Færsluflokkur: Bloggar

Afsökunarbeiðni tímabær?

Forsíðugrein Morgunblaðsins í dag. 

Útrásarkappar og afleiðingar verka þeirra snýttu hundruðum milljarða úr nösum lífeyrissjóðanna og veiktu þar með stöðu flestra eldri borgara landsins verulega. Forsvarsmenn lífeyrissjóða létu sjálfir gera skýrslu um málið og borguðu duglega fyrir hana. Það þurfti ekki endilega að vera röng aðferð. En skýrslan var því miður ekki nægjanlega burðugt plagg eða sannfærandi og því ekki til þess fallin að hreinsa andrúmsloftið fyrir lífeyrissjóðina, sem líklega hefur þó verið helsti tilgangur hennar.

 

Í rauninni hefur aðeins eitt mál tengt lífeyrissjóðum og hruni verið tekið fyrir af mikilli hörku. Það snertir Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar. Stjórn og framkvæmdastjóra þess sjóðs var vikið frá með miklu offorsi, að því er virtist til þess að öllum mætti ljóst vera að þar færi mikið glæpahyski og yfirvöld tækju snöfurmannlega á þess háttar kónum. Árum saman sat þetta fólk uppi með hinn þunga fyrirfram fellda dóm og þurfti að verja sig fyrir raunverulegum dómstólum með öllum þeim tilfinningalegu og fjárhagslegu útgjöldum sem slíku fylgir. Þar var upplýst áður en yfir lauk að þetta fólk hafði tryggt með verkum sínum að lífeyrisþegar framtíðar í Kópavogi höfðu ekki skaðast, eins og svo margir sjóðsfélagar annars staðar í því kerfi urðu fyrir. Þvert á móti. Stjórn og framkvæmdastjóri höfðu ekki hagað sér með ólögmætum hætti en kannski óvenjulegum við óvenjulegustu aðstæður sem íslenskt efnahagslíf hafði gengið í gegnum, að vísu í samfloti við stærsta hluta heimsbyggðarinnar.

 

Eiginmaður fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins skrifaði grein hér í blaðið í gær undir heitinu »Af hetjum og skúrkum í Kópavogi og víðar«. Honum er mikið niðri fyrir og fullur af réttlátri reiði. Slíkt hendir stundum í greinum af þessu tagi. En það er þó sjaldan sem reiðin er jafn réttlát og hún er augljóslega í þessu tilviki.

Fjármálasnilli?

Nú í haust kom Ármann Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs fram í fjölmiðlum og gortaði sig af því að Kópavogskaupstaður hafi greitt niður lán fyrir rúma fjóra milljarða. Þetta þakkaði hann aðallega aðhaldi í rekstri bæjarins, svo og að nokkrar lóðir hafi verið seldar. 

Ármann hefur ítrekað verið spurður út í þessa túlkun sína. Hversu mikið hefur verið sparað í rekstrinum og hversu mikið hefur fengist fyrir seldar lóðir. Mjög erfitt hefur verið að fá þessar upplýsingar fá bæjarstjóranum. Helsta ástæða þess er e.t.v. að Ármann hefur séð um aðhaldsþáttinn með rekstrinum en Gunnar Birgisson hefur séð um lóðasöluna. Þegar Ármann hafði komið sér undan að svara spurningunni ítrekað fékk hann leiðandi spurningu. Getur verið að sparnaður í rekstri bæjarins sé 5 milljónir en lóðasalan 5 milljarðar? Ef rétt er þá er framsetning Ármanns hámark í loddaraskap.

 Þegar Gunnar Birgisson tók við Framkvæmdanefndinni hjá Kópavogsbæ og lóðasalan hafði margfaldast undir hans stjórn, kom bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og taldi þessa miklu söluaukningu, bera vott um góðan árangur af efnahagsstjórn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Skýringin vakti mikla kátínu. Ekki gat viðkomandi útskýrt af hverju sambærileg söluaukning væri ekki hjá nágranna sveitarfélögunum.

