Færsluflokkur: Bloggar

Skakka Písa könnunin

Písa er þekkt fyrir sinn skakka turn, en á Íslandi er það ekki bara turninn sem er skakkur í Písa heldur enn frekar kannanir á leshæfni 15 ára unglinga kennd við Písa. Við komum nefnilega svo illa út úr könnuninni. Nú er það svo að það eru fleiri þjóðir sem ekki fá háa einkunn, en víðast hvar velta kennarar og foreldrar hvað hægt er gera til þess að bæta sig. 

Ekki  á Íslandi. Hér verða margir kennarar æfir því mælingin frá Písa hljóti að vera skökk. Hvar kemur fram í þessari könnun hvað kennarar á Íslandi eru fallegir.  Eða hvað þeir eru vinnusamir. Góðir við maka sína og börn auk heimilisdýranna. Auðvitað eru unglingarnir okkar  hamingjusamastir í skólanum og svo hitt að þessi Písakönnun mælir ekki hið undursamlega innræti íslenskra unglinga. 

Móðursýki íslenskra kennara tók nýjum hæðum þegar Halldór Halldórsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík auglýsti að það væri algjörlega óásættanlegt að 30% 15 ára stráka væri ólæsir. Nú gætum hefðum við átt von að kennarar myndu fagna, stuðningsmaður betri menntunar.

Nei af því að nú eru að koma kosningar og óvenju margir kennarar flokksbundnir í samfylkingunni láta kennarar hafa síg út í að mótmæla Halldóri. þó ekki sé alveg vitað hverju, jú bara af því að hann er í framboði fyrir vondan flokk.  


Af pólistískum fábjánum!

Nokkrir stjórnarandstæðingar eru að fara á límingunum. Það er auðvitað hægt að tala um pólitískan fábjánahátt ef menn svo kjósa. 

 Fremstur fer Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks sem talar einmitt um þennan fábjánahátt sem hann sjálfur sjálfsagt verðskuldar. Kristján var í fremstu röð hjá Wikileaks ásamt Birgittu Jónsdóttur þegar barnungur drengur, Siggi hakkari, er fenginn til starfa fyrir samtökin. Síðar leyfir þessi Kristinn að vera með gífuryrði gegn barninu. Á svipuðum tíma finnst njósnatölva á Alþingi, óþægilega nálægt vinnuherbergi Birgittu Jónsdóttur. Engin rannsókn hefur farið fram svo vitað sé um aðkomu Kristins og Birgittu að því máli, og ekki er vitað um að þau hafi verið yfirheyrð varðandi þeirra þátt í starfi Sigga hakkara á erlendri grundu. Full ástæða er að gera hér bragarbót á. 

 

 Annar sem missir sig er Jóhanna Sigurðardóttir, nú vill hún Bjarna burt. Við sem vorum fyrir löngu búin að gleyma þeirri gömlu. Þjóðin var að vona að hún kæmi aldrei út af elliheimilinu. Hennar tími kom með herfilegum afleiðingum fyrir íslensku þjóðina. Formlega hefur engin rannsókn farið fram á óhæfuvekum hennar í embætti, en full ástæða er til. Margir vilja hana fyrir Landsdóm, en opinber rannsókn er nauðsyn. Jóhanna gerði þjóðinni mikinn greiða með að halda sér innandyra og vera til friðs. Nóg ætti hún að hafa á samviskunni. 

 


Allt gert fyrr peninginn

Við sem höfum búið erlendis t.d.  í Bretlandi eða Þýskalandi verðum stundum sorgmædd þegar íslenskir fjölmiðlamenn minna okkur á að peningaleysi innlendra fjölmiðla, gerir það að verkum að gæðakröfurnar verða litlar sem  engar. RÚV hefur sýnt okkur hversu langt slíkt getur gengið, en fjölmiðlar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sökkva enn dýpra i sínum lágpunktum. 

 

Það aumasta í langan tíma er viðtal sem Lóa Pind Aldísardóttir átti við forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson,  um skuldaleiðréttingu heimilanna. Forsætisráðherra ber ábyrgð á stefnumótunarþætti þessara leiðréttinga og því gat viðtalið orðið afar áhugavert. Lóa Pind kom undirbúin, en bara ekki með eina einustu spurningu sem varðar stefnumótun. Heldur virðist svo sem hún  hafi haldið að Sigmundur Davíð sjái um útreikninga á einstökum umsóknum. Eða það sem verra er að tilgangur viðtalsins væri að taka forsætisráðherra niður, málefnið skipti ekki nokkru máli. Þeir sem ekki hafa séð til til Lóu Pindar gætu haldið að hér sé um alvarlega vanþekkingu fjölmiðlakonunnar sé að ræða, en þeir sem hafa séð hana áður gera sér grein fyrir að svo er alls ekki, heldur er líklegra að hún hafi viljað sýna eiganda fjölmiðlasamsteypunnar hvað hann getur fengið fyrir peninginn. Allt. Aumara getur það nú vart verið.  

 


Með hangandi hendi?

Morguninn byrjar á að velta fyrir sér hvers konar fífl maður er oft og fleiri spurningum með Anthony Newley og Sammy Davis

 

 


Draumfarir Katrínar Jakobsdóttir

Það vakti talsverða athygli þegar Katrín Jakobsdóttir trúði þjóðinni fyrir því að þegar hún væri komin uppí á kvöldin þá dreymdi hana Bjarna Benediktsson. Ekki það að Bjarni sé ekki myndalegur maður, heldur er það óvenjulegt að forystumenn stjórnmálaflokks  sé svo hreinskilnir,  hvað þetta varðar. Upp var fótur og fit á vinstri arminum og Bylgjan var fengin til þess að finna vinstri ,,spákonu" sem gæti  alveg eins verið Stefán Ólafsson, bráðskemmtilega hraðlygin, til þess að ,,ráða" drauma  Katrínar og koma henni út úr vandræðunum. Nú bíða menn spenntir eftir næstu draumum Katrínar, sem sjálfsagt gætu gengið fram af siðprúðu fólki, ef allt fær að fjúka. 

 http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP25815


Bæjarfulltrúar missa jarðsamband.

Það er hreint með ólíkindum að bæjarfulltrúar í Kópavogi skuli sýna svo mikið dómgreindarleysi að leggja til 270% launahækkun sem bæjarfulltrúar í Kópavogi, á sama tíma og verið er að bjóða launþegum 2,7% launahækkun. Nú gætu einhverjir haldið að hér hefði slegið út í fyrir bæjarfulltrúunum tímabundið, en svo er nú aldeilis ekki. Tillagan hefur áður verið lögð fram en fékk þá ekki brautargengi. Nú skyldi látið reyna á að Gunnar Birgisson var fjarverandi, en hann brást illa við síðast. 

Er nokkuð annað að gera fyrir okkur Kópavogsbúa en að ráða bæjarfulltrúa  í gegnum ráðningarstofu, þar sem lágmarkskröfur verið gerðar til þátttakenda. Þetta fólk er okkur ekki samboðið sem fulltrúar okkar.. 


mbl.is Vilja hækka laun bæjarfulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera eða vera ekki forystumaður.

Forystumaður í stjórnmálaflokki þarf að vera ýmsum kostum gæddur. Það má halda því fram að kostir hans þurfi að vera „ ofurmannlegir „ því slíkt er álagið á þennan einstakling.

Einn af mörgum kostum þessa einstaklings er að hann eigi auðvelt með að vinna með öðru fólki, sínum eigin flokksmönnum og öðrum í hinu pólitíska umhverfi sínu.  Hann þarf að vera mannasættir, sveigjanlegur einstaklingur, sem aldrei missir sjónar á hinum breiðu línum, í dægurþrasi hvundagsins.

Til að valda þessu hlutverki þarf hann sjálfur að vera heilsteyptur einstaklingur, með góða sjálfsmynd og þroska.  Siðferðisvitund þessa einstaklings og fjárhagsleg sjálfstæði þarf að vera óyggjandi . Í hakkavél stjórnmálanna, þar sem andstæðingar reyna með öllu móti að finna snöggan blett á forystumönnum, annarra flokka, þarf þessi einstaklingur að vera nærri því „ heilagur maður „

Þessi stutta lýsing gæti verið hjálplegur mælikvarði í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þar sem forysta flokksins verður valin til næstu ára.

Sá á kvölina sem á völina, segir máltækið. Hinn ábyrgi kjósandi er settur í vanda, hvern á hann að velja.  Það er stór hópur sem hefur hringt og vilja hafa áhrif á þitt val.  Glansmyndir eru dregnar upp, helstu kostir einstaklingar dregnir fram en lítið rætt um ókosti.  Sjónarhornið er vísvitandi gert þröngt í þágu einhverra hagsmuna.

Spurningin í kjörklefanum er hinsvegar einföld.  Hún er, hvaða einstaklingar eru hæfastir og eiga að skipa sigurstranglegan lista þíns flokks í sveitarstjórnarkosningum 31 maí n.k

Kjósandinn á að hlusta á og kynna sér málflutning allra.  Ekki síst þeirra sem hann þekkir ekki. Í kjörklefanum er hinsvegar allt áreiti að baki þú ert einn með þinni samvisku, engum háður, þú þarft að ganga frá borði, sáttur við sjálfan þig,  guð og menn !!


Nýju fötin bæjarstjórans

Það var einu sinni bæjarstjóri í stórum bæ. Vinir hann kepptust um að hæla honum og segja hvað hann væri góður bæjarstjóri, svo hugmyndaríkur og klár.  Þetta voru auðvitað kaup kaups, því bæjarstjórar, hafa ýmsar leiðir til að hjálpa vinum sínum.

Ef þú ert góður bæjarstjóri, þarf að láta alla vita af því, annars ertu ekki kosinn aftur.  Fáir vita betur en hann, hvað það er mikilvægt að vera sýnilegur. Vondar féttir eru einfaldelga betri en engar fréttir.

Þó megi ekki tala hátt um það er bæjarstjórastaða, góð og bara vel launuð innivinna.  Enn það kostar líka mikið að vera bæjarstjóri. Endalaus útgjöld, vitið þið t.d. hvað það kostar að taka þátt í prófkjöri,  og bæjarstjórinn okkar hefur af og til náð sér í smá aukatekjur með vinum sínum. Allir verða að bjarga sér og þeir fiska sem róa.

Einn af vinum bæjarstjórans, sagði honum söguna um nýju fötin keisarans. Þó bæjarstjórinn okkar sé víðlesinn hafa hann ekki heyrt þessa sögu Sagan fjallar um það að allir ráðgjafar keisarans  voru svo uppteknir af að þóknast honum og dást að nýju fötunum hans.  Fötin pössuðu svo vel og voru svo falleg. Þegar keisarinn sýndi sig í nýju fötunum, var það blessað barnið, sem sagði,  hann er ber !!

Þetta er góð saga sagði bæjarstjórinn, hana get ég notað. Ég verð aðeins að sníða hana að nútímanum, þetta með fötin passar ekki, en þetta lið trúir öllu !!

Ég ætlað einfaldlega að búa til glansmynd, eins og keisarinn, segja t.d., bærinn okkar er vel rekinn, unglingarinar eru svo ánægðir með íþróttaðstöðuna og skólana, fjármálastjórnin er ábyrg og traust. Segi svo vondir menn vilji hinsvegar komast í peningakassann og hjálpa fátækum, hafið þið heyrt það betra. Þið ráðgjafar og vinir bakkið þetta svo upp.  Allt muni fara fjand...   nema ég verði áfram bæjarstjóri. 


Bæjarstjóri á að segja satt!

Auglýsingastofur og almannatenglar hafa oft æði mismunandi áherslur. Almannatengar leggja oftast áherslu á að skjólstæðingar þeirra segi satt, veri heiðarlegir og viðurkenni mistök sín ef þeir gera mistök. Auglýsingamenn virtasta leggja áherslu á að komast frá hlutunum, og þá oft nota þeir þau ,,trikk" sem þeir komast upp með. 

Ármann Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi kemur úr auglýsingabransanum og það mótar vinnubrögðin.

Í desember segir Ármann Ólafsson í umræðum um leiguíbúðir að Kópavogsbær hafi keypt 11 íbúðir á árinu. Hann tekur það nú ekki alvarlega, þó honum sé bent á að aðeins hafi verið keyptar 7 íbúðir, en síðan hafi 4 íbúðir verið í miklu viðhaldi.

Í janúar er umræða um leiguíbúðir í Kópavogi og þá segir Ármann á bæjarstjórafundi. Við keyptum 15 íbúðir á árinu 2013. Hvernig í ósköpunum geta þessar 7 íbúðir orðið að 15 íbúðum. Jú, ef við tökum þessar 7 íbúðir, og leggjum þessar 4 íbúðir við sem ekki voru keyptar og voru því oftaldar. Bætum síðan þessum oftöldu aftur við þá fáum við 15 íbúðir! Svona myndu almannatengslar aldrei ráðleggja bæjarstjóra að gera, en auglýsingamenn gætu gert það. Þegar Ármann er beðinn um lista yfir þessar 15 íbúðir þá vandast málið og hann segir að kannski misminni hann þetta, eða hann hafi farið rangt með! Þetta bendir til mikils áhuga Ármanns á málaflokknum.

Á sama fundi fullyrðir Ármann og reyndar einnig Ómar Stefánsson að Kópavogsbær ætli að kaupa 15 leiguíbúðir á þessu ári. Þeir leggja mikla áherslu á að ekki megi fara fram úr fjárhagsáætlun. Hvað er þá sett í kaup á leiguíbúðum í fjárhagsáætlun. Jú, 100 milljónir.  Það þýðir að hver íbúð á að kosta 6.666.667 krónur. Það eru ansi ódýrar íbúðir. Svo ódýrar íbúðir hafa nú ekki verið seldar á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn áratug. Getur verið að Ármann hafi alls ekki ætlað að kaupa neinar 15 íbúðir. Meðalverð íbúa er áætlað um 30 milljónir, og miðað við það er aðeins rými í fjárhagsáætlun fyrir 3 íbúðir. 

Á síðasta bæjarstjórnarfundi var ekki heimiluð umræða um  fjármögnun tillögu sem hafði  verið samþykkt í bæjarstjórn. Málið er rætt nú í bæjarráði og nú segir Ármann að nú sé málið í fyrsta skipti komið í faglegan farveg.

Er ekki kominn tími til þess að skipta þessu liði út úr bæjarstjórn og fá hæfara fólk til starfa!  


mbl.is Sátt um húsnæðismálin í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband