Færsluflokkur: Bloggar

Vinstri flokkur með hægra ívafi!


Nú er nýr vinstri flokkur í burðarliðunum. Vinstri flokkur heitir það þegar meirihluti flokksmanna eru vinstri menn, því þó að hægri menn standi að stofnun á slíkum flokk er það flokksþing sem ákveður stefnuna, ekki þeir sem stofna flokkinn. Þegar samfylkingin var stofnuð var hún tilorðin til þess að sameina alþýðuflokk, Alþýðubandalag og Kvennalistann. Margrét Frímannsdóttir  varð formaður, og Jón Baldvin Hannibalsson varð fúll svo og Svavar Gestsson og Steingrímur Sigfússon. Áherslurnar voru ekki alveg eins og þeir vildu hafa þær og þess vegna var VG stofnaður. Jón Baldvin var sendur í útlegð, annars hefði hann líka stofnað nýjan flokk. Þá hefði sameining flokkanna orði slík, að auk nýja flokksins hefði verið stofnað nýtt Alþýðubandaldag og nýr alþýðuflokkur. Margrét átti að vera límið til þess að halda þessum þremur öflum saman. Næst tók Ingibjörg Sólrún við og þá var öllum ljóst að alþýðuflokksmenn og Alþýðubandalagsfólk hafði orðið undir í ,,sameiningunni". Til allar hamingju gekk Jón Ásgeir til liðs við batteríið og hélt flokknum á floti. Einkavæðing bankanna varð að hans skapi og samfylkingin óð í peningum. 
Nú hefur þetta lið fengið Benedikt Jóhannesson, Þorstein Pálsson  og Svein Andra til liðs við sig, og með þeim óánægðir alþýðuflokksmenn, Allaballar og Kvennalistakonur. Sagt er að í miðstjórninni verði Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur Sigfússon, sem er á svarta lista VG, Svavar Gestsson og Indriði Þorláksson. Þessa nýju samfylkingu kalla þau Viðreisn og einkunnarorðin verða víst ,,Eigum ekki viðreisnar von".  

Uppgjörið búið, eða rétt að byrja?

Föðurbræður Þorsteins Hjaltested ætla að stefna Kópavogsbæ og krefjast allt að 75 milljarða frá bænum. Ekki þarf að ræða það að ef svo færi væri Kópavogskaupstaður kominn á hausinn. Ármann Ólafsson bæjarstjóri sagði í þessu tilefni að búið væri að gera upp við rétta aðila vegna Vatnsenda, eða um 3 milljarða. Þetta vekur nú nokkra furðu, því að vitað er að fyrir Héraðsdómi lá fyrir málarekstur sem gerði rúmlega 6 milljarða kröfu á Kópavogsbæ auk dráttarvaxta, kröfu sem væntanlega verður á bilinu 15-20 milljarða. Yfirlýsingar Ármanns nú og áður vekja því mikinn ugg, nú þegar skiptastjórinn ætlar að afhenda Þorsteini Hjaltested Vatnsendajörðina. Líklega lækkar risið á bæjarstjóranum, við þetta. Allar yfirlýsingar bæjarstjórans hér eftir vegna þessa máls gætu reynst bæjarbúum afar dýrkeyptar. 

Kjósendur ættu að rifja upp það sem bæjarfulltrúar Kópavogs hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum um þetta mál og spyrja sig hvort þeir séu réttir fulltrúar til þess að semja um þetta erfiða mál.  


Krefja Kópavogsbæ um 75 milljarða

Erfingjar Sigurðar K. Hjaltested, fyrrum ábúenda á Vatnsenda, hafa stefnt Kópavogsbæ vegna eignarnáms á landi Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. 

Hópurinn krefst þess að Kópavogsbær greiði 74,8 milljarða, en varakrafa hljóðar upp á 47,6 milljarða.

Málið verður þingfest 5. nóvember næstkomandi.

Kópavogsbær telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Fram kemur í tilkynningunni að Kópavogsbær mun krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda.

Hér að neðan má lesa fréttatilkynningu Kópavogsbæjar í heild sinni:

Kópavogsbæ hefur verið birt stefna af hálfu hluta erfingja Sigurðar K. Hjaltested fyrrum ábúenda á Vatnsenda. Eru dómkröfur stefnenda þær að Kópavogsbær greiði þeim kr. 74.811.389.954 vegna eignarnáms á landi í Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. 

Fjárhæð varakröfu er kr. 47.558.500.000. Málið verður þingfest 5. nóvember næstkomandi.

Kópavogsbær telur umrædda málsókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjast sýknu af öllum kröfum stefnenda.

Kópavogsbæ hefur í fjögur skipti verið heimilað að taka land í Vatnsenda eignarnámi. Í öllum tilvikum fóru eignarnám fram á grundvelli eignarnámsheimildar frá opinberum stofnunum og ráðherra. 

Var Kópavogsbæ skylt að ráðstafa eignarnámsbótum til þinglýsts eiganda Vatnsenda sem jafnframt var ábúandi jarðarinnar. 

Aðrir opinberir aðilar sem framkvæmt hafa eignarnám í landi Vatnsenda hafa jafnframt ráðstafað eignarnámsbótum til ábúenda jarðarinnar á hverjum tíma. Þeir opinberu aðilar eru íslenska ríkið, Reykjavíkurborg og Landsvirkjun.

Áréttað er að öll aðilaskipti að fasteignum eru háð þeirri grundvallarforsendu að aðilar megi treysta á réttmæti upplýsinga úr þinglýsingarbók. 

Önnur regla myndi leiða til gríðarlegrar óvissu um það kerfi sem gildir um skráningu eignarhalds að fasteignum á Íslandi.

Kópavogsbær harmar að hann hafi verið dreginn inn í harðvítugar deilur milli erfingja að dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested sem lést árið 1966. Umrætt dánarbú er enn til opinberra skipta.

Ármann Ólafsson bæjarstjóri hefur verið heslti  stuðningsmaður þessa aðila, og nái krafa þessarra aðila fram aðganga verður bæjarsjóður væntanlega gjaldþrota.  

 

 

 

 

kríunes


Að hugsa út fyrir kassann

Merkilegt hvernig framboði Guðna Ágústsonar var tekið í Reykjavík. Nú getur Guðni verið með skemmtilegri mönnum og hefði án efa hresst upp á Borgarstjórn. Á netinu fóru stuðningsmenn Samfylkingar og Besta flokksins á límingunum, eins og þeim kæmi við hvaða fulltrúa Framsóknarflokkurinn myndi bjóða fram í Reykjavík. 

Framsókn getur hins vegar fyrst og fremst kennt sér sjálf um. Fyrst var það stjórn Fulltrúaráðsins sem ekki gat hugsað út fyrir kassann og unnið með Guðna, og þeim sem hann vildi fá inn í samstarfið. Stuðningsmenn þeirra sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Í Fulltrúaráðinu voru afgamlir, úr sér gengin gamalmenni á mismunandi aldri, og þeir sitja nú uppi með vandamálapakkann, sem þeirra þröngsýni hefur komið þeim í. Þá hafði þessi sama stjórn telft fram stelpukjána í annað sætið, sem virðist hafa það eitt sér til framdráttar að hafa ekki typpi.  Stjórnmálaflokkarnir gera oft ekki miklar kröfur til kvenna sem þeir setja á lista sína. Að vísu eru konur tregari til að bjóða sig fram, en þarna úti er mikið af hæfileikakonum. Guðrún Bryndís Karlsdóttir tjáði sig í fjölmiðlum og sagði að þegar Framsókn vildi hana ekki í fyrsta sætið, að lög og reglur hafi verið brotnar. Ekki hefur stúlkukindin sagt okkur hvaða lög og reglur hafi verið brotnar, því við sem þekkjum lög og reglur Fulltrúaráðanna vitum að Fulltrúaráðin hafa vald til þess að raða niður að vild og brutu því hvorki lög né reglur. Þegar Óskar Bergsson sagði af sér, áttaði stjórn Fulltrúaráðsins í Reykjavík að frambjóðandinn í fyrsta sæti þyrfti að hafa eitthvað annað fram að færa, en hafa ekki typpi. 

 

 


Fyrst Vantrú, nú hassreykingar og næst stripp á Austurvelli.

Á föstudaginn langa ákvað Vantrú að spila bingó á Austurvelli til þess að láta á sér bera og mótmæla áhrifum kristinnar trúar á Íslandi. Nú boða hassreykingarmenn uppákomu á Austurvelli og heyrst hefur að áhugafólk um stripp hafi áhuga að gera slíkt hið sama. Það sem er sameiginlegt með þessum uppákomum að þær standast ekki núverandi lög.  Nú er það svo að hægt er að breyta lögum og til þess velur þjóðin 63 fulltrúa á Alþingi. Mikill vilji er þannig að breyta lögum um eiturlyfjaneyslu, þannig að hassneysla verði t.d. ekki ólögleg í sjálfu sér. Held að stuðningur sé fyrir þessu í öllum stjórnmálaflokkum. Ekki er líklegt að nægur stuðningur sé fyrir því að lögleiða að gera megi  lítið úr trú fólks eða að strippa á almannafæri. Þetta gæti þó breyst með tímanum. Þá gæti hugsanleg uppákoma verið að koma saman fyrir framan mosku múslima þar sem fólk kemur og dansar nakið. 

Áður hef ég lýst uppákomu á Austurvelli þar sem ungur maður ákvað að skíta í blómabeð, rétt eins og framgagna Vantrúar, hassreykingarfólks og strippara er að enn ólöglegt, en með auknu umburðarlyndi gæti þetta allt orðið löglegt. Þá gætu verið stofnuð heildarsamtök þessa fólks. Síðan á föstudaginn langa gæti þetta fólk komið saman nakið, gert lítið úr trúariðkun annarra, reykt hass og skitið í blómabeð á Austurvelli. Það er ég viss um að þetta myndi vekja óskipta athygli ferðamanna og jafnvel draga að mun fleiri til landsins um páskana.  Bráðvantar okkur ekki gjaldeyri? 


mbl.is Reyktu gras á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur vonar og gleði

Þetta er dagur vonar

 

 

og gleði

 

 


Að skíta á Austurvelli

Við vorum á heimleið eftir skrall á 17 júní og gengum yfir Austurvöll. Klukkan var langt gengin 6 að morgni og lang flestir farnir heim til sín að sofa. Þá göngum við fram á ungan mjög drukkinn mann þar sem hann sat á hækjum sér og gerði þarfir sínar í blómabeð á Austurvelli. Ekki vorum við með myndavél, en tilefnið var áhugavert motiv. Hvað stendur til spurði einn okkar? Jú svaraði ungi maðurinn. Er að æfa mig í að kúka í beinni. Einn góðan veðurdag munu fjölmiðar flykkjast niður á Austurvöll og taka svona uppákomu upp. Þá verður fátæktin orðin mikil á fréttastofu Sjónvarps. Sjáið til, sá tími mun koma. 

Jú mikið rétt, sá tími er sennilega kominn. Auðvitað er ólöglegt að gera þarfir sínar á Austurvelli og í hæsta máta ósmekklegt. Ekki veit ég hvort ungi maðurinn hefur æft þessar uppákomur síðar, en í gær kom fréttastofa og sýndi okkur þegar örfáar hræður úr Vantrú, spiluðu bingó með börnum sínum á Austurvelli. Tekið var fram að athæfið væri sennilega lögbrot og væri gert til þess að mótmæla rými kirkjunnar í íslensku samfélagi. Út um allt land hefur fólk safnast saman á þessum degi til þess að gera margt áhugavert, en sennilega fyrir algjöra tilviljun var fréttin líka á Stöð 2. Ef gjörningurinn er lögbrot þá er það í hæsta máta óviðeigandi að tefla börnum fram í ólöglega gjörninga. Það ef þetta væri gert fyrir trú viðkomandi, þá léti ég mér það í léttu rúmi liggja, en þar sem það er gert til þess að mótmæla eða ögra trú annarra er það ósmekklegt. Það er líka ósmekklegt í þessu ljósi af fréttastofu RÚV að gera þetta að sérstöku upptökuefni. Þessi ósmekklegheit fengu álíka mikið rými í fréttunum og hljómleikar Megasar með passíusálmunum, hljómleikarnir voru ekki ólöglegir. 


Fátæktarvæðingin - árin hans Stefáns

stebbi ólafs

Hún er skelfileg skýrsla Barnaheilla um fátækt barna á Íslandi. Á árunum eftir hrun 2008-2012 var okkur sagt að slegin yrði skjaldborg um heimilin í landinu og þó sérstaklega þá sem minna máttu sín. Framkvæmdin var svo allt önnur. Allur tíminn fór í gæluverkefni ESB, Stjórnlagaþing og síðan endurhæfingu óhæfra stjórnmálamanna. Þekktasta af slíkum verkefnum þegar Svavar Gestsson var sendur til Bretlands til þess að æfa sig í samningagerð og kom með Svavarssamninginn fræga um Icesave. 

Til þess að tryggja framkvæmdina varðandi þá sem minnst mega sín var kallaður fram á gólfið Stefán Ólafsson sem mikið hefur rannsakað og skrifað ósköp um jöfnuð og fátækt. Stefán tók að sér að vera formaður stjórnar Tryggingarstofnunar og þáði feita bita úr lófa valdhafa. Sem þakklætisvott skrifaði Stefán ótt og títt til þess að dásama valdhafa, á meðan hann úðaði í sig veitingunum af borði Steingríms og Jóhönnu. 

Það er engin hætta á að Stefán Ólafson biðji þjóðina afsökunar. Börnin sem ekki gátu haldið upp á afmælið sitt, eða þurftu að fara í biðraðir með foreldrum sínum eftir matargjöfum til hjálparstofnanna ættu að minnast þessara ára sem áranna hans Stefáns Ólafssonar, þau ár eru sem betur fer liðin.  


mbl.is Fátækt íslenskra barna aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónvarpssigur


Eflaust er ég aðeins einn af þeim fjölmörgu sem elska Ómar Ragnarsson sem sjónvarpsmann. Hann hefur alltaf haldið hlutleysi sínu sem fjölmiðlamaður, og fagmennsku. Viðurkenni að ég hef ekki haft eins mikið dálæti á Láru dóttur hans sem fjölmiðlamanni.

Ég hef áður skrifað um það hér á blogginu, að RÚV ætti að fá Ómar í fullt starf að fara um landið og kynna landið fyrir þjóðinni. Það að fá Láru dóttur hans með var enn betri hugmynd. Þau saman voru gjörsamlega frábær. Má ég biðja um marga þætti, mjög marga þætti með þeim feðginum. Þetta var sannkallaður sjónvarpssigur. Lára og Ómar til hamingju, og bestu þakkir.  


Nýr ESB flokkur gæti tekið yfir samfylkinguna.

Mikill  órói er innan samfylkingaunnar vegna umræðu um stofnun á nýjum ESB flokki. samfylkingin hefur ekki náð vopnum sínum og Árni Páll þykir hafa staðið sig afleitlega. Á sama tíma og einhverjir innan samfylkingarinnar  vona að þessir flokkur verði að veruleika eru fleiri  innan flokksins sem lesa í skoðanakannanir og lesa að þá muni fylgi núverandi samfylkingar ekki ná 5% og því þurrkast út. Þeir eru skelfingu lostnir.  Stuðningsmenn Dags Eggertssonar gera nú allt í því að koma í veg fyrir stofnun nýs flokks. 

Suðnigsmenn Katrínar Jakobsdóttur hjá VG eru heldur ekki kátir, því í ljós kemur að stuðningsmenn  Árna Þórs Sigurðssonar ætla sér inn í hinn nýja flokk, en vilja ekki að Árni fylgi, vegna frammistöðu hans í Sparisjóðsmálinu en hann er sagður hafa selt stofnfjárbréf fyrir milljónatugi sem hann fékk fyrir slikk.

 Sá sem er þó pirraðastur vegna þessa nýja flokks er sjálfur guðfaðir samfylkingarinnar Jón Ásgeir Jóhannesson sem nú sér fram á langan fangelsisdóms vegna núverandi dómsmála. Hingað til hefur hann sloppið en nú sjá menn fyrir sér að falli dómur honum í óhag, gæti Jón Ásgeir fengið rúmlega 10 ára dóm. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband