Jóhanna og Steingrímur fyrir þau fæti. Það er ekki úr vegi að horfa á síðasta útspil Steingríms Sigfússonar sem ere eitt það aumasta sem nokkur stjórnmálamaður hefur verið staðinn að fyrr og síðar. Orðið pathetic sem Steingrímur valdi á Alþingi passar honum vel, sem á þýða má sem lítilmótlegt eða hugsanlega fremur skítlegt í hans tilfelli. Nafnorðið gæti orðið skítseyði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2013 | 09:30
Íslenskur ráðherra rassskelltur í beinni útsendingu.
Sá fáheyrði atburður átti sér stað á Alþingi s.l. fimmtudagsnótt að Steingrímur Sigfússon kom upp í pontu, girti niður um sig svo Atli Gíslason gæti veitt ráðherranum tilhlýðilega hirtingu. Áður hafði Atli farið yfir baráttumál VG og hvernig þau hafa verið saurguð í valdatíð Steingríms.
Framganga Steingríms minnti á þegar hundur er skammaður ærlega og kom fyrrum versti rassskellur upp í hugann þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók Jóhann Hauksson á hné sér á Bessastöðum. Jóhann var í framhaldinu ráðinn fjölmiðlafífl ríkistjórnarinnar.
Berum þessar tvær uppákomur saman. Gaman væri að lesendur tjáðu sig hvor uppákoman er aumkunarverðari.
og svo á Bessastöðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.3.2013 | 15:32
Yfirgefur Ómar Ragnarsson samfylkinguna?
Hinn elskaði fjölmiðamaður Ómar Ragnarsson er að gera málin upp við samfylkinguna. Hann var í raun tekinn inn í samfylkinguna með sameiningu samfylkingarinnar og Íslandshreyfingarinnar sem var í raun hálfgerð mistök. Rétt eins og hjá sameiningu fyrirtækja þá verða oft toppmenn ekki lengur í hinu sameinaða fyrirtæki. Nú tekur Ómar Ragnarsson skref í þessa átt. Bendir á ómálefnanlega og óábyrga stefnu alþýðuflokksins sáluga og núverandi samfylkingu í Geirfinnsmálinu. Hér kemru bloggið hans Ómars og svar mitt til hans.
Blogg Ómars:
"Þungu fargi létt af þjóðinni" með enn þyngra og verra fargi !
Í tilefni af föstudeginum langa í minningu manns, sem var dæmdur saklaus til lífláts fyrir tæpum tveimur árþúsundum, er okkur vafalaust hollt að íhuga og kryfja svipuð mál á okkar tímum, m.a. í okkar eigin landi.
,,Þungu fargi er létt af þjóðinni," sagði dómsmálaráðherra Íslands þegar dómarnir voru kveðnir upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Þetta þunga farg fólst í háværri kröfu þorra almennings, sem hafði verið uppi um nokkurra ára skeið, þar sem þess var krafist að lögreglan upplýsti nokkur mannshvörf, sem höfðu orðið síðustu misserin og upprætti glæpsamlega starfsemi varðandi smygl, dreifingu og neyslu fíkniefna.
Krafan, sem fjölmiðlar ýttu undir, kom til áður en Geirfinnur hvarf.
Ég minnist t.d. viðtals aðgangsharðs sjónvarpsfréttamanns við yfirmann í lögreglunni, sem var sakaður um máttleysi og árangursleysi í mannhvarfsmálum.
,,Það er ekki rétt að við finnum aldrei neitt," svaraði lögreglufulltrúinn, kominn í nauðvörn. ,,Það kemur fyrir að við finnum hinn horfna látinn og allt í fína lagi," datt síðan út úr honum og voru þessi ummæli strax hent á lofti sem dæmi um eindæma klaufagang lögreglunnar.
Þetta var tími mikils umróts og átaka í íslensku samfélagi.
68-kynslóðin skók Ísland með hippabyltingu, uppreisn gegn ríkjandi gildum, afnámi þéringa, breyttum klæðaburði og alveg nýju vandamáli margfaldrar fíkniefnaneyslu og smygls og glæpa í tengslum við hana.
Hviksögur gengu ljósum logum um skipulagða glæpastarfsemi varðandi smygl á áfengi og fíkniefnum og verslun með þau, og voru af sumum tengdar þeim Sigurbirni Eiríkssyni og Magnúsi Leopoldssyni í Klúbbnum og og framlengdar í tengslum við framsóknarflokkinn í gegnum Kristin Finnbogason.
Allt þetta eldsneyti var til staðar og fína fólkið í Reykjavík titraði af æsingi í kjólfötum sínum og síðkjólum þegar ég kom til að skemmta því kvöldið eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði ,,ráðist með ósvífni" á bankastjóra borgarinnar, eins og hann hefði "stillt upp sakborningum í réttarsal" í sjónvarpsþætti kvöldið áður.
Og það va ekki síður allt í uppnámi þegar Vilmundur Gylfason fór hamförum í beittri atlögu sinni gegn spillingu ríkjandi valdastétta.
Í þessu andrúmslofti þurfti aðeins eina litla handsprengju til þess að valda hundrað sinnum stærri keðjusprengingu, og hún byrjaði í einu stuttu en dularfullu símtali suður í Keflavík og hvarfi mannsins, sem fékk þetta símtal.
Dagblaðið og Vísir háðu hatramma baráttu í æsiblaðamennsku á þessum tíma og kepptust við að flytja stórfréttir af því styrjaldarástandi sem skollið var á í íslenskri þjóðmálaumræðu.
Þetta hafði áhrif á alla aðra fjölmiðla, enda engin leið að forðast umfjöllun um hinar einstæðu játningar og þá háskalegu atburði sem breyttust í hvert eitt sinn sem um þá var fjallað.
Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefðu þessi mál aldrei orðið að því báli, sem þar urðu, ef Geirfinnur hefði ekki horfið.
Og eitt og sér hefði hvarf Geirfinns heldur ekki orðið að stórmáli, sem olli stórskjálfta og hamförum á Alþingi nema vegna þess að önnur mannshvörf höfðu orðið á undan og valdið móðursýki sem beið eftir því að fá rækilega útrás.
Þetta var eins og lítill eldur, sem læstist hraðvaxandi úr einni byggingu í aðra þangað til allt stóð í ljósum logum í þessari stærstu galdrabrennu allra tíma á Íslandi.
Krafan var einföld: Stöðvum þetta glæpahyski, flettum ofan af því og komum því undir lás og slá!
Þá öllu með tölu!
Leitun er vafalaust að annarri eins rangsleitni og og rannsókn málsins átti síðar eftir að leiða í ljós. Dropinnn sem fyllti mælinn var að hingað var fenginn þýskur ,,sérfræðingur" til þess að hafa stjórn á henni. Já, "es muss ordning sein."
Mörgum áratugum seinna upplýstist að sérfræðingur þessi hafði í byrjun ferlis síns fengið þjálfun og unnið sig upp í Gestapo á Ítalíu á stríðsárunum!
,,Ósvífin" skopstæling Flosa Ólafssonar í áramótaskaupinu 1976 á hinum erlenda ,,sérfræðingi" reyndist um síðir byggð á innsæi þess listamanns sem Flosi var.
Föstudagurinn langi er réttur dagur til að íhuga mál af þessu tagi í anda mannsins, sem sagði: ,,Dæmið ekki, því að þér munuð sjálfir dæmdir verða."
Hafi ,,þungu fargi" verið létt af þjóðinni þegar hún heimtaði og fékk líf og æru sakbornganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, varð það aðeins til þess, að skapa stundarfrið, því að undir niðri hlutu margir að sjá þegar rykið settist, að eitthvað var bogið við það að víkja alveg burtu meginreglu réttarríkisins: ,,In dubio pro reo", þ. e. allur vafi skyldi túlkast sakborningi í vil.
Hafi þetta skilyrðislausa boðorð verið brotið gersamlega, var það í þessu máli. Ekki aðeins var allur vafi túlkaður gegn sakborningum, heldur búin til gögn eins og játningar, þvingaðar fram með aðferðum, sem verða að teljast ígildi pyntinga.
Nú, þegar komið er á fjórða áratug síðan galdrafárið og nornaveiðarnar geysuðu er ljóst að í stað þess að ,,þungu fargi væri létt af þjóðinni" var efnt til miklu stærra, verra og óbærilegra fargs varðandi samvisku og sálarheill íslensku þjóðarinnar og íslensks dómskerfis, sem verður að létta af henni eftir því sem föng eru á í eitt skipti fyrir öll.
Það er ekki nóg að hallmæla þeim dómendum, sem þurfti að kveða upp dómana, sem voru börn síns tíma. Það þarf að kafa dýpra og átta sig á því sálarástandi þjóðarinnar sem hvatti til og knúði í raun fram þessa dóma í anda hrópanna: ,,Krossfestu hann! Krossfestu hann!"
Reynum að ímynda okkur hver áhrif þess hefðu orðið, ef sýknudómar hefðu verið kveðnir upp. Það hefði allt orðið vitlaust!
Við getum ekki lifað við þetta lengur. Hafi Una Sighvatsdóttir þökk fyrir góða umfjöllun um hliðstætt norskt sakamál og Gísli Guðmundsson fyrir einstætt ævistarf í þágu mannúðar og réttlætis.
Svo kemur lítið ábending mín til Ómars og viðbætur:
Já, Ómar, en finnst þér ekki stórfurðulegt hvað sagan endurtekur sig í sífellu. Fyrst kemur dómur og hann er sætastur ef með í fallinu eru teknir pólitískir andstæðingar. Engin miskunn sýnd. Aldrei koma með afsökunarbeiðni. Til þess að réttlæta dóminn eru búnar til sögur um ,,illmennin“, og svo skal keyra hratt áfram. Öll gagnrýnin hugsun umsvifalaust lamin niður. Ósannindin og illur hugur ráða, engin kristileg gildi. Geturðu hugsað þér líðan Ólafs Jóhannssonar dómsmálaráðherra á þessum árum, eða annarra sem ráðist var á með þessum hætti. Sumir sátu inni, aðrir bognuðu og/eða brotnuðu.
Fjölmiðlastrákarnir voru jú úr gamla alþýðuflokknum og studdir af mönnum eins og Sighvati Björgvinssyni á Alþingi. Tilgangurinn helgaði meðalið.
Svo eru vinstri menn sameinaðir í samfylkinguna, sem klofnar þegar hugsjóna- og heilindamanneskjan Margrét Frímannsdóttir er kosinn formaður. Auðvitað gat illt ekki umgengist neitt gott og Steingrímur stofnaði VG, eftir að hann féll í formannslagnum við Margréti. Það gerðist líka þegar Jóhanna tapaði fyrir Jóni Baldvini síðar.
Við taka nýir sláttumenn. Nú var það Davíð Oddson sem fær dóminn. Hatrið á sér engin takmörk. Svo er sett rannsóknarnefnd, sem a.m.k. vann nokkuð af heilindum. Fimm eru tilnefnd að fara fyrir landsdóm. Þá tekur liðið sig saman, fríar sína menn og Geir Haarde skal einn draga fyrir dóminn. Geir sem hafði manndóm til þess að biðjast afsökunar á sínum þætti og þætti ríkisstjórnar sinnar. Það geri reyndar líka Ingibjörg Sólrún og fékk að launum útskúfun frá samflokksmönnum sínum að launum. Eftir á á hyggja voru það verk Geirs Haarde sem björguðu þjóðinni með bráðabirgðalögunum.
Í Kópavoginum var Gunnar Birgisson tekinn af lífi á sama hátt. Dómurinn í svokölluðu lífeyrissjóðsmáli er einn af smánarblettunum sem pólitíkin býður uppá. Þar var reynt að samræma framburði til þess að klekkja á Gunnari. Hvað gerðu fjölmiðlamenn? Fjölmiðlamaður sem varð að segja af sér á Stöð 2 þegar hann var staðinn að því að falsa fréttir, vílaði ekki fyrir sér að ráðast á Gunnar og klína á hann sök, þegar allt hefði verið tekið af honum.
Svo kemur stjórnlagamálið. Að mörgu leyti var sá ferill góður, en þeir sem halda því fram að þetta sé forgangsmál umfram t.d. að berjast gegn fátækt, skuldastöðu heimilanna og atvinnuleysinu eru á villi- götum. Þegar sérfræðingar komast að því að vinna þurfi málið betur og ná sátt, þá er gamla aðferðin aftur dregin á flot og Ómar, þú dansar með! Auðvitað í anda þess að þú sért að vinna gegn ,,vonda fólkinu“.
Látum dómstólana taka upp Geirfinnsmálið og dæma um sýkn eða sekt. Við getum alveg haft okkar skoðanir á vinnubrögðunum í málinu. Hvorki Ómar Ragnarsson eða Sigurður Þorsteinsson eru til þess fallnir að dæma í málinu.
Ómar, það er afskaplega falskur tónn í dvöl þinni með þessu liði. Framganga þín í gegnum tíðina passar ekki við þessi vinnubrögð. Við erum margir sem teljum okkur vera umhverfissinna, og erum ekki sátt, þá er það okkar að kynna okkar málstað og afla honum fylgis.
Bloggar | Breytt 30.3.2013 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.3.2013 | 13:12
Stjórnir lífeyrissjóðanna Framsókn mjög erfiðir.
Kosningabarátta framsóknarflokksins hefur gengið vonum framar. Það er ekki bara að framsetning málefnanna hefur náð þjóðinni heldur er framsóknarflokkurinn með vel, mannaðan lista. Einn frambærilegasti nýliðinn meðal frambjóðanda fyrir þessar kosningar er Frosti Sigurjónsson úr Reykjavík Suður. Hann er frambjóðandi sem myndi styrkja hvaða lista sem er. Hann hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu, er hugmyndaríkur og rökfastur.
Lekið hefur úr búðum framsóknarflokksins að þeir hafi ætlað að vera dálítið djarfir, og vinna með sjálfstæðisflokknum sem er íhaldssamari og geta þá sagt á næsta kjörtímabili: ,,Við náðum ekki öllu fram í samstarfinu". Þetta er hins vegar erfiðara sem stærsti stjórnmálaflokkurinn, enda eru nú komnir allmargir fyrirvarar: ,,Við meintum þetta nú ekki alveg svona". Auðvitað reikna allir með því að fylgið muni dvína en framsókn verður sannarlega sigurvegari í næstu kosningum, þó þeir nái öðru sæti.
Nú kemur áfallið. Lífeyrissjóðirnir ætla að kaupa Íslandsbanka og Kaupþing. Vandamálið fyrir framsókn er að þarna eru peningarnir sem áttu að borga kosningaloforðin. Auðvitað eru þessar fjárfestingar algjört glapræði, en verða örugglega að veruleika. Verðmæti bankanna er stórlega ofmetið. Hagnaður þeirra felst í afslættinum sem almenningur í landinu átti að fá. Ríkisstjórn VG og samfylkingar ásamt þingmönnum bjartrar framtíðar sviku að skila afslættinum til þjóðarinnar. Þegar sá hagnaður kemur ekki á hverju ári, tekur við niðurskurður í bönkunum og verðgildi þeirra mun rýrna. Aftur mun almenningur vera látinn borga með minni lífeyrisréttindum. Vel á minnst án þess að nokkur einasti stjórnarmaður lífeyrissjóðanna beri ábyrgð.
Ákvarðanir stjórna lífeyrissjóðanna eru ábyrgðarlausar rétt eins og kosningaloforð framsóknarflokksins. Ákvarðanir þeirra beggja munu reynast báðum afar afdrifaríkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2013 | 04:54
Eiga ekki i vök að verjast
Hljomsveitin Vök sigraði í Múskitilraunum að þessu sinni. Fletti þeim upp og ....
verulega vel gert. Mikil gerjun er í tónlistinni á Íslandi. Dútett þeirra Margréta og Andra Márs er hreint út sag frábær. Til hamingju.
![]() |
„Draumi líkast“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2013 | 23:26
Minnumst Icesaveníðinganna í komandi kosningum!
Ef þá á eftir að velja versta samning Íslandssögunnar kemur aðeins einn til greina, Svavarssamningurinn í Icesave málinu. Þó þjóðin hafi fellt þennan samning nánast með fullu húsi, er enn lið úr innsta trúarliði samfylkingarinnar sem enn telur að þessi samningur hafi veri alveg ágætur. Það notar öll möguleg tækifæri að níða þá menn sem beittu sér fyrir því að samningurinn yrði felldur. Fremstur hataðra hjá samfylkingunni er Ólafur Ragnar Grímsson, okkar ágæti forseti. Á Eyjunni í dag kemur einn samfylkingarsnúðurinn Karl Th. Birgisson og ræðst á annan heiðursmann, sem þjóðin á mikið að þakka Ragnar Hall. Þessi undirmálsmaður Karl Th. Birgisson kann ekki einu sinni að skammast sín, heldur hælir sér af því að hafa stutt Svavarssamninginn sem hefði sett þjóðina endanlega á hausinn.
Nú fer að líða að síðustu mánaðamótum sem við þurfum að hafa vinstri stjórn á Íslandi. Þjóðin er þegar farin að fagna.
Minnumst allra þeirra í samfylkingunni sem vildu koma Íslandi á vonarvöl. Þar voru einnig piltarnir sem nú kallar sig bjarta framtíð, útibú frá samfylkingunni. Í sama hópi voru allir ráðherrar VG, nema Ögmundur og núverandi þingmenn VG. Megi uppskera þeirra í komandi kosningum verða í samræmi við það sem þeir til sáðu.
Bloggar | Breytt 26.3.2013 kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
20.3.2013 | 21:50
Stefán Ólafsson, háskólaprófessor þarf launahækkun, og það strax.
Stefán Ólafsson hefur sem fræðimaður fundið það út að tímakaup á Íslandi, sé of lágt og eigi að hækka ekki seinna en strax. Vafalaust er þetta fræðilega innlegg Stefáns, mikilvægt í komandi kjarasamningum, og málsaðilar munu vitna til þess. Boðskapur Stefáns er sá að launagreiðendur hafi alveg efni á að hækka tímakaupið og að landsframleiðsla á mann réttlæti þá fullyrðingu.
Það skal í nafni réttlætis tekið undir það, að laun og þá sérstaklega ráðstöfunartekjur eru sorglega lágar á Íslandi. Eignastaða fjölmargrar heimila er einnig þannig að stór hópur berst við alltof miklar skuldir og húsnæðiskostnaður er að sliga heimilin. Allt hefur hækkað, ekki síst opinber gjöld.
Fyrri skrif Stefáns um að kreppunni sé lokið og kaupmáttur hafi þrátt fyrir allt verið varin, hljómar því eins lygasaga í tómri buddu fólks. Þrátt fyrir allt hlutleysi Stefáns og fræðilegt yfirbragð, hefur hann leynt og ljóst tekið að sér hlutverk predikarans fyrir núverandi ríkissjórn. Innlegg hans um launahækkanir verður að skoðast sem slíkt. Gaman væri að vita hvort Stefán hefur talað fyrir því hjá vinum sínum, að laun ríkisstarfsmanna verði hækkuð ríflega.
Hinn fræðilegi samanburður Stefáns, sem kemur fram í skrifum hans á Eyjunni og hér er vitnað til er þegar til kastanna kemur ekki svo fræðilegur. Almenn afkoma fyrirtækja á Íslandi og fjárhagsstaða þeirra er slík, að engin geta er til að hækka laun, hvað sem landsframleiðslu líður. Hugsanlega gætu einhver fyrirtæki gert það en almennt ekki. Raunverulegur samanburður er miklu flóknari er Stefán lætur í veðri vaka.
Sú mynd sem Stefán dregur upp er mynd áróðursmannsins og spunameistarans. Mynd hans passar vel, við blekkingu fjármálaspekúlantanna, „ byggja upp traust og láta allt líta eðlilega út „ Það að byggja upp falskar, óraunsæar, vonir er hinsvegar ekki stórmannlegt.
![]() |
Erfitt að horfa framan í reitt fólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.3.2013 | 11:15
Prófessorinn ,,hlutlausi" á harðahlaupum frá sannleikanum.
Frammistaða ríkisstjórnarinnar hvað varðar skjaldborgina er hreint með ólíkindum. Þangað komast helst inn fáir útvaldir flokksgæðingar. Einstaka aðilar reyna að skrifa ríkisstjórnina upp.
Stefán Ólafsson ,,hinn hlutlausi" notar síðustu daga þessarar ríkisstjórnar til þess að læða inn enn einni lyginni, með þekktri aðferð, tölfræðinni. Fundin eru hlutföll varðandi opinberan rekstur. Með með þáttöku Safylkingar í ríkisstjórn 2007 þanndist kerfið út bæði sem hlutfall af þjóðartekjum, en þar sem þennsla var yfirgengileg, þá var báknið þanið enn meira út. Rétt eins og áður, er ábyrgðin hins vegar á Sjalfstæðisflokknum. Margir af þeim lægst settu trúðu því í alvöru að Stefán væri að skrifa með hag þeirra að leiðarljósi. Æ fleiri eru farnir að átta sig á því að tilgangur Stefáns var fyrst og fremst að skara eld að eigin köku. Hækka sporslur sínar á meðan almenningur lepur dauðann úr skel. Stefán hélt að með blekkingum sínum gæti hann orðið formaður samfylkingarinnar. Jafnvel þar voru nógu margir upplýstir að þeir sögðu ekki meir, ekki meir. Blekkingar Stefáns hafa ekki aðeins skaðað samfylkinguna og ríkisstjórnina, sem eru í útrýmingarhættu, þær hafa einnig skaðað þá sem minnst mega sín. Öryrkja og fátæka.
Stefán hefur ekki haft manndóm til þess að gefa almenningi upp tekjur sínar, en úr því verður bætt síðasta árs verður hægt að upplýsa í fjölmiðlum þegar skattskrárnar liggja fyrir. Tekjur hans munu lækka umtalsvert á þessu ári og það mun bara gera Stefáni gott. Hann gæti orðið fyrir því að virða sannleikann meira, og þá mun hann átta sig á því að sannleikurinn mun gera hann frjálsan.
![]() |
Heimilisofbeldi á sér stað daglega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10