 Það er ekki af ástæðulausu að Sigurður Björnsson fyrrverandi skrifstofustjóri Kópavogsbæjar líkti Ármanni við Jón Sterka úr Skuggasveini, sem gumaði sig oft og mikið af kröftum sínum. Hann faldi sig á meðan Skugga Sveinn var handtekinn, en þegar það hafði tekist stökk hann fram og hrópaði rogginn : ,,Sáuð þið hvernig ég tók hann piltar"  


Bæjarstjóri sakaður um bæjarráð!

Harkan í bæjarstjórnarmálunum í Kópavogi er búin að vera ótrúleg á síðustu árum. Við þurfum fólk sem vill vinna bænum af heilindum og í friði. Nú saka  bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar Ármann Ólafsson hafi pantað lækkað lánshæfismat Kópavogskaupstaðar. Þó  Ármann njóti ekki mikils traust verður slíkt ekki trúað upp á hann. Það jafngilti nánast landráði, eða myndi það kallast bæjarráð af því að um bæjarfélag er að ræða? EF svo ótrúlega vildi til  er ekkert annað fyrir Ármann að gera en að segja af sér sem bæjarstjóri hið snarasta, annars bíður hans vantraust á næsta bæjarstjórnarfundi, hafi bæjarstjórnarfulltrúar einhvern snefil af sómatilfinningu. 

 


mbl.is Segja bæjarstjóra bregðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er bara að þakka fyrir sig!

Ákvað að nota þetta blogg til þess að takast á við lesblinduna mína, og hræðsluna við að skrifa. Hef a.m.k. lært betur að vinna með hana. Kynnst hér afar áhugaverðu og góðu fólki, og auðvitað eins og eins og gengur öðru sem ég ekki endilega myndi bjóða í sunnudagsmorgunmat á pallinum. Alla þykir mér þó vænt um.  Vona að allir fari ósárir frá borði.

Sem barn fékk ég tækifæri að leika í Þjóðleikhúsinu. Fyrsta stykkið hafði mikil áhrif á mig. Það var jólaleikrit Þjóðleikhússins og hét Stöðvið heiminn  ... hér fer ég út. Það hef ég líka stundum gert í lífinu þegar köflum er lokið. Takk fyrir. 

 


VG ræðst harkaleg á Steingrím Sigfússon. Verður honum vært í VG?

Það vekur mikla athygli að forysta VG hefur nú snúist gegn sínum gamla formanni Steingrími Sigfússyni varðandi virkjun í Bjarnaflagi. Mál sem samþykkt var á Alþingi fyrir tilstuðlan Steingríms Sigfússonar sem átti að tryggja honum góðan stuðning fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Stjórn VG er komin með kaldar fætur í málinu og hafnar nú þessu baráttumáli Steingríms Sigfússonar alfarið. Nú er bara spurningin hvað verður um Steingrím. Lára Hanna Einarsdóttir á þakklæti skilið fyrir að taka þetta saman á myndrænu formi og deila til almennings. 

 


Ungt fólk sér þetta á annan hátt!

Við sem eldri erum höldum oft að ungt fólk hafi ekki skoðanir á pólitík. Svo er alls ekki, en tjáningarformið er oft annað. Þegar við setjumst niður með unga fólkinu þá fyllist maður oft aðdáunar á hversu vel það er að sér og hversu klárt það er. Á sama tíma finnum við að það ber virðingu fyrir reynslu og þekkingu, þeirra sem eru eldri. Þannig vinna kynslóðirnar best saman.

Rakst á þessa stórskemmtilegu kynningu. 

 

 


Síðasti hringurinn hafinn

Þá er síðasti hringurinn í kosningahlaupinu hafinn. Sveitastrákurinn hefur óvænt leitt hlaupið, en nokkuð er af honum dregið. Líklegast er að Framsókn lendi í 2 sæti með 24-25%. Sá öflugi og stóri verður væntanlega með um eða yfir 30%, Sjálfstæðisflokkurinn  er í mikilli sókn. Þá kemur sigurvegari síðasta kosningahlaups, samfylkingn haltar áfram mikið löskuð en kemst líklega í mark með aðeins um 10% fylgi.  Fyrrverandi formaður hvetur mótherjanna áfram.  Sá umhverfisvæni og rauði VG nær sennilega 5-6% sem er áfall, en þar er fyrrverandi formaður líka til óþurftar. Það sama má um fyrrum Bjarta framtíð sem nú hefur verið endurskýrð Einhver framtíð og verður líklega sameinuð þeim halta eftir kosningar. Þá eru það bara Píratarnir sem legni vel var afleitað af fyrrum Besta flokknum. 5-7% verður líkleg staða. Þetta er ekki lengur nein spenna í dæminu. Öllum er nú ljóst hvernig fer. Gleðilega hátíð!

 


Nýtt sorprit verður til!

Á mínu heimili kemur DV ekki inn fyrir hússins dyr og les þann sóðasnepil aldrei. Ritstjórinn sem hrökklaðist frá Flateyri rúinn trausti og virðingu, kemur á mölina og fær virðingu hjá þeim sem ekki þekkja til innrætis hans, svo hverfur virðingin og þá er bara fundið nýtt trúgjarnt fórnarlamb. Eftir kosningar hverfur DV fyrir fullt og allt. Jón Ásgeir mun ekki setja krónu meira í þetta sorprit. 

Þá er fundinn nýr snepill,  Fréttatíminn. Í byrjun mánaðarins hafði nýi ritstjórinn Sigríður Dögg Auðunsdóttir viðtal við formann Framsóknarflokksins. Viðtalið var með svokallaðri ,,Anis" eða endaþarmsaðferð, kvenfólk notar oft annað pennaorð yfir aðferðina og tengir hana fremur við  þvagrásian og þá þvagrás kvenna. 

Í sakleysi mínu hélt ég að þarna væri kominn einhver blaðamaður sem ætti eitthvað persónulega óuppgert við Sigmund Davíð. Illgirnin og hatrið skein út úr hverri setningu, og sóðaskapurinn. 

Um helgina var síðan viðtal tekið af sama fjölmiðamanneskju og á sama planinu, en nú við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. 

,,Anís" aðferðin byggist á því að leitast er við að skapa umgjörð. Lýst er útliti viðmælandans, handahreyfingu, klæðnaði og hvað viðkomandi fær sér að drekka. Síðan kemur einhver spurning, sem hverfur inn í eigin hugleiðingar fjölmiðlamanneskjunnar. 

 Skal nú prófa að taka ímundað viðtal við ritstjóra Fréttatímans með þessari aðferð.

Fyrir framan mig situr ljóshærð bústin kona á miðjum aldri sem má muna fífil sinn fegurri. 

,,Sigríður, þú leggur ekki mikið upp úr því að hafa þig til og mála þig!

,,Nei ég fer oft út án þess að mála mig"

Ég hugsa til þess að hún hefði a.m.k. átt að fara í sturtu. 

,,Þú bjóst í Bretlandi" 

,,Já, það var svakalega gaman"

Minnist þess að sagt er að víkingarnir hafi skilið ófríðu konurnar eftir í Bretlandi, en tekið þær fallegu með sér heim. Ótrúlega margar ólögulegar konur, elska að búa í Bretlandi. Árátta kvenna að bera sig saman við kynsystur sínar eru miklar. 

,,Hver er uppáhalds fjölmiðlamaðurinn?"

,,Fyrrum yfirmaður minn Sigurjón Egilsson, af honum lærði ég ,,heiðarleika". Margir halda að Jón Ásgeir  reyndi að hafa áhrif á ritstjórnarstefnuna, það var alrangt"

Nú er það svo að margir vina minna, hvar sem þeir eru í flokki segjast gjarnan vilja hlusta á viðtölin í Sprengisandi ef þeir þyrftu ekki að hlusta á bullið í Sigurjóni. Það er nú löngu viðurkennt að Jón Ásgeir hefur og er að hafa áhrif á fjölmiðlamenn sína, þannig að Sigríður þyrfti að fara í nám til þess að læra innihald orðsins ,,heiðarleiki" Hugsa með mér baráttu mína gegn því að dæma allar ljóshærðar konur sem ,,ljóskur". Svo situr maður  fyrir framan algjöra ljósku. Rifja upp að tíkin mín hún Sara skilur um 900 orð. Hvað skildi ....?

Á mínu heimili mun Fréttatíminn fara hér eftir ólesinn í bláu tunnuna. Endaþarms eða þvagrásar fjölmiðlun er það síðasta sem þessi þjóð þarf á að halda á erfiðum tímum. 


Skildi Ómar Ragnarsson vita af þessu?

Landvernd og Fuglavernd sendu skrifstofu Ramsar-samningsins erindi þar sem farið er fram á að samningurinn rannsaki möguleg áhrif 45-90 MW jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi á lífríki Mývatns. Það hefur tekið Umhverfisstofn 6 mánuði að svara erindi Ramsar sem barst í október s.l. Auðvitað hefði það verið afar vandræðalegt fyrir núverandi ríkistjórn ef virkjun í Bjarnaflagi hefði verið alfarið hafnað. Alveg óbærileg. Hvernig hefði þá Steingrímur Sigfússon getað keypt sér atkvæði í Norð Austur kjördæmi?

Skildi Ómar Ragnarsson vita  af þessu dæmi? Skiptir þetta Ómar einhverju máli? Mun hann enn og aftur fordæma óhæfuverk þessarar ömurlegu ríkisstjórnar, eða syngja gleðisöngva á kosningaskrifstofum  þessara náttúruníðinga. 


Yfirmenn RÚV krefjast uppstokkunar á stofnunni!

Í dag var ég staddur í Háskólanum á Akureyri. Hé var á þeriri ráðstefnu sem ég var á og opið var inn í sal þar sem Dr. Grétar Þór Eyþórsson prófessor var að fara yfir kosningaspár og reyna að draga ályktanir um líkleg úrslit í næstu kosningum. Mjög áhugavert þó ég dragi sumar niðurstöðurnar í efa. Grétar spáði kosningaúrslitum nærri þeim kosningaspám sem hafa verið að undanförnu. Vissulega hafði hann ákveðna varnagla. Minnist frábærra kennslustunda hjá Ólafi Ragnari á sínum tíma, þá tókum við nemendur virkan þátt og sögðum skoðanir okkar. Nokkuð sem ég var ekki var við í kennslustundinni í dag. 

Hann vakti athygli á á skerandi mismun á spám Gallup og MMR annars vegar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins hins vegar og notaði lýsingu eins og töluleiki að mig minnir. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins fékk Framsóknarflokkurinn um 39% og Sjálfstæðisflokkurinn 17,5%. Með það í huga að skoðanakannanir hafa áhrif á fylgi var þessi könnun afar óvenjuleg þo ekki sé dýpra í árinna tekið. 

RÚV gerði þessari könnun afar vel skil og fékk ,,sérfæðing" til þess að túlka niðurstöðuna. . 

Síðar í dag kemur síðan næsta könnun Stöðvar 2 og Fretablaðsins. Þá er Framsóknarflokkunin að missa umtalsvert fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt um 50%. Þar sem ég hef áður gagnrýnt RÚV fyrir hlutdrægni var ég nánast sannfærður um að RÚV tæki málið ekki upp. Beið spenntur eftir kvöldfréttunum. Mikið rétt... ekki neitt. 

Yfirmenn RÚV eru ítrekað að koma þeim skilaboðum á framfæri að strax eftir kosningar fari fram uppstokkun á RÚV og það er full ástæða að taka þá kröfu alvarlega. Fréttastjóri og útvarpstjóri hljóta að taka pokann sinn, auk nokkurra óhæfra starfsmanna. Það er nóg af vel menntuðu og hæfu fjölmiðlafólki sem vill standa sig í starfi og hefur þroska til þess að sýna hlutleysi. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